Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 5. september 1995 flimgii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Skattsvikin eru o§ verða þjóöfé- lagslegt óréttlæti Undirbúningur frumvarps til fjárlaga fer nú að komast á lokastig og munu tillögur ríkisstjórnar- innar um frumvarpið verða ræddar á þingflokks- fundum stjórnarflokkanna nú í vikunni. Ríkis- stjórnin hefur sett sér markmið um að halli fjár- laga fari ekki fram úr fjórum milljörðum króna á árinu 1996 og ríkissjóður verði hallalaus á árinu 1997. Til þess að ná þessum markmiðum þarf að stöðva aukningu útgjalda miðað við að tekjur auk- ist með vaxandi hagvexti. í ríkiskerfinu er veruleg útgjaldaaukning inn- byggð, og stöðvun útgjaldaaukningar þýðir að fresta þarf verkefnum eða hætta vib þau og for- gangsraða í þjónustu ríkisins. Einnig þarf ab huga að tekjuhliðinni. Almenn skattheimta er orðin há hérlendis, og ekki er skynsamlegt að ganga lengra í því að hækka almenna skattprósentu í tekjuskatti, eða virðisaukaskattinn. Hins vegar hljóta þingmenn stjórnarflokkanna að ræða mjög alvarlega hvernig á að bregðast við hinum víbtæku skattsvikum í þjóðfélaginu. Það er á flestra vitorði að „svört atvinnustarfsemi" er veruleg hér á landi og endurgreiðslukerfið í virðis- aukaskattinum er misnotað í mörgum tilfellum með því að koma einkaneyslu undir endur- greiðslukerfið. Engu er líkara en ab slíkar tilfæring- ar þyki sjálfsagðar og eðlilegar. Þessi skattsvik eru hróplegt þjóðfélagslegt óréttlæti, þar sem hinir sömu einstaklingar og stunda þessa iðju, njóta þeirrar þjónustu sem ríkið veitir og nágrannar þeirra borga fyrir. Almennir launamenn greiða rík- inu það sem þeim ber og það er samviskusamlega dregið frá kaupinu þeirra. Það er þetta fólk sem borgar þjónustuna fyrir hina, sem hafa aðstöðu til þess að komast undan því að greiða það sem þeim ber til samfélagsins. Nú, þegar verið er að ræða ríkisfjármáladæmið, hljóta þessi mál ab koma til mjög alvarlegrar um- ræðu. Kanna verður hvort hert viðurlög við skatt- svikum, eða breytt vinnubrögð við skattaeftirlit, komi að gagni í þessum efnum. Það er alveg óvið- unandi að fjöldi þjóðfélagsþegna komist undan skattheimtu ríkisins og lifi í vellystingum meðan aðrir borga háa skatta. Hins vegar er furðu hljótt um þetta ástand í þjóðfélaginu, þó dæmin blasi við allt of víða. Umræöur um háa skatta mega ekki kæfa um- ræðuna um skattsvik. Þetta eru tvö aðskilin mál. Skattsvik eru og verða þjóðfélagslegt óréttlæti, hvað sem skattbyrðinni líður. Þröstur minn góður Þröstur Ólafsson stórkrati mun enn vera atvinnulaus eftir að hann hætti störfum sem a&stoð- armaður Jóns Baldvins í utanrík- isráðuneytinu. Þröstur er því í rauninni í afar óvenjulegri stöðu, því eins og alþjóð man var nánast öllum krötum sem eitthvað kvaö að komið fyrir í góðum embætt- um áður en kjörtímabilinu lauk. Að vísu er Þröstur formaður bankaráðs Seðlabankans ennþá, en það getur nú varla talist nægj- anlegt fyrir slíkan gæöing. Fréttir bárust þó af því í síðustu viku að Þröstur ætti að verða framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, sem til þessa hefur verið talið nokkuð bitastætt embætti og er almennt talin virðingarstaða í stjórnmálaflokkunum. Þetta sést m.a. á því að einvalalið skipar þessa stöðu hjá öðrum flokkum: Kjartan Gunnarsson hjá íhaldinu, Egill Heiðar hjá Framsókn og Ein- ar Karl Haraldsson hjá Allaböll- unum. Eini gallinn virðist hafa verið sá að Alþýðuflokkurinn var þegar með framkvæmdastjóra, þannig aö sérstakar ráðstafanir þurfti að gera, ef Þröstur átti að komast í starfið. Framkvæmda- stjórinn heitir Sigurður Tómas Björgvinsson og segja kunnugir í flokknum hann alla tíð hafa verib nokkuð umdeildan og ekki að skapi sjálfs formannsins. Hvort sem það á nú við rök að styðjast eða ekki, láku út fréttir af því að búið væri að gera starfslokasamn- ing við Sigurð til þess ab koma Þresti í starfið og urðu þessi tíb- indi til þess að mikil læti urðu innan Alþýðuflokksins. Of góður í starfib Metnaðarfullir flokksmenn urðu áhyggjufullir sem vonlegt var, því þeir töldu hugsanlegt ab Jón Baldvin hygðist styrkja víg- stöðu sína í flokknum með því að raða sérlegum aðstoðarmönnum sínum í lykilstörf á flokksskrifstof- unni. Menn fóru að spyrja sig spurninga: Ætlabi karlinn í brúnni ekki ab hætta, eins og hann var búinn ab lofa, þó hann væri löngu hættur að fiska? Og myndi slíkt ekki tefja fyrir frama og tækifær- GARRI um þeirra annarra, sem gætu í framtíðinni valist til formennsku í flokknum? Eftir því sem næst verður komist, veit enginn, ekki einu sinni nánustu stuðnings- menn, hvað vakir fyrir formann- inum, en til vonar og vara var þetta framkvæmdastjóramál til þess að vekja þá af væmm blundi sem ásælast formannsembættið. Þeir settu í gang machiavellíska baráttuherferð, sem miðaði að því að koma í veg fyrir að Jón Baldvin styrkti stöðu sína. Árangurinn varb sá, eftir mikiö japl, jaml og fuður, að Jón Baldvin kom í útvarp og gaf út yfirlýsingu um að hann væri ekki að reyna ab gera Þröst að framkvæmdastjóra Alþýðuflokks- ins. Formaður Alþýðuflokksins bætti því raunar við, svona til út- skýringar, aö Þröstur væri allt of góður mabur til að gegna svo fáfengilegu starfi! Margir telja að þetta hafi verið með merkari yfirlýsingum, fyrir pólitískt mikilvægi hennar og það hversu sibfágub móðgun þetta er gagnvart núverandi fram- kvæmdastjóra, sem augljóslega er ekki of góður til að gegna þessu fáfengilega starfi. Plottab gegn röng- um manni Yfirlýsing Jóns Baldvins þykir benda til að hann hafi eftir allt ekki verið að undirbúa að koma Þresti í stól framkvæmdastjórans, til ab styrkja stöðu sína í flokkn- um. Þvert á móti eru menn að komast á þá skoðun að formaður- inn hefði aldrei gefið þetta svo auðveldlega eftir, ef hann væri í vígahug og hygöist sækjast eftir formannssætinu áfram. Stóru pólitísku tíðindin felast aö sjálf- sögðu í svarinu við því hvaða starf það er, sem Þröstur er ekki of góbur fyrir. Úr því að Jón Baldvin skilgreinir framkvæmdastjóra- starf Alþýöuflokksins sem allt of ómerkilegt starf fyrir Þröst, er ljóst að aðeins allra æðstu störf í flokknum gætu talist boðleg. Allra æbsta starfið, formanns- starfið, hlýtur því ebli málsins samkvæmt að vera boðlegt Þresti. Nú eru hinir metnaðarfullu flokksmenn, sem sjálfir ætluðu að verða formenn, að átta sig á því að hugsanlega sé nýr krónprins risinn upp og að Jón Baldvin ætli sjálfur aö velja sér arftaka. Flokk- urinn þarf góðan mann í for- mannsstólinn og Þröstur er ein- mitt góður maður. Þab segir Jón Baldvin. Garri Lítil fréttaskýring á stórum tíóindum Pólitíska umræöan hefur verið á óvenjulega háu plani í sumar og hver stórtíðindin rekið önnur sem munu marka spor í sögu þjóðarinar. Þegar sló í brýnu milli núverandi og fyrrverandi formanns landbúnaðarnefndar, leiddu þeir báðir rök ab því að hinn væri óvinur landbúnaðar- ins númer eitt og töldu að þeir hefðu hvor sína stefnuna í land- búnaðarmálum. Það halda þeir sjálfsagt enn, þótt öðmm reynist erfitt að greina þar á milli. Eða stóð deilan kannski öllu heldur um búvömdeidlir bankanna? Svavar Gestsson gaf út nýtt kommúnistaávarp þegar nætur vom hvað bjartastar vestur í Döl- um. Þeir sem hafa gægst yfir þá sjónarrönd, sem gamli allaballa- foringinn kennir ávarp sitt við, komast ab því að hann hefur engu gleymt og ekkert lært. Kenningin stendur á álíka rið- andi og linlegum brauðfómm og jafnan fyrr og er enn óskiljan- legri en sjálfur Marx að Lenín viðbættum. í feikilega löngum ritdómi um þetta nýjatestamenti kommans, sem hvorki gemr gert upp fortíð- ina né gert grein fyrir framtíðar- ríki jafnabarmennskunnar, sem stjórnmálafróbur mabur skrifaði í Mogga, sagði meb mörgu öbm að Svavar kunni ekki einu sinni einföldustu samlagningu, hvað þá að hann hafi nokkra haldbaera þekkingu á þjóbfélagsfræðum eða stjórnmálum. Löng kosningabar- átta og ströng Mörgum kann aö. þykja það óþarfi af lærisveini Einars og Magnúsar að skrifa heila bók um það sem allir nema forhertustu allaballar vissu. Af sjálfu leiðir, að þab var þá líka óþarfi af Ólafi Þ. Harðarsyni ab spilla dýrrnæmrn síðum Morgunblaðsins til þess eins að sanna að Svavar Gestsson er álíka illa að sér í hagfræði og pólitík og í einföldustu samlagn- ingaraðferð. En allt verður þetta lítilmót- legt, eins og trúboð femínismans í Kína og álit Jóns Baldvins á Á víbavangi Þresti, miðab við þær stórpólit- ísku stórfréttir sem formannskjör í Alþýðubandalaginu er. Kosn- ingabaráttan hefur stabið yfir síðan snemma í vor og em sagb- ar af henni rokufréttir í öllum fjölmiðlum og hver fréttaskýr- ingin annarri betri og nákvæm- ari nær augum og eyrum al- mennings sem annarra. Mál mála Það mál málanna hvort þeirra Margrétar eða Steingríms J. verð- ur formaður allaballaflokksins vekur upp brennandi spurningar fréttamanna, eins og þá til ab mynda hvort verið sé að kjósa á milli kynja. Alls ekki, segja fram- bjóbendur, en ég er karl og Margrét er kona, segir Steingrím- ur og Margrét segir ab hún sé kona og Steingrímur karl. Þegar spurt er hvaba munur sé á stefnumálum, svara frambjóö- endur einsog samvaxnir tvíbur- ar: Ekki hinn minnsti, en ég er kona og Steingrímur er karl, áréttar Margrét og Steingrímur upplýsir, ab hann sé karl og Margrét kona. Annars skiptir þab engu máli í Alþýðubandalaginu hvort maður er kona eða karl. Það er bara í Kvennalistaflokknum sem gerö- ur er greinarmunur á svoleiðis. í allaballaríinu ríkir jafnrétti kynj- anna og þess vegna er gráupplagt að kona bjóði sig fram á móti karli og karl á móti konu, enda segja stuðningsmenn Margrétar og Steingríms, að þab skipti engu máli hvort þau eru karl eða kona. Þab er bara tilviljun sem réði því að Steingrímur er karl og Margrét kona og að þau skuli vera komin í framboö hvort á móti öðru. Þar sem enginn ágreiningur er um stefnumörkun eða um ab aft- urhaldssemi og stöðnun skuli ríkja áfram í Alþýðubandalaginu, er félögunum nokkur vandi á höndum að velja á milli fram- bjóðenda, en hvor um sig segist verða voba lukkulegur með sigur hins, enda mun Margrét vinna Alþðyðubandalaginu vel, segir Steingrímur og Margrét segir Steingríma manna vísastan til að verba farsæll foringi. Flestir í forystuliði flokksins eru kófsveittir af hlutleysi og þora í hvorugan fótinn að stíga og láta uppi um hvorn frambjóð- andann þeir styðja. Samt vita all- ir hverjir em með Margréti eða á móti Steingrími. Enn er mikilla tíðinda að vænta af íslensku stjórnmálalífi áður en fífan fýkur og lömb verða leidd til slátrunar. En ekk- ert þeirra kemst í hálfkvisti viö formannsslaginn í Alþýðubanda- laginu, sem engan skiptir máli þegar upp er staðið, ekki einu sinni frambjóbendurna vegna þess hve ánægð þau eru hvort með annað. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.