Tíminn - 24.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1995, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 24. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Sfmbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bílbelti í lang- ferbabílum Enn eina helgina á þessu hausti hefur umferðin tekiö óbætanlegan toll í hrörmulegu umferðarslysi. Tvær konur létust þegar langferðabíll fór útaf þjóðvegi 1 í Hrútafirði í fyrrakvöld og á þriðja tug farþega eru slasaö- ir. Þetta er fimmta helgin í röð sem banaslys verður í umferðinni. Frá því 24. september hafa 10 manns látist í umferðarslysum vítt og breitt um landið í samtals 7 slysum. Þessar tölur eru allt allt of háar og benda ein- dregið til að íslendingar almennt beri hvergi nærri nógu mikla virðingu fyrir kraftinum og hættunum sem leynast í umferðinni. Þessa slysaöldu er ekki hægt að rekja beint til ein- hverrar einnar orsakar þó svo að hraðakstur og áfengis- neysla hafi verið samnefnari nokkurra þessara slysa. Sú staðreynd að ástæður óhappanna eru fjölbreytilegar gerir það að verkum að við þessu ófremdarástandi þarf að bregðast með fjölbreytilegum hætti. Öflugur áróður er eitt af því sem þarf að viðhafa og þar hefur Umferðar- ráð unnið mikið starf. En betur má ef duga skal. Af öðrum fyrirbyggjandi vömum sem grípa þarf til hlýtur beltanotkun í rútubílum að vera ofarlega á blaði. Sérstaklega eftir slysið um helgina þar sem telja má nánast fullvíst að það hefði skipt verulegu máli ef far- þegar hefðu verið í bílbeltum. í dag er ekki beltaskylda í hópferöabifreiðum nema hvað í nýlegri reglugerð er talað um að belti verði að vera í ákveðnum óvörðum sætum í nýjum rútum. Það er ekkert kveðið á um al- menna beltanotkun farþega þrátt fyrir að vitað sé að farþegum stafar mest hætta af því að kastast til eða út úr bílnum ef slys verður. Mótbárur manna gegn beltanotk- un í rútum, s.s. eins og að slíku sé erfitt að koma við vegna óhagræðis eða annað í þeim dúr, eru gjörsamlega haldlausar. Belti eru notuð í innanlandsflugi og þykir sjálfsagt og það er í raun alveg jafn sjálfsagt að nota belti í rútuferð. í dag eru í gildi ákveðnir Evrópustaðlar varðandi beltanotkun í rútum og það eru þessir staðlar sem al- mennt er miðað við, bæði hér og erlendis. Nú er hins vegar svo komið að þessir staðlar eru orðnir dragbítur á eðlilega þróun öryggismála í langferðabílum vegna þess að þeir virka letjandi á bílbeltanotkun umfram það sem krafist er. Bretar, sem almennt eru ekki í fararbroddi þegar breytingar á öryggisstöðlum eru annars vegar, hafa hins vegar tekið foustu í þessum málum og fyrir breska þinginu liggur nú frumvarp sem kveður á um skyldunotkun öryggisbelta í öllum sætum í skólabílum og að slíkur búnaður skuli vera í öllum bílum sem hugs- anlga eru notaðir sem skólabílar. Umræðan í Bretlandi um þetta mál kom í kjölfar skelfilegs slyss þar fyrir nokkrum misserum. Verði þetta frumvarp Bretanna að lögum má búast við að Evrópustaðlarnir springi. Það yrði þá vonum seinna. Bílbelti í langferðabílum hljóta að koma enda eru andófsraddirnar orðnar álíka hjáróma og þær raddir sem enn berjast gegn almennri notkun bílbelta. Þaö er tímabært að yfirvöld hugi að fordæmi Breta í þessu máli og leitist við að verða samstíga þeim í setningu reglna um beltanotkun í rútum. Það var hörmulegt slys sem vakti þessa umræðu í Bretlandi. Látum hið hörmulega slys helgarinnar verða til þess að vekja hana hér líka. S t j órnmálabankas t j órinn Þa& er mikiö lán fyrir íslenskij. þjóöina aö í forsvari ýmissa pen- ingastofnana eru miklir afburða- menn a& andlegum og líkamleg- um hæfileikum. Mest og stór- fenglegast þessara gáfumenna sit- ur og stjórnar Landsbanka íslands, og þó kollegar hans í bankanum séu að sönnu mikil- menni, ber stórmenni þetta af þeim sem gull af eiri. Sverrir Her- mannsson er enginn venjulegur bankastjóri, eins og sýnt hefur verið fram á í greinaflokki í Morg- unblaðinu fyrir nokkrum misser- um. Þar var sannað að Sverrir er fjármálasnillingur auk annars, og studdi blaðamaður mál sitt með tilvitnunum í trúnaðarskjöl Landsbankans og Sambandsveíd- isins sáluga og ýmis trúnaöarsam- töl og fundi sem fóru fram innan bankans. Hinn augljósi val- kostur Og Sverrir Hermannsson er einn af þeim fáu stjórnendum í bankakerfinu sem voru gerðir að bankastjórum algerlega á fagleg- um forsendum, forsendum sem höfðu ekkert með pólitískar inn- anflokkslausnir í Sjálfstæðis- flokknum aö gera. Hanh var meira að segja svo augljós val- kostur í þetta starf, úr því aö hann gaf þjóðinni færi á sér á annað borð, aö ekki reyndist annað fært en verðlauna hann sérstaklega fyrir fórnfýsina. Því var auðvitað ekki nema sjálfsagt að skattborg- ararnir greiddu honum vel tvö- föld forsætisráöherralaun fyrir að gerast bankastjóri og að hann fengi auk þess full biðlaun sem þingmaður. Minna gat það nú ekki verið fyrir slíkan atgervis- mann. Sverrir er að sjálfsögðu æviráð- inn og hefur það öryggi gert hon- um kleift að miðla þjóðinni af GARRI einstökum hæfileikum sínum og skoðunum án þess að þurfa að óttast um stöðu sína eöa að hann og fjölskylda hans lendi í efna- hagslegum refsiaðgerbum þeirra hinna smærri manna, sem sitja við stjórnvölinn í ríkisstjórn á hverjum tíma. Þetta hefur skilaö þeim augljósa árangri ab Sverrir hefur stundaö afar virka pólitíska ráögjöf á opinberum vettvangi, aleinn íslenskra embættismanna. Ráðherraskelfirinn Þannig hefur Sverrir verib ófeiminn vib aö halda uppi mál- efnalegri og þroskaðri pólitískri gagnrýni á ýmsa lítt menntaða og menningarsnauða kjána í ráð- herrastólum fjölmargra ríkis- stjórna. T.d. á Ólaf Ragnar Gríms- son, þegar hann var fjármálaráð- herra, sem bankastjórinn kallaði jafnan „Ó. Grímsson" af sinni al- kunnu snilli. Þá naut þjóbin þess ab Sverrir hélt uppi virkri gagn- rýni á Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, sem lítið vit hafði á efnahagsmálum miðað við Sverri. Og núverandi við- skiptaráðherra virðist ætla ab fá svipaðar kveðjur frá þjóðbanka- stjóranum, sem hefur haft uppi gagnrýni á ráðherrann, nú síðast um helgina þegar hann neitaði að tjá sig um þá skoöun viöskipta- ráðherrans að losa bæri um ein- okun lífeyrissjóða á lífeyrissparn- aði á þeirri forsendu ab hann væri „ekki á sama umræðuplani og þessi Finnur". Það er alveg sérstakt fagnaöar- efni að þjóbin skuli búa viö lands- bankastjóra af slíku menntunar- og menningarstigi sem Sverrir Hermannsson er. Þaö er líka til- efni bjartsýni á þann lífskraft, sem í þjóðinni býr, að vita til þess að þessi maður skuli með fag- mannlegum vinnubrögðum, menntun, dugnaði og víðsýni hafa komiö sér í þá stöðu að geta tjáð sig um hvern ráðherrann á fætur öðrum án þess að þurfa aö hafa áhyggjur af pólitískri ábyrgð, af því að hann er jú bara embætt- ismaður. Sverrir Hermannsson hefur því skapað sér þann óvenju- lega sess sem embættismaður, að vera jafnframt stjórnmálamaður utan og ofan við stjórnmálakerf- ið, sem sýnir enn og aftur hvílíkt stórmenni er þarna á ferð. Sverrir er hinn íslenski stjórnmálabanka- stjóri. Sem stjórnmálabankastjóri er hann ekki kosinn eins og stjórnmálamennirnir sem sitja í rábherrastóli. Stjórnmálabanka- stjórinn er ósnertanlegur og ævi- ráöinn og þess vegna er hann líka langflottastur. Garri Ríkisrekin frjálshyggja Fréttastofa Stöðvar 2 býður upp á sérstæða skemmtidagskrá á föstu- dagskvöldum. Þá fá þeir Hannes Hólmsteinn og Mörður Árnason þriöja mann til viðræðna og talar hinn fyrrnefndi fyrir þá alla. Gub- mundur jaki var síðasta fórnar- lamb og setti sig í stellingar til aö rabba um launamisrétti og Kjara- dóm. Lektorinn tók orðið af Jak- anum þegar í upphafi og varði há- launastefnu kjörinna fulltrúa og háembættismanna í líf og blóð þar til Möröur tók af honum orö- ið og tilkynnti aö tíminn væri út- runninn. Andlitið á Jakanum varð eitt holdmikið spurningar- merki og stórfréttir úr veröld boltaleikjanna tóku vib. Ræðumaðurinn, sem hefur sitt lifibrauð hjá ríkisstofnun, til- kynnti Jakanum að umbjóöendur hans á vesældarlaununum ættu bara að gerast kapítalistar og stofna fyrirtæki og efnast. Svo eiga þeir bara að auka afrakstur at- vinnuveganna, svo að þeir geti borgað þeim hærra kaup. Vesælir eiga ab kæt- ast meö glöbum Liöiö, sem vinnur ekki einu sinni fyrir framfærslu sinni, á að glebjast yfir því ab einhverjir rísa upp úr mebalmennskunni og hafa þab betra. Það em stjórn- málamennirnir og embættis- mennirnir, og ef einhverjir skíta- launamenn eru svo illa innrættir og heimskir að kunna ekki ab kætast meö þeim, sem njóta Sal- ómonsúrskurða Kjaradóms og lagasetningar Alþingis um launa- uppbætur, eiga þeir hinir sömu ekkert ab skipta sér af því. Launafólkinu á almennum Guömundur j. Hannes. vinnumarkaði kemur ekkert viö hvaða kaup þeir, sem fá borgað úr opinberum sjóðum, hafa, það á aðeins að borga skattana sína og auka arösemi atvinnuveganna og snúa sér ab fyrirtækjarekstri. Undir þessum ríkisrekna frjáls- hyggjuboðskap sat Jakinn og varð einna líkastur fiski á reiðhjóli, þegar hann reyndi að anda ein- hverjum andmælum út úr sér. Engum spurningum varð við Á víbavangi komið, eins og þeirri hvort það samrýmdist hugmyndafræði frjálshyggjunnar að þeir, sem taka sín góbu lífskjör á þurru frá skatt- greiðendum, þurfi ekkert að hugsa um verömætasköpun eba hvort framlag þeirra er yfirleitt nokkurs virði. Geta frjálshyggjumenn leyft sér að hugsa og tala eins og sovéskir sósíalistar? Islenska nómenklatúr- an og hugmyndafræðingar henn- ar eiga sér flottar fyrirmyndir. Lítill draumur og stór Argentínska skáldið Jorge Luis Borges sagði það dæmi um niður- lægingu þjóðar sinnar, að allt framtak væri dautt og aö allir kepptust við að komast á jötu hins opinbera. „Lítill draumur það," bætti skáldið við. Á íslandi er það stóri draumur- inn að komast á opinbera jötu. Það er líka vel þess viröi. Þeir, sem bjóða sig fram til þjónustu viö fólkið í landinu eba starfa viö að halda samfélaginu gangandi, eru bornir saman við forstjóra örfárra stærstu og best reknu fyrirtækja landsins og launakjörin ákvörðuð samkvæmt því. Hér er því glæsilega ríkisrekin frjálshyggja, þar sem það að vera kjörinn eða ráðinn til að fara með opinber málefni jafngildir því að reka stór og öflug atvinnufyrir- tæki á svokölluðum frjálsum vinnumarkaði. Helsti munurinn er sá að for- stjórar og framkvæmdastjórar at- hafnalífsins bera ábyrgð, þótt ekki sé nema gagnvart hluthöf- um, en þeir sem hreppa opinbera herfangib syara engum til saka. Og þegar kaupið þeirra hækkar, auka þeir aðeins álögumar og allt smellur eins og flís við rass. Hannes Hólmsteinn lýsir vel- þóknun á góðu kaupi þeirra sem eru reknir af hinu opinbera. Eng- ar kröfur eru geröar til að þeir sýni verðmætasköpun til að auka lífs- gæði sín. Hins vegar á vesældarlýður Jak- ans aðeins eina leið til að bæta kjör sín: Segja upp vinnunni, ger- ast kapítalistar, stofna arðsöm fyr- irtæki, auka verbmætasköpunina og þá mun auburinn og lífsgæbin ekki láta á sér standa. „Er þetta búib?" spurbi Jakinn, þegar Mörður stöövaði ríkisrekna frjálshyggjuboöskapinn, og gleymdi að taka í nefiö. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.