Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 16
Miövikudagur 25. október 1995 Vebrlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: NA stinningskaldi oq minnkandi úrkoma. N og NV átt síbdegis, sums stabar allhvóss. Hiti 2-5 stig. • Faxaflói: NA átt, allhvöss eba hvöss á annesjum en stinningskaldi í innsveitum. Smáél. Hiti 1 -3 stig. • Breibafjörbur: N stomriur eba rok. Snjókoma eba slydda. Hiti 0-3 stig. • Vestfirbir: N stormur eba rok, ofsavebur á stöku stab. Snjókoma eba slydda. Hiti 0-3 stig. • Strandir og Norburland vestra: N hvassvibri eba stormur og snjó- koma eba slydaa. Hiti 1-3 stig. • Norburland eystra; Norblæg átt, allhvasst eba hvasst vestantil en mun hægari austantil. El. Hiti 0-4 stig. • Austurland ab Clettinqi og Austfirbir: NA kaldi eba stinningskaldi meb skúrum. Gengur í Nv stinningskalda meb slydduéljum, einkum norban til þegar líba tekur á daginn. Hiti 1 -5 stig. Slysalaus áœtlunarakstur hjá Noröurleiö í a.m.k. 36 ár. Framkvœmdastjóri fyrirtœkisins: Ekki minna bók- að eftir slysið Þorsteinn Kolbeins, fram- kvæmdastjóri Norðurleiöar, sagbi í samtali vib Tímann í gær ab rútuslysib í Hrútafiröi á sunnudagskvöld væri fyrsta óhappiö þar sem slys heföu oröiö á fólki I a.m.k. 36 ár hjá fyrirtækinu. „Viö höfum verib mjög farsælir meö þessar ferö- ir allan þennan tíma, en viö hörmum ab loksins þegar gæf- an snerist okkur í óhag þá skyldi þetta verba jafn alvar- legt og nú." Noröurleiö hf. hefur keyrt á milli Akureyrar og Reykjavíkur í 45 ár, oft viö erfiðar aöstæöur. Stjórn Leikfélags Reykja- víkur veröur kœrö til Jafnréttisráös: Þórhildur ætl- ar með málið til kæru- nefndar Formabur samninganefndar sérfrceöilœkna: Nóg af læknum í öllum sérgreinum Þorsteinn keyrði áöur lengi fyrir Noröurleið og honum finnst sem veburfariö í Hrútafirðinum hafi breyst. „Þetta er eitthvað sérstakt sem er að gerast. Ég keyrði þarna í fjöldamörg ár og man aldrei eftir að hafa fengið hliðarvind í Hrútafirði. Maður fékk vind á móti sér eða eftir — vindurinn stóð út fjörðinn eöa inn - - en svona hliðarvindur er nýtilkominn. Bændur í sveit- inni segja þetta líka." Þar sem rannsókn stendur yfir og málið er á viðkvæmu stigi vill Þorsteinn ekki tjá sig um einstök atriði málsins aö svo stöddu. Hann vildi að lokum þakka öllum sem hefðu haft samband við fyrir- tækið og sagði farþegafjölda ekki hafa minnkað hjá Norðurleib eft- ir slysið. „Fólk treystir okkur áfram, það verður bara ekki séð fyrir öllu." -BÞ Starfsmenn Goöa voru í óbaönn í gœr ab pakka útsölukjöti í hálfum skrokkum. F.v. Páll Einarsson og Árni Sveinn Pálsson. Kjötib kemur á markab á morgun og kostar kílóib 345 kr. sem er um 30% verblœkkun. Alls er áœtlab ab selja um 600 tonn af lambakjöti á þessum kostakjörum. Tímamynd: cs Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri, hyggst kæra stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur til kærunefnd- ar Jafnréttisráös vegna stöbu- veitingar leikhússtjóra. Þórhildur var meðal umsækj- enda um stööu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið en Viðari Eggerts- syni, núverandi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, var nýlega veitt staðan. Hörö gagnrýni hefur birst opinberlega vegna þessarar ákvöröunar stjórnar LR og var þá m.a. bent á aö Þórhildur hefði bæbi meiri reynslu og menntun en Viðar til þessa starfs. Tíminn hafði samband Þórhildi og hún var staðráðin í að kæra stööuveit- inguna en kvaöst enn ekki hafa komist til þess vegna tímaskorts. „Ég mun kæra á þeim forsendum ab ég tel að ég sé hæfari en sá um- sækjandi sem fékk stöðuna," sagði Þórhildur og bætti því vib að hún gæti engu spáb fyrir um úrskurð nefndarinnar „en aö sjálfsögöu myndi ég ekki vera að íhuga að leggja fram kæru ef ég teldi ekki að á mér hefði verið brotiö." -LÓA Formaöur samninganefndar sérfræöilækna segist telja ab markaöurinn fyrir lækna sé mettaöur í flestum ef ekki öllum sérfræbigreinum hér á landi. Hann segir þaö þó ekki rétt, sem komiö hafi fram, aö umsókn tveggja sér- fræöilækna um samning vib Tryggingastofnun hafi verib hafnaö á þeim forsendum aö ekki sé þörf á fleiri læknum í þeirra sérgreinum. Guðmundur Eyjólfsson, for- maður samninganefndarinn- ar, segir að tveimur umsókn- um sérfræðilækna hafi verib hafnað í haust. Annarri hafi verið hafnað á þeirri forsendu að viðkomandi læknir ætlaði að fara út í svo umfangsmikla starfsemi að umsókn hans yrði að fara fyrir tryggingaráð. Hinni hafi verið hafnað þar sem samninganefndin taldi að ekki væri rúm fyrir fleiri lækna innan þess kvóta vinnuein- inga sem samið var um við Tryggingastofnun til áramóta. Guðmundur ítrekar að um er að ræða kvóta á sérfræðiþjón- ustu í heild sinni en ekki inn- an hverrar sérgreinar fyrir sig. „Það verður sennilega end- urskoðað um áramótin hverjir verða inni í næsta samningi. Ef framhald verður á þessum samningi verður þetta sjálfsagt þannig að nýir læknar verða teknir inn tvisvar á ári," segir Guðmundur. Guðmundur segir að um tuttugu umsóknir hafi borist um þab leyti sem samningur- inn var gerður. Þær umsóknir hafi verið samþykktar og næst verbi sennilega bætt við lækn- um um áramótin. Ætlunin er að hefja endur- skoðun á núgildandi samningi í næsta mánuði. Guðmundur segist líta á þetta ár sem til- raun og að næsti samningur verði byggður á reynslunni af henni. Hann segir að í fram- tíðinni sé ætlunin ab umsókn- ir manna verði skoðaðar með hliðsjón af því hvort þörf sé á fleiri læknum í viðkomandi sérgrein. Verið sé að reyna að meta þessa þörf og í því sam- bandi hafi Læknafélag Reykja- víkur sent bréf til allra sér- greina. Sér sé þó ekki kunnugt um að svör hafi borist við þeim. Guðmundur segist í fljótu bragði ekki muna eftir neinni sérgrein sem skortur er á lækn- um í. Hann segir aö síðustu ár hafi borið á skorti á augnlækn- um, húðsjúkdómalæknum og háls-, nef- og eyrnalæknum. A þessu ári og allra síðustu ár hafi hins vegar komiö heim læknar menntaðir í öllum þessum sérgreinum og mætt þessari þörf. Guðmundur bendir á að hundruð íslenskra lækna séu í útlöndum við nám og störf. „Það er helst ef menn koma með eitthvaö nýtt að það gæti verið þörf fyrir menntun þeirra. En í það heila tekið virðist vera vel fyrir læknis- þjónstu á íslandi séð núna." -GBK Minnkandi sauöfjáreign kallar á aukinn innflutning á gœrum: 57 milljóna kr. hagnaður Barnaheill hefja kynningarátak á Barnasáttmála S.Þ. Framkvæmd sáttmálans í mörgu ábótavant hérlendis Samtökin Barnaheill telja aö í mörgu sé misbrestur á því ab ís- lendingar uppfylli ákvæbi Barnasáttmála Sameinuöu þjóbanna. Samtökin hófu í gær kynningarátak um Barnasátt- máiann en þau telja ab stjórn- völd hafi ekki staöiö viö þá skuldbindingu sem felst í sátt- málanum ab kynna meginregl- ur hans bæöi fullorönum og börnum. í skýrslu Barnaheilla um stöðu barna og unglinga á íslandi í dag í ljósi Barnasáttmála S.Þ. kemur fram að þrátt fyrir að íslensk lög- gjöf sé í öllum meginatriðum í samræmi við anda sáttmálans sé framkvæmd þeirra ábótavant í mörgum efnum. Meðal annars er bent á að stjórnvöld hafi ekki mótab sér- staka fjölskyldustefnu og hugi oft á tíbum ekki sérstaklega að afleiö- ingum aðhaldsabgerða í efna- hagsmálum á afkomu fjölskyldn- anna. Þá er bent á að alvarlegur skort- ur sé á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn hér á landi og að ýmsir hópar íslenskra barna njóti ekki sama réttar og aðrir í heilbrigðis- þjónustunni. Tólf manns taka þátt í kynning- arátaki Barnaheilla og munu þeir heimsækja yfir 200 vinnustaði á landinu næstu vikur. í heimsókn- unum veröa meginákvæði Barna- sáttmálans kynnt auk þess sem fulltrúar Barnaheilla em tilbúnir til umræðna um sáttmálann eftir áhuga hvers og eins -GBK Skv. uppgjöri hjá íslenskum skinnaiönaöi hf. nam hagnað- ur af rekstri 57,3 milljónum kr. fyrstu 8 mánuöina í ár. Eigib fé var 217,4 mkr. eba 36,8%. Heildartekjur á tímabilinu voru 496,6 mkr. og jókst verö- mæti útflutnings um 20% mib- ab vib sama tíma í fyrra. Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir góða framleiðslu vera meginskýring- una á góbri afkomu og þá hafi tekist ab koma sér upp þokkaleg- um stöðugum mörkuðum í helstu viðskiptalöndunum, ítal- íu, Bretlandi, Norburlöndum og S-Kóreu. Fyrirtækib framleiðir einkum mokkaskinn úr sauðagæmm og fara um 98% af framleiðslunni til útflutnings. Bjarni segir duttl- unga tískunnar alltaf hafa ein- hver áhrif á sölu, en þó fari stór hluti skinnanna í klassískan fatnað fremur en hátískufatnað. íslenksur skinnaiðnaður nýtir um 80% af þeim sauðagærum sem til falla hérlendis en það hef- ur varla nægt og vom t.d. flutt inn skinn frá Færeyjum í fyrra. Bjarni telur að meö bobuðum samdrætti í sauðfjárframleiðslu hérlendis muni fyrirtækið vænt- anlega þurfa að auka innflutning á gæmm og komi Bretland og Grænland sterklega til greina í þeim efnum. 138 manns starfa hjá fyrirtækinu. -BÞ ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.