Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 28. október 1995 WftHftftf Frá bœnastund í Dómkirkjunni. Tímamynd cs Jón Kristjánsson: Hinir svörtu októberdagar Þessi fasti helgarþáttur Tímans um Menn og málefni hefur oftar en ekki veriö skrif- aður út frá því sem efst hefur veriö á baugi í þeirri viku sem hann birtist. Þeg- ar ég settist niöur í gær, á föstudags- morgni og rifjaöi upp atburði liöinnar viku í huganum verö ég að viöurkenna að þaö er erfitt aö setja eitthvað á blað sem verður ekki hjákátlegt miöað viö þau ósköp sem gerst hafa. Hugurinn leitaði fyrst nákvæmlega viku aftur í tímann. Þá vorum við nokkr- ir þingmenn úr allsherjarnefnd Alþingis í aöalstöðvum Landhelgisgæslu íslands í kynnisferö til þess að skoöa búnaö gæsl- unnar og ræöa við starfsmenn hennar. Þar fengum viö tækifæri til þess aö skoða nýju björgunarþyrluna og ræöa við áhöfn hennar. Engan hefur þá grunaö hvilíka viku þessir menn ættu í vændum. Brautir lægbanna Ósköpin byrjuöu með því aö lægð kom sunnan úr hafi og varö kyrrstæö við Austfirði. Braut lægðarinnar er vestar heldur en venjulegt er meö lægðir sem valda norðaustanátt hér á lándi. Þetta verður til þess aö veðriö verður verst á Vestfjöröum og Norðurlandi vestra, fannfergi og úrkoma og mikil veöurhæö. Þetta er nákvæmleg sama atburöarás veöurfarsins og var þegar snjóflóöið í Súöavík varö í janúar síöastliönum. Þessi hegðun „íslandslægöarinnar", eins og veðurfræðingarnir kalla hana, og fleiri atriöi varðandi veöurfariö hefur oröiö til þess aö kalla fram umræöur um hvort veburfarið sé aö breytast. Þetta ógnaráhlaup, áður en vetur er genginn í garð samkvæmt almannakinu, dregur ekki úr þeirri umræðu. Líklegt er þó aö sveiflur í veðurfari hafi ávallt veriö hér á landi, en saga skipulegra veðurathugana er afar stutt og erfitt að gera sér grein fyr- ir sögunni í þessum efnum. Þrátt fyrir öll vísindi samtímans býr náttúran yfir öfl- um sem koma enn á óvart. Síðasta vika hefur fært okkur heim sanninn um þaö. Á byrjunarreit Það er svo skelfilega stutt síðan síðasta áfall varö á Vestfjörðum þegar snjóflóöiö í Súöavík varð. Orö ná ekki yfir þann mannlega harmleik sem þessir atburðir valda, en áfallið er þungt á fleiri sviðum. Það snjóflób kippti stoðum undan þeim varúðarreglum sem giltu um þessar nátt- úruhamfarir, og byggöu á sögulegum heimildum. Snjóflóöiö féll á „öruggu" svæöi. Þá mánuöi sem liðnir eru hafa forustu- menn almannavarna, sveitarstjórnarmenn og stjórnmálamenn veriö aö glíma við þessar nýju aðstæður og hvernig best verði búist um. Þessir aðilar hafa verið að leita aö nýrri víglínu í þessari baráttu viö nátt- úruöflin. Þaö hefur verið sett ný löggjöf um snjóflóöaeftirlitsmenn, nýjar reglur um greiöslur kostnaöar vegna tækjabún- aðar og eftirlits, unnið hefur verið aö nýju hættumati og reynt aö gera þaö eft- ir ákveöinni forgangsröð. Súðavík hefur af eölilegum ástæöum verið miðpunkt- urinn og vibmiöunin í þessu starfi og þar hefur verið ákveðið að ofanflóöasjóöur kaupi hús á hættusvæöum. Vafalaust sýnist sitt hverjum um þaö starf sem unnið hefur veriö eins og eðlilegt er þeg- ar um svo gífurlega vandasöm og flókin mál er aö ræöa. Náttúruhamfarirnar á Flateyri eru reiö- arslag fyrir þá sem hafa unnið á þessu sviði undanfarið. Það má segja meö nokkrum rökum aö allt starf varöandi hættumat sé á byrjunarreit. Þaö segir sína sögu að snjóflóðið á Flateyri skuli falla utan þess svæöis sem var talið ör- yggissvæöi samkvæmt nýju hættumati sem þó var ekki frágengið, eöa gult svæði. Oddvitinn á Flateyri dró niöur- stöðuna af þessu einkar vel saman í fáum orðum í viötali í útvarpi er hún sagöi aö enginn mannlegur máttur gæti sagt fyrir um það hvernig snjóflóö fellur. Þekkingu hinna færustu manna eru einfaldlega takmörk sett. Það er kjarni málsins. Þess vegna koma náttúruham- farir okkur í opna skjöldu. Björgunar- og hjálparstarfib Þegar slíkir atburöir gerast er ástæða til þess aö líta með virö- ingu og þökk til allra þeirra sem hjálpa og bjarga. Starf þeirra hundruða björgunar- sveitarmanna sem ávallt eru viðbúnir ef í nauöirnar rekur veröur seint fullþakkað. Þaö kemur einkar vel í ljós nú. Þaö er ástæöa til þess aö minnast á þrjá þætti sem voru gífurlega þýðingarmiklir nú í þessum hamförum. Þaö var sú staöreynd aö björgunarmenn frá ísafirði komust yfir í Önundarfjörb gegn um nýju jarögöngin, Landhelgisgæslan hefur fengiö fádæma góöa björgunarþyrlu í hendurnar og hef- ur yfirburðamenn til þess aö stjórna henni, þá er ótalinn þáttur hundanna í leitinni. Hafi einhver verið í vafa um gildi þeirra, sem ég efast um, ætti það ekki aö vera lengur. Hvab er framundan? Þaö munu væntanlega veröa miklar umræður í þjóöfélaginu um þaö sem framundan er á Véstfjöröum. Þótt því fólki sem þar býr sé ekki fisjað saman og barátta við náttúruöflin hafi verið híuti af lífi þeirra á sjó og landi, er uggur í fólki af eðlilegum ástæöum. Hver maður sem reynir að setja sig í annarra spor skilur þaö. Það skiptir hins vegar miklu máli nú að þeir sem utan við standa spari sér stór- ar yfirlýsingar og gefi fólki ráðrúm til þess ab átta sig á þessum nýju aðstæðum. Skylda þjóðarinnar er sú aö gera þeim sem þyngstu höggi veröa fyrir lífiö bæri- legra meö þeim ráöum sem tiltæk eru. Ég er ekki í neinum vafa um samhug þjóöar- innar þegar slík áföll dynja yfir. Góðar hugsanir eru hins vegar betri en oröa- flaumur þegar svo háttar til sem nú. Það er gott til þess að vita að nú er einnig hugað aö hinni huglægu hlið jafnframt hinni efnislegu, og sérmennt- aö fólk á því sviöi er meðal þess björgun- arfólks sem sent er á vettvang. Þetta er nauðsynlegur hlekkur í þeirri keðju björgunarfólks sem er viöbúið þegar hörmungar dynja yfir. Hin svarta vika Mér hefur af eölilegum ástæðum oröiö tíörætt um atburðina fyrir vestan. For- síöa Morgunblaðsins í gær gerir mann orðlausan, þar sem myndir voru birtar af þeim látnu. Hitt er skelfileg staðreynd aö í þessum eina mánuöi hefur annar álíka hópur fólks á öllum aldri látið lífið í um- feröinni, meðal annars í stórslysi í þessari svörtu viku. Ég get ekki annab en minnt á aö þar ræöur maðurinn meiru um framvinduna heldur en þar sem veöur og vindar leika sinn tryllta leik sem ofar er mannlegum skilningi. Áföllin undanfar- ið ættu að vera mjög sterk áminning til allra sem aka bílum út á vegina að fara meö fyllstu aögát. Við höfum þar fleiri þræði í okkar höndum, þó þar geti óviö- ráðanlegar aðstæður komið til eins og annars staöar í lífinu. Þessir dagar eru reynslutími, ekki aö- eins fyrir Vestfiröinga heldur alla þjóð- ina. Þaö reynir á samheldnina. Það reyn- ir ekki aðeins á hana í fáa daga heldur að hún endist lengur. Þaö er mín ósk á þess- ari stundu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.