Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 31. október 1995 5 Guðrækilegar þenkingar Á háskólatónleikum 25. október — en þeir eru jafnan haldnir í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum — spilaði Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari tvær einleikssamstæður Bachs, nr. 1 í G- dúr og nr. 5 í c-moll. Samstæöur þessar voru skrifaðar fyrir knéfiðlu, og eru frægustu, virtustu og vinsælustu einleiks- verk af þessu tagi sem til em. Hins vegar er það hvort tveggja, að tónlist Bachs og jafnaldra hans var ekki sérstaklega hugsuð fyrir sérstök hljóðfæri — Bach sjálfur var djarftækur til verka sjálfs sín og annarra sem hann umskrifaði fyrir ýmis hljóðfæri eftir þörfum — og að lágfiðlan getur víða seilst til fanga, því hún liggur miðja vega milli fiðlu og knéfiðlu, og hefur að auki svipað tónsvið og klarinettan. Af þessum sökum telja lágfiðlu- leikarar klarinettusónötur Brahms vera lágfiðlusónötur, knéfiðlusamstæður Bachs vera lágfiðlusamstæður, fiðlupartítur Bachs vera lágfiðlupartítur, o.s.frv. — og allt með nokkmm TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON rétti. Hins vegar eru knéfiðlu- samstæður Bachs heilög vé fyrir flesta sellista: Pablo Casals, sem fyrstur flutti þessar fingraæfing- ar upp á svið tónleikahúsanna, byrjaði hvern dag með því að spila eina þeirra eða tvær, og hálflanda vorn, stórkúnstner Er- ling Blöndal- Bengtsson, knýr þörf til að koma hingað reglu- lega og skýra landsmönnum frá niðurstööum nýjustu rann- sókna sinna á samstæðum þess- um. Og eins er þetta með okkar eigin menn: Gunnar Kvaran og sr. Gunnar Björnsson hafa hvað eftir annað gefið framvindu- skýrslur um átök sín við sam- stæðurnar á tónleikum undan- farinna ára. Allt þetta segi ég til að undirstrika það, að þessar samstæður Bachs skipa ekki sama sess í hug og hjarta lágfiðl- ara eins og knéfiðlara — Helga Þórarinsdóttir, okkar fremsti lágfiðlari, mundi tæplega fara að spila þetta á hverjum morgni til að lauga sálina — en jafnframt sóma þær sér prýðilega sem lágf- iðlutónlist. Og svo var sannlega á háskólatónleikunum, því Helga spilaði mjög vel. í tón- leikaskrá hafði hún valið fræga tilvitnun í útvarpserindi Kiljans, sem hann flutti árið 1965 í til- efni þess að Erling Blöndal- Bengtsson var að fara að flytja samstæðurnar í útvarpið, og upphafið er þannig: „Ég bið menn að taka eftir djúpum tóni sem einsog lýkur aftur einstökum atriðum í svo mörgum smáum einíngum þessa verks, þeim lageiníngum sem hver þáttur verksins saman- stendur af. Þessi djúpi tónn, — er hann niðurstaða eða svar við því máli sem reifað var í undan- geingnum lagabút?" Hér er öll áherslan á hinn djúpa tón, sem lágfiðluna vant- ar miðað við knéfiðluna, en ein- mitt þessi djúpi tónn snertir sér- stakan fílósófískan streng í sál- um vomm, lyftir hjarta voru til Helga Þórarinsdóttir. hæða. Af þessum sökum nær ví- ólan sennilega ekki að koma fyllilega í stað sellósins í þessum verkum, sem þó breytir því ekki að Bach er mest-fjölnota efni- viður tónlistarsögunnar, og sennilega listasögunnar allrar — jafnvel jazzistar og poppistar geta ekki eyðilagt hann — og að samstæðurnar eru svo háleit tónlist að þær eru yfir einstök hljóðfæri hafin. Og eftir þennan langa formála kem ég að niðurstöðunni: að Helga Þórarinsdóttir flutti gest- um háskólatónleika þessar sam- stæður Bachs mjög vel — svo vel, að við hefðum engan van- kant á fundið ef við hefðum ekki áður heyrt þær 1000 sinnum í fmmgerðinni, ef svo má segja. Enda náðu tónleikarnir sínum háleita tilgangi að innblása jafn- vægi og ró í taugakerfi háskóla- manna, nemenda sem kennara, og gera þeim þannig kleift að tvíeflast í námi og rannsóknum, landi og lýð til heilla. ■ Margrét Frímannsdóttir Kjör Margrétar Frímannsdóttur í stöðu formanns Alþýðu- bandalagsins er athyglisverður stjórnmálaviðburður. Hann kann að marka meiri tímamót í efnahagsþróuninni hérlendis en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Það var ekki einasta, að hún sigraði gamalgróinn kommúnista, sem hafði nánast alist upp með flokknum og átti sér gnótt stuðningsmanna inn- an hans, heldur hafði mótherj- inn lítt gagnrýnanlega fortíð, enda maður skynsamur og hóf- samur. Það, sem meginmáli skipti í átökunum, var sú stað- reynd, að Margrét boðaði LESENDUR þáttaskil í sögu vinstri hreyf- ingar á íslandi. Hún prédikaði blákalt sameiningu félags- hyggjuflokkanna. Einmitt tvístringur þeirra hefir verið helsti þröskuldur í vegi fyrir áhrifum þeirra hérlendis, er væru sambærileg við t.d. völd jafnaðarmanna á hinum Norð- urlöndunum gegnum tíðina. Forveri hennar, Olafur Ragnar Grímsson, var áhugalaus um slíka sameiningu, enda umfram allt persónulegur valdatafls- maður. Svavar Gestsson var hins vegar of tengdur gamla kommúnistaflokknum til þess, að hann gæti af einlægni unnið með öðrum. Fyrst kom Alþýðuflokkurinn um 1916. Jónas Jónsson frá Hriflu var í rauninni jafnaðar- maður, en lét sér ekki vel líka þjóðnýtingaráform krata í landbúnaðarmálum og stofn- aði bændaflokk, Framsókn, sem setið hefir í vinstri eða hægri stjórn. Enginn skyldi lá Jónasi þetta, því að eyðing landbúnaðar er enn á dagskrá krata, næst landssölu til ESB. Kommar klufu sig úr Alþýðu- flokknum, og síðan hefir hver klofningurinn rekið annan á þeim vígstöðvum. í skjóli þessa óyndis meðal félagshyggju- manna hefir auðvald og íhald ráðið lögum og lofum í land- inu. Þess vegna er tekjumis- ræmi svo gífurlegt. Eiginmenn geta ekki lengur unnið fyrir fjölskyldu sinni einir, og konur herja á vinnumarkaði — með börnin sín á dvalarheimilum. Það er skoðun æ fleiri íslend- inga, að einasta raunhæfa von- in um betri daga í náinni fram- tíð sé í því fólgin, að félags- hyggjumenn nái að sameinast í einhuga flokk undir sterkri stjórn. Óska ég Margréti Frí- Margrét Frímannsdóttir. mannsdóttur til hamingju með sigurinn. Megi henni vel farn- ast. Menntamaður Bók um kaþólskan siö Þorlákssjóður hefur gefið út bókina Kaþólskur siður eftir sænsku dóminíkanasysturina Catharina Broomé, í íslenskri þýðingu Torfa Ólafssonar. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ritaði sérstakan kafla um sögu kaþólsku kirkj- unnar á íslandi. Heildarheiti bókarinnar er Kaþólskur siður, en undirtitill- inn er Kirkjan — Kenningin — Köllunin. Bókinni er ætlaö að gefa lesendum hugmynd um kaþólskt trúarlíf og jafnframt að lýsa þeim raunveruleika sem kaþólska kirkjan er og fjölbreytni hennar. Hún skipt- ist í fimm aðalhluta: - Kaþólsk trú. - Kristilegt líf. - Náð og sakramenti. - Úr kirkjusögunni. - Saga kaþólsku kirkjunnar á íslandi. - Kirkjan sem stofnun. - ... og líf hins komandi heims. Rakin er þróunarsaga krist- innar trúar frá upphafi og drepið á mismunandi kenn- ingar trúarhópa og kirkju- deilda. Fjallað er í stuttum köflum um fjölmargar hliðar á kristni og kirkju. Gerð er m.a. grein fyrir guðfræði kaþólsku kirkjunnar, siðfræði, dul- hyggju, dýrlingum, þjóðfé- lagskenningu, hlutverki páfa, Fréttir af bókum helgisiðum og sakramentum, skipulagi og klausturreglum. Bókin er rituð í samkirkju- legum anda og sérstök áhersla er lögð á sögu kirkjunnar, m.a. tilgang og áhrif kirkjuþinga, hlutverk páfa, siðaskiptin og starf Lúters. í bókinni er mikinn fróðleik að finna sem ekki hefur áður verið aðgengilegur á íslensku. Henni fylgja mjög ítarlegar at- riðisorða- og nafnaskrár, sem gera hana að handhægu upp- flettiriti. Höfundurinn, Catharina Broomé, er systir í Dóminík- anareglunni og var 1989 kjör- in heiðursdoktor í guðfræði við háskólann í Uppsölum. Hún hefur starfað sem blaða- maður, fyrir útvarp og sjón- varp, og samið fjölda bóka. Bókin Kaþólskur siður er 368 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Hún verður til sölu í bókaverslun kaþólsku kirkj- unnar að Hofsvallagötu 14, sem opin er kl. 17-18 á mið- vikudögum, en einnig í öðrum bókabúðum. Verð hennar án virðisaukaskatts/með virðis- aukaskatti er 2200,-/2508,- kr. Kaþólskur siður kemur út nærri 100 ára afmæli starfs kaþólsku kirkjunnar á íslandi, en sr. Jóhannes Frederiksen steig hér á land 25. október 1895. Kristskirkja á Landakotshœð. Rétt hundrað ár eru liðin síðan starf kaþólsku kirkjunnar var endurvakið á íslandi, en séra jóhannes Frede- riksen steig hér á land 25. október 1895. Valfrelsi launafólks Ég vil leyfa mér að taka undir með Finni Ingólfssyni viðskipta- ráðherra, vegna hugmynda hans um að endurskoöa þurfi lög um starfsemi lífeyrissjóða. Ég hef lengi talið að þar sé ýmsu ábótavant. Ég tel það til mann- réttinda að fá að meta sjálfur. hverjum ég treysti best til að varðveita sparifé mitt og ávaxta það sómasamlega. Ég vil einnig eiga þess kost að geta metið sjálfur hvaða sjóður geti best tryggt mér þokkalegan lífeyri þegar á þarf að halda, og jafn- framt vil ég að allur vafi verði tekinn af því hver innstæða mín er á hverjum tíma. Með þeim hætti aukast möguleikar mínir á að fá að ráða sjálfur hvenær ég vil draga mig í hlé á vinnumark- aðnum, þegar sá tími kemur, og ég vil einnig vera viss um að líf- eyrisréttur minn erfist, ef til þess þarf að koma. Þá tel ég að núver- andi fyrirkomulag í lífeyris- sjóðamálum eigi nokkra sök á því að halda vöxtum uppi. Að lokum vil ég skora á ráðherra að beita sér af alefli við að afnema núverandi einokun lífeyris- sjóðakerfisins til hagsbóta fyrir alla aðra en þá milliliði, sem hafa í skjóli hafta fengið að fara með 230 milljarða sem eigið fé. Kári Bjamason LESENDUR Finnur Ingólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.