Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 28. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuómundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Nýjar forsendur Sagt er að mannskæöustu farsóttir íslandssögunnar hafi aldrei náð til Vestfjarða. Þjóðin lifði af þótt landauön yrði í mögum byggðarlögum. í haröindum vegna eldgosa og veöurlags sótti bónbjargarlýður til Breiðafjaröar og Vest- fjarðakjálkans. Þar varö aldrei matarþurrð þótt oft væri þröngt í búi. Sé vel að gáö munu ærið margir íslendingar geta rakið ættir sínar til fólks sem bjargaðist til Vestfjarða þegar allar bjargir voru bannaðar annars staðar á Iandinu. Þegar betur áraði dreifðist fólk aftur frá Vesturlandinu. Þegar mæðivikin herjaði um miöja öldina og íslenski sauðfjárstofninn var í bráðri útrýmingarhættu vörðu Vest- firðingar sitt fé og þegar skorið var niður fyrir norðan, aust- an og sunnan var vestfirsku fé dreift um landið og stofninn hélt velli. Á skútuöld og á fyrstu áratugum vélbáta- og togaraút- gerðar efldust Vestfirðir mjög og urðu enn einu sinni sú matarkista sem nærði þjóðina alla. Upphaf hvalveiða og síldarvinnslu má rekja til Vestfjarða og þar hófst rækjuút- gerð, sem nú er orðinn einn af máttarstólpum íslensks sjávarútvegs og útflutnings. Á undanförnum árum hefur gengi Vestfjarða dalað nokkuð, enda koma veiðitakmarkanir hart niður á lands- hlutanum. En samt eru aflahæstu skipin gerð út þaðan og hvergi á landinu eru meballaun eins há og þar. Undir þeim kjörum stendur útgerðin og fiskvinnslan. Því er þetta rifjað upp að þær raddir heyrast að byggð á Vestfjörðum sé ekki í takt við tímann og þær breytingar á atvinnu- og þjóðlífsháttum sem nú ganga hraðar yfir en flestir sýnast gera sér grein fyrir. Víst er að fólksfækkun hefur verið nokkuð stöðug á Vest- fjörðum og það eru illa varöveitt leyndarmál, að fjöldi hús- eigna þar er til sölu og hafa verið lengi og er eftirspurn í lágmarki. Þær hörmungar sem náttúran hefur leitt yfir tvö byggð- arlög fyrir vestan meö skömmu millibili setur óhug að fólki og ekki er annað sýnna en að margir hugsi sér til hreyfings og yfirgefi þau byggöarlög þar sem náttúran er svo harð- leikin sem raun ber vitni. Á öðmm stöðum er fólk meðvit- að um hætturnar sem ab kunna að steðja og kvíðir dimm- um og löngum vetri. Á þeim tilfinningaríku tímum sem nú ganga yfir ættu ráöamenn sem aörir að varast að gefa út stórar yfirlýsingar um framtíð fólks og byggða á Vestfjörðum. Nú er tími sorg- ar og söknuðar og hugurinn hvílir hjá Iátnum og syrgjandi. Ljóst er að fyrri forsendur byggðaþróunar á Vestfjörðum eru brostnar. Ekki er hægt að ætla fólki að búa við viðvar- andi lífsháska sem engin vísindi kunna ab skilgreina eða sporna gegn. Engar samgöngubætur eru þess megnugar að rjúfa einangmn hamslausra vetrarveðra, og orkubúskapur- inn er ótryggur. Öll þessi mál þarf að gaumgæfa með yfirvegun og af skynsamlegu viti. Stórkarlalegar skyndiákvarðanir um uppbyggingu og viðgang byggðarlaga og hamslaus eftir- rekstur á hér ekki viö. Fæstir kæra sig heldur um að fólk flytji stjórnlítið á brott úr landshlutanum. Vestfirðir eru heimamönnum og þjóðarbúinu öllu verðmætari en svo að til þess megi reka. Eitt er samt sem stjórnvöld ættu að varast öðru fremur þegar gerðar veröa ráöstafanir til aðstoðar Vestfirðingum. Verði hús keypt má ekki leggja neins konar átthagafjötra eða þvingunarskilmála varðandi framtíðarbúsetu á þá sem fara vilja. Þótt nú gangi dimm él yfir Vestfirði er engin ástæöa til annars en ab ætla að þar verbi framvegis sem hingað til sú matarkista sem allir landsmenn njóta góðs af. En hún verður með öðru sniöi en menn hafa átt að venjast. Birgir Guömundsson: Vísindin og afneitunin Stundum er sagt að sérstaða mannsins gagnvart öðrum dýr- um jarðarinnar felist í því að hann hafi beislað krafta náttúr- unnar með vísindum. Snjóflóðib á Flateyri er hins vegar staðfesting á því að mað- urinn hefur ekkert tilefni til að hreykja sér gagnvart náttúrinni. Menn sigrast ekki á náttúrunni eða brjóta hana undir sinn vilja. Menn eru ekki heldur ofurseldir öllum hennar duttlungum. Galdurinn er aö lifa í sem mestri sátt viö náttúruna, læra á hana til að geta forðast duttlunga hennar. Taka tillit til þessa lær- dóms og beita fýrirhyggju þegar við skipuleggjum samfélgiö. Vissulega er aldrei hægt að forðast hamfarir eða „koma í veg fyrir þær", eins og einhver fjölmiðlamaður orðaði spurn- ingu í fjölmiðlum í vikunni. Menn læra að búa við hættur og svo virðist sem mannkynið hafi komið sér upp mjög kröftugum innri búnaði til að afbera stöð- uga yfirvofandi hættu. Þessi búnaöur er afneitunin. í ald- anna rás og alls staðar í heimin- um búa menn í skugga hugsan- legra náttúruhamfara. Ef fólk væri alla daga meðvitaö um þessar hættur væri lífið því óbærilegt og því lokar þaö ein- faldlega á þessar hugsanir og þessa möguleika. Týndist milli kynslóða í sögnum af eftirmála Subur- landsskjálftans mikla í lok síð- ustu aldar kemur fram að ákveð- inn þagnarmúr reis um skjálft- ann nokkuö fljótlega eftir ab hann reið yfir. Fróðir menn hafa kallað þessi viðbrögð innbyggða áfallahjálp hjá fólki, afneitun sem síöan verbur til þess að minningin um hörmungar og af- leiðingar skjálftans náðu ekki að lifa milli kynslóbanna. Enda hafa menn byggt upp á Suðurlandi og gera enn án þess ab hafa áhyggj- ur af skjálftanum og til skamms tíma án þess að gerðar hafi verið sérstakar kröfur um byggingam- ar. Suðurlandið er líka með bú- sældarlegri héruðum og því em þab ekki síst efnahagslegar for- sendur fyrir byggð sem stjórna mönnum. Ekki hefur heyrst að Vestmannaeyingar óttist gos á Heimaey enda sefa menn sig með því aö rifja upp að 5000 ár hafi liðiö frá síöasta gosi og þar til gaus þar 1973 og því hljóti að líða 5000 ár þar til gjósi næst. Fyrir því er þó engin raunvemleg trygging, en þessi rök duga ekki síst vegna þess að Vestmannaeyj- ar em mikilvæg verstöð. Líka úti í heimi Og þessi huglæga útilokun á hættu af náttúmhamförum er síður en svo séríslensk. Árið 1985 fómst 25.000 manns í aur- skriðu sem féll á borgina Armero í Kólumbíu eftir eldsumbrot í fjallinu Nevada del Ruiz. Fyrir einni öld síban féll aurskriða einmitt á þessum sama stað með sama hætti, en þá munu um þúsund manns hafa látist. Þab sem réði enduruppbygginunni voru hinar efnahagslegu for- sendur og útilokun hætmnnar. Menn sáu fljótlega að aurinn var frjósamur jarðvegur til að rækta kaffibaunir og því bjuggu menn sér bólstað þarna. Mýmörg fleiri dæmi mætti nefna og nægir að minna á milljónaborgina Napolí í hlíbum Vesúvíusar þar sem síð- ast gaus fyrir 50 árum og Los Angeles á San Andreas misgeng- inu, sem sífellt er að hrista upp í Kaliforníubúum. í heildina tekið er maðurinn trúlega búinn að leggja undir sig flesta staði á jarðkringlunni sem byggilegastir eru. Það væri því varla um það að ræða að flytja fólk í stómm stíl burt af hættu- svæðum. Og ótrúlegt er að nokkmm manni dytti það í rauninni í hug ef á annað borð eru hagræn rök og efnahagsleg fyrir búsetu á viðkomandi svæð- um. Spurningin er því, jafnt fyr- ir samfélög vítt og breitt um heiminn og fyrir samfélög hér á íslandi, að finna skynsama nið- urstöðu í þeim hættulegu kynn- ✓ I tímans rás um sem stofnað hefur verið til með sambandi manna og nátt- úm á tilteknum stöðum. Endurmat byggbar Snjóflóðið á Flateyri hefur ein- mitt sett þessi kynni í brenni- depil og þær raddir gerast há- værari en nokkru sinni hvort ekki beri að leggja af eitthvab af þeim smábyggöum sem í mikilli hættu em. Þeir allra hörðustu spyrja hvort það sé ekki einfald- lega hægt að breyta núverandi þorpum í sumardvalastaði en búa íbúunum heilsársheimili á ömggari stöðum. Ef til vill eru slíkar vangaveltur tilfinninga- hlaðnari og sterkari en réttmætt er vegna þess hve skammt er lið- ið frá harmleiknum á Flateyri. Engu að síöur hafa áföllin, bæði núna og í Súðavík í vetur verið svo mikil að afneitun hættunar virkar ekki lengur, ekki um sinn í það minnsta. Á slíkum tímum er einmitt rétt ab spyrja stórra spurninga um það hvort efna- hagslegar, félagslegar og ekki síst umhverfislegar forsendur fyrir núverandi skipulagi byggöar séu ekki breyttar. Slíkt skiptir sköp- um fyrir fólkið sem ætlar að búa vib hættuna. Landið og hin ólíku landsvæði bjóða upp á einhverja blöndu af gæðum annars vegar og hugsnalegum áföllum hins vegar. Á endanum hljóta það að vera íbúarnir sjálf- ir sem taka ákvörðun um hvar þeir vilja búa, en þeir verða líka að hafa sem bestar og réttastar upplýsingar um hlutföllin milli gæðanna og hugsanlegra áfalla. Reynslan sýnir að fólk hefur til- hneigingu til að útiloka áfalla- þáttinn og taka ekki tillit til hans í þeim mæli sem skynsam- legt gæti talist. í þróuðum lönd- um hefur það því komið í hlut opinberra aöila að halda vök- unni hvað þetta varðar og eru Almannavarnir að sjálfsögðu stóri aöilinn í því. En fleira þarf til og það er feiknalega mikil- vægt aö rannsaka hætturnar, fylgjast með þeim og draga þannig úr áhrifunum hamfar- anna ef þær koma. Slíkrar þekk- ingar verður aðeins aflab með skipulegri vísindastarfsemi sem er stöðugt að, vaktar nýjar upp- lýsingar og bætir við skilning- inn. Á grundvelli slíkrar þekk- ingar er aftur hægt að meta hættu og leggja drög að öruggari búsetu á hættusvæðum. Stjórn- völd — pólitísk stjórnvöld — geta ekki leyft sér aö útiloka hættuna á hamförum eins. og fólkið sem býr á hættusvæðum gjarnan gerir hversdags. Spyrja má hvort það hafi þó ekki verið gert? Rannsóknir hvab? Vissulega eru starfandi hér al- mannavarnir, sem hafa snarauk- ið fagmennsku á þessu sviði. En hvaö með alla rannsóknarstarf- semina á hættum þessa lands sem við þó búum í? Hér hafa menn efni á að byggja stórfeng- legar hallir undir Seðalbanka, og ýmsar stjómsýslustofnanir meö marmara í bak og fyrir. En þegar kemur í ljós í Súðavíkurslysinu að sjóflóðarannsóknir í landinu voru aðeins til í mýflugumynd var leitað eftir samnorrænni að- stob til ab gera eitthvað í málun- um. Það er í stíl við að eldfjalla- rannsóknir á íslandi eru aö vem- legu leyti undir norrænum hatti. Þegar átti aö þétta net jarðskjálftamæla á Suðurlandi var það líka gert sem samnor- rænt verkefni. Að óreyndu mætti ætla af þessum áherslum og áhuga þjóðarinnar og stjórn- málamanna á þessum málum að þekking á hættunum sem þjóð- inni stafar af náttúmhamförum væri eitthvert samnorrænt leið- indamál, en ekki grundvallarat- riði í sambúð lands og þjóbar. I dag beinist kastljósið að Vest- fjöröum sem hættusvæði. Á morgun gætu það verið Aust- firðir, Suburland eða jafnvel Reykjavík. Þjóð sem býr í svo hættulegu landi þarf ab hafa vís- indalega þekkingu og gagna- grunn til að geta skilgreint og metið hverjar hætturnar em og hvernig á að bregðast vib þeim. Um það þarf að hugsa í því end- urmati sem nú fer fram af skelfi- legu tilefni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.