Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 6
fiátoðtisfl , $51 ll J Ö S bnTsi^tJ B-i Laugardagur 28. október 1995 18. þing Verkamannasambandsins: Skatttekjur VMSI 22 milljónir kr. Persónur úr Sápu þrjú og hálft eftir Eddu Björgvinsdóttur bregba á vara- saman leik. TímamyndCS Kaffileikhúsib: Frumsýningu frestað Vegna hinna hörmulegu at- burba á Flateyri verbur frum- sýningu á Sápu þrjú og hálft eftir Eddu Björgvinsdóttur frestaö. Sýningin átti aö vera í gær- kvöldi, föstudag 27. okt., en henni verbur frestaö til föstu- dagsins 3. nóv. og hefst þá kl. 21.00. ■ Lífleg samkeppni framundan i nýjum miöbœ Kópavogs í „nafia höf- uöborgarsvœöisins ": Matvörurisar munu horfast í augu Bónus og Rúmfatalagerinn hafa keypt lób vib Fífu- hvammsveg í Kópavogi þar sem fjöldi verslana mun hafa absetur í framtíbinni í nýjum mibbæ Kópavogs. Samkeppn- in verbur hörb á þessum slób- um. Ekki síst verbur sam- keppni hörb í matvöruversl- uninni þar sem keppinautam- ir Bónus og Nóatún munu standa gegnt hvor öbmm. Þar munu þeir Jón Júlíusson í Nóatúni og Jóhannes Jónsson í Bónus nánast geta horfst í augu yfir þjóbbrautina. Öðmmegin Fífuhvammsveg- ar, sem verður ein af helstu um- ferðargötum höfuðborgarsvæb- isins, verða verslanir sem bygg- ingafélagið Gunnar og Gylfi munu reisa og ætlunin aö ljúka þeirri framkvæmd eftir 2-3 ár. Þetta veröur „Kringlu"-bygging með fjölda verslana, 24 þúsund fermetra stórhýsi. í þessari bygg- ingu verbur matvörumarkaður Nóatúns. Handan götunnar verba sjálf- stæð verslunarhús. „Þab verða ellefu hús á lóðinni okkar," sagöi Jóhannes Jónsson í Bónus í gærdag. „Bílastæbin hjá okkur verða í mibjunni og verslanir allt um kring. Hver kaupmaður er sjálfstæður og borgar ekki í sameign. Þessi stabsetning er góð, í rauninni nafli höfuðborg- arsvæöisins. Það á að breikka Reykjanesbrautina og Fífu- hvammsvegurinn á að liggja undir hana og liggja allt upp á Suburlandsveg vib Rauðavatn. Vib verðum því vel staðsettir, en ekkert ákveðib hvenær við byrj- um, þetta er mikil framkvæmd. Við höfum gert samning við bæjarstjórn um að ljúka við verkiö fyrir aldamót," sagöi Jó- hannes Jónsson. Bónus mun ætla að reisa matvörubúb á stærð vib þá sem fyrirtækiö rek- ur í Holtagöröum, um 1.000 fer- metra. -jbp Búist er vib ab skatttekjur Verkamannasambands ís- lands verbi rúmlega 22 mi- ljónir króna á þessu ári. I lok sl. mánaöar námu rekstrar- gjöld um 15 miljónum kr., en áætlab er ab þau verbi hátt í 20 miljónir kr. í árslok, sem er í samræmi vib rekstr- aráætlun. Þetta kemur m.a. fram í drögum að skýrslu um starf- semi sambandsins á þessu ári, sem lögð hefur verið fyrir 18. þing sambandsins. Þar kemur einnig fram að Verkalýðsfélag Barðastrandarhrepps hefur sótt um aðild ab Verkamanna- sambandinu og var umsókn þess rædd á tveimur stjórnar- fundum VMSÍ, í mars og aftur í sl. mánuði. Hinsvegar hefur ekki verið hægt að afgreiba umsókn félagsins, vegna þess Leikfélag Keflavíkur: Strætiö frumsýnt í næstu viku Leikfélag Keflavíkur frum- sýnir leikritib Strætib eftir Jim Cartwright í Félagsbíói í næstu viku, þ.e. 3. nóvember nk. En mikil absókn var ab þessu leikriti, þegar þab var sýnt á sínum tíma í Þjóbleik- húsinu. Þröstur Gubbjartsson leik- stýrir verkinu, en æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Hópurinn, sem stendur að sýn- ingunni, er samstilltur hópur áhugasamra leikara, jafnt eldri sem yngri félaga. Markmið leik- hópsins er að veita Suðurnesja- mönnum tækifæri til að njóta kvöldstundar í leikhúsi í sinni heimabyggð. - grh ab þab hefur ekki gengið frá sínum málum í því sambandi. Á árinu festi VMSÍ kaup á rúmlega 136 fermetra skrif- stofuhúsnæði á annarri hæð í Skipholti 50 c í Reykjavík, en sambandið hafði áður verið í leiguhúsnæði að Lindargötu 6. Kaupverðið var rúm 8,1 mi- ljón króna, en starfsmenn á skrifstofu eru tveir, að viðbætt- um formanni sambandsins. í ársbyrjun í fyrra voru fé- lagsmenn VMSÍ 28.697 í 52 aðildarfélögum; þeim hafði fjölgað um 997 manns og þar af voru konur 606 og karlar 391. Af heildarfélagatali eru karlar alls 13.950 og konur 14.747. Af einstökum deildum sam- bandsins er fiskvinnsludeildin fjölmennust með 9.011 manns, eða 32,9% af heild- inni. í deild byggingarmanna eru 2.193, eða 8%, og í deild verkafólks hjá ríki og borg eru 7.277, eða 26,6%. Utan deilda eru 8.867, eða nokkru færri en í fiskvinnsludeild, eða 32,4% af félagsmönnum. -grh Úr nýju ostabúbinni vib Skólavörbustíg. Á myndinni er starfsfólk búbarinnar: Erna Vigdís Ingólfsdóttir, Bjarni Þór Ólafsson verslunarstjóri og Sigríbur Hálfdánardóttir. Ný ostabúð opnuö Osta- og smjörsalan hefur opn- að nýja sérverslun meb íslenska og erlenda osta ab Skólavöröu- stíg 20. I nýju versluninni gefst fólki kostur á ab kaupa ýmsa osta, sem em ekki fáanlegir í venjulegum matvöruverslunum. Auk þess mun sérhæft starfsfólk veita ítar- legar upplýsingar um mebferð osta og skera þá að óskum kaup- enda. Fólk fær gjarnan að smakka á ostinum áður en gengib er frá kaupunum. I versluninni er einnig til boba fjölbreytt úrval gjafavara, áhalda og borðbúnaðar sem tilheyrir góbri ostaverslun. Þá er þar boöið upp á ýmsa tilbúna rétti. GBK Alþýbusamband íslands fundar meb bcendum um búvörusamninginn: Rætt um sér- stöðu bænda Alþýðusamband Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands halda sameiginlegan fund á Hvoli, Hvolsvelli, nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Umræðuefnið verður nýr búvörusamningur og er fundur- inn haldinn að frumkvæði Al- þýðusambands Suðurlands. Hansína Á. Stefánsdóttir, formað- ur Alþýðusambands Suðurlands, segir að brýnt sé að ræða þennan samning, um hann sé ekki sátt og deilur hafi komib upp milli ASÍ og bænda um gerð hans. Landbúnaður sé undirstöðuatvinnugrein á Suður- landi og eftir því sem heyrst hafi, hafi bændur á Suburlandi haft nokkra sérstöðu við gerð samnings- ins. Frummælendur verða m.a. Guö- mundur Gylfi Guðmundsson hag- fræðingur ASÍ, Bergur Pálsson for- maður Búnaöarsambands Suður- lands, auk Hansínu sjálfrar. Fundurinn er öllum opinn og er mikill áhugi fyrir honum, að sögn formanns Alþýðusambands Suður- lands. - BÞ Málþing um framlag kvenna til kristni: Konur unnið af eldmóði fyrir kirkjur heims Málþing undir yfirskriftinni „Kristur — kona — kirkja" verður haldiö í dag, Iaugar- dag, en á þinginu verbur fjall- ab um framlag kvenna til kirkju og kristni, en alls hafa nú um 30 konur tekib prests- vígslu. Þar verbur reynt ab draga fram hvemig konur hafi stutt kirkjuna á öllum öldum, sem og hvaba stubn- ing þær vilji ab kirkjur veiti þeim. „Fjallað veröur um konur og störf þeirra innan þjóðkirkjunnar þar sem verið er aö vekja athygli á því sem konur hafa verið ab gera í gegnum tíðina fyrir kirkjuna. Þau störf hafa oft á tíðum verið ósýni- leg og vib erum að draga þau fram," sagöi sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir í samtali við Tímann og bæt- ir við að þetta séu störf sem sjálf- sagt hafi þótt að konur inntu af hendi. Alkirkjurábið helgabi áratuginn 1988-1998 stuöningi kirkna við konur undir yfirskriftinni „Kirkjan styður konur". En í fréttatilkynn- ingu um málþingib kemur fram að ýmislegt bendi til ab konur í kirkj- um heims hafi gripið tækifærið og unnið af miklum eldmóbi að stuðningi við kirkjur, en minna hafi farið fyrir stubningi kirkjunnar við konur. „Það, sem átt Var við með þessu, var að konur hafa verib svo brennandi af áhuga gegnum tíðina á öllu kirkjulegu starfi og kannski viljað fá meiri sýnilega umbun fyrir sín störf," sagði sr. Guðlaug Helga. Fjöldi kvenna verbur með erindi á þinginu og má þar nefna Arnfríði Guðmundsdóttur guðfræðing, Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur guðfræðing, Steinunni Jóhannes- dóttur rithöfund, Láru Björnsdótt- ur félagsmálastjóra Reykjavíkur- borgar, og Höllu Jónsdóttur kenn- ara. Málþingið verður í Safnaðar- heimili Áskirkju kl. 10.00-16.30, en skráning og afhending gagna hefst kl. 9.30. Fundarstjórar eru sr. Guð- laug Helga Ásgeirsdóttir og sr. María Ágústsdóttir. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.