Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 11
10 Wfmtom BÍLAR Laugardagur 28. október 1995 t Laugardagur 28. október 1995 Wmtom bílar i ii Vegageröin mun bjóöa út 600-700 milljóna króna framkvcemd viö Vesturlandsveg fyrir áramót: Breikkun Vesturlandsvegar í Ártúnsbrekku Útboðsgögn vegna útboðs á framkvæmdum vib breikkun Vesturlandsvegar frá Skeibar- vogi og upp fyrir Ártúnsbrekku eru nú tilbúin, og stefnt er ab því ab framkvæmdirnar verbi bobnar út fyrir áramót. Þetta er beint framhald af byggingu Höfbabakkabrúar og fram- kvæmdum vib Vesturlandsveg í sumar. Samkvæmt grófri kostn- abaráætlun mun kostnaburinn vib framkvæmdirnar verba á bilinu 600- 700 milljónir króna, en þab er mjög stór hluti af því fé sem er til rábstöf- unar. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisverkfræðings er um þjóð- veg í þéttbýli að ræða, og því fellur kostnaður að mestu leyti á vega- áætlun. Hann segir að útboösgögn séu tilbúin og að nú sé veriö að skoða málið í sambandi við endur- skoöun vegaáætlunar, hvenær megi setja verkefnið í gang. „Við gerum okkur vonir um að verkiö verði boöið út fyrir áramót, þannig að þaö veröi unnið aö mestu leyti á næsta ári og hægt veröi að taka mannvirkið í notkun næsta haust," segir Jónas. Hann segir þetta mikla framkvæmd og kostn- aðurinn fljótur aö hækka. Um er aö ræða byggingu þre- faldrar akbrautar norðan við nú- verandi akbraut, auk tveggja brúa, yfir Elliðaár og yfir Sæ- braut/Reykjanesbraut, auk stokks fyrir vestari hluta Elliðaár og und- irganga við Breiöhöfða. Hér er um nokkuö brýna framkvæmd að ræða, enda umferðaróhöpp í Ár- túnsbrekku tíö og oft alvarleg, en umferð er mjög þung um Vestur- landsveg á þessum kafla. Hvaö áframhaldandi fram- kvæmdir varðar, verður haldið áfram við að endurbæta umferðar- mannvirki á þjóðvegum á höfuð- borgarsvæðinu. í fyrra var unnið að því að breikka Miklubraut frá Skeiöarvogi aö Kringlumýrarbraut á akstursleiðinni frá austri til vest- urs, og segir Jónas að á næstu ár- um verði unniö áfram á þeirri braut. Einnig er gert ráð fyrir að gerö verði mislæg gatnamót á mót- um Miklubrautar og Skeiöarvogs. Nú eru á þessum gatnamótum um- ferðarljós, en tíðni umferöaró- happa hefur verið talsverð á þess- um stað. Af öðrum brýnum verkefnum nefnir hann lagfæringu á gatna- mótum Vesturlandsvegar og Suð- urlandsvegar, annars vegar, og hins vegar Vesturlandsvegar og Víkurvegar, sem er rétt ofan fyrr- nefndu gatnamótanna. Þarna eru umferbarljós sem tefja mjög um- ferð, en í framtíðinni segir Jónas að það mál veröi leyst meb mi- slægum gatnamótum af einhverju tagi. á næsta árí Þessi verkefni eru hluti þeirrar áætlunar sem gerð var 1994, en hún var gerö af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu viö Vegagerð, en í því sambandi er verkefnum forgangsraðaö. Jónas segir Vegageröina vinna eftir þess- ari áætlun, þó verkefnum geti seinkað vegna fjármagnsskorts. „Sveitarstjórnarmenn á höfuð- borgarsvæðinu hafa komib sér saman um að milljarður á ári væri það sem þyrfti til framkvæmda við þjóbvegi í þéttbýli. Þetta er heldur neðan við það," segir Jónas. ■ Catnamót Skeibarvogs og Miklubrautar hafa ávallt verib hœttuleg og slys þar tíb. í náinni framtíb verba sett þar upp mislœg gatnamót. Tímamyndir CS Artúnsbrekka. Vesturlandsvegurinn um Artúnsbrekku verbur gerbur tvíbreibur á nœsta árí og mun þab auka umferbaröryggi til muna þar. liiHld f verjajunaur með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Túna- Holta- Norðurmýrar- og Hlíðahverfis í Ráðhúsinu mánudaginn 30. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspumir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðm fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Volkswagen Polo, reyndar eins og Golf, hafa náb ab festa sig í sessi ab nýju á ís- lenskum bílamarkabi, enda um þýska gæbabíla ab rœba á mjög hagstœbu verbi. Veittur er 10% afsl. gegn afhendingu þessarar auglýsingar Erum flutt af Haustvórurnar Kr. 17.900 6 (v/h Bilastæöi v/búdarv Vinsœldir Volkswagen Golfog Polo byggjast á gceöum og hagstœöu veröi: Volkswagen með 19,7% markaðs- hlutdeild í október Volkswagen náði í október 19,7% markaðshlutdeild, mið- ab við nýskráningar bíla í mánuðinum, sem Marinó Bjömsson, sölustjóri Volkswag- en og Audi hjá Heklu hf., segir vera frábæran árangur. Þennan árangur segist hann þakka hagstæðu verði og miklum gæðum á bæði Volkswagen Golf og Polo, sem hafi verib uppistaðan í sölunni á Volks- wagen og Audi. Þó aö þessi mikla markaðshlutdeild miðist vib síbasta mánuð, þá megi ekki gleyma því ab hún hafi stöbugt veriö að aukast síðustu misseri. Ef miðaö er viö ný- skráningar frá áramótum, þá hefur Volkswagen um 13% markaðshlutdeild. Marinó segir að eftir að Golf og Polo fóru að bjóðast íslendingum meö minni vélum, þá hafi veröiö lækkaö, þar sem gjöld af bílum með minni vélar eru mun lægri. „Einnig tókst okkur að semja um gott verð á GL-bílnum, þannig að Golf 1400 GL 5 dyra kostar ekki nema rúmlega 1,3 milljónir króna og er þó vandaður og vel búinn bíll," segir Marinó. Þetta hafi gjörbreytt sölunni. Um svipað leyti hafi boðist hér á landi Golf station, sem hafi verið nýjung og það hafi einnig ýtt undir söluna. Marinó segir að stationbíllinn hafi einnig verið á góðu verði og nefnir sem dæmi að 1400 GL kosti tæplega 1,4 milljónir króna, sem hljóti að vera gott verb fyrir svo stóran og vandaðan bíl. Marinó segir það einnig gott að geta boðið Polo, vandaðan þýskan bíl í hæsta gæðaflokki, á innan við milljón og segir ís- lenska markaðinn hafa brugðist vel við því. Allt upp undir tveggja mánaða bið sé eftir nýj- um bílum af þessari gerð og hvers bíls sé beðib með eftir- væntingu, en Marinó segist von- ast til þess að þetta ástand fari að lagast og ab undir áramót verbi búiö að vinna þetta upp. Marinó segist ekki sjá annað en ab þessi góðu verð á Golf og Polo haldist áfram, nema því aðeins ab stórsprenging veröi í gjaldeyr- ismálum. Innflutningur á Audi hófst á ný á þessu ári eftir nánast tveggja ára hlé. „Við fórum af staö í apríl síöastliönum, bíllinn hefur hlot- ib frábærar viðtökur og vib höf- um_á þessu tímabili flutt inn á fjórða tug bíla frá því í apríl, mest af A4-bílnum, sem er mjög gott miöab vib bíl í veröflokkn- um frá 2,5 milljónir og uppúr," segir Marinó að lokum. ■ Brimborg kynnir fyrsta afkvœmi nýrrar Ford-kynslób- ar um helgina: Nýr Mondeo Brimborg kynnir um helg- ina nýjan Ford Mondeo, sem er fyrsta afkvæmi Ford- verksmiöjanna úr svoköll- uðu Global 2000 verkefni. Á næstu árum hyggjast Ford- verksmiðjurnar samræma að miklu leyti grunnfram- leiðslu á fólksbílum sínum, þannig ab þeir verði ab grunni til eins hvar sem er í heiminum, þó aö þeir beri sitt hvert nafnið og ytra út- lit verbi ab einhverju leyti frábrugbib. Næstur í röbinni er Ford Escort, en í dag er Ameríku-Escortinn mjög frábrugbinn þeim sem fram- leiddur er í Evrópu og fátt sameiginlegt meb þeim. Mondeoinn verður fáanleg- ur hér á landi með nýrri kyn- slóö fjórhjólasídrifs. Þaö bygg- ir ekki á læstu drifi og seigju- kúplingu í miðjunni sem flyt- ur afliö á milli, heldur sam- blandi af sídrifi og spólvörn, sem er bæbi háö bremsukerf- Ford Mondeo. inu og vélinni. Einnig vinnur drifib á vélina og dregur úr afli hennar, ef eitthvert hjóliö er í þann mund að missa grip- ið. Þá vinnur drifið meira á hvert einstakt hjól, en ekki á milli ása eins og venjan er meb hefðbundin sídrif. Mondeo er búinn tveggja lítra vél, 16 ventla og allur búnaður er sá sami og verið hefur í Ghia-bílum. Hann kostar 2.567 þúsund krónur á götuna kominn. Bíll þessi er aðeins fáanlegur beinskiptur. Quelle . 0KKAR TILB0Ð FRABÆRT VERD - EINSTOK 21 frönsk ilmvötn Frá Frakklandi koma þessi 21 gerð ilmvatna í fallegum kassa. Gjöfsem gleður allar konur. Kr. 2.990 Myndbandsspólur________________ Þýskar 240 mín. kr. 399 Universum-gæðaspólur 180 min. kr. 299 10 myndarammar. Vandaðir gylltir rammar með gleri. Kr. 1.490 8 hlutir. Glæsilegt sett, hert glerlok, gæðastál, má fara í uppþvottavél, fyrir allar gerðir eldavéla. Hægt að fá til viðbótar i stíl pönnu og 9 litra pott. — •»*» sr* ~ís Ksnns 1000 wott. Gyllt kaffihnífapör 15 hluta kaffihnifapör, einstaklega falleg og með vandaðri gyllingu. MAPFI l;l\F - tilboð í verslun Skor 20% afslattur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.