Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. ágúst 1995 3 Konurnar einungis hálfdrœttingar á viö karla í tekjum: Tekjur kvenna hækkað 6% meira en karla Þótt atvinnutekjur kvenna hafi nú fjögur ár í röö hækkaö meira en tekjur karla, samtals um rúmlega 6%, þá eru kon- urnar samt ennþá einungis hálfdrættingar á viö karla í .tekjum. Samkvæmt skatt- framtöium voru meöalat- vinnutekjur á mann sem svar- ar 100.700 á mánuöi á síöasta ári, sem var 2,2% hækkun frá árinu á undan. Þetta meðaltal segir þó tak- markaða sögu eins og önnur, þar sem meðaltekjur kvenna voru t.d. aðeins 52% af tekjum karla, sem Þjóðhagsstofnun seg- ir að hluta til skýrast af meira vinnuframlagi karlanna. Kon- urnar hafa samt heldur verið að mjókka bilið síðustu árin. Þann- ig hækkuðu tekjur þeirra um 3,1% í fyrra borið saman við 1,8% hækkun hjá körlum. Sam- tals hafa þá tekjur kvenna hækkað rúmlega 6% meira en karla frá 1990. Þessarar þróunar gætir í öllum aldurshópum. Meðalatvinnutekjur hjóna voru sem svarar 227.000 kr. á mánuði í fyrra, sem er 5.000 kr. hækkun frá árinu á undan. Einnig í þessum hópi hækkuðu tekjur kvennanna meira, eða 3,6% milli ára, borið saman við 2% tekjuhækkun eiginmanna þeirra. Nefnd aö störfum viö aö endurskoöa lög um meö- lagsgreiöslur: Innheimtuþátturinn hefur batnað strax „Viö höfum skipt starfinu upp í tvennt. Annars vegar höfum viö litiö á innheimtuþáttinn, þ.e.a.s. hvernig bæta megi innheimtuna og skoöaö hvers vegna menn hafa ekki greitt og hvers vegna þeir geta ekki greitt og þar fram eftir götun- um. Hinn þátturinn er sá aö viö höfum veriö aö skoöa hag meölagsgreiöendanna sjálfra, hvernig sé hægt aö bæta hann," segir Ólafur Örn Har- aldsson alþingismaöur, en hann veitir forstööu nefnd sem hefur þaö hlutverk aö endurskoöa lög um meölags- greiöslur. Hann segir að starfi nefndar- innar hafi einnig verið skipt í tvennt hvað varðar tímamörk. Strax í haust komi nefndin með breytingartillögur varðandi þessa tvo þætti; innheimtuna annars vegar og stöðu meðlags- greiðenda hins vegar. í vetur verði síðan unnið áfram að grundvallarbreytingum á með- lagsgreiðslukerfinu, en sú vinna tekur iengri tíma. Ólafur Örn segir of snemmt að segja frá niðurstöðum. „En það er alveg ljóst að innheimtu- þátturinn hefur batnað núna strax með því að ríkið er farið að skuldajafna, sem það gerði ekki áður. Það er að segja, núna eru barnabætur og vaxtabætur teknar af mönnum og það hefur strax bætt innheimtuna veru- Iega. Við erum líka að skoða aðra möguleika á skuldajöfnun við ríkið, en þetta er bara inn- Ólafur Örn Haraldsson. heimtuþátturinn," segir hann. „Við emm síðan að skoða kjör meðlagsgreiðendanna sjálfra og ýmiskonar samninga og mögu- leika á að koma mönnum á flot aftur, sem eru í sjálfu sér lokaðir inni vegna þess að tekjur þeirra hrökkva ekki fyrir meðlags- greiðslunum og skuldir þeirra eru orönar svo háar að þeir komast raunverulega ekki af stað, því það er bókstaflega allt tekíð af þeim. Þetta erum við að skoða núna og of snemmt að segja frá niður- stöðum. En tillögur munu liggja fyrir núna fyrir þingbyrjun og verða þá gerðar kunnar," segir Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður. -TÞ Tíu vilja verba yfirlögregluþjónar Tíu manns vilja verða yfirlög- regluþjónar á Akureyri en um- sóknarfrestur um stöðuna rann út um miðjan síðasta mánuð. Erlingur Pálmason er verið hef- ur yfirlögregluþjónn á Akureyri varð sjötugur fyrr í þessum mánuði og hefur nú látið af störfum. Ekki hefur enn verið ákveðið hver verður eftirmaður hans en dómsmálaráðherra veitir stöðuna. Ákvörðunar hans er þó að vænta fljótlega, því nýr yfirlögregluþjónn á að hefja störf þann fyrsta næsta mánaðar. ■ Lágfóta hefur lítiö látib á sér kræla í sumar miöaö viö fyrri ár. 7.400 kr. greiddar fyrir refsskottiö samkvœmt gjaldskrá þessa árs. Biskupstungur: Færri refir veiddir en oft „Mér virbist aö heldur minna sér af ref nú í sumar, en stundum ábur. i hittebfyrra var þetta miklu meira og þab mesta sem ég hafbi séb," sagbi Kristinn Ingvarsson refa- skytta í Austurhlíb í Biskupstung- um í samtali vib Tímann í gær. Umhverfisrábuneytið hefur birt gjaldskrá ársins um verblaun fyrir skott refa og minka. Fyrir refi sem veibast utan grenja, svonefnd áður hlaupadýr, greibast 1.400 kr, fyrir fullorbna refi í grenjum greibast 1.000 kr, yrblingar leggja sig á 450 kr. og fyrir minkinn eru 1.100 kr. greiddar. Refaskyttur í hverri sveit fá síban ákvebna upphæb greidda sem trygggingu frá sveitarsjóbi. Kristinn og sonur hans lágu á og unnu fimm greni í sumar, flest á Biskupstungaafrétti og í Úthlíbar- hrauni. Alls veiddust 32 refir, bæbi fullorbin dýr og yrblingar. Minni áhersla er lögb á ab veiba minkana, enda gera þeir síbur usla en refir. Þab var sumarib 1993 sem mest veiddist af ref í Biskupstungum og á afrétti sveitarinnar. Alls veiddust refir þá á tíu grenjum og þab segir Kristinn Ingvarsson vera þab mesta sem hann lent í, en hann hefur veitt refi og legib á grenjum í 30 ár. Raunvextir eru ofháir á íslandi segir viöskiptaráöherra: Lífeyrissjóbirnir rába markabnum Skyttumar vom fleiri en gæsimar Finnur Ingólfsson, iönaöar- og viöskiptaráöherra, telur raunvexti í landinu of háa, miöaö viö þaö sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Lífeyrissjóöir ráöa mjög stórum hluta peninga- markabarins þannig aö ástæöa hárra raunvaxta gæti legiö í fákeppni á íslenskum peningamarkaöi. „Lífeyrissjóðirnir eru ntjög markaðsráðandi um vaxta- ákvörbun á þessum peninga- markaði, það er ekki nokkur Finnur Ingólfsson. spurning," segir Finnur Ing- ólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Hann hefur óskað eftír því að Seðlabankinn geri úttekt á peningamarkaðnum og kanni hvernig vaxtamyndum á markaðinum eigi sér stað. „Ef svo er að þaö er ekki nóg samkeppni á markaðinum til þess að tryggja aö vextir lækki, þá er spurning hvaða aðstæð- ur þarf að skapa til þess að tryggja samkeppnina til þess að vextir geti lækkað," segir Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. -TÞ Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritarara Tímans, Biskupstungum: Fyrsti dagur gæsaveiöitíma- bilsins var 20. ágúst síbast- liöinn, en þann dag hitti fréttaritari Tímans nokkra gæsaveiðimenn viö Kjalveg, sem höfbu verið viö veiöar um morguninn. „Þaö er minna af gæs núna en í fyrra, og þar sem við vor- um, voru fleiri skyttur en gæs- ir," sagði einn veiðimannanna, en hann og félagar hans voru með 7 gæsir með sér. Af átta öðrum hópum sem í voru 2-4 veiðimenn voru afla- tölur lægri, eða frá engri og upp í þrjár gæsir. Einn veiðimaður náði í ref austanvert við Bláfell. Heildarafli þessara veiði- manna á Biskupstungnaafrétti nam 18 gæsum og einum ref þennan fyrsta morgun gæsa- veiöitímabilsins. Voru menn að vonum óhressir meb feng- inn. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.