Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 9
Wmiuu 9 Mibvikudagur 25. október 1995 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Clinton og Jeltsín segja fund sinn árangursríkan: Sammála um fátt annað en að vfa ekki öldumar New York — Reuter Boris Jeltsín og Bill Clinton tókst ekki að komast ab samkomulagi um að Rússar tækju þátt í friðar- gæslustarfi SÞ í Bosníu og á fundin- um minntust þeir varla á áætlanir um að stækka Nató til austurs. „Af- staða Rússa er enn sú — það verða menn að gera sér ljóst— aðjeltsín forseta finnst að rússneskir her- menn eigi ekki að vera undir stjórn Nató," sagði starfsmaður Banda- ríkjastjórnar að fundinum lokn- um. Svo virðist sem forsetarnir hafi komiö sér saman um að láta tvö helstu ágreiningsmálin eiga sig í bili, bæði til þess að koma í veg fyr- ir að samskipti ríkjanna versni meir og til að gera Jeltsín ekki erf- iðara fyrir í baráttu sinni gegn þjóðernissinnum heima fyrir, en þeir kvarta undan því að utanríkis- stefna Rússlands hafi einkennst um of af undanlátssemi. „Þetta líkist samkomulagi tveggja forseta sem eiga kosningar í vændum," sagbi heimildarmaður sem er í nánum tengslum við rúss- nesku sendinefndina. Kjörtímabil þeirra beggja rennur út á næsta ári og frekari spenna í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna kæmi Clinton og jeltsín gerbu aö gamni sínu ab fundi ioknum. „Þib vorub aö skrifa aö fundurinn í dag meb Clinton forseta myndi verba hrein hörmung," sagbi Jeltsín vib blabamenn. „lœja, nú get ég í fyrsta sinn sagt ykkur ab þib erub hrein hörmung," bœtti hann svo vib, og þá fékk Clinton hláturskast. Reuter þeim að öllum líkindum báðum illa. „Aðalmarkmið leiðtogafund- anna þessa dagana er einfaldlega að koma í veg fyrir að sambandið versni," sagði Alexander Golts, stjórnmálaskýrandi á Krasnaja Zvezda, sem er fréttablaö rússneska varnarmálaráðuneytisins. Og stjórnarerindreki frá Vesturlönd- um bætti því við að „báöir forset- arnir vilja ná árangri og þeir vilja fara heim meb góðar fréttir af þess- um fundi. Þeir hafa ekki efni á að láta hann mistakast." Eftir fundinn drógu báðir forset- arnir upp fagra mynd af samskipt- um ríkjanna. En til þess að geta lokið fundinum á þessum góðu nótum þurfti Clinton að láta sí- endurteknar árásir Jeltsíns á Nató undanfariö sem vind um eyrun þjóta. Síðast í ræðu sinni á þingi Sameinuöu þjóðanna á sunnudag- inn sagöi Jeltsín að Rússar myndu ekki taka þátt í friðargæslustarfinu í Bosníu nema þaö veröi í beinu umboði frá Öryggisráði SÞ. Ritt Bjerregaard veldur róti í Danmörku meb nýrri bók um starfiö í framkvæmdastjórn ESB: Segist draga fram mannlegu hlibamar Kaupmannahöfn — Reuter Danskir stjórnmálamenn gagn- rýndu í gær harðlega Ritt Bjerr- egaard, sem er framkvæmda- stjóri umhverfismála í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, vegna ýmissa ummæla um evrópska stjórn- málamenn sem hún birtir í bók sinni „Dagbók framkvæmda- stjórans", en úrdrættir úr henni birtust á mánudaginn í dönsk- um dagblööum. Bókin fjallar um fyrstu mán- uði hennar í embætti sínu í framkvæmdastjórninni og þar er hún ekkert að fegra hlutina þegar hún gefur stórlöxum á borb við Jacques Chirac og Helmut Kohl einkunnir. „A heildina litið baub Chirac af sér mjög slæman þokka," segir hún í bókinni „Ég býst ekki við að hann eigi eftir að þroskast í embætti sínu." Og um Helmut Kohl segir hún: „Ég varð alls ekki hrifin af manninum. Hann sýndi mér enga athygli. Ég held ab hann hafi ekki einu sinni tekiö eftir því við hvern hann var ab tala." Einnig var hún ómyrk í máli um Felipe Gonza- les, forsætisrábherra Spánar, þýska stjórnmálamanninn Martin Bangeman sem einnig á sæti í framkvæmdastjórninni, Michel Barnier Evrópumálaráð- herra Frakklands, og marga af helstu stjórnmálamönnum Danmerkur. Felipe Gonzales virtist henni „enn vera spennandi maður, en það var engin orka eftir í hon- um né neinn pólitískur vilja- styrkur. Spánn var u.þ.b. að taka við forsæti ESB á þeim tíma en Gonzales virtist ekki hafa áhuga á að nota það til neins," stendur í bókinni. Auk þess segir hún sambandið milli Chiracs og Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar- innar, vera slæmt, og „það er aðallega vegna þess ab Chirac leibir Santer gjörsamlega hjá sér og framkoma hans í garð Sant- ers er kæruleysisleg og yfir- borðskennd." Jafnt ráðherrar sem stjórnar- andstæðingar í Danmörku voru á einu máli um ab Bjerregaard hefði gengið of langt í skrifum sínum. „Nú eigum við á hættu að með bók sinni eyðileggi Ritt Bjerregaard bæði möguleika sína og Danmerkur til að hafa áhrif á umhverfismálastefnu ESB. Það er dýrt spaug," sagði Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Dana. „Ég held að ég sé ekkert ósanngjörn og sé ekki að af- hjúpa neinn. Eg skrifaði þetta til þess að gefa svolítið mannlegri mynd af framkvæmdastjórn- inni," sagði Bjerregaard í viðtali við Politiken. ■ Stofnlánadeild land- búnabarins Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur eftirfarandi eignir til sölu: Vesturberg 6, Reykjavík fbúb, 4.h. t.h., 4 herbergja Sláturhús/frystihús, Saurbæjarhreppi, Dal. Saubfjársláturhús & frystihús Dýrholt, Svarfabardalshreppi, Ey. Lobdýraskálar Þverá, Svarfabardalshreppi, Ey. jörb Skógahlíb, Reykjahreppi, S-Þing. |örb Norbur Skálanes I, Vopnafjarbarhreppi, N-Múl. Lobdýraskálar Lindarhóll, Tunguhreppi, N-Múl. |örb Réttarholt, Gnúpverjahreppi, Árn. Lobdýrajörb Alifuglasláturhús Árnesi, Gnúpverjahreppi, Árn. Kjúklingasláturhús, ' án búnabar Árgil, Biskupstungnahreppi, Árn. íbúbarhús Stærri Bær II, Gnmsneshreppi, Árn. íbúbarhús & lobdýraskálar Upplýsingar um eignirnar gefa Þorfinnur Björnsson og Gunnar M. Jónasson, sími 525 6430, fax 525 6439 Stofnlánadeild landbúnaðarins Laugavegi 120,105 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Félag framsóknarkvenna í Arnessýslu Abalfundur félagsins veröur haldinn mánudaginn 30. október kl. 20.30 ab Eyrar- vegi 15, Selfossi. Venjuleg abalfundarstörf. Kosning 'tjórnar. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Önnur mál. Stjórnin Aöalfundur Mibstjórnar Abalfundur Mibstjórnar Framsóknarflokksins verbur haldinn dagana 24. nóvember nk. Fundurinn hefst föstudaginn 24. nóvember kl. 20.00. Dagskrá auglýst síbar. Framsóknarfíokkurinn. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Austur- Húnavatnssýslu verbur haldinn á Hótel Blönduósi laugardaginn 28. október kl. 16.00. Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Gubmundsson mæta. Einnig Gubjón Ólafur Jónsson, formabur SUF. Allir velkomnir. Ungt fólk er sérstaklega hvatt til ab mæta. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Reykjanesi Verbur haldib í félagsheimili Seltjarnarness 11. nóvember nk. og hefst kl. 9.00. Dagskrá auglýst síbar. Stjórn KFR Framsóknarfélag Kópavogs Aöalfundur verður haldinn mánudaginn 30. október kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur FUF-félaga í Strandasýslu Abalfundur FUF-Strandasýslu verbur haldinn mibvikud. 25. október nk. kl. 20.30 í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ Sérfræðingur í al- þjóðadeild umhverfis- ráðuneytisins Laus er til umsóknar staða sérfræðings í alþjóðadeild um- hverfisráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. desember nk. til 31. desember 1997. Störf sérfræöings eru m.a. fólgin í vinnu tengdri fram- kvæmd EES- samningsins, samstarfi Norðurlanda og við- fangsefnum tengdum starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi. Gott vald á ís- lensku, ensku og einu Norðurlandamáli er nauðsyn. Þekk- ing eða reynsla af alþjóðlegu samstarfi er æskileg. Umsókn ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist ráðuneytinu eigi síðar en 3. nóvember nk. Frekari upplýsingar um starfið fást í ráðuneytinu. Umhverfisrábuneytið, 20. október 1995 Bróbir okkar Óskar Gublaugur Indriðason frá Ásatúni Hrunamannahreppi, er lést 19. október sfibastliöinn, verbur jar&sunginn frá Hrunakirkju 28. október kl. 15.00. Sætaferb verburfrá BSÍ kl. 12.30. V. Laufey Indribadóttir Gubný Indribadóttir Gubmundur Indribason ✓

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.