Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 28. október 1995 Oskar Guðlaugur Indribason bóndi, Ásatúni, Hrunamannahreppi Óskar Guðlaugur Indríðason fœddist í Ásatúni í Hrunatnanna- hreppi 10. apríl 1910. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indríði Grímsson frá Ásakoti í Biskups- tungum, síðar bóndi í Ásatúni, f. 17. maí 1873, d. 19. apríl 1928, og kona hans Gróa Magnúsdóttir frá Bryðjuholti, Hrunamannahr., f. 21. ágúst 1877, d. 6. júní 1939. Indríði var sonur Gríms Guð- mundssonar frá Kjaransstöðum, síðar bónda í Ásakoti, Biskups- tungum. Móðir Indriða var Helga Guðmundsdóttir frá Brekku í Bisk- upstungum. Gróa var dóttir Magn- úsar Jónssonar frá Efra- Langholti, síðar bónda í Bryðjuholti í Hruna- mannahreppi. Móðir Gróu var Guðný Einarsdóttir frá Bryðju- holti. Óskar var fimtnti í 11 systkina hóp. Þau voru í aldursröð: Guðný, f. 1902, lést þríggja vikna; Magn- ús, f. 22.9. 1903, d. 1994; Sigríð- ur, f. 13.8. 1905, d. 1973: Óskar, sem hér er kvaddur; Guðný, f. 23.12. 1912; Helgi, f. 30.1. 1914, d. 1995; Guðmundur, f. 15.5. 1915; Laufey, f. 24.2. 1917; Jak- ob, f. 11.11. 1918, d. 1991; Krist- inn, f. 1.5. 1920, d. 1936. Óskar bjó íÁsatúni ásatnt Hall- grími, sem nú er látinn, og Lauf- eyju, systkinum sínum, og stund- aði þar búskap alla sína starfsœvi. Hann fluttist ásamt systur sinni að Flúðum í íbúðir fyrír aldraða 1989. Óskar var ókvaentur og bamlaus. Nú vakna þú, ísland, við vonscel- an glaum afvorbylgjum tímans afdjúpi. fíyrg eymn ei lengur fyr aldanna straum, en afléttu deyfðanna hjúpi. Og drag þér afaugutn hvert dapurlegt ský, sem dylur þér heiminn og fremd- arljós ný. (Steingr. Thorst.) Þetta dýrðlega ættjarðarljóö orti skáldið á erlendri grund, þegar þjóðhátíð var í nánd (1874) og það sá úr fjarlægð landið rísa úr hafi meb hvítum jöklum og dimmbláum heið- um. En það sá um leið fyrir hug- araugum lengra fram nýja öld rísa með óþekktum fyrirheitum. Og ný aldarsól reis og í fram- tíöarsýn kvab Hannes Hafstein í aldamótaljóðum: íslenskir menn, hvað öldin ber í skildi enginn fcer séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst. Hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér, œttjörð, Guð í sinni mildi. í kjölfar þessara frelsishug- sjóna fylgdi bobskapur ung- mennafélaganna, sem kveikti neista í brjósti æskunnar í land- inu er sá í hillingum framfarir komandi aldar. Þessa er vert að minnast vib t MINNING andlát og burtför þessa sam- ferðamanns og vinar, Óskars Indriöasonar. Hann fæddist á morgni þessarar aldar, þegar slíkar hugsjónir lágu í loftinu, sem raunar mótubu hann alla tíð og urðu snar þáttur í lífs- stefnu hans og viðhorfi. Óskar Indriðason fæddist á bæ þeim í Ytri-Hrepp er Snússa hét, en hlaut síðar nafniö Ása- tún. En þar hófu búskap árið 1902 foreldrar hans, Indriði Grímsson frá Ásakoti í Biskups- tungum og kona hans, Gróa Magnúsdóttir frá Bryðjuholti í Ytri- Hrepp. Þau eignuðust 9 börn og var Óskar 3. í röðinni. Þetta var gamalt býli, áður fyrr hjáleiga frá Efra- Langholti. Jörðin landlítil og litlir afkomu- möguleikar fyrir barnmarga fjölskyldu. Bærinn stendur aust- an undir lágum ás norðan undir Langholtsfjalli. Útsýni er þar lít- ið, en vinalegt þar heima. Ekki ósennilegt að álfar byggju þar nærri, ef til væru. Þegar undirritabur kom í þessa sveit árið 1942, gat ekki heitið að hann þekkti þar nokk- urn mann. En hann hafði unn- ið með og kynnst nokkuð tveimur bræðranna við hafnar- vinnu í Reykjavík veturinn áð- ur. En þeir fengu svo slægjur um haustið á Hvítárholtsengjum og öfluðu heyja handa hestum. Kynni okkar Óskars fóru vax- andi með árunum, þar sem áhugamálin áttu samleið að ýmsu leyti. Auk þess má geta þess hér, að ættir beggja eru raktar til sama bæjar í sveitinni, að Bryðjuholti. Árið 1788 bjó þar Einar Bjarnason og fyrri kona hans Gubrún Kolbeins- dóttir. Þeirra sonur var Sigurður Einarsson, bóndi í Gelti í Gríms- nesi, langafi undirritaðs. Síbari kona Einars Bjarnasonar hét Sigríður Jónsdóttir frá ísabakka. Þeirra sonur var Einar Einars- son, bóndi í Bryðjuholti, langafi Óskars Indriðasonar. Indriði Grímsson lést 1928, en Gróa kona hans 1940. Þá hafði jörðin fengið nýtt nafn og heitir síðan Ásatún. Að móður sinni látinni tóku systkinin þrjú við búi: Óskar, Hallgrímur og Laufey. Áður en faðir þeirra lést, hafði hann náð að festa kaup á 1/3 Efra-Lang- holts, sem var sjálfstæð jörð. En þá urðu, að sjálfsögðu, skilyrði til búskapar betri og allt önnur. Búskaparsagan verður ekki rak- in hér, en allt var byggt upp á jörðinni og allt blómgaðist með snyrtimennsku og myndarskap. Hallgrímur lést 1983, en Óskar og Laufey héldu áfram þar til þau létu jörðina í hendur bróð- ursyni sínum og konu hans, en fluttu sjálf aö Flúðum í Dvalar- heimili aldraðra. Þegar nú litiö er yfir farinn veg og gengna ævi þessa látna samferðamanns, verður mynd hans ekki tæmandi hjá þeim sem ekki hefur þekkt hann frá því fyrsta. Umhverfið skapar manninn, er einhvers staðar sagt. Mun það rétt aö vissu leyti. En Óskar var, ef segja mætti, fyrst og fremst bóndi. En fá- tæktin og alvarleg veikindi, sem um hríð gengu yfir heimilið, hafa mótað vissan þunga hon- um í sinni. Auk þess átti hann sjálfur, jafnvel frá unga aldri, við veikindi að stríða, lá margar spítalalegur; var eitt sinn sendur út til Noregs til aðgerðar. Ungur sá hann í anda bú sitt vaxa, tún breiðast út og þrifleg- an fénað dreifa sér um haga og rekinn til öræfa á vorin. Og honum varð að ósk sinni. Hann hafði yndi af skepnum sínum, sem urðu fallegar og vel fóðrað- ar í höndum hans. En einkum voru það þó hestar. Hann bar mikla elsku til þeirra. Þótt Óskar væri ekki bjartsýn- ismaður, var hann framfara- sinnaður og fljótur ab tileinka sér nýjungar. Hann var félags- lyndur, sat í stjórn ungmenna- félagsins og um skeið formabur hrossaræktarfélags. Hann fylgdi samvinnustefnunni og leit björtum augum til alþýðuskól- anna, þar sem æska landsins gat notið menntunar. En það mun hafa verið honum þungbært að geta ekki notið þess vegna fá- tæktar og veikinda heima fyrir. En honum var svo háttað, að þótt hann ekki nyti þess sjálfur, þá vildi hann geta séð æsku landsins vaxa að menningu og þroska og studdi hvarvetna ungt fólk til dáða. Hann var handlaginn, reglu- semi og snyrtimennska rík í fari hans, en sérlega nákvæmur í hverju sem var. En Óskar sá fleira en hina efn- islegu og hagkvæmu hlið hlut- anna. Hann hafði glöggt auga fyrir fegurð og dýrð náttúrunn- ar. „Og hugurinn gat farib því víðara sem heimahagarnir voru þrengri," sem sagt var um eitt góðskáld þjóðarinnar. Og þótt hann ekki nyti annars en barna- fræðslu, var hann, ef svo bar undir, vel ritfær, hafði næma skynjun fyrir blæbrigðum máls bæði í ræbu og riti. Þótt hlédrægur væri, hafði hann mikla tjáningarþörf sem fram kom í ræðumennsku, er hann ibkaði því meir sem á leið. Þá bar þab við, vegna innri hita, að málið hlýddi honum svo ab áheyrendur hrifust með, jafnvel svo að eftirminnilegt var. Þá mætti minnast þess, nú er sauð- kindinni er flest til foráttu fund- ið, þannig að landeyðing blasi við, að Öskar gat hennar eitt sinn í tækifærisræðu með orð- unum „þetta drifhvíta náttúru- barn". Óskar skrifaði ekki opinbert, utan eina minningargrein um látinn vin sinn nú á efri árum. En eftir hann liggur nokkuð í handritum, sem hann hefur e.t.v. skrifað í kyrrð vornætur- innar að loknu dagsverki. Þar kunna að finnast gullkorn inn- an um. Óskar giftist ekki né átti af- komendur, en hann sá framtíð- ina í æsku landsins. Hann náði háum aldri, þrátt fyrir heilsu- leysi allt frá æsku til elliára. En hann var ekki einn. Laufey systir hans stóð jafnan við hliö hans og annaðist hann af frá- bærri umhyggju og fórnfýsi þar til yfir lauk og andlát hans bar að á Sjúkrahúsi Suöurlands þ. 19. okt. síðastliðinn. Óskar er nú farinn burt í ferð þá sem allir eiga fyrir höndum. Efinni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn hann, það er best út, að heiman, efþú berst í vök. (E.B.) Sigurður Sigunnundsson frá Hvítárholti Þegar við kveðjum góðan og gamlan vin, koma margar minningar upp í hugann. Hann Óskar í Ásatúni, nágranni okkar í marga áratugi, yfirgaf þetta jarðlíf frá Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi eftir langvarandi van- heilsu, en stutta dvöl á sjúkra- húsinu. Óskar Indriðason var fæddur í Ásatúni 10. apríl árið 1910. Hann átti þar heima alla sína ævi, utan síðustu árin er hann bjó að Heimalandi á Flúðum ásamt systur sinni, Laufeyju. Mín fyrstu kynni af Ásatúns- fjölskyldunni voru þau að ég, sem ungur drengur, var sendur aö Ásatúni einhverra erinda sem ég man ekki hver voru, en þegar erindinu var lokib, kom Gróa móbir þeirra systkina með þykka brauðsneið með kjöt- áleggi og gaf mér. Þetta atvik hefur lifað í minningu minni og hefur mér æ síðan verib hlýtt til þeirra systkina og móður þeirra, enda oft notib greiðasemi þeirra og vináttu. Árið 1928, þegar Óskar var átján ára gamall, missti hann föbur sinn og bjuggu þau systk- inin með móður sinni til ársins 1940, er hún lést. Það voru harðir tímar og kreppa á fjóröa áratugnum og stór systkinahóp- urinn í Ásatúni. Óskar bar þess merki æ síðan, að fara vel með alla hluti og eyða ekki um efni fram. Árið 1940 eignuðust þau systkinin Hallgrímur, Óskar og Laufey jörðina. Óskar í Ásatúni er af svokall- aðri aldamótakynslóð, einn af vormönnum íslands. Hann var hugsjónamaður sem vildi fegra landið, rækta og stækka túnin, bæta bústofninn og auka vel- sæld hjá komandi kynslóðum. Eftir að stórvirkar vinnuvélar komu til sögunnar, voru túnin í Ásatúni margföldub að stærð, húsakostur allur uppbyggður og frá öllu gengið af einstakri smekkvísi og dugnaði. Óskar var unnandi fegurðar- innar. Hann sá feguröina í nátt- úrunni, í bláum tindum fjall- anna, fannbreiðum jöklanna, bylgjandi faxi á gangvissum reiðskjóta, grænkandi vorgróbri túnanna og ekki síst í uppvax- andi trjágróðri. Skógarreiturinn ofan við bæinn í Ásatúni ber þess glöggt vitni, að þar hefur verið unnið af alúð og natni. Skömmu áður en Oskar hætti búskap, vann hann að því að koma upp sumarbústaðabyggð vestan í Langholtsfjalli í landi Ásatúns. Þetta var hans framlag til þess að unga fólkið, sem tók við jörðinni, hefði af þessu nokkrar tekjur, en framleiðslu- réttur hafði dregist saman síð- ustu árin. Óskar sá þennan draum sinn rætast, því nú eru sumarhúsin orðin hátt á annan tug og heitu vatni er dælt til þeirra úr borholu sem er neðan við íbúðarhúsið í Ásatúni. Á fyrstu áratugum aldarinnar sveif andi ungmennafélaganna yfir vötnunum. Óskar var einn af þeim mönnum sem urðu gagnteknir af hugsjón þessarar hreyfingar. Hann vann af alhug og ðsérplægni fyrir Ungmenna- félag Hrunamanna í áratugi og var ætíð reiðubúinn að leggja fram sitt liðsinni við þau mál- efni er til heilla og framfara horfðu. Má þar nefna leiklist og skógrækt, en þar átti hann drjúgan þátt í að rækta upp skógarreitinn á Álfaskeiði. Á fundum var Óskar maður sátta og samvinnu og hvatti þá ungu til dáða. Þá fylgdist hann vel með unga fólkinu í sam- bandi við íþróttir, eftir ab hann fór að eldast. Eitt sinn, er Ung- mennafélag Hrunamanna hafði orðið sigursaelt á Skarphéðins- móti, hitti Óskar unga stúlku daginn eftir mótið, en henni hafði gengið vel í keppninni og stuðlað að sigri í félaginu. Óskar tók í hendi stúlkunnar og þakk- aði henni fyrir frammistöðuna. Þetta hlýja handtak og þakkar- ávarp er ennþá greypt sem perla í minningasjóð þessarar stúlku mörgum áratugum síðar. Sumir skilja eftir sig gróður í hverju spori og þannig vildi Óskar vera. Á undanförnum árum höfum viö Óskar stöku sinnum rætt saman og þá hefur hann stund- um minnst á það hvað tæki vib eftir þetta jarðlíf. Á tímabili gætti nokkurs ótta hjá honum með framhaldið. „Ég hef ekki verið nægilega góður mabur og ég veit ekki hvað verður gert vib mig," sagði hann. Daginn sem réttað var í Hrunarétt, um miðjan septem- ber síðastlibinn, heimsótti ég Óskar á sjúkrahúsið. Hann var þá lamaður að nokkru, en and- lega heilsan í góbu lagi. Rætt var um fjallaferðir og réttir, en þar hafði Óskar verið þátttakandi lengst af sinni ævi. „Ég vona að ég geti farið á bak honum Hær- ingi mínum, þegar ég kem yfir um," sagði Óskar, en sá hestur var honum mjög hjartfólginn. Þá kom örlítill glampi í augu hans og brosvipra í munnvikin og hann sagði: „Ef ég fæ að hitta hann Jesú, þegar ég er kominn yfir, ætla ég að bjóða honum á bak honum Hæringi, svo hann þurfi ekki að ríða þessum asna." Þannig var kímnin ofarlega hjá Óskari, þótt líkaminn væri illa kominn. „Nú er ég tilbúinn að fara," sagði hann ab lokum. „Ég er búinn að sjá hann Halla bróður, þau ætla mörg að taka á móti mér." Ég kvaddi Óskar með þéttu handtaki og óskaði honum góðrar ferðar. „Má ég vinka til þín?" sagði hann um leið og ég gekk út úr sjúkrastofunni. » Vib hjónin sendum ykkur systkinum og ástvinum Óskars innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Skúli Gunnlaugsson, Miðfelli Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaðar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar * fwnm geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.