Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 16
Vebrlö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Fram eftir morgni verbur hæg norðaustlæg átt og víbast léttskýjab. Síbdegis verbur subaustan gola eba Raldi og smá skúr- ir eba dálítil rigning. Hiti 8 til 14 stig. • Breibafjörbur: Fram yfir hádegi Verbur hæg norbaustlæg átt og vibast léttskvjab. Undir kvöld verbur subaustan gola eba kaldi og smá skurir eba dálítií rigning. Hiti 7 tiN2 stig. • Vestfirbir til Austfjarba: Fremur hæg breytileg eba austlæg átt og létt- skýjab vibast hvar. Hiti 5 til 11 stig. Kaidast á annesjum en filýjast inn til landsins. • Subausturland: Fremur hæg breytileg átt oq léttskýjab víbast hvar. Fer ab þykkna upp meb subvestan golu undir kvöld. Hiti 9 tiM4 stig. • Mibhálendib: Fremur hæg breytileq átt og léttskýjab víbast hvar. Fer ab þykkna upp vestan til meb subaustan kalda undir kvóld. Hiti 5 til 10 stig. Vinnuaflsskortur í frumatvinnugreinum eins og t.d. fiskvinnslu. Vinnumálasambandiö: Samvestrænt vandamál Feröaauglýsing Heimsferba: Villandi Feröaskrifstofan Heimsferbir hefur fengiö ítrekaöar ákúr- ur frá Samkeppnisstofnun vegna auglýsingar á stræti- svögnum og í kynningar- bæklingi þar sem lofaö er sæti til London á kr. 19.900 krónur. Þessar auglýsingar eru villandi og gefa ekki upp endanlegt verö. Heimsferöir hafa verib abvarabar og fengiö tilmæli um bót á þess- ari auglýsingamennsku, án árangurs. Auglýst hefur verið áfram sama veröiö enda þótt lítiö standi á bak viö auglýsinguna. Heimsferöir hafa því fengiö „gula spjaldiö" hjá Samkeppn- isstofnun, ef svo má segja. ■ Árni Benediktsson, stjórnar- formabur Vinnumálasam- bandsins, telur allt eins víst ab ástæöan fyrir því ab fólk vilji ekki vinna í fiski sé af sama toga og hrjáir frumat- vinnugreinar í öbrum vest- rænum velmegunarþjóbfé- lögum. Meb aukinni áherslu á menntun, sem er í sjálfu sér hiö besta mál, þykja störf ófaglærbra ekki vera vib hæfi. Þessu til viðbótar bendir Árni á aö atvinnuleysistrygg- ingar hafi hamlandi áhrif á vilja fólks til fiskvinnslustarfa. Sérstaklega þegar haft er í huga að þær skylda menn ekki til þess að fara í vinnu nema því aðeins að menn sætti sig við þaö sem í boöi er. Þar fyrir utan kunna launakjör í fisk- vinnslu aö hafa einhver letj- andi áhrif, en Árni segir að heildarlaun í fiskvinnslu séu um 90-100 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Vinnu- málasambandsins vísar því hinsvegar á bug aö atvinnu- rekendur í fiskvinnslu mis- muni fólki eftir því hvort viö- komandi sé útlendingur eöa ekki. Hann segir aö atvinnu- rekendur reyni ávallt fyrst að veröa sér út um innlent vinnu- afl áöur en þeir leita út fyrir landsteinana. Jafnvel þótt menn hafi reynslu af því aö er- lenda vinnuaflið reynist oft betur. Árni segir að því miöur séu alltof mörg dæmi að ein- staklingar frá höfuðborgar- svæðinu, sem ráða sig í fisk- vinnslu úti á landi, láti sig hverfa úr vinnu áður en minnst varir. Hann telur það jafnframt að mörgu leyti heppilegt fyrir þjóðfélagið að hafa erlent vinnuafl. Það er ráðið til vinnu á haustin þegar skólafólkið heldur á ný til náms. Með vor- inu hverfur það svo til síns heima þegar skólarnir hætta og námsfólkið kemur á ný til starfa. En innan verkalýðshreyfing- arinnar hefur því m.a. verið fleygt að atvinnurekendur í fiskvinnslu séu allir af vilja gerðir til að aðstoöa útlend- inga með húsnæði og annað á sama tíma og landanum er gert að standa í því sjálfur. Ennfremur er staðhæft að mönnum sé mismunað um rétt til kauptryggingar eftir því hvort um er að ræða innlent eða erlent vinnuafl. Cretar Bjarnason, framkvœmdastjóri Flugbjörgunarsveitarinnar, meb nýja búr.abinn, sem enn erþó til reynstu hér á landi. Tímamynd GS Fiugbjörgunarsveitin og Radíómiölun boöa nýjung: Öryggis og eftir- litskerfi fyrir óbyggðafara Flugbjörgunarsveitin og Radíó- miblun hafa tekib upp samstarf vib franska fyrirtækib Argos, sem þýbir ab Flugbjörgunar- sveitin getur bobib upp á eftir- lits og öryggiskerfi sem byggir á notkun gervihnatta til ab fylgj- ast meb ferbum ferbamanna á hálendinu og virkar búnabur- inn einnig sem neybarsendir. Um er ab ræba tæki sem ferða- maður ber meb sér, sem inniheld- ur sendi. Hann sendir bob til gervihnatta, sem fara yfir íslands á 20 mínútna fresti og staðsetur gervihnötturinn viðkomandi með 300 metra nákvæmni. Björgunarmibstöð Flugbjörgun- arsveitarinnar fær síðan staðsetn- ingun úr gervihnettinum inn á tölvukerfi stöövarinnar og þann- ig er hægt að sjá feril viðkom- andi. Þegar ferðamaðurinn kemur í björgunarmiðstöðina til að fá búnaðinn, er honum gert að gera feröaáætlun, auk þess sem hann ákveður frávik. Hann fengi út- prentun á staðsetningum punkta, þar sem stefnubreytingar verða, fjarlægð og stefnu í næsta punkt auk ýmissa annarra upp- lýsinga um fyrirhugað feröa- svæði. Ef hann síðan fer út fyrir þetta frávik, lætur búnaðurinn sjálfkrafa vita. Þannig er hægt að fylgjast með ferbamanninum og ef hann nálgast eba fer inn á hættulegt svæði er hægt ab gera viöeigandi ráðstafanir áður en hættu stafar af manninum. Hins vegar ef í óefni er komiö er neyð- arhnappur á tækinu og þá er hægt að koma til hjálpar. Grétar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Flugbjörgunar- sveitarinnar, segir þetta stórt skref til framfara, þar sem ávalt sé hægt að fylgjast með ferðamann- inum og bregðast skjótt við ef á þarf að halda. Einnig sé það möguleiki fyrir aðstandendur ab hafa samband við stjórnstöðina og fá upplýsingar um hvar ferða- maðurinn er staddur og í raun hvort allt sé ekki í lagi. Grétar segir þab ætlun Flug- björgunarsveitarinnar, að þessi búnabur verbi kominn í gagnib um miðjan september. Enn sé þó verið að semja við franska fyrir- tækið um kostnaðinn, en það sjái þó fyrir endann á því. ■ Töpuö útlán banka og sparisjóöa samsvara 1/6 heildarinnlána: Lánatöp bankanna samsvara 400.000 kr. á fjölskyldu þessi 26,6 milljaröa áætluö út- lánatöp samsvara um 6. hluta af 161 milljarða heildarinnlánum banka og sparisjóða um síðustu áramót. í fyrra máttu bankar og spari- sjóbir „bíta í það súra epli" að þurfa að afskrifa 5.100 milljónir í glötuðum útlánum, sömu upphæð og árið áöur. Alls voru þessar lánastofnanir þá endan- lega búnar að afskrifa glötuð lán upp á 17.600 milljónir króna, miðað við verðlag síðasta árs. Um 10.400 milljónir voru því ennþá inni á afskriftarreikningi útlána í lok síðasta árs, sem verða væntanlega færðar út sem endanleg töp á næstu árum, eins og segir í nýrri skýrslu Bankaeftirlitsins um iánsstofn- anir og sjóði landsmanna. Júgóslavneskir flóttamenn til íslands? Stjórnvöld ekki buin ab ákveða kvóta flóttamanna „Viö lítum á okkur sem mál- svara flóttamanna," segir Sig- rún Árnadóttir, framkvæmd- arstjóri Rauba kross íslands. Hún segir þab hins vegar ekki í valdi RKI ab taka á móti og kosta dvöl júgóslavneskra flóttamanna hér á landi. RKÍ hafi að vísu lagt til pen- inga til þeirra fióttamanna sem hingað hafa komið og þeir séu tilbúnir til að sjá um fram- kvæmdina en það þurfi að vera í umboöi ríkisstjórnarinnar. „Norðurlöndin hafa tekib sig saman til að ákveða kvóta fyrir erlenda flóttamenn en Flótta- mannaráð á íslandi er enn að vinna aö því að ákveða hinn ís- lenska kvóta." Flóttamannastofnun SÞ hefur sent beiðni til 30 landa um að taka á móti 5000 flóttamönnum frá fyrrum Júgóslavíu og vera í viðbragðsstöðu fyrir um 50.000 til viðbótar. ■ FJÓRFAí.DIR 1. MNNINGUR Enn virðast bankar og spari- sjóbir búast vib verulegu út- lánatapi. Árib 1994 lögbu bankarnir 4.700 milljónir króna til vibbótar inn á af- skriftareikning útlána, til ab mæta töpubum útlánum sem þeir telja fyrirséb í ár og næstu árum. Alls höfðu bankarnir þá lagt til hliðar 25.000 milljónir í því skyni á síðustu sex árum, eba samtals 26.600 milljónir reikn- ab á föstu verðlagi síðasta árs. Þessi upphæð samsvarar um 100.000 kr. á hvert einasta mannsbarn á íslandi — eða um 400.000 krónum á okkar sívin- sælu 4ra manna fjölskyldu (sem þeim flestum þætti líklega góð upphæb að eiga í handraðan- um). í annan stað má benda á, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.