Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.09.1995, Blaðsíða 16
Veöriö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Norbaustangola og léttskýjab. Hiti 11 til 15 stig yfir hádag- inn. • Faxaflói og Breibafjörbur: Norbaustan gola eba kaldi. Hiti 9 til 13 stig. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra: Norbangola eba hæg breytileg átt. Skýjab meb kóflum, en þurrt. Hiti 7 til 12 stig ab deginum. • Norburland eystra: Norbangola og viba léttskýjab í fyrstu, siban skýjab ab mestu en þurrt. Hiti 7 til 11 stig yfir daginn. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Norban og norbaustan kaldi og léttskýjab í fýrstu. Þykknar smam saman upp. Hiti 5 tií 8 stig. • Subausturland: Breytileg átt, víbast gola og skýjab meb köflum, en víb- ast þurrt. Hiti 7 til 12 stig. • Hálendib: Norbaustan kaldi. Víbast þurrt og þokkaleg fjallasýn, en held- ur þyngir ab norban Vatnajökuls. Hiti 5 til 9 stig yfir hádaginn. Haustvörurnar streyma inn \<#HlM> Rœba frú Vigdísar Finnbogadóttur á rábstefnu SÞ: Lifað á áhugaverbum tímum Fjöldi og útbreibsla fiskveiba. Hafró: Seiðavísitala þorsks sú hæsta síðan 1986 Póstsendum. Hólmaborgin frá Eskifirbi hélt til lobnuleitar um mibjan dag í gær og einnig Gullbergib frá Eyjum og Börkur frá Neskaupstab. Þótt brugbib geti til beggja vona meb árangurinn, leggja menn bjart- sýnir af stab í þeirri von ab eitt- hvab verbi ab finna á þeim svæb- um sem nú eru laus vib ís en voru þakin hafís fyrr í sumar. Emil Thorarensen, útgerbarstjóri Hrabfrystihúss Eskifjarbar, telur þab táknrænt ab útgerbir þessara skipa skuli hafa ákvebib ab senda þau til lobnuleitar á sinn kostnab, enda lobnuhagsmunir óvíba eins miklir og í þessum sjávarplássum. Hann segir ab menn sé fariö aö klæja í lóf- ana eftir aö fá lobnu til vinnslu, en engin lobnuveiöi hefur verib aö neinu rábi síöan um miöjan júlí sl. En þá voru veiöar bannaöar fram yfir verslunarmannahelgi sökum smálobnu í afla. Eftir verslunar- mannahelgina héldu nokkur skip á miöin en fengu lítiö sem ekkert. Á síöustu vikum hefur oröib vart vib loönu í rækjutrollum skipa úti fyrir Noröurlandi og einnig úti fyrir Vestfjörbum. Þótt dæmi séu um ágætar haustvertíöir á lobnu, þá telja þeir svartsýnustu ab þaö verbi vart um neina vertíb aö ræöa fyrr en eftir áramót. Ekki er búist viö ab skip Hafrann- sóknastofnunar haldi á mibin til loönuleitar fyrr en í seinnihluta næsta mánaöar, en þá hefst hinn ár- legi haustleibangur skipa stofnun- arinnar. Brábabirgbakvótinn í loönu er um 536 þúsund tonn. ■ Starfsmenn og leikaralib Þjóbleikhússins kom saman í gœr til aö hita upp fyrir komandi leikár. Þau sem festust á filmu voru Jóhann Siguröarson, Stefán Baldursson Þjóö- leikhússtjóri og Edda Heiörún Bachmann. Alls veröa 12 sýningar á vegum Þjóöleikhússins í vetur en auk þess veröur sýningum tveggja verka haldiö áfram frá því í fyrra. Alls veröa þrjú ný íslensk verk sett upp; Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson, Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerö Þórunnar Siguröardóttur og Hvíta- myrkur eftir Karl Ágúst Úlfsson. rímamynd gs Frú Vigdís Finnbogadóttir hélt eina af opnunarræbunum á rábstefnu SÞ um málefni kvenna sem hófst í gær. Frú Vigdís sagöi í upphafi ræöu sinnar aö fyrir nokkrum árum heföi ráöstefna sem þessi þótt óframkvæmanleg en bætir viö aö Kínverjar til forna hafi stundum haft yfir setninguna: „Megir þú lifa á áhugaveröum tímum" og hafi þab ekki veriö til ab óska fólki velfarnaöar heldur var litiö á þessi örlög sem bölvun. í fram- haldi af þessu sagði Vigdís að þrátt fyrir allt þaö sem hiö alþjóð- lega samfélag hafi afrekað í sam- einingu þá mætti ekki gleyma því aö hörmuleg átök milli manna ættu sér stab víða í heiminum. í ræöunni vitnar Vigdís í Só- krates og segir hann hafa verið tregan til aö nefna hlutverk kvenna í hugmyndum sínum ab hinu fullkomna stjórnkerfi, eins og Platón lýsir því. Tregleikinn stafaöi af ótta viö að gera sig að fífli frammi fyrir kynbræörum sínum. Fyrir konur í dag sé and- stæöa þessa nær sannleikanum: Tilhugsunin um að geta ekki not- ið jafnréttis sé fáránleg í þeirra augum sem og óskynsamleg. Vigdís telur SÞ hafa gegnt lykil- hlutverki í þeirri þróun aö kven- réttindi séu ekki lengur jaðarum- ræöa heldur hafi þau hlotið al- þjóðlega viöurkenningu. „En viö megum ekki gleyma okkur í dýrðarljóma þess sem við höfum afrekað. Við þurfum kjark til að viöurkenna allt sem hefur unnist en um leið gera okkur grein fyrir augljósum misbrest- um. Það er þversagnarkennt en satt að fjölda þeirra kvenna sem búa viö fátækt hefur fjölgaö mik- ið í hlutfalli við karlmenn, konur eru nú meirihluti fátækra í heim- inum." Að lokum þakkaði forsetinn gestrisni kínverskra stjórnvalda sem þó viröast skiptar skoðanir um. Hún sagði aö í kínversku máli væri til tákn yfir frið og sýndi það karlmann og konu undir sama þaki. „Ég vil setja fram þá einlægu ósk að áður en við yfirgefum salinn undir þessu þaki munum við koma til með aö eiga raunhæft og langlíft framlag til friðar í heiminum." ■ Úlpur í fjölbreyttu úrvali. Forsjall lottospilari a föstudag meban raöir voru enn ekki byrjaöar aö myndast á SÖluStOÖunum. Tímamynd GS 22 milljón króna lottópottur á laugardag í tvo staöi: Ungt barnafólk vann „Þetta kom svo sannarlega í góðar þarfir hjá þeim sem keypti miöann sinn vestur í bæ. Þetta var ungt fólk, ný- komib úr námi og er með lítib barn. Vib erum afskaplega ánægb þegar peningarnir koma í svona góöar þarfir, og þannig er það nú oftast," sagði Vilhjálmur B. Vilhjálms- son framkvæmdastjóri Lottós- ins í gær. Tvöfaldur fyrsti vinningur, rúmar 22 milljónir króna skiptust í tvennt, rúmar 11 milljónir á hvorn hinna heppnu. Annar hlutinn fór til karlmanns í Grindavík, en hinn var seldur í sjoppu í vesturbænum í Reykja- vík. Sala lottósins á föstudag og laugardag var með eindæmum mikil og víða skapaöist örtröð við kassana. ■ Sjávarútvegur: Þrjú skip halda til lobnuleitar Þótt seiðavísitala þorsks hafi ekki mælst há í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri Hafró, þá er hún engu að síbur yfir mebal- lagi síbustu tíu ára og sú hæsta sem hefur fengist síöan 1986. Þá er þorskvísltalan aðeins hærri en 1993, en sá árgangur vlröist vera meðalstór. Sömuleiðis vlrbist ýsuárgangur 1995 lofa góðu en hlnsvegar var selðavísltala loönu lág. Þá var fjöldi karfa- seiba mun meirl en sl. tvö ár. Aftur á mótl eru þorskseiöin mjög smá og skýrist það m.a. af lágum sjávarhlta í vor og fyrrl hluta sumars. (lelðangrlnum varð ekki vart viö seiðarek yfir til Græn- lands. Hafró telur að seiðavísitala þorsks af þessari stærö hafi gefiö bæði stóra og lélega árganga sl. 25 ár. Af öðrum helstu nytjastofnun- um þá er seiöavísitala ýsu nokkuð hærri en meðaltal síöustu tíu ára. Stærð seiðanna er einnig góö enda fannst mest af þeim í hlýsjónum viö Suðurland. Fyrstu vísbending- ar um stærö ýsuárangsins 1995 benda því til þess að hann geti orðib í meðallagi eða góöur. Seiöavísitala loðnu er lág en út- breibsla seiöanna var hinsvegar mikil og fremur jöfn fyrir Vestur-, Noröur- og Austurlandi. Aftur á móti var minna um loönuseiði í Grænlandshafi en oft áður. Þótt loönuseiðin hafi veriö óvenju smá, eöa með því smæsta sem sést hefur, þá telur Hafró aö þaö þurfi þó ekki aö þýöa aö loönuárangur- inn 1995 veröi lélegur. Enda er þab mat stofnunarinnar að þaö hafi reynst erfitt aö sýna fram á beint samband á milli stæröar seiðaár- ganga og stærðar sömu árganga í veiöistofni. Vísitala karfaseiöa reyndist vera abeins undir meðallagi síöustu 10 ára, en hinsvegar yfir meðaltali sl. 20 ára. Viö ísland varö karfaseiða einkum vart vestur og suövestur af landinu. Hinsvegar var rann- sóknasvæöiö í Grænlandshafi og viö A-Grænland mun minna en nokkur undanfarin ár. Hvað ástand sjávar áhrærir þá var flæði hlýja Irmingerstraumsins vestur um Dohrnbanka og í Græn- landshafi all áberandi og áhrifa kalda A-Græniandsstraumsins gætti ekki mikiö á rannsóknar- svæbinu. Fyrir Noröurlandi hafði ástand sjávar batnaö vemlega síb- an í vetur og vor. Þar varö vart viö aukið flæöi hlýsjávar noröur fyrir land allt ab Langanesi, en austan þess var sjó enn mjög kaldur. ■ Mörkinni 6 (v/hliðina á Teppalandi). sími 588 5518. Bílastæði v/búðarvegginn. Verslunarmáti nútímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.