Tíminn - 24.10.1995, Page 9

Tíminn - 24.10.1995, Page 9
Þri&judagur 24. október 1995 9 PjETUR SIGl'RÐSSON Spánski dómarinn Antonio Lopez Nieto, sem dœmdi leik Dynamo Kiev og Panathinaikos, sem haföi þá eftirmála aö Kiev var rekiö úr Evrópukeppninni vegna mútumáls, segir sögu sína: Boðnar 2 milljónir króna fyrir sigur Dynamo Kiev Ottaöist um líf sitt og félaga sinna Úkraínska libib Dynamo Kiev var fyrir nokkru rekib úr meistaradeild Evrópukeppn- innar í knattspyrnu, eftir a& Knattspyrnusamband Evrópu taldi þab sannab ab forrába- menn libsins höfbu reynt ab múta spönskum dómurum leiksins. Leikurinn umræddi var gegn Panathinaikos frá Grikklandi og fór fram á heimavelli fyrrnefnda libsins í Kiev. Dómarinn var Antonio Lopez Nieto, ásamt línuvörb- um tveimur og fjórba dómara. í vibtali vib tímaritib World Soccer rekur dómarinn sögu sína og hvernig hann óttabist um líf sitt og félaga sinna, eftir samskipti vib menn sem hann lætur ab liggja ab séu meblim- ir mafíunnar þar í landi. Engin tollskoðun Antonio Lopez Nieto segir ab þab hafi strax vakib undrun sína og línuvarba sinna, ab viö kom- una til Kiev hafi þeir ekki þurft ab fara í gegnum vegabréfa- og tollskoöun. Á móti þeim hafi tekiö Vasili Babishuk, varaforseti Dynamo Kiev, ásamt abstoöar- manni sínum og þeir hafi séö fyrir þessu. Engu aö síbur hafi þetta ekki í raun þýtt aö eitt- hvaö óeölilegt myndi gerast. Lopez Nieto segir aö hann ásamt félögum sínum hafi viljaö fara beint á hóteliö, eftir erfiba ferö, en samkvæmt venju komu þeir til Kiev daginn fyrir leikdag. Babishuk þessi haföi hins vegar gert abrar ráöstafanir, því um leiö og inn í bifreiö hans var komiö spuröi hann hvort dóm- ararnir fjórir vildu ekki heim- sækja heilsuklúbb, fara í gufu- bab og fleira. Þeir afþökkuöu kurteislega. Samt sem áöur fór Babishuk meö þá í minjagripa- verslun. Lopez Nieto segir þá ekki hafa séö neitt sérstakt, tekið til nokkra penna og póstkort, en hins vegar þegar kom að því að borga hafi þeim verið tilkynnt ab þetta færi á reikning Dynamo Kiev. „Viö tókum viö þessu sam- Handbolti Úrslit UMFA-Grótta .............26-24 Valur-KR.................30-23 Víkingur-ÍBV............18-21 Selfoss-FH...............24-34 ÍR-KA ..................23-28 Haukar-Stjarnan.........27-25 Staban KA 5 5 0 0 152-130 10 FH 5 3 1 1 143-119 7 Valur 5 3 1 1 116-106 7 Haukar 5 3 1 1 117-114 7 Stjarnan .... 5 3 0 2 127-121 6 ÍR 5 2 1 2 103-110 5 Grótta 5 2 0 3 113-114 4 ÍBV ,...5 2 0 3 110-111 4 Selfoss 5 2 0 3 126-131 4 UMFA 5 2 0 3 124-124 4 Víkingur 5 1 0 4 110-115 2 KR .... 5 0 0 5 115-153 0 kvæmt þeirri venju aö taka megi viö gjöfum s.s. merkjum, penn- um og ýmsu smávægilegu frá fé- lögunum," segir Lopez Nieto. Þegar komið var aftur í bílinn segir hann þá ósk þeirra félaga enn hafa verið heitasta aö kom- ast heim á hótel, en þaö varö heldur ekki raunin nú, því nú var þeim ekið aö íbúðablokk í úthverfi Kiev, þar sem þeir voru leiddir upp á 9. hæö hússins, inn í íbúð þar sem í var mikið úrval Ioðfelda. Lobfeldir skoðaðir „Líkar ykkur þeir?" segir Lopez Nieto að Babishuk hafi sagt, en dómarinn hafi þá spurt hvað þeir þyrftu að borga fyrir þá, en ekkert svar hafi kornib við þeirri spurningu. í framhaldinu hafi dómarinn ásamt línuvörbum sínum farib aftur til bifreiðar sinnar og þeim var loks ekið til hóteisins. Þegar þarna var komið segir Lopez Nieto að hann hafi enn verið grunlaus og því orbið mjög ánægður þegar hann komst að því að honum var úthlutað lúx- usíbúð, á meðan línverbirnir og fjórði dómari hafi verið í venju-' legum hótelherbergjum. Hann hafi síðan farið í sturtu, en á meðan hafi verið bankab á hurðina. Hann hafi farið til dyra; enginn var fyrir utan, en á gólfinu stóð hins vegar stór inn- kaupapoki. Hann leit í pokann og vom þar komnir tveir minka- loðfeldir, sem hann hafði séð áður um daginn. Lopez Nieto reyndi nú að ná í eftirlitsmenn UEFA, sem vom tveir vegna um- fangs leiksins, en það tókst ekki. Hann sagði félögum sínum hvað gerst hefði og beiö með þeim eftir ab fulltrúar Kiev-liðsins kæmu til ab fara með þá til kvöldverðar. Bobib aftur í heilsu- klúbb í þetta skiptið var það maður ab nafni Surkis, bróðir forseta fé- lagsins, sem sótti þá félaga til að fara með þá til kvöldverðar, en hann átti ab vera á veitingastað 15 km utan Kiev-borgar, þar sem eigandi staðarins væri stuðn- ingsmaöur félagsins. Á leiðinni vom þeir afmr spurbir hvort þeir vildu ekki fara í gufubab, sem þeir þáðu, þar sem þeir voru orðnir dálítið smeykir. Heilsu- klúbburinn hinsvegar reyndist með dálitlu öðm sniði en Spán- verjarnir höfbu gert sér grein fyrir og neitubu þeir að fara inn. Afram var haldið til kvöldverðar, en nú var klukkan orðin svo margt að búið var að loka eld- húsinu og því aðeins hægt að fá braub með smjöri. Eftir matinn fóm línuverðirnir og fjórði dóm- ari í ballskák, en Surkis tók Lop- ez Nieto afsíðis og rétti honum orðalaust miba sem á var ritað: „Antonio. Win for Kiev, $30.000 for you". (Antonio. Sigri Kiev, færðu 30.000 dollara, eða um 2 milljónir íslenskra króna.) Myndir teknar af lobfeldunum Lopez Nieto segir að ekkert slíkt hafi komið fyrir sig áður og fór hann strax til félaga sinna og heimtaði aö verða keyrður heim á hótel, þar sem hann fann eftir- litsmenn UEFA og sagði þeim sögu sína, auk þess sem myndir voru teknar af loðfeldunum. Á þessum tímapunkti voru fulltrúar Kiev búnir ab gera sér grein fyrir því að þeir höfðu mis- reiknað dómara leiksins og reyndu að breiða yfir gjörðir sín- ar. Tóku þeir lobfeldina til baka og afsökuðu mistök sín. Lopez Nieto segir sig og félaga sína hafa hins vegar orðið hrædda, því það væri í raun aldrei að vita til hvaða bragða Úkraínumenn- irnir myndu taka og þeir óttuð- ust svo sannarlega um líf sitt. Nóttinni fyrir leikinn eyddu þeir í lúxusíbúð Lopez Nieto og skiptust þeir á að vaka. Daginn eftir hringdi dómarinn í fram- kvæmdastjóra UEFA, Gerd Aign- er, og sagði sögu sína. Aigner sagði um þrjá kosti að velja: (1) að hann dæmdi leikinn, (2) fenginn yrði nýr dómari, (3) leiknum yrði aflýst. Þab fór svo að Lopez Nieto dæmdi leikinn, sem endaði með 1-0 sigri Kiev. Kiev úr leik Skaðinn var hins vegar skeður og spánski dómarinn kærbi for- ráðamenn úkraínska liðsins. En fyrir dómstóli UEFA sögöu þeir Babishuk og Surkis að dómarinn væri einungis að reyna að breiða yfir mistök sín. Hann hefði vilj- Evrópuboltinn Danmörk Álborg-Ikast...............3-0 Bröndby-Vejle .............4-0 Næstved-Lyngby.............1-4 Odense-Herfölge ...........0-2 Silkeborg-Árhus............0-3 Viborg-FC Kaupmannahöfn .2-2 Staban Árhus......15 10 4 1 30-9 34 Lyngby ....15 8 4 3 31-14 28 Bröndby ...15 83432-22 27 Odense ....15 8 3 4 23-14 27 Álborg..... 15 8 25 32-15 26 FC Kaupmh. .15 7 4 4 27-19 25 Noregur Bodö/Glimt-Viking.........6-2 Kongsvinger-Rosenborg.....1-1 Molde-Brann...............4-2 Start-Lilleström .........2-1 Strindheim-Hoedd .........1-5 Tromsö-Ham-Kam ...........4-1 VIF Fotball-Stabekk.......2-2 Staban Rosenborg ..26 19 5 2 78-29 62 Molde......26 14 5 7 60-47 47 Bodö/Glimt 26 12 7 7 65-43 43 Lilleström ...26 11 8 7 50-36 41 Viking.....26 12 4 10 55-42 40 VIF Fotball ..26 11 5 10 53-42 38 að fá minnkapelsana, en ekki haft efni á þeim, pelsum fyrir 30 þúsund dollara. UEFA trúði hins vegar spönsku dómurunum og vísaði Kiev úr meistaradeildinni í knattspyrnu nú, auk tveggja næstu skipta sem liðið næði að tryggja sér þátttöku í Evrópu- keppninni. Að auki voru þeir Ba- bishuk og Surkis settir í bann. Það eru ýmsar spurningar sem vakna. Hvaða ástæður höfðu forráðamenn Dynamo-liðsins til að reyna að múta dómurunum til að knýja fram sigur í leikn- um, þar sem fyrirfram var það ljóst að liðið yrbi sterkari abilinn í leiknum, á heimavelli sínum? Hvab ætti spænskur dómari að gera meb þab að knýja út úr Úkraínumönnum loðfeldi, mið- að við það hitastig sem er við- varandi á Spáni? Viðbrögb Spán- - verjanna og samstarf þeirra við eftirlitsmenn UEFA og fram- kvæmdastjóra sambandsins gefa til kynna að þeir hafa hreinan skjöld. Þá er það einnig spurn- ing, hversu oft lið eins og Dyn- amo Kiev hafa reynt ab múta dómurum áður og það ekki komist upp. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að það hafi ekki kom- ið fram, þá muni Knattspyrnu- samband Evrópu fara ofan í saumana á þessum málum í framtíðinni. Þátttaka Dynamo Kiev verður ekki lengri í Evrópukeppninni í ár, en sæti liðsins tók lið Ála- borgar frá Danmörku. Þýtt og endursagt úr World Soccer VINNIN LAUGA (j)( (z GSTÖLUR RDAGINN 21.10.1995 í)(37) (23) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 sf 5 0 4.203.353 O 4 af 5 r' Plús ^ agí~ 731.010 3. 4 3(5 94 7.690 4. 3 al 5 2.686 620 Heíldarvinningsupphæö: 7.322.543 JH BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.