Tíminn - 25.10.1995, Qupperneq 4
4
Mi&vikudagur 25. október 1995
^WfWSII
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Erlendar fjárfest-
ingar í íslensku
Uppbygging í atvinnulífi iðnvæddra ríkja byggist í
ríkum mæli á frjálsu flæði fjármagns milli ríkja og
fjárfestingum fyrirtækja án tillits til landamæra.
íslendingar hafa opnað sitt hagkerfi fyrir erlend-
um fjárfestingum, ef fjárfestingar í útgerð og fisk-
vinnslu eru undanskildar.
Þessi opnun hefur enn ekki orðið til þess að er-
lendar fjárfestingar hafi aukist hér á landi. Þær
hafa til þessa verið mestmegnis í orkufrekum iðn-
aði, þótt langt sé nú um liðið síðan síðustu stór-
framkvæmdir á því sviði fóru fram hérlendis.
Margt bendir nú til að áhugi erlendra fjárfesta í
áliðnaði séu að aukast á ný. Hækkandi verð á áli á
alþjóðamörkuðum í kjölfar mikilla sviptinga á
þeim mörkuðum virðist hafa orðið til þess að
áhugi er á því í áliðnaðinum að færa út kvíarnar.
Það vekur ávallt athygli hérlendis, þegar erlend
stórfyrirtæki senda hingað menn til þess að skoða
aðstæður og ræða við íslensk stjórnvöld. Hitt er
staðreynd að leiðin frá frumathugun til samninga
er bæði löng og ströng.
Viðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið um
stækkun álversins í Straumsvík og virðist áhugi
fyrirtækisins Alusuisse-Lonza vera raunverulegur í
þessu efni. Iðnaðarráðherra hefur skýrt frá því að
viðræðunefnd aðila hafi lagt til við stjórn fyrirtæk-
isins að álverið yrði stækkað, enda hefði samist
um öll veigamestu atriðin í þessu efni og undir-
búningur starfsleyfis væri á lokastigi.
Það liggur ljóst fyrir að stjórn fyrirtækisins hefur
ekki tekið ákvörðun í málinu og það tók iðnaðar-
ráðherra skýrt fram í viðtali við fjölmiðla. í þessu
ljósi er það fjaðrafok, sem orðið hefur um málið,
dálítið einkennilegt. Fullyrðingar um að viðtalið
við iðnaðarráðherra hefði haft áhrif á heimsmark-
aðsverð á áli til lækkunar eru einkennilegar í ljósi
ummæla hans.
Allur þessi málatilbúnaður sýnir að samningar á
þessu sviði eru flóknir og viðkvæmir, enda mikið
fjármagn í húfi og hér er um stórar ákvarðanir að
ræða.
Við íslendingar þurfum á því að halda að skjóta
fleiri stoðum undir atvinnulífið í landinu, og eru
samningaviðræður um aukningu orkufreks iðnað-
ar hér á landi þáttur í því. Slík uppbygging verður
að haldast í hendur við markmið okkar í umhverf-
ismálum og uppbyggingu annarra atvinnugreina
svo sem ferðaþjónustu. Það er þó fullvíst að ef vel
er á haldið eru öll efni til þess að selja verulega
orku hér frá vatnsvirkjunum áður en þessum
markmiðum er stefnt í hættu. Hitt er jafnljóst að
vanda þarf vel til þeirrar ákvarðanatöku.
Áhugi erlendra aðila á fjárfestingu hérlendis
ætti að vera jákvæður fyrir okkur íslendinga og
gera samningsstöðu okkar betri heldur en ella.
Samkeppnisfært orkuverð, stöðugt stjórnarfar og
stöðugleiki í efnahagsmálum ætti að vinna með
okkur á þessu sviði. Samningaleiðirnar eru hins
vegar langar og strangar.
Ingibjörg stuöar Landsvirkjun
Sagt er aö Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir sé í sigurför um borgina, en
á hverjum hverfafundinum á fæt-
ur öbrum slær hún í gegn jafnt
hjá R-lista fólki og íhaldsmönn-
um.
Síðastliöið mánudagskvöld var
engin undantekning, en þá var
hún í Réttarholtsskóla. Me&al
þess, sem borgarstjóri fólksins
upplýsti, var a& hún heföi hug á
aö selja hlut borgarinnar í Lands-
virkjun og losa um þá milljaröa
sem borgin á í þeirri stofnun.
Borgarstjórinn bætti því raunar
viö meö raunsæistón í röddinni
aö því miöur væri ríkiö eini hugs-
anlegi kaupandinn, og ríkiö væri
blankt og ekki líklegt til að borga
fyrir góssiö þaö verð sem eölilegt
væri. Engu aö síður metur borgar-
stjórinn það svo að rétt sé að
marka þessa stefnu með opinber-
um hætti; að það beri aö reyna aö
selja ríkinu hlut borgarinnar í
Landsvirkjun.
í útvarpsfréttum í hádeginu í
gær var borgarstjóri spurður um
þetta mál frekar og þar kom í ljós
að Ingibjörg Sólrún telur borgina
afskipta í stefnumörkun og stjórn
Landsvirkjunar og ekki hafa þar
nægjanleg áhrif.
Þessi stefnumörkun Ingibjargar
hefur leitt til umfangsmikilla
vangaveltna um hvort eitthvað
hafi slest upp á vinskapinn hjá,
þeim sálusystrum Ingibjörgu Sól-
rúnu og Helgu Jónsdóttur borgar-
ritara. Mátti greina þaö á tóni
fréttar Ríkisútvarpsins í gær, að
þar á bæ töldu menn sig hafa
komist í feitan ágreining borgar-
stjórans og borgarritarans. Helga
er sem kunnugt er formaður
stjórnar Landsvirkjunar, auk þess
að vera borgarritari. Því er
kannski eðlilegt að fólk telji
stefnumörkun borgarstjórans
nokkra sneið til Helgu.
GARRI
Enn ein leikfléttan
Hið rétta í málinu er hins vegar
að hér er á ferðinni enn ein leik-
fléttan hjá borgarstjóranum, sem
er orðinn stórmeistari í hinni
pólitísku refskák. Þetta er nefni-
lega ekki í fyrsta sinn sem borgar-
stjóri hótar að selja hlut borgar-
innar í Landsvirkjun. Þetta gerði
hún líka áður en Helga varð for-
maður stjórnar fyrirtækisins og
hún uppskar fyrir þann snjalla
leik aö borgarritari varð næsti
stjórnarformaður.
Eftirspurn eftir
rafmagni
Eftir að Finnur Ingólfsson er
búinn að laða hingað á bilinu 4-
8 stóriðjuver (fjöldinn fer eins
og menn vita eftir því hvar og
hvenær hann talaði síðast opin-
berlega), er ljóst að mikil aukn-
ing verður á eftirspurninni eftir
rafmagni. Landsvirkjun, sem
hefur yfirumsjón með virkjun-
um og raforkuframleiðslunni, er
því á ný að verða að einni mik-
ilvægustu stofnun landsins,
sem brýnt er fyrir borgarstjóra
með metnað að geta stjórnað og
ráðskast með. Þetta er ekki síst
mikilvægt í ljósi þess aö Reykja-
víkurborg sjálf hefur yfir að ráöa
möguleika á mikilli gufuafls-
virkjun á Nesjavöllum, sem
hægt væri ab láta mala gull ef
rétt er á málunum haldið.
Þess vegna grípur borgarstjór-
inn aftur til bragðsins um ab
hún vilji selja hlut borgarinnar í
Landsvirkjun, vegna þess aö
borgin njóti eignaraðildar sinn-
ar í svo óverulegum mæli. Með
þessu skapar hún sér stöðu
gagnvart fyrirtækinu, sem leiðir
til þess að ekki er annað hægt
en aö taka aukið tillit til borgar-
innar, eins og t.d. við samninga
milli Landsvirkjunar og Nesja-
valla.
Þetta heitir aö eiga borgar-
stjóra sem gætir hagsmuna
borgarbúa í hvívetna. Og þó svo
að gestirnir á hverfafundum átti
sig ekki á því í hverju fléttur
leiðtogans felast, þá skynjar al-
þýöan að þar fer þeirra kona.
Garri
Hinir síbustu o§ verbugustu
^Skfallsaltlai i
1995
Tapaðir vinpudagar vegn. v.rtd.11.
Það er skrýtið að svo afburða-
glöggir menn og þeir sem stýra af-
komu fyrirtækja og kjörum laun-
þega úr Garðastrætinu skuli ekki
átta sig á svo einfaldri staðreynd,
að verkföll borga sig, og þau
margborga sig. Þeir sem semja án
verkfalla eru fífl sem eiga ekki
annab skilið en bág kjör. Þau
launþegasamtök sem láta ginna
sig til aö semja upp á einhverja
þjóðarsáttardellu og vaxtalækk-
unarþvælu, svo ekki sé talað um
ab taka tillit til bolmagns at-
vinnuveganna, dæma sjálf sig til
ævarandi vistar í öskustónni.
Harmagrátur úr Garöastræti
endurómar í fjölmiðlum þessa
daganna. í fréttabréfi Vinnuveit-
endasambandsins er verkfallsald-
an 1995 tíunduö og er tapib af
verkföllum gífurlegt að taliö er í
málgagninu og spáð er dökku út-
liti og minnst á kröfuhörku og ó-
bilgirni.
Það er aðstobarframkvæmda-
stjóri VÍ sem er skrifaður fyrir
svartagallsrausinu.
Gefib undir fótinn
Nú kann allt þetta rétt að vera.
En það gleymist aðeins ab at-
vinnurekendur eru reiðubúnir ab
borga verkfallsglööum samtökum
hærra kaup og bjóða þeim betri
kjör á fleiri vegu en þeim sem
semja án verkfalla.
Það eru atvinnurekendurnir
sjálfir sem gefa verkföllum undir
fótinn. Þeir sviku þá aumu samn-
inga sem gerðir voru í febrúar.
Prósentur fyrir þá lægstlaunuöu
og föst krónutala fyrir hitt skíta-
launafólkiö. Við þessu gleypti
fjöldi félaga og trúði vinnuveit-
endum og stjórnvöldum eins og
venjulega.
Svo komu verkfallshóparnir,
galvaskir og vel skipulagðir og var
þá komið að atvinnurekendum
og opinberum launadeildum að
bregða sér í hlutverk aumingjana.
Öll loforð sem þeim hófsömu
voru gefin til að fallast á afarkosti
voru svikin. Samið var viö hvern
verkfallshópinn af öbrum af at-
vinnurekendum og fjármálaráðu-
neyti og jafnlaunaræflarnir sem
búið var að tjóðra til tveggja ára
horföu með forundran á hvers
verkfallsvopnið er megnugt.
Vel má vera aðverkföll borgi sig
ekki fyrir einhverja, en þau borga
Á víöavangi
sig prýðilega fyrir þá sem ætla sér
í alvöru að ná kjarabótum sér til
handa.
Forsetinn, biskupinn
og kirkjumálaráð-
herrann
Ab sama skapi ættu tornæmir
meöallaunahópar aö fara að átta
sig á að þeir hafa aldrei annað en
skít og skömm upp úr því að láta
atvinnurekendur og opinberar
launanefndir plata sig til ab semja
á undan öllum öbrum til langs
tíma.
Islenskir kjarasamningar eru
gerbir í sannlaistnum anda. Þeir
fyrstu veröa síöastir og þeir síb-
ustu fyrstir. Þab er þess vegna sem
forsetinn, biskupinn og kirkju-
málaráðherrann fá mestu kaup-
hækkunirnar þegar velferðarþjóð-
félagiö er að úthluta lífsins gæð-
um.
Þrenningin er ekki síbust vegna
þess aö hún hafi lakara kaup en
aðrir eða sé aftarlega í metorða-
stiganum. Hún er síöust vegna
þess ab hún fær kauphækkanir á
eftir öðrum.
Að guöfræbilegum útskýring-
um slepptum er gangurinn í
samningaferlinu einfaldur. Þeir
sem semja fyrst fá minnst og eins
þeir sem semja næst á eftir. Þeir fá
jafnvel enn minna. Svo koma þeir
sem hafa kjark til aö fara í verk-
föll. Þeir fá miklu meira en armin-
gjarnir sem þjóöarsáttinni er log-
ið upp á.
Og svo koma þeir síðustu sem
fá mestu hækkanirnar vegna þess
að verkfallsliðib er nú allt í einu
orðin viðmiðunin sem réttlætir
ab forsetinn, biskupinn og kirku-
málaráöherrann fái bestu kjörin.
í Garöastrætinu hafa menn
engar áhyggjur af því biblíulega
réttlæti sem þeir sjálfir og opin-
berar launanefndir og Kjaradóm-
ur útdeila meðal veröugra. En þar
um slóðir er sagt að útlitið sé
dökkt vegna þess ab kröfuharka
og óbilgirni sé tekin vib af hóf-
seminni. Og kröfuharkan er ekki
hjá forsetanum, biskupnum og
kirkjumálarábherranum. Hún er
meðal þeirra fyrstu sem alltaf er
ætlað að verba síbastir. OÓ