Tíminn - 23.09.1995, Page 3
Laugardagur 23. september 1995
gefnHt-w-w
Boröaklippingar ódýrt gaman — 130 milljóna mannvirki og dýrari fá „vígslu":
SamgönguráÓherra
klippir og klippir
Halldór Blöndal samgöngu-
ráöherra hefur veriö önnum
kafinn viö ab klippa á silki-
bor&a a& undanförnu eins og
sést hefur í fréttum. Mörg og
gó& vegamannvirki hafa liti&
dagsins ljós og fengi& form-
iega vígslu sem kallaö er, jafn-
vel iöngu eftir a& mannvirkib
hefur veri& tekiö í notkun. Um
vígslur þessar gilda reglur eins
og flest annab í þjó&félaginu
og Ijóst a& ekki kemst hva&a
brúarspor&ur sem er í fréttir
fjölmi&Ia. Mikilvægi hans fer
eftir þeim peningum sem til
hans var varib.
Á vegaáætlun, sem nú er unn-
ið eftir, er beinlínis ætlast til ab
framkvæmdir, stórbrýr og önn-
ur slík stórvirki í vegagerð, sem
fá sérstaka meðhöndlun í fjár-
veitingum, séu opnub með vib-
höfn. Miðað er við ákveðna lág-
marksupphæð ef mannvirkið á
að „vígjast" með viðhöfn, þar
sem toppmenn þjóðfélagsins
mæta til borðaklippingar baðað-
ir ljósum sjónvarpstökumanna.
Jón Rögnvaldsson, abstobar-
vegamálastjóri, sagbi í samtali
vib Tímann í gær að miðað væri
við 130 milljón króna fram-
Frumlegt — eba ekki?
Stöb 3 varö
fyrir valinu
Besta nafnið á nýja sjónvarps-
stöð íslenska útvarpsfélagsins
hf. reyndist vera Stöð 3. Á ann-
að þúsund sendu tillögur um
nafn.
„Niðurstaðan úr samkeppn-
inni hefur sannfært stjórn félags-
ins um ab skíra nýju stjónvarps-
stöðina Stöb 3 sé skynsamlegt og
að sú nafngift sé rökrétt framhald
á ljósvakaþróuninni á íslenska
markaðnum, sögðu talsmenn fé-
lagsins í gær. Margir stungu upp
á þessu nafni, frumlegu eöa
ófrumlegu, en nafn Guðrúnar
ívarsdóttur á Akranesi var dregið
úr pottinum og fær hún 100 þús-
und krónur ab launum. ■
kvæmdir og dýrari, og þá miðað
við brú meb nauðsynlegum
tengingum.
„Það má segja að þetta sé
nokkuð að okkar frumkvæði ab
menn gera sér dagamun, ekki
síst fyrir okkar fólk sem hefur
unnið að verkinu," sagbi Jón
Rögnvaldsson. Þess skal getið að
nýjustu athafnir hafa verið kaffi-
boð og áfengi ekki veitt, sem
mörgum starfsmönnum hefur
reyndar þótt þunnur þrettándi.
Jón sagði að menn vildu helst
ekki vígja mannvirkin fyrr en að
allt væri tilbúið. Dæmi um þab
væri brúin yfir Jökulsá á Dal,
sem var tekin til notkunar fyrir
ári. Menn hefðu viljað bíða eftir
lúkningu vegarins með slitlagi
sitt hvoru megin brúar.
Framundan er vígsla fleiri
„gamalla" brúa. Brúin yfir vestu-
rós Héraðsvatna verður senn
vígð, hún var notuð í vetur. Þá
má auðvitað búast við borða-
klippingu á brúnni við Höfða-
bakka.
Borðaklippingar eru ódýr
skemmtan. Breiðir, gullfallegir
satínborðar hjá Vogue kosta
ekki nema 110 krónur metrinn.
Sá kostnaður fer varla nema upp
í þúsund krónur, en borðinn
mun einnota að best er vitað.
Við vígsluna á brúarmann-
virkinu á Jökulsá á Dal spurbist
Hjörleifur Guttormsson alþing-
ismaður fyrir um reglur um
vígslur, hvab vígja ætti og hvab
ekki. Svæðisskrifstofa Vegagerð-
arinnar á Reyðarfirði hafði ekki
getað frætt Hjörleif um þessar
reglur. Vegamálastjóri svaraði
þessu í samkvæminu og munu
fæstir viðstaddra hafa vitað um
reglurnar.
„Ég var nú aðallega að róma
fyrri tíðarmenn sem stóðu í
vegagerð við allt aðrar og erfið-
ari aðstæður. Handarverk þeirra
sjást nú enn þá á Breiðdalsheiði
og Berufjarðarskarði. Menn ættu
nú að minnast þeirra, það sem
menn gera nú með tækninni er
leikur einn miðað við hitt,"
sagöi Hjörleifur Guttormsson í
gær.
Þorsteinn Ólafsson framkvæmdastjóri og Benedikt Axelsson formabur Styrktarfé-
lags krabbameinssjúkra barna, Einar Bollason áhugamabur um körfu og Pétur
Hrafn Sigurbsson framkvœmdastjóri Körfuknattleikssambands íslands. Tímamynd CS ---
Meistarakeppnin í körfuknattleik:
Til styrktar krabba-
meinssjúkum bömum
Meistarakeppnin í kröfuknatt-
Ieik fer fram í Keflavík í dag,
laugardag, og hefur verið
ákveðib að allur hagnaður af
leikjunum skuli renna til
Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna.
í þessari keppni mætast ís-
lands- og Bikarmeistarar karla og
kvenna frá sl. keppnistímabili og
keppa um sæmdarheitið meistar-
ar meistaranna. í kvennaflokki
eigast við lið Breiðabliks og
Keflavíkur en Njarövík og
Grindavík í karlaflokki. Auk þess
verður boðið upp á ýmis
skemmtiatriði og einnig verður
hægt að hringja inn áheit til
Styrktarfélagsins. Þeir sem gefa
meira en 1000 kr. fara í pott þar
sem dreginn verður út einn
heppinn gefandi. Sá heppni fær
ferð til London og miða á
McDonalds mótið í körfu þar
sem meðal þátttökuliða em NBA-
meistararnir Houston Rockets og
Evrópumeistarar Real Madrid. ■
Cjörbylting í skólastarfi
grunnskóla í Eyjum:
Einsetning
þrátt fyrir
plássleysiö
Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara
Tímans í Vestmannaeyjum:
Gjörbylting hefur or&ið á skóla-
starfi í grunnskólunum tveimur í
Eyjum í haust, en þá var í fyrsta
skipti boðið upp á samfelldan
skóladag. Þótt ekki sé komin
mikil reynsla á þetta nýja fyrir-
komulag er mikil ánægja ríkj-
andi með það og gengið vonum
framar, að sögn Halldóm Magn-
úsdóttur, skólastjóra Hamars-
skólans.
í Hamarsskóla byrja nemendur
milli 8 og 9 á morgnana og er hver
krókur og kimi í skólanum nýttur
til hins ýtrasta. í Barnaskóla byrja
nemendur hins vegar á mismun-
andi tíma á morgnana vegna pláss-
Ieysis en eru með samfellda skóla-
töflu. í fyrsta skipti er grunnskóla-
nemendum í Eyjum boðið upp á
hádegisverð í skólunum og gengur
það fyrirkomulag einnig vel.
Halldóra segir að með þessu sé
verið að þjónusta heimili og veit
hún dæmi þess ab foreldrar hafi
breytt vinnutíma sínum vegna
þessa, en hingaö til hafa yngstu
bekkirnir verið eftir hádegi. ■
Hækkun SVR
samþykkt
Hækkun fargjalda Strætisvagna
Reykjavíkur var samþykkt á fundi
borgarstjórnar í fyrradag. Fulltrúar
minnihlutans greiddu atkvæbi
gegn hækkuninni. Hækkunin tek-
ur gildi 1. næsta mánabar. ■
Alþingi sett
2. október
Alþingi mun koma saman til fund-
ar mánudaginn 2. október næst-
komandi. Þetta hefur forseti ís-
lands ákveðið að tillögu forsætis-
ráðherra. Hefðbundin þingsetning-
arathöfn hefst með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni kl. 13.30 og verður
Alþingi- sett ab athöfn í kirkjunni
lokinni. ■
Akureyri:
Sparnabur í rekstri
um 15 milljónir
Umhverfismálaráö býöur borgarbúum til gönguferöar meö leiösögn:
Gönguferð um náttúru-
og söguslóöir Rauðavatns
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
samþykkt tillögu frá bæjar-
stjóra um 15 milljóna króna
sparnað og hagræðingu í rekstri
bæjarsjó&s
Við gerð síðustu fjárhags-
áætlunar Akureyrar var sam-
þykktur sérstakur frádráttarliður
þar sem forstöðumönnum deilda
og stofnana bæjarins var gert að
hagræða í rekstri og lækka kostn-
að ef ekki væri unnt að auka tekj-
ur. í tengslum við þessa hagræð-
ingu hefur verið samþykkt að
hækka fæðiskostnað á leikskólum
um 15% en rúmlega einnar
milljón króna tekjuauki hefur
náðst í rekstri leikskólanna vegna
fjölgunar barna. Bæjarfulltrúar
allra flokka tóku undir þörfina á
að hækka greiðslur vegna fæðis
leikskólabarna en fæðiskostnaður
hefur ekki dugað fyrir kaupum á
hráefni.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna
í bæjarstjórn gagnrýndi hagræð-
ingartillöguna harðlega á fundi
bæjarstjórnar og töldu að ekki
tækist að ná fram svo mikilli
hagræðingu í rekstri á skömmum
tíma. Slíkt leiddi ekki til raun-
verulegs sparnaðar heldur væri
aðeins verið að fresta kaupum á
vöru og þjónustu á milli ára til
þess að sýna betri rekstrartölur
um áramót. Þeir gagnrýndu
einnig að í flestum tilvikum væri
um lágar upphæðir að ræða sem
koma ættu til niðurskurðar á
mörgum stöðum. ÞI.
Umhverfismálaráð Reykjavík-
ur býður borgarbúum í göngu-
ferð meb Ieiösögn um útivist-
arsvæ&ib við Rauðavatn, nk.
sunnudag. Tilefnið er Náttúru-
verndarráð Evrópu en með því
er ætlunin ab m.a. vekja at-
hygli á nauðsyn þess að vernda
náttúruna í nágrenni þéttbýlis.
Gangan á sunnudag hefst
klukkan 14 við vesturenda
vatnsins, skammt frá nýju
brúnni yfir Suöurlandsveg. Fána-
borg verður þar sem lagt verður
af stað þannig að fólk ætti að
finna staðinn auðveldlega.
Á Rauðavatnssvæðinu em leif-
ar af sumarbústaðabyggð og þar
eru víða gróðurlundir sem áður
tilheyrðu sumarbústöðúm.
Fyrsta skógræktin á Reykjavíkur-
svæöinu hófst við Rauðavatn
um aldamótin og hafa tré verib
gróðursett þar allt fram á þenn-
Bryndís Kristjánsdóttir, formabur
umhverfismálarábs.
an dag. Að öðm leyti er svæðið
náttúmlegt. Undanfarin ár hafa
verið lagðir malarstígar um
svæðið og þar hefur útigrillum
ásamt borðum og bekkjum verið
komib fyrir á tveimur stöðum.
í gönguferðinnni á sunnudag
munu leiðsögumenn segja frá
því helsta sem fyrir augu ber. í
ferðinni verða jarðfræðingur og
líffræðingur, maður sem þekkir
til örnefna á þessu svæbi og elnn
íbúi á svæðinu sem allir munu
fræða göngumenn. Um létta
göngu er ab ræða sem ætti aö
henta öllum aldurshópum og
benda má að stígarnir eru
„barnavagnafærir" þótt ekki sé
mælt með léttum kerrum á
þeim.
Hægt veröur að komast í göng-
una með strætisvagni númer 10,
sem mun taka á sig krók í ferð-
inni sem fer klukkan 13.35 frá
Hlemmi og frá Rauðavatni kl.
15.52. ■