Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. ágúst 1995 5 Hvers viröi eru börnin okkar? Ætla ráöamenn virki- lega aö loka Tindum? FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES BÖRNIN OG BÚKOLLA Eru börnin okkar ekki þess virði að við berjumst með þeim við vímuefnavandann? Eru þau ekki þess virði að við stöndum með þeim þegar þau misstíga sig í líf- inu? Jú, vissulega eru þau þess virði því þau eru það dýrmætasta sem við „eignumst" í þessu lífi. Ef barnið þitt verður veikt, leit- ar þú til læknis því til hjálpar. Við foreldrar sem höfum orðið fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að horfa á eftir barninu okkar í vímuefnaneyslu, leituðum hjálp- ar hjá meðferðarheimilinu Tind- um. Þar fengum við alla þá hjálp og aðstoð sem unglingurinn og fjölskyldan þurfti. Því er okkur foreldrum óskiljanleg sú ákvörð- un ráðamanna að ætla að loka Tindum. Hafa ráðamenn kynnt sér starfsemi Tinda nægilega? Hafa ráöamenn séð foreldra koma niðurbrotna með barnið sitt í meðferð? Hafa ráðamenn séð ungan vímuefnaneytenda breytast úr ósjálfbjarga vesaling í barnið aftur? Hafa ráðamenn séð gleðina sem skín úr andlitum for- eldra þegar þeir endurheimta barnið sitt aftur? Það er ekki átaka- og sársaukalaust að fara með unglinginn sinn í vímuefna- meðferð. Sennilega getur foreidri ekki orðið fyrir sárari og þung- bærari reynslu í lífinu en að missa barnið sitt í neyslu vímuefna, því oft eru efnin svo eitruð að varan- leg skemmd getur orðið á óhörðnuðum unglingum. Það er ógerlegt fyrir þá sem ekki hafa kynnst Vímuefnanotkun ung- linga af eigin raun ab ímynda sér þá sálarkvöl sem fjölskyldur þess- ara barna ganga í gegnum. Stöð- ugur kvíði, ótti, andvökunætur og reiði. Allt heimilið verbur und- irlagt og ástandið bitnar á öllum í fjölskyldunni, ekki síst á systkin- um. Tindar eru eina úrræðið þar sem barnið og fjölskyldan í heild Það finnast örugglega ekki margir eindregnari andstæðing- ar reykinga en ég og aldrei hef ég reykt. Þetta þykir mér nauðsynlegt að upplýsa í upphafi máls, því umfjöllunarefni mitt í dag er upphlaup það sem orðið hefur vegna þess að úr og skór heita sama nafni og mikið seldir vindlingar og af þeim sökum má ekki vekja á þessum vörum athygli, svo sem með gluggaút- stillingum í verslunum. Ég óttabist reyndar þegar ég settist niður til þess að skrifa pistil dagsins, að Tíminn í dag yrði bannabur vegna þess að hann yrði talinn óbein auglýs- ing. Til þess að eyða öllum mis- skilningi er heiti pistilsins í dag erlent nafn á eyðimerkurdýri, en ekki vindlingum. Dýr þetta álíta margir hafa einn fituhnúð á bakinu, en stabreyndin mun vera sú, að af úlföldum eru tvær fá þá aðstoð sem hún þarf. Síðastliðin 4-5 ár hafa 250 ung- menni 13-18 ára verið þar í með- ferb, sem þýðir að 250 fjölskyldur í landinu hafa- fengið hjálp frá Tindum. Því spyrjum við ráða- menn: Erum við, þessar 250 fjöl- skyldur, einskis virði? Er hægt að meta líf og helsu barnanna okkar í peningum? Hin eiginlega meðferð á Tind- um tekur ca. þrjá mánuði og fyrstu vikurnar fara í móttöku og greiningu á vandamálum einstak- lingsins. Eftir greiningu tekur svo meðferbin við sem byggð er á 12 spora kerfi AA- samtakanna. Þá er unnið með unglinginn og fjöl- skylduna í heild. Þessi samvinna er ómetanleg því hér er lagður grunnur að nýju og betra fjöl- skyldulífi. Flestir unglingarnir fara heim, en aörir á áfangaheim- ili. mismunandi tegundir, annars vegar drómedari með einn hnúð, en hins vegar kameldýr sem hefur tvo. Uppákoma sú um búðaútstill- ingar sem heilbrigðisyfirvöld hafa staðið fyrir er reyndar graf- alvarlegt mál, þótt ekki sé hægt annað en fjalla um það með glettnu ívafi. Hvaða heilvita manni dettur til dæmis í hug ab þegar talað er um Iandkönnuðinn sir Walter Raleigh, séu brotnar reglur um tóbaksauglýsingar - jafnvel þótt hann hafi flutt tóbaksjurtina til Evrópu og vindlingar séu eftir honum nefndir? Ég minnist hans miklu frekar fyrir ab flytja kartöfluna til Evrópu. Hún hef- ur örugglega bjargað mörgum frá hungurdauða. Nei, heilbrigðisyfirvöld verða ab kunna sér hóf. Alveg eins og önnur yfirvöld verða þau að hegða sér af skynsemi, svo ab mark sé á þeim tekið. Eftir En Tindar halda áfram að halda utan um börnin og foreldra þeirra. Því eftir útskriftina tekur eftirmeðferðarprógrammið við, þar sem fram fer einstaklings-, hóp- og fjölskyldumeðferð sem tekur eitt ár. í þessu liggur fyrst og VIÐHORF fremst hin mikla sérstaða Tinda í meðferðarmálum ungmenna hér á landi, sem hjálpar þeim að fóta sig án vímuefna og vera virk í þjóðfélaginu. Þess vegna skiljum við foreldrar ekki þá ákvörðun rábamanna ab gera lítið úr reynslu og þekkingu sem einstaklega færir starfsmenn Tinda hafa byggt upp. Áhrifarík- ustu meöferðina sem til er hér á landi fyrir börn sem eiga í vímu- efnavanda og foreldra þeirra. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE svona uppákomu er ég ekki viss um að menn taki málatilbúnað þeirra alvarlega síðar, sbr. gömlu söguna Úlfur, úlfur, eba verður nútímaútgáfan kannski CAMEL, CAMEL? Jafnvel þótt sama letrið sé notað sem vörumerki fyrir skó eða úr og þekkt er á vindlinga- pökkum, má ekki skjóta yfir markið. Við getum haldið áfram meö grínið til þess að undirstrika hinn ranga þankagang heil- brigðisyfirvaldanna. Það vita allir sem aö meðferðar- málum standa aö unglingar þurfa öðruvísi meðferð en fullorðið fólk, sem jafnvel á að baki margra ára alkóhólisma. Því er það ein- læg ósk okkar foreldranna ab ráöamenn geri ekki þau hræði- legu mistök að loka Tindum. Það er í anda 9. sporsins að vera reiðubúinn til að taka öllum afleið- ingum gerða sinna og jafnframt að ábyrgjast velferð annarra. (Úr lífsviöhorfi Bills) Foreldrar barna, sem veriö hafa í meðferb á Tindum Áslaug Þórarinsdóttir Svana M. Símonardóttir fórunn Magnúsdóttir Ingibjörg Gurmarsdóttir Guðrún Einarsdóttir Dagný Sigurmundardóttir Ekki man ég betur en vind- lingaheitið KENT sé skrifað með ósköp venjulegu letri á pakk- ana. Ætli opinbera heimsókn her- togans af Kent (eba hinnar frægu konu hans) mætti þá aug- lýsa opinberlega? Eða ef herra Philip Morris, Edgeworth, sir Winston Churc- hill og ef til vill fleiri hefðu komið til íslands? Og þá má ekki auglýsa borgar- nafnið Salem eða landið Hellas (Grikkland), megi heilbrigðisyf- irvöld ráða. Var svo ekki ein- hvern tíma mynd af ketti á vindlingapakka og enn sungið um að reykja „fíl"? Það getur vel veriö aö hér sé á ferðinni aivinnubotavinna heil- brigðisstarfsmanna, en ein- hvern veginn hef ég á tilfinn- ingunni aö verkefni þeirra ættu að vera ærin, og þá meina ég skynsamleg verkefni sem horfa til þrifa, eða jafnvel þjóbþrifa! ■ Ungir sjálfstæbismenn þingubu um síðustu helgi norður á Akureyri og ekki í fyrsta sinn. Pistilhöfundur var árum saman í Heimdalli og sat ein sjö þing sjálfstæbismanna um landið og þar á meðal á Akureyri í formannstíð Ellerts B. Schram. Honum eru SUS þing fersk í minni og ekki síst vegna handleiðslu Har- aldar Blöndal hæstarréttarlög- manns. Ungir sjálfstæðismenn hafa löngum verib óragir við ab smíða tillögur um mál sem þeir telja ab megi til betri vegar færa og sem betur fer. Eldri sjálfstæðismenn eru hættir ab nenna því en það er nú önnur saga. Stundum fóru tillögur SUS þinga nokkuð eftir því hve drukknir fulltrúarnir voru vib smíð- ina og hversu vel fyrir kallabir þeir voru daginn eftir. Gott dæmi um tillögur af þessu tagi eru ályktanir SUS þinga um áfengan bjór. Ef fulltrúar á SUS þingi voru vel pundaöir fram undir morgun og hátimbraðir daginn eftir var ályktað kröftuglega um rótsterkan bjór án tafar. Væru þingfulltrúarnir hálfir og skriðu fram úr fyrir hádegi næsta dag var lagt til að leyfa meðalsterkan bjór í áföngum. Ef þingheimur var hins vegar bara sætkenndur og á fótum við fyrsta hanagal var látið nægja að benda á þörfina fyrir breytta vínlöggjöf með neðan- málsgrein og svo pöntubu menn sér kaldan Egils pilsner. Tillögur ungra sjálfstæbismanna hafa þannig verib eins konar bar- ómet eða alkóhólmælir á þunga drykkjunnar á hverju SUS þingi. Ekki fer sögum af því hvort fulltrú- ar á SUS þinginu á Akureyri hafa ályktað um áfengan bjór enda nokkuð seint í rassinn gripið. Bjór- inn fæst nú bæði í Ríkinu og á barnum á Hótel KEA og þökk sé brautryðjendum sem timbrabir heimtuðu mannréttindi á SUS þingum fyrri tíma. En ungir sjálfstæbismenn sátu ekki með hendur á pung á milli bartíma á Akureyri heldur smíbubu nýja ályktun um ab hætta ríkis- rekstri og var smíðin ekkert smá- vegis ausutetur. Pistilhöfudfur er líklega eini gamli Heimdellingurinn sem tekur undir ályktun SUS þingsins. Ab minnsta kosti gera gömlu Heimdellingarnir í Sjalllan- um þab ekki. Það er enginn nýr sannleikur að yfrbyggingin geti sligað undirstöb- urnar og dæmin blasa hvarvetna vib. Telja má víst ab eitt og hálft til tvö störf losni í einkarekstri fyrir hvert starf sem ríkib gefur frá sér. Starfsemi ríkisins gufar ekki upp þótt breýtt sé um rekstrarform og hún haldi áfram íhöndum einstak- linga. Ríkisstarfsmenn þurfa því ekki ab óttast atvinnuleysi umfram annað fólk á vinnumarkaðnum. Hins vegar er komið úr tísku fyrir löngu að ríkisstarfsmenn gangi einir manna ævilangt ab föstu starfi hjá þjóðfélaginu. í fjármálarábuneytinu situr nú miðaldra Heimdellingursem eitt sinn lagbi í prófkjör með vfgorðib Báknið burt. Rábherrann getur öbrum frekar skýrt fyrir ungum sjálfstæðismönnum af hverju Sjálf- stæðisflokkurinn mun aldrei skera nibur báknib sitt frekar en hygginn búmabur slátar ekki mjólkurkúnni. CAMEL, CAMEL Ungt og heilbrigt fólk á íslandi í dag prýöir þessa mynd. Þannig viijum viö aö œskan sé. Er þaö ekki nokkurs viröi aö bjarga þeim sem fariö hafa út af sporinu? Myndin er á engan hátt tengd Tindum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.