Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 28. október 1995 flliiwtnw 17 t ANDLAT Anna Þ. Sæmundsdóttir, Grund, Reyðarfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 25. október. Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri frá Gjábakka, Sól- hlíð 7, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 19. október. Ásgeir Gunnarsson frá Súðavík, Hlíðarbæ 4, Hvalfjarðarströnd, lést í sjúkrahúsi Akraness 21. . október. Áslaug Kemp, Skagfirðingabraut 23, Sauð- árkróki, lést á Landspítalan- um 20. október. Bárður Dagóbert Jensson vélstjóri, Hjarðartúni 3, Ól- afsvík, lést 20. október. Einar S. Erlendsson lést í Hrafnistu í Hafnarfirði 26. október. Grímur Heiðland Lárusson (frá Grímstungu), Bragagötu 29, Reykjavík, lést í Land- spítalanum mánudaginn 23. október. Guðsteinn Ómar Gunnarsson lést í Danmörku laugardag- inn 21. október. Gunnar Helgi Sigurðsson frá Brúarhrauni, Melgerði 15, Reykjavík, lést í Borgar- spítalanum 19. október. Gunnar Vernharðsson garðyrkjumaður, Furugerði 23, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. októ- ber. Helgi Jakobsson frá Patreksfirði, síðast til heimilis að Hrafnistu í Hafn- arfirði, lést í Borgarspítalan- um 23. október. Hulda Baldursdóttir, Dalbæ, Dalvík, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 17. október. heimilinu Grund 10. októ- ber. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Jakob Þorvarbsson, Grænumörk 1, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 19. október. Jóhannes Guðmundsson, Koge, lést á sjúkrahúsinu í Roskilde 19. október. Karen Guðjónsdóttir frá Hjalteyri, Vatnsnesvegi 19, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja mánudaginn 23. október. Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands 18. október. Kristján Oddsson, Sunnubraut 48, Keflavík, lést á Grensásdeild Borgar- spítalans 24. október. Leifur Kristinn Erlendsson lést í Landspítalanum 20. október. Lúther Erlendsson, Gratansbotni, Tromsö, Nor- egi, lést á heimili sínu 13. október. Jarðarförin hefur farið fram. Margrét Þorleifsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 25. október. Sigfríð Tómasdóttir lést mánudaginn 23. októ- ber. Sigurbur Kári Jóhannsson, Holtsgötu 34, lést 28. sept- ember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Sveinsson verkstjóri er látinn. Viktoría Jónsdóttir, áður til heimilis í Vest- mannaeyjum, lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 26. októ- ber. Þorbjörg Jakobsdóttir lést í Landspítalanum 26. október. Hulda Guðmundsdóttir lést á Elli- og hjúkrunar- Framsóknarflokkurinn Amþrúður Framsóknarvist Framsóknarvist verbur haldin sunnudaginn 29. október kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt verba þrenn verblaun karla og kvenna. Arnþrúbur Karlsdóttir, varaþingmabur, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Abgangseyrir er kr. 500 (kaffiveitingar inni- faldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur Framsóknarfélag Kópavogs Abalfundur verbur haldinn mánudaginn 30. október kl. 20.30 ab Digranesvegi 12. Venjuleg abalfundarstörf. Stjórnin Ódýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt og koksgrátt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607. Katherine Hepburn og Spencer Tracy: 25 ára ástarsamband Spencer Tracy og Katherine Hepburn hittust fyrst árið 1941, þegar þau léku saman í kvikmyndinni „Kona ársins". Bæði voru þau þá þekktir leik- arar með margar kvikmyndir ab baki. Hún var 35 ára og hann 42 ára. Katherine varð strax yfir sig ástfangin af Spencer; þab var eins og eldingu hefði lostið niður í hana, þessa fallegu, sjálfsörugga konu. Spencer tók þessu öllu rólegar, þó víst væri hann heillaður af persónuleika hennar og aðdáun hennar á honum. I upphafi sambands þeirra gerbi hann henni þegar ljóst, að hlutverk hennar væri bara „ástkona". Þar sem hann væri giftur og hygðist ekki skilja við konu sína, myndi hann ekki búa meö henni og ekki sjást opinberlega með henni. Fólk fékk því aðeins tækifæri til ab sjá þau saman við vinnu sína í kvikmyndaverinu, og þar sýndi Spencer henni engin ástarhót. Heldur átti hann til að gera góðlátlegt grín að tals- máta og framkomu hennar. Þau voru ólík sem nótt og dagur. Spencer hafði minni- máttarkennd, skildi ekki hvers vegna fólk kom að sjá mynd- irnar hans, eyða í það pening- um. Hann var oft áhyggjufull- ur og hallaði sér helst til oft að flöskunni. Katherine var aftur á móti alltaf glöð, hjálpsöm og einstaklega vinsæl meðal sam- starfsfólksins. Ást hennar á Spencer var kannski helst af því að hún fann hve mjög hann hafði þörf fyrir um- hyggju hennar og hún þarfn- aðist þess ab geta verib öðrum eitthvab. Hann fann fljótlega út að hún var konan, sem allt- af var tilbúin áð hugsa um hann. Forstjórar kvikmyndaversins voru himinsælir með samband þeirra, kvikmyndaleikur þéirra saman lofaöi alltaf gulli í vas- ann. Katherine vakti yfir Spencer alla tíb, þerraði svit- ann af enni hans, lagaði bind- ið hans og setti púða við bakið á honum. En Spencer var giftur maður og átti tvö börn með konu sinni, Louise. Þau hétu Johnny og Susie. Johnny var heyrnar- laus og Louise eyddi miklum tíma í að hlynna að og styrkja samtök heyrnarlausra barna. Þab gerði það aö verkum, að hún hafði ekki eins mikinn tíma til að dekra við Spencer sinn eins og hún hafbi ábur gert. Louise var stór kona — nokkurs konar Eleanor Roose- velt — og mjög virt í bænum. Tracy-fjölskyldan bjó á stór- um búgaröi skammt frá Holly- wood. Nokkrum árum eftir að ■ SPEGLI TÍMAIMS sambancl Spencers og Kather- ine hófst, flutti hann aö heim- an og bjó á hóteli. Spencer hafbi þó alltaf mikið samband við Louise og börnin. Spencer og Katherine áttu saman 25 ár, hún lét hans hlutverk alltaf vera í fyrirrúmi. Þegar heilsu hans fór ab hraka, dró hún sig í hlé til að geta hjúkrað honum. Áfengis- neysla hans færðist í aukana og hann átti það til að loka sig inni meö kassa af viskíi og drekka sig frá rænu og viti. Katherine beið, tilbúin ab hjálpa honum inn í heim als- gáðra meb himinháa timbur- menn. í byrjun sjöunda áratugsins héldu flestir að nú væri kvik- myndaferli Spencers lokib. En árið 1967 birtist hann aftur á hvíta tjaldinu í myndinni „Guess Who's Coming to Dinner" (Gettu hver kemur í kvöldmat) og lék þar á móti — Katherine Hepbum. Stórkost- leg mynd, eftirminnileg öllum sem sáu hana. Spencer Tracy lést skömmu síðar, 10. júní 1967. Hin trygga „ástkona" hans, Katherine Hepburn, lifir enn í hárri elli. Hún virbist enn jafn ástfangin í Spencer og forðum daga, ab því er ráða má af orðum henn- ar í heimildarmynd, sem Sjón- varpið sýndi um hana fyrir skömmu. Heitar tilfinningar geta logab lengi hjá sumu fólki. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.