Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 20
Vebtlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflól: Norbaustlæg átt, gola eba kaldi og léttskýjab víbast hvar. Hiti 0 til 4 stig. • Breibafjörbur: Norbaustan gola eba kaldi og léttskýjab. Hiti á bilinu -1 • Vestfirbir: Norbaustanátt, kaldi vibast hvar og léttskýjab. Hiti nálægt frostmarki. • Strandir og Norburland vestra og Norburland evstra: Austan og norbaustan gola eba kaldi og víbast léttskýjab. Hiti verbur nálægt frost- marki. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Norblæg átt, gola eba kaldi. Skýjab meb köflum og ab mestu þurrt. Hiti 0 til 4 stig. • Subausturland: Austan gola eba kaldi og smá skúrir framan af. Austan kaldi eba stinningskaldi sibdegis. Hiti 0 til 7 stig. Atburöirnir á Flateyri snerta Súövíkinga djúpt. Sigríöur Hrönn Elíasdóttir: Fólk er í miklu uppnámi „Hugur minn og allra Sú&vík- inga er hjá Flateyringum. Hér eru allir í miklu uppnámi og fólk er varla farib ab átta sig á hlutunum ennþá," sag&i Sig- ríöur Hrönn Elíasdóttir, odd- viti í Sú&avík í samtali vi& Tímann í gær. Snjóflóöiö sem féll á Flateyri í fyrrinótt hefur vakið beyg hjá mörgum Vestfir&ingum eins og fram kom í Tímanum í gær. I Súðavík hefur áfallið á Flateyri auk þess ýft upp sár margra sem eiga um sárt að binda eftir snjó- flóðið þar í janúar sl. Sigríður Hrönn segir aö þetta séu erfiðir dagar fyrir marga Súðvíkinga eins og hafi komið í ljós á bænastund sem haldin var í grunnskólanum í fyrradag. Hún segist þó halda í vonina um að veturinn veröi ekki jafn slæmur og byrjun hans gefi til- efni til að ætla. „Veturinn kemur náttúrulega með ósköpum. Ég er samt að vona að þetta hafi verið stakt áhlaup og nú taki viö vetrar- byrjun eins og maður á að venj- ast, þannig að maður þurfi ekki aö búast við miklum snjó fyrr en um áramót. Ég veit samt eicki hvað ég á að halda. Veðráttan virðist vera að breytast það mik- ið að maður er alveg hættur að átta sig á hlutunum. Fólk sem hefur búið hérna allt sitt líf skil- ur ekkert í þessu veðurfari." Eftir snjóflóðið í Súðavík tóku flestar fjölskyldur þar þá ákvörðun að taka þátt í endur- byggingu þorpsins. Sigríður Hrönn segist halda aö aðeins þrjár fjölskyldur hafi flust í burtu. „Fólk vildi a.m.k. þá búa hér áfram. Ég veit ekki hvað fólk vill núna. Fólk er í miklu uppnámi og það á erfitt með að taka ákvörðun eins og ástandið er núna. Það er í raun allt of snemmt að gera sér einhverja grein fyrir framtíbinni." Þótt vetur sé að ganga í garð búa margir Súövíkingar enn á skilgreindu hættusvæði. Sigríö- ur Hrönn er ein þeirra. „Það er hægt að lifa viö þetta vegna þess að við sjáum fram á lausn. Við erum að tala um tímabundið ástand hjá okkur og á meðan reynir maður að sýna skynsemi. Þetta hlýtur hins veg- ar að vera hrikalega erfitt hjá Flateyringum og öðrum sem vita ekki hver lausn þeirra mála verður." Uppbyggingin í Súðavík er í fullum gangi. Sigríður segir að fylgt sé mjög stífri verkáætlun og t.d. hafi menn verið að vinna Húsnæöislausir á Flateyri fái afnot af opinberu húsnæbi Sigríbur Hrönn Elíasdóttir. í vonda veðrinu í fyrradag. Núna sé beðið eftir að Steiniðj- an á ísafirði geti hafið steypu- framleiðslu að nýju eftir aö snjóflóðið féll á hana. „Þetta á að geta hafist. Það er búið er að reisa útveggi húsana og þökin eru komin á, þannig að það er mikiö fengið." Sigríöur Hrönn vill ekki taka undir það að útilokað sé að spá fyrir um hvar hætta sé á snjó- flóðum. Hún bendir á að Norð- menn hafi gert það með góðum árangri en þeir hafi auðvitað lengri sögu til að byggja á. „Ég held að vandinn hjá okkur sé að við séum allt of fátæk af upplýs- ingum til að geta gert nógu ör- uggt hættumat, þar sem snjó- flóöasaga okkar er svo stutt," segir hún að lokum. ■ Tókst ab koma upp neyb- arbensíntanki á Flateyri: Bráðabirgða- stöb kemur sjóleiðina „Þaö er unnið aö því á fullu að smí&a tanka, tvo 6 þúsund lítra og einn 4 þúsund lítra. Þá er líka verið a& laga til gamlan af- grei&sluskúr. Þetta kemur allt á þri&judaginn sjóleiðina, eins- konar bráöabirg&abensínaf- greiösla," sagöi Trausti Bjarna- son á Flateyri, en hann rekur ESSO-stööina á staðnum. Stö&in fór undir flóöiö og gjöreyðilagö- ist og veröur ekki grafin upp fyrst um sinn. Trausti sagði ab enginn elds- neytisskortur heföi skapast á Flat- eyri þrátt fyrir áfalliö. Stapafellið var á Flateyri á fimmtudag og unnt reyndist aö ná tanki sem kom heill út út flóðinu og er hann notaður sem neyöartankur. -JBP Félagsmálará&uneytiö hefur ákve&iö a& nýta sem mest af opinberu húsnæ&i á Flateyri fyrir íbúana sem misstu hús sín í snjófló&inu og hyggjast búa þar áfram. Rauði kross íslands mun aft- ur leysa vandamál húsnæbis- lausra fórnarlamba í Reykja- vík. Þá hefur verið ákveöiö að fjárhagsleg fyrirgreiðsla til þeirra sem misstu ættingja og eignir verði með sama hætti og í Súðavíkurhamförunum. -BÞ Tímamynd: CS Margir vilja heim Hjálparstöövar Rauöa krossins í Reykjavík og á Flateyri veröa opnar alla helgina. Guöný Anna Arnþórsdóttir: Mikilvægt ab standa saman í sorginni Hjálparstö&var Rauöa kross ís- lands vi& Rau&aárstíg í Reykjavík og á Flateyri ver&a opnar alla helgina fyrir þá sem eiga úm sárt a& binda vegna snjófló&sins á Flateyri. í gærmorgun komu á þri&ja tug Flateyringa í stö&ina í Reykja- vík og átti þar stutta samveru- og bænastund, eftir a& hafa komið me& var&skipi til Reykjavíkur fyrr um morgun- inn. í hjálparstöðinni við Rauðarár- stíg starfar áfallahjálparteymi frá Borgarspítala, læknir frá Land- spítala og starfsfólk Rauða kross- ins. A annað þúsund manns hringdu í stöðina strax á fimmtu- dag til að leita upplýsinga og um fimm hundruö manns lögbu leið sína þangað. Fólk hélt áfram að hringja og koma í stöðina aðfara- nótt föstudags og í gær. Þeir sem taka á móti fólki í hjálparstöðinni eru gebhjúkrun- arfræðingar, læknar, félagsráð- gjafar og prestar. Mebal þeirra er Gubný Anna Arnþórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á geölækingasviði Borgarspítalans. „Þab er búið að vera mikið að gera allan daginn enda er gífurleg þörf fyrir svona starf þegar þaö verða jafn margir.fyrir áföllum og missi." Guðný segir að í hjálparstöb- inni sé eingöngu unnt ab veita fyrstu hjálp en hún sé mjög mik- ilvæg. „Það er talað um ab fólk gangi í gegnum ákveðið ferli þegar það verður fyrir áföllum. Vib.fræðum fólk um þetta ferli og leiðbeinum því um hvert það getur leitað í framhaldinu. Við tölum líka um það hvaö fólk getur gert sjálft til að komast í gegnum áfallib en það getur verið mjög einstaklings- bundið. Síðast en ekki síst er gríð- arlega mikilvægt ab fólk komi saman og standi saman þegar svona stendur á," segir Gubný. Rauði krossinn mun sjá Flat- eyringunum sem komu til Reykjavíkur fyrir nauðsynlegu fé og fatnaöi og útvega húsnæbi eft- ir þörfum. Félagsráðuneytið hef- ur þegar boðiö fram nægilegt húsnæði ab svo stöddu en auk þess hefur fjöldi einstaklinga og félaga bobib fram húsnæöi og aöra aðstoð. Gubný segir að samstarf áfalla- hjálparteymisins og Rauða kross- ins hafi gengið mjög vel. Allir sem komi að hjálparstöðinni hafi staðið saman sem einn maður og þaö hafi vonandi skilað sér til þeirra sem leiti abstobar hjá þeim. Eins og áður sagði verður stöð- in opin alla helgina og vill Gub- ný hvetja alla til að leita þangað sem finnst þeir þurfa á aðstoð eöa stuðningi að halda. -GBK íslandsflug hóf áœtlunarflug til Flateyrar í gœr eftir óvebrib sem gekk yfir landib ívikunni meb hörmulegum afleibingum. Farnar voru sex ferbir til og frá Flateyri í gœr og var fullbókab í þœr allar. Alls fóru 127 manns meb flugi til Flateyrar og álíka maigir komu þaban, þar á mebal fjöldi björg- unarsveitarmanna. Mebal þeirra sem fóru til Flateyrar meb flugi í gcer var sveitarstjórinn íFlateyr- arhreppi, Kristján j. jóhannesson -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.