Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 5. september 1995 'ðSr If 7 Kvenfélagskonur skartlega klœddar vib veisluborb í íþróttahúsi Saubárkróks. I Hérabsbókasafni Kjósarsýslu í Mosfellsbœ, sem Knútur jeppesen hannabi, starfa sex bókaverbir undir stjórn Mörtu Hildar Richter, sem er lengst til vinstri á myndinni. Síban koma þœr Bente Stucke jensen, Anna Sigrúnar- dóttir, Helga jónsdóttir og Kristín Birgisdóttir. Á myndina vantar jónu Margréti Gubmundsdóttur. Tímamynd cs Bókasafniö í Mosfellsbce flutt í nýtt og tœknivœtt húsnœöi í umdeildu húsi. Lestrarfélag Lágafellssóknar, stofnaö af bœndum fyrir 7 05 ár- um, stendur enn fyrir sínu og tceknivœöist svo um munar: Lánþegar fá senn að grúska í Intemetinu Fyrir 105 árum stofnuöu bænd- ur og abrir íbúar Lágafellssókn- ar, sem þá voru 405 talsins, Lestrarfélag Lágafellssóknar. Félagib var stofnaö af 19 manns undir berum himni viö Hamar- inn viö Seljadalsá, sunnanvert viö Hafravatn. Núna, meira en öld seinna, er afkvæmi þessa merka menningarfélags flutt í giæsiiegt húsnæöi í Kjarna í Þverholti 2 í Mosfellsbæ, um- deildu húsi sem reist var yfir stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu hefur víöa verið í sveitinni, fyrst á Lágafelli þar sem byggt var yfir safnið. Þaö hús var flutt til í sveit- inni og mun vera elsta hús Mos- , fellsbæjar. Þá var safnið í Hlégarö, j ■ að Álafossi, að Brúarlandi og í 1 gagnfræöaskólanum. Síöast var þaö í Markholti þar sem Búnaðar- bankinn var fyrrum. Þar var safn- iðí 12 ár. Marta Hildur Richter, forstöðu- maöur safnsins, segir aö þreföld- un veröi nú á gólffleti frá því sem var áöur í Markholti og safniö býöur upp á mun skemmtilegra umhverfi en fyrr. Marta segir ab tekist hafi að gæða safnið gamla hlýleikanum sem margir rómuðu. „Þetta er bæbi hlýlegt umhverfi og tæknivætt, en tæknin fellur vel inn í umhverfið og menn verða hennar ekki svo mjög var- ir," sagði Marta í samtali viö Tím- ann. Tæknin gerir bókasafninu kleift að hafa samband við Gegni, gagnabanka Þjóðarbókhlöbu, og einnig við Internetið úti í heimi. Marta segir að framtíðin sé sú að bókasafnsgestir geti komið og haft samband við Internetiö. Ver- ib er að marka stefnu um hvernig þetta verður gert, en tilraunir eru í gangi í Keflavík með lán á Inter- netinu. Bókaverðir landsins munu ræöa þetta mál á fundi sín- um á næstunni. Nýja bókasafnið var opnað á föstudag með athöfn. Þá afhenti fjölskylda Halldórs Laxness safn- inu að gjöf brjóstmynd af skáld- inu, heiðursborgara Mosfellsbæj- ar. Myndina gerði Sigurjón Ólafs- son fyrir Mál og menningu 1962 á sextugsafmæli skáldsins. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staba rektors vib Menntaskólann vib Hamrahlíb Laus er til umsóknar staða rektors Menntaskólans við Hamrahlíð. Staðan veitist frá 16. janúar 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 2. október næstkomandi. Menntamálaráðuneytib. Sala nýja skyndibitans, „Nagganna", gengur mjög vel: Búiö aö fram- leiöa tíu tonn Sala nýja skyndibitans og þess fyrsta úr lambakjöti, Nagganna, hefur gengib mjög vel að sögn Páls Gústavs Amar, siáturhús- stjóra hjá KÞ, Húsavík. Alls er bú- ið að famleiða tíu tonn af vör- unni og segir sláturhússtjóri að frekari nýjunga sé að vænta hjá Kjötiöju KÞ, enda þurfi að bregð- ast við breyttum neysluvenjum íslendinga. „Viðtökur neytenda hafa verið mjög góðar og framleiðsla og sala hefur haldist í hendur. Við erum komin í flestar verslanir í Reykjavík og salan hefur gengið jafnt og þétt þar, sem annars staðar um landið." Gífurlegar umframbirgðir af lambakjöti eru í landinu og er ljóst að bregðast þarf við þörfum mark- aðarins með einhverjum hætti, líkt og reynt hefur verið með Nöggun- um. Fólk gefur sér t.a.m. sífellt minni tíma til matseldar. Naggarnir eru unnir úr úrbeinuðum frampört- um, vöðvarnir fituhreinsaðir og blandaðir lambahakki. Þá eru Nagg- arnir hjúpaðir, raspabir og forsteikt- ir. Aðeins tekur um 10 mín. í venju- legum ofni ab hita máltíðina. „Það er engin spurning að lamba- kjötið á undir högg að sækja og framleiðendur verða að laga sig að þörfum markaðarins. Yngra fólkið stendur ekki í að elda súpukjöt í dag," segir Gústav Arnar. Naggarnir eru fyrsta nýjungin af mörgum sem Kjötibja KÞ hyggst setja á markað. Upp úr áramótum kemur nýtt afbrigði af formuðu kjöti, í sneiðum og kjöthleifum, bæði forsteikt og hrátt. Þá er fleiri bragðtegunda af Nöggunum ab vænta. Aðspuröur um gæði sláturhúsa landsins til kjötvinnslu — sérstak- lega í ljósi fréttar Tímans um að vantað hafi upp á þyngd á nauta- kjöti til útflutnings nýverið — segir Gústav: „Það er alveg hægt að full- yrða að kjötvinnslur landsins eru mjög misvel tækjum búnar. Þab þarf að hafa meira samstarf á milli fyrirtækja. Þegar innflutningur hefst, verða menn að athuga hvab þeir’geti gert í sameiningu, en ekki að pukra hver í sínu horni." Slátrun er að hefjast í sláturhús- inu á Húsavík og segir sláturhús- stjóri aö fleiri kindum verði slátrað í ár en undanfarið, mestmegnis vegna aukins fjölda fullorðinna kinda. Einnig spili inn í að reynt sé að fá lömb úr nálægum héruðum til að verka fyrir Ameríkumarkað, en sláturhúsið á Húsavík er eitt fjög- urra sláturhúsa á landinu sem hefur rétt til útflutnings. Páll segir mikil- vægt fyrir húsib að fá ESB- leyfi. Verð hefur þó farið lækkandi á mörkubum erlendis, sérstaklega í Svíþjóð. Þar hefur kjöt frá Nýja- Sjá- landi streymt inn í landið eftir að Svíar gengu í ESB og einnig hefur verð lækkað á Ameríkumarkaði. Páll segir þó að vonir standi til að verðib á Ameríkumarkaði hækki á ný. ■ Kvenfélagskonur á Króknum: Bu6u bæjarbú- um öllum til kaffidrykkju Heilt bæjarfélag fjölmennti til kaffidrykkju í íþróttahöllinni á Sauðárkróki á sunnudaginn fyrir rúmri viku. Þá buðu kvenfélags- konur upp á trakteringar í tilefni aldarafmælis Kvenfélags Sauðár- króks. Konumar tóku á móti gest- unum klæddar upphlutsbúningi á þjóðlegan hátt. A borðum biðu góðgerðir veg- legri en áður hafa sést á Króknum, enda hvarf enginn á braut svangur, svo mikið er víst. Þab hefur allajafna verið mikil og góð starfsemi hjá Kvenfélagi Sauð- árkróks í gegnum árin. Meðal þess, sem félagið gerði nú til að minnast afmælisins, var sýning á hug- og handverki félagskvenna, sýningin Gengin spor, sem opin var fram á síðasta sunnudag. Starfsemi félags- ins hefur verið fjölbreytt. Meðal annars hafa kvenfélagskonur staðið fyrir danslagakeppni, sem reynst hefur vinsæl, einnig þorrablóti og nýársfagnaði. Líknar- og mannúð- arstörf eru að sjálfsögðu merkasti þátturinn í starfsemi Kvenfélags Sauðárkróks og verbur seint full- þakkaður. -Guttormur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.