Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. september 1995 IPsnietm 5 Ingvar Gíslason: Ofgum verbur að linna í samskiptum nágrannaþjóba Er til nokkurs að láta sér blöskra? Ég spyr þessarar spurningar að marggefnu tilefni. Mér er býsna vel ljóst, aö hneykslun mín, ef ég er einn um hana, er gagnslítil, þótt ég standi mig að því enn einu sinni að ráða ekki við þá tilfinn- ingu að láta mér ofbjóða for- dómar Guðmundar J. Guð- mundssonar gagnvart Norð- mönnum (sjá Tímann 29. ág.). Guðmundur er svo sannfaerður af hleypidómum sínum, að hann endurtekur æ ofan í æ (einkum á síbum Tímans) þá yf- irlýsingu að Norðmenn séu skæðustu óvildarmenn íslend- inga, enda hafi hann „skömm" á þeim, skömm á norsku þjóð- inni eins og hún leggur sig, ef marka má fyrirvaralaus stóryrði hans margendurtekin. Og hér á í hlut einn af áhrifamönnum ís- lensku þjóðarinnar. Fyrir rúmu ári (30.6. '94) hafði Guömundur uppi ámóta orðbragð í Tímanum. Ég gerði þá tilraun, án sýnilegs árangurs, til að andæfa öfgum hans í grein í blaðinu 7. júlí sama árs. í fyrsta lagi andmælti ég þeirri ímyndun hans að kenna mætti Norðmönnum um hrun skipa- smíðaiðnaöarins á íslandi. Auk þess væri það bábilja að tala um að Norðmenn hefðu „ýtt" okk- ur út af saltfiskmarkaði í Brasil- íu, jafnvel Kúbu, sem er auðvit- að hreinn misskilningur. Ekki íslenska leikhúsið: f DJÚPI DAGANNA eftir Maxim Gorki. Þý&ing og ablögun: Magnús Þór Jónsson — Megas. Leikgerö: Egill Ingi- bergsson og Þórarinn Eyfjörb. Leikmynd: Þorvaldur Böbvar Jónsson. Búningar: Linda Björg Árnadóttir. Leikstjórn: Þórar- inn Eyfjörb. Frumsýnt í Lindarbae 1. sept- ember. Það leikverk, sem íslenska leikhúsið setur á svið í Lindarbæ, er kennt viö rússneska meistarann Gorki. Það var upphaflega sýnt 1902 og hefur víða farið, — var sett á svið í Þjóö- leikhúsinu fyrir allmörgum árum og hét þar Náttbólið. Þetta var áhrifarík sýning á sinni tíð. Ekki get ég ímyndað mér að það verk, sem nú er í Lindarbæ, eigi margt sameig- inlegt með sýningu Þjóöleikhússins — nema höfundarnafnið auðvitað. Sígilt umræðuefni í hópi leik- hússmanna er það hversu „langt megi ganga" í að breyta klassískum leikverkum í meðförum. V-ið því er að sjálfsögðu ekki til neitt einhlítt svar. Hér veltur á smekkvísi og stíl- kennd leikstjóra eða leikgerðarhöf- undar, hvaða merkingu sem við leggjum annars nákvæmlega í það orð. Saman verður að fara dirfska og hugkvæmni — og svo virðing fyrir verkinu og traust á innviðum þess. í djúpi daganna, svo við notum nafn Lindarbæjarsýningarinnar, fjallar um fólk á botni heimsins, ör- eiga sem allri von eru sviptir, botn- fall þess snauða samfélags Rúss- lands sem kommúnistar náðu und- ir sig aðeins fimmtán árum eftir að Gorki samdi verkið. Nú lifir skáld- verk ekki vegna sögulegrar skírskot- unar, heldur sammannlegs gildis, persónulýsinganna, þeirrar mann- úðarkenndar sem það er ljómað VETTVANCUR „Norðmenn hafa gildar ástœður til að telja að- farir íslenskrar togaraút- gerðar í Barentshafi að- finnsluverðar, ekki síst íbúar Norður-Noregs, fólkið sem lifir við svip- uð skilyrði og íslending- ar og síst mildari kjör fyrir náttúrufar og veður, enda flestir búsettir sýnu norðar á hnettinum." eru þab annað en látalæti, þegar menn (þ.á m. Guðmundur J.) þykjast ekki sjá nein rök fyrir andstöbu Norðmanna gegn hömlulausri veiði íslenska tog- araflotans í Barentshafi. Hvílík uppgerð! Og síðan bætist þaö við að íslenskir útgeröarmenn hafa lappað upp á aflóga togara annarra þjóða og sent á veiðar þar undir hentifána. Norsk vibhorf í augum fólks í Norður-Noregi er Barentshafið; að hluta móti Rússum, norskt innhaf, sem Finnmerkur- og Tromsbúar hafa nytjað um aldir, e.t.v. frá ómunatíö. í augum þess er LEIKLIST GUNNAR STEFÁNSSON upp af. Þess vegna er það „fært til nútímans", hver ný sýning er slík tilfærsla. Engu að síður finnst mér allt of langt gengið í þýðingu og að- lögun Megasar. Að færa Gorki í búning slangurmáls nútímans með öllum þeim enskuslettum og götuj- argoni sem hér er fram borið, sýnir vantraust á verkinu; það lifir án slíkra tilfæringa, í vönduðu og til- geröarlausu nútímamáli eins og mig minnir að væri á Náttbólinu. Það má vel vera að sumum finnist svona lagað sniðugt, en í mínum augum er það lágkúra. Og svo er allt í einu fariö að syngja ljóö eftir Dav- íð, lag og texta Birgis Marinóssonar, og svo eftir Megas sjálfan, með til- heyrandi látæði. Einhverjar sam- tímaskírskotanir eru líka í textan- um, eins og þegar segir hér á einum stað um söng sem þykir ófagur að þetta sé eins og Hrafn að klæmast á Kaldalóns! Af nútímavæðingu textans leiðir ýmsan afkárabrag í sýningunni sjálfri, til dæmis í búningum sem eru ósamstæðir og stíllausir, — ein kvenpersónan er látin klæðast ein- hvers konar rauðleitu ullarreifi. Sviðsmyndin er ólánleg og aö sumu leyti er það sök sviðsins; til að mynda sér áhorfandinn varla neitt af stúlkunni Önnu sem er að veslast upp, yfirgefin í eymd sinni. Látum vera þótt horfiö sé í svona uppsetn- ingu frá rússneskum öreigum fyrri „veiðireynsla" íslendinga engin í Barentshafi og sögulegur réttur að sama skapi: Enginn! Ekki sé ég neina ástæbu til að lá al- menningi í þessum norður- byggðum Noregs slíka afstöðu. Þetta er þjóöleg afstaða, alþýö- leg í sönnum skilningi þess orös. Þá er þess að minnast að Norðmenn og Rússar hafa um árabil haldið uppi fastmótuðum veiðitakmörkunum til verndar þorskstofninum í Barentshafi. Þessa verndarstefnu virða flestar fiskveiöiþjóðir í verki. Norð- mönnum er þetta stórmál, jafn- vel framar Rússum. Engan þarf að undra, þótt norsk stjórnvöld taki því illa þegar íslendingar láta sem þessar veibitakmarkan- ir komi sér ekki við. Þaðan af síður er þab undrunarefni ab al- þýða manna í Norður-Noregi líti á það með vanþóknun, þeg- ar íslenskir útgeröarmenn senda togaraflota sinn á þessar veiði- slóðir, veiða þar hömlulaust með botnvörpu og ekki síður með flottrolli, skirrast auðvitað ekki við að drepa smáþorskinn, ef svo ber undir. Þetta gerist meðan norskir fiskimenn lúta ströngum takmörkunum á veiði. Hvað sem líbur þörf íslensks þjóðarbús fyrir aukinn afla úr sjó og hvað sem það kann að varba rekstur alltof stórs togara- flota, sem ofnýtti heimaslóðir jafnört og þær stækkuðu í 30 ára aldar, en ég hefði talið affarasælast að gefa verkinu einhvers konar „tímalausan" ytri búning og leggja þeim mun meiri áherslu á sálfræöi persónulýsinganna. Því það er auð- vitaö hún sem grípur hugi manna, enn í dag sem forðum í Moskvu. Leikritið gerist í leiguhjalli þar sem athvarf eiga umrenningar, glæpamenn, drykkjusjúklingar, vændiskonur og hvers konar skip- brotslýður. Húsráðendur, Vasalía og Kostílov, eru hið versta hyski, og leigjendur allir vonlausir í eymd sinni og niðurlægingu. En inn í þetta víti kemur förumaðurinn Lúka, sem er Kristgervingur, gædd- ur brennandi samúð með mann- eskjunum. Hann kveikir vonar- neista í brjósti fólksins og það eygir leið út úr svartnættinu. Hins vegar er þetta raunsæisverk og boðar eng- ar auðveldar lausnir, þeir sem ætla að slíta sig lausa farast. En svo lengi sem menn trúa að Guð sé til er hann til, svo lengi sem menn trúa að land réttlætisins sé til geta þeir lifað. Bregðist sú trú, er ekki hægt að lifa. Þessi er boðskapur Lúka, sem verður að teljast málsvari höf- undarins, og hann staðfestist í verk- inu. Lúka hverfur af vettvangi, en hann skilur eftir frækom sem kannski munu bera ávöxt síðar. Stíll sýningarinnar er natúralísk- ur af hendi leikstjóra, hrár í anda „leikgerðar", en nokkuð skortir yfir- leitt á dýpt persónulýsinganna. Það vantar einhvern skapandi neista í þetta frá hendi leikstjóra. — Einstök hlutverk eru þó þokkalega af hendi leyst. Af leigjendunum er Vasa Pé- landhelgisstríöi við stórveldi Evrópu, og hvort sem íslenskir útgerðarmenn eru þess háttar lögmálsþrælar í alþjóðarétti, að fyrir þeim er „allt leyft sem ekki er bannað", þá réttlætir ekkert af þessu þann siðferðisbrest, að þykjast ekki sjá rökin fyrir því að Norðmönnum mislíki smuguveiðar íslendinga í Bar- entshafi. Norðmenn hafa gildar ástæð- ur til að telja aðfarir íslenskrar togaraútgerðar í Barentshafi að- finnsluverðar, ekki síst íbúar Norður-Noregs, fólkið sem lifir við svipuð skilyrði og íslending- ar og síst mildari kjör fyrir nátt- úrufar og veður, enda flestir bú- settir sýnu norðar á hnettinum. i Naubsyn samninga En sé betur að gætt, hafa Norð- menn sýnt samningsvilja gagn- vart íslendingum, jafnvel þeir sem nyrst búa og eru í nánastri snertingu við veiðiskap íslend- inga á verndarsvæbi norska ver- tíðarfisksins. Viðtöl norskra stjórnvalda vib ESB um síldveiði breyta engu í því efni. Nú er tími . til kominn að íslensk stjórnvöld láti á reyna um þennan samn- ingsvilja. Þá verða menn að vera svo raunsæir að láta sér skiljast að samningsvilji Norömanna getur ekki náð til þess ab samib veröi á grundvelli ýtrasta sjálfdæmis út- hafsveiðistjórnar Landssambands íslenskra útvegsmanna, heldur samkomulags, sem hlutaðeigandi stjórnvöld komast að með vib- ræbum sem hæfa góöum sam- skiptum nágrannaþjóða. íslensk stjórnvöld eiga ab koma í veg fyr- ir það að öfgamenn séu að „balk- anisera" samskipti við nágranna okkar með verstu tegund af þjób- rembu. Sú skylda hvílir á íslenskum ráðamönnum, hagsmunasamtök- um sem stjórnvöldum, ab hafa forgöngu um gerö sáttmála milli ríkja og sjálfstjórnarlanda á norð- urslóðum um nýtingu auölinda hafsins og virkt stjórnkerfi á því sviði. íslenskir hófsemdarmenn í þrætum við frændþjóðir treysta utanríkisráðherra til farsællar for- göngu í málinu. Höfundur er fyrrv. ritstjóri Tímans. Pólyester og rennilás, nútímavœbing án pel í sjónarmiöju, hann lék Bene- dikt Erlingsson af þrótti, en leikstíll- inn minnir ennþá fullmikið á Galdra-Loft hans. Þá var góð per- sónumótun hjá Sigurþór Albert Heimissyni, sem lék leikarann sem er búinn að gleyma hlutverkum sínum vegna ofdrykkju. Harald G. Haralds er alltof litlaus í burðarhlut- verki Lúka, gerandans í leiknum. Aðrir leikendur eru margir eins og út úr öðru hlutverki sem maður hefur séð þá í, þaö á við um Valgeir Skagfjörð (Búbnov). Bryndís Petra Bragadóttir var varla nógu útsmog- in í illfyglinu Vasalíu. Kjartan Bjarg- mundsson bjó til skemmtilega fíg- úru úr útlendingnum sem kallaður er prins, en Kostílov Þrastar Guð- bjartssonar er sams konar leiðinda- fígúra og Þröstur hefur veriö aö leika síðustu ár. Harpa Arnardóttir fer næmlega með hlutverk Natösju, hinnar hrjáðu yngri systur eitumöðrunnar, hinnar ótryggu konu húsráðanda. Ónefndir eru Kjartan Guðjónsson (Klessj), Jón St. Kristjánsson (Me- listsköpunar. dvedev), Sigrún Sól Ólafsdóttir (Ljóska), Margrét Pétursdóttir (Kvassnja), Katrín Þorkelsdóttir (hin deyjandi Anna). Einnig Ólafur Guðmundsson (Zob), Hinrik Ólafs- son (Baróninn), Steinunn Ólafs- dóttir (Nasta) og Þorsteinn Bach- mann (Satín). Þann síðastnefnda minnist ég ekki að hafa séð áöur, en hlutverk hans verður allstórt undir lokin. Rússneskir meistarar hafa verið tíðir á fjölum leikhúsa borgarinnar upp á síðkastið og er þab vel. Þær sýningar hafa verið misjafnlega góðar, sumar býsna frjálslegar og nútímalegar, en allar stílhreinni en þessi. Sú leið, sem hér er farin, sýn- ist mér misráðin og ekki til eftir- breytni. Þaö er eins og nútímavæð- ing Megasar hafi átt ab koma í stað- inn fyrir raunverulega nýsköpun leikhússins, djúpa og persónulega túlkun. En hún dugar ekki til að gera nákomið áhorfandanum hib hrjáða mannlíf sem hér er leitt fram, hvorki svartnætti þess né vonarglætu, — því miður. ■ Gorki í búningi Megasar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.