Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 8
8 WtWiWM Föstudagur 25. ágúst 1995 Samband ungra sjálfstœbismanna vill leggja niöur Húsnœöisstofnun: Viíí hefja útgáfu húsnæbisskattkorta Ein af hugmyndum félags- manna SUS er ab leggja nibur Húsnæbisstofnun. Þeir vilja ab ríkisstjórnin styrki sér- eignarstefnu í húsnæbismál- um og vilja sporna gegn þeirri þróun sem hefur orbib ab æ fleiri kaupi fyrstu íbúb sína í gegnum félagslega kerf- ib. Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS, telur það fram- kvæmanlegt með því að hafa sérstakt húsnæðisskattkort. „Þannig að fólk hafi ákveðinn skattaafslátt á ákveðiö löngum tíma." Guðlaugur segir að ekki sé búið að útfæra þessa hug- mynd nákvæmlega en segir ab einnig hafi komið upp sú hug- mynd að kannski borgi sig ab koma upp beinum fjárstuðn- ingi við þá sem lægst hafa laun- Fjórbungssamband Vestfirbinga hefur sett fram tillögur um breytta skipan yfirstjórnar fræbslumála í héraöinu. Fræbslu- skrifstofur meh núverandi hætti leggjast af þegar rekstur gmnn- skóla flyst yfir til sveitarfélaga þann 1. ágúst á næsta ári og er nú í mótun nýtt fyrirkomulag þeirr- ar starfsemi sem skrifstofur þessar hafa meb höndum. Á Vestfjörbum er stefnt ab því ab setja upp eina skólaskrifstofu á ísa- firði, sem annast myndi alla kennslu- og námsráðgjöf og vera mibstöð upplýsinga og kennslu- gagna fyrir skólastarf í hérabinu, það er fyrir grunnskóla, tónlistar- skóla og leikskóla. Að sögn Eiríks Finns Greipssonar, framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Vestfirb- inga, er almennt vel tekið í þessar tillögur. Umsagnir sveitarfélaga eru nú sem óðast að berast inn og áfram verður haldið á sömu braut, enda gefa umsagnirnar tilefni til þess. Skólaskrifstofan yrði rekin sem deild innan Fjórðungssambands Vestfirðinga og samkvæmt tillög- unum myndi sambandib annast fjármálin, en hin faglega hlið yrði í höndum sérmenntaðs forstöðu- manns. Svipab fyrirkomulag mun verða viðhaft á Suðurlandi þegar nýju grunnskólalögin taka gildi á næsta ári. Þess má geta að á Vest- fjörðum eru alls 20 grunnskólar og skólasel eru tvö. Nemendur á skóla- árinu 1994 til 1995 voru 1.680. Stöðugildi kennara voru liblega 130. Pétur Bjarnason, fræbslustjóri á Vestfjöröum, segir að sér sé nokkurt hik í huga hvað varbar flutning grunnskólans frá ríki yfir til sveitar- félaga. Hann kveöst meðal annars hafa áhyggjur af eftirliti með gæð- um skóiastarfs og framkvæmd þess þegar nýju grunnskólalögin taka gildi. Þau kveða á um ab eftirlits- in. Hann segir þegar hægt að fá lán hjá fjárfestingarsjóðum og bönkum til 25 ára með svipuð- um vöxtum og eru í húsbréfa- kerfinu. „Öruggustu lántakend- urnir fyrir lánastofnanir eru þeir sem eru ab kaupa sér íbúð- arhúsnæði." Skattaafsláttur eða beinir styrkir Gublaugur segir ab ef mark- miöið sé ab hjálpa þeim sem eru ab kaupa sér íbúð í fyrsta skipti þá sé mun hreinlegra og einfaldara að gera það meb skattaafslætti eba beinum styrkjum og íbúðarkaupendur muni svo brúa bilið í bönkum og lánastofnunum. Hann telur það alls ekki fráleitt á nibur- skurðartímum að fara að halda starfið flytjist til menntamálarábu- neytis og það finnst Pétri Bjama- syni ekki gób þróun. Þetta sé ákveð- in miðstýring og á skjön við yfirlýst markmib stjórnvalda; ab flytja ýmis verkefni og jafnvel stofnanir út á land frá Reykjavík. úti beinum fjárstuðningi við tekjulægstu hópana. „Það er ekki eins og menn hafi ekki verið ab eyða í þetta. Frá 1988 er ríkið búið að eyða 33 millj- örbum í húsnæðiskerfið. Hins vegar ertu með húsnæðiskerfi sem nýtist afskaplega fáum. Þú ert með almennt húsbréfakerfi sem er mjög erfitt fyrir ungt fólk ab fara í nema þab eigi mjög góðan höfuðstól." SUS hefur gagnrýnt þab ab verið sé ab beina fólki sem komið er yfir meðaltekjur á mánubi inn í félagslega kerfið. „Fólk sem er t.d. með 140.000 kr. í mánaöarlaun, sem er 40.000 kr. yfir meðallaun, og tvær milljónir í hreina eign ætti ab vera það fólk sem héldi þjóðfélaginu uppi en í stað þess er verið að koma þessu fólki í Frekar lítib frambob af kennurum Vel hefur gengiö að undanförnu að mannna lausar kennarastöður á Vestfjörðum, að sögn Péturs Bjamasonar. Enn er þó eftir að ráða félagslegt kerfi." En benda má á, eins og Guð- laugur tók sjálfur fram, ab þeir 33 milljarbar sem veittir hafa verið í húsnæðiskerfið frá 1988, hafa skipst í þrjá útgjaldaliði. „Framlag ríkissjóðs til Bygging- arsjóðs verkamanna er 8,9 milljarðar, vaxta- og húsnæðis- bætur, sem er skattaafsláttur, er 17,8 milljarðar og svo er rekstr- arkostnaður Húsnæðisstofnun- ar." Þannig hefur í raun verið veittur skattaafsláttur til íbúð- arkaupenda og gera má ráð fyr- ir að rekstur þjónustu á borð vib þá sem Húsnæðisstofnun veitir muni áfram kosta pen- inga í höndum einkaaöila eins og Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Alþýðuflokks, benti á í samræðum hennar og Guð- laugs á Rás 2 á þriðjudag. ■ í stööur á Hólmavík, Patreksfirði og Súðavík, og kennara eða leið- beinendur vantar til starfa við ein- stakar greinir í lágu starfshlutfalli á stöku stað. „Almennt er þó frekar minna framboð af kennurum nú en oft áöur. í vetur er aukna vinnu fyrir kennara aö hafa, því tugir stööu- gilda hafa bæst við vegna vibbótar- kennslu sem nemendur fá vegna verkfallsins í fyrravetur. Þeir kenn- arar sem eru á lausu leita frekar í störf á þeim svæðum landsins sem em eftirsóttari til búsetu en hér vestra," sagði Pétur Bjarnason. Sem fyrr segir er nú víöast hvar búið að ráða kennara til starfa. Hinsvegar vekur athygli að nýir skólastjórar koma til starfa í sex skólum; það er á ísafirði, í Örlygs- höfn, á Patreksfiöi, Tálknafirði, á Finnbogastöðum og í Broddanesi. Á þessu segist Pétur Bjarnason enga einhlíta skýringu hafa, abra en þá að þetta sé hrein tilviljun. -sbs. Sparisjóöirnir fengu meginhluta allra nýrra innlána í fyrra: Innlán hjá Póstgíró jukust 54% í fyrra Innlán hjá Póstgíróstofunni jukust um 54% á síðasta ári, í 415 milljónir, og hafa þar með langt í tvöfaldast á síðustu tveim árum. Mælt í upphæöum hafa hins vegar sparisjóðirnir orðiö stóru sigurvegararnir í samkeppninni um spariinnlán landsmanna. Af um 3.000 milljóna króna auknum heild- arinnlánum í fyrra komu um 2.350 milljónir (78%) í hlut sparisjóbina, en einungis 500 milljónir til bankanna. Þar er Búnabarbankinn raunar í nokkrum sérflokki, meb 1.660 milljóna aukin innlán, en þar á móti minnkubu innlán um 1.160 milljónir í Landsbanka og íslandsbanka. Af sparisjób- unum jukust innlán langmest já Sparisjóbi Önundarfjarbar (24%) og Sparisjóbi vélstjóra (23%). Hlutfallslega jukust innlán sparisjóðanna um 8% ab meðal- tali borið saman 0,4% innlána- aukningu hjá vibskiptabönkun- um. Innlán í Landsbankanum drógust saman um 1,7% og ís- landsbanka um 0,3%, sem áður segir. Á hinn bóginn varð rúm- lega 5% aukning hjá Búnaðar- banka. Innlánin segja ekki allra sög- una. Verðbréfaútgáfa bankanna dróst saman um rúmlega 7% á ár- inu, þar af langmest hjá Búnaðar- banka. Niðurstaðan verður sú að 146 milljarba samanlögð upp- hæb innlána og útgefinna verð- bréfa bankanna lækkaði um 0,5% eða rúmlega 800 milljónir milli ára. Miðab við þessa heild- artölu varð samdrátturinn mest- ur hjá íslandsbanka 2,7%, en 2,8% hjá Búnaðarbanka. Sá þriðjungur sparisjóðanna sem stundar verðbréfaútgáfu fór mikinn á árinu, meb 23% meðal- aukningu á síðasta ári. Saman- lögð upphæð innlána og útgef- inna verðbréfa var 37,2 milljarð- ar í árslok, eða 10% hærri en ári áður. Einungis þriðjungur spari- sjóöanna er með verðbréfaút- gáfu. Þróun innlána hjá sparisjóðun- um var ákaflega misjöfn og allra mest hjá Önfirðingum og vél- stjórum sem áður er getið. Hjá SPRON varð 13% aukning á inn- lánum og sjö aðrir sparisjóðir voru meb 10-15% innlánaaukn- ingu; S-Þingeyinga, Höfbhverf- inga, Þórshafnar, Árneshrepps, Hornafjarðar, Súðavíkur og V- Húnavatnssýslu. ■ Biskup vísiterar í Rangárþingi Eftir helgina mun Biskup íslands halda áfram vísitasíuferð sinni um Rangárvallaprófastsdæmi. Á þribjudaginn kl. 16 verður mess- ab í Eyvindarhólakirkju, á mið- vikudag í Ásólfsskálakirkju kl. 14 og í Stóru Dalskirkju kl. 16. Vísit- asíunni lýkur á fimmtudag með messu í Hlíðarendakirkju kl. 14 og í Breiðabólstaðarkirkju kl. 16. Allir eru velkomnir til messu. Eft- ir messur mun biskup funda með sóknarnefndum og kynna sér kristnihald og væntingar og þarf- ir safnaðanna. ■ Rekstur grunnskóla er ab flytjast frá ríki yfir til sveitarfélaga. Fjórbungssamband Vestffjarba leggur fram tillögur: Skólaskrifstofa á Isafirði mibstöb skólastarfs vestra Frá Isafiröi. Tímamyndir: Sigurbur Bogi. TT$Tr~*---- , -// pf-. v :v -v í;; ;-»;í '■/ Nýir skólastjórar koma til starfa á sex stöbum á Vestfjörbum og kennara vantar á nokkra stabi, svo sem í Súbavík, en Pétur Bjarnason bendir á þann stab hér á landakortinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.