Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 6
6 MTiilÆÍIilSTul "!,'Prl6judagur 31. október 1995 Börn og unglingar fjalla um sm hagsmunamál: Útivistartími, sjálfræðisaldur og fjölmiðlar „Þau voru ósátt vib þetta laga- ákvæbi sem er ab finna í barnaverndarnefndarlögum um útivistartíma, sérstaklega þá yfir vetrartímann. Einnig var talsvert spurt um hækkun á sjálfræbisaldrinum úr 16 upp í 18. Ég held nú ab börn skiptist a.m.k. í tvo hópa hvab þetta varbar þannig ab líklega þarf ab skoba þetta nánar áb- ur en ákvörbun verbur tekin," sagbi Þórhildur Líndal, um- bobsmabur barna, um hvaba mál hefbu bmnnib mest á þeim ungmennum sem héldu erindi á málþingi um málefni barna og ungmenna sem haldib var síbastlibinn laugar- dag. Af þeim sem sátu fyrir svörum tók Siv Fribleifsdóttir afgerandi afstöbu meb ungmennunum um ab breyta þyrfti útivistar- reglum barna og unglinga, en börn 12 ára og yngri mega sam- kvæmt þeim ekki vera úti eftir kl. 20 ab vetrarlagi og 13-16 ára unglingar mega ekki vera úti eftir kl. 22 frá 1. sept.-l. maí. Sökum þessara reglna taldi Kjartan Smári Höskuldsson, 15 ára, ab hálfgert upplausnar- ástand ríkti í útivistarmálum unglinga. „Hér í Reykjavík um helgar eru unglingar sem ekki eru orbnir 16 ára eba yngri hirt- ir í bænum og þeir keyrbir í svo- kallaö „unglinga-athvarf". Þangaö skulu svo foreldrar þeirra gjöra svo vel ab sækja þau sama hvort þeim líkar betur eba verr," sagöi Kjartan í erindi sínu og taldi ab foreldrar væru full- færir um ab meta útivist barna sinna þó sjálfsagt væri ab hafa vibmibunarreglur innan skyn- samlegra marka. Reykjavíkurborg hefur sett fram tillögur um hækkun sjálf- ræöisaldurs upp í 18 ára en hann er nú vib 16 ára aldur. Þaö Þórhildur Líndal, umbobsmabur barna. er hins vegar Alþingis taka ákvöröun um þessa breytingu og aö sögn Þórhildar verbur bráblega lagt fram nýtt frum- varp til lögræöislaga á þingi en henni er ekki kunnugt um hvaöa afstaöa veröur tekin þar. Heilmikil umræba var um fjölmiöla og unglinga og þeir sem tóku til máls töldu aö nei- kvæb mynd væri dregin upp af unglingum í fjölmiblum og fremur ætti ab ræba um þab já- kvæba og uppbyggjandi starf sem innt væri af hendi ung- linga. Þórhildur skoraöi á sveitar- stjórnir landsins aö sýna í verki ab börn og ungmenni skiptu máli nú þegar gerö fjárhagsáætl- ana færi í gang meö því aö auka fjármagn til málefna sem þau snerta og jafnframt varpar hún fram þeirri hugmynd aö leita ætti leiöa til aö finna vettvang þar sem börn og ungmenni gætu haft bein afskipti af mál- efnum sveitarfélaga er þau varöa. LÓA Fiskveiöisamningur íslands og ESB: Veiðisvæði rýmkað Á fundi samninganefnda ís- lands og Evrópusambandsins í síbustu viku nábist sam- Davíb þakkar Fær- eyingum í tilefni af samúbarkveöjum og fjárframlögum frá Færeyingum hefur Davíb Oddsson forsætis- rábherra sent lögmanni Færey- inga eftirfarandi bréf: „Reykjavik 28. október 1995 Kæri lögmaöur Færeyinga, góöir færeyskir vinir, íslenska þjóöin er djúpt snort- in yfir þeim mikla hlýhug, sem frá Færeyingum berst, nú þegar viö eigum um sárt aö binda. Þótt viö íslendingar metum hjálpsemi ykkar og örlæti, þykir okkur enn vænna um vináttu og tryggö bræbra okkar og systra í Færeyjum. Davíð Oddsson" komulag um ab leggja þab til viö stjórnvöld ab subaustur- veibisvæbib á karfaslób verbi rýmkab nokkub til austurs og norbausturs. Abrar breytingar á framkvæmd samningsins voru ekki lagbar fram. í tilkynningu sjávarútvegs- ráöuneytisins kemur m.a. fram ab samkomulagiö um stækkun veibisvæöisins sé í samræmi viö þaö ákvæbi fiskveiöisamnings- ins, sem undirritaöur var í des- ember 1993 þess efnis aö endur- skoba skuli veiöisvæöin ef í ljós kemur ab ekki sé hægt aö stunda þar hagkvæmar veiöar. En samkvæmt samningum er fiskiskipum ESB heimilt ab veiba 3 þúsund tonn af karfa á afmörkuöum veiöivæöum inn- an íslenskrar lögsögu. Á grundvalli samningsins reyndu þrjú þýsk skip fyrir sér á karfaveiöum innan íslenskrar lögsögu í fyrra meö litlum ár- angri. Taliö er ab sú reynsla hafi m.a. leitt til þess ab enn hefur ekkert fiskiskip frá ríkjum ESB lagt upp í veiöiferö á íslandsmiö þab sem af er þessu ári. -grh Páll Þorsteinsson í höfubstöbvum Samhugar íverki í gær. Tímamynd: CS Landssöfnunin til styrktar bágstöddum á Flateyri gengur mjög vel. Páll Þorsteinsson: Munar um hverja einustu krónu Þab var ys og þys í húsakynn- um Islenska útvarpsfélagsins í gær, þar sem landssöfnunin Samhugur í verki stendur yfir. Þúsundir sjálfbobaliba bjóba fram þjónustu sína sem er hald- in ab frumkvæbi fjölmibla, líkt og Súbavíkursöfnunin forbum. Páll Þorsteinsson, talsmaður söfnunarinnar, sagöi aö 40-50 sjálfboðaliöar ynnu á vöktum við símann, þeir skiptu hundruðum sem kæmi að því verki einu, síðan væri fjöldi fólks hjá Pósti og síma, fjölmiðlunum öllum, Rauða krossinum, Hjálparstofnun kirkj- unnar ofl. sem kæmu með öðrum hætti að söfnuninni. Starfsmenn fjölmiöla, aðventistar, Félag framhaldsskólanema, Rauða- krossfólk og almennir borgarar manna símavaktirnar. Páll sagði að nægur fjöldi sjálfboðaliða hefði boðið sig fram og vel horfði með daginn í dag. Um helgina voru þaö einkum einstaklingar sem gáfu en í gær tóku fyrirtæki og starfsmannafé- lög við sér. Söfnunarféð var kom- ið í hátt á annaö hundrað millj- ónir í gærkvöldi og gefendur voru á þrítugasta tug þúsunda. Páll sagði reynsluna frá Súða- víkursöfnuninni nýtast mjög vel. „Það var ekki unnið lítið krafta- verk þá og vissulega kemur okkur sú reynsla til góða nú. Allt skipu- lag er fyrir hendi og menn í full- góðri æfingu. Við hugsum ekki um neitt lokatakmark og reynum að forðast allan samanburð. Það er bara þannig að hver einasta króna gildir." sagði Páll Þorsteins- son. Súðavíkursöfnunin skilaði alls 290 milljónum, þar af komu 219 milljónir í söfnun fjölmiðlanna og ofan á það bættist framlag jff ; M | ; I J: Æ Melkorka Kvaran er ein þeirra fjölmörgu sem hefur lagt landssöfnuninni lib. Samhugur í verki: Framlög niður í 100 kr. Melkorka Kvaran, framhalds- skólanemi, var önnum kafin í gær að sinna símastörfum, allar línur glóandi og því ekki viöeig- andi að trufla hana lengi. Hún sagöi starfið ganga mjög vel, þab kæmi á óvart hve margir hringdu. Framlögin sem hún hafði skráb í gær voru allt frá 100 krónum hjá börnum og upp í stórar upphæbir frá fyrir- tækjum. -BÞ Færeyinga auk þess sem fólk lagöi áfram inn peninga í bönkum og sparisjóðum nokkuð eftir að söfn- un lauk. -BÞ Rúnar Sigurhjartarson. Rúnar Sigurhjartarson í söfnunarstjórn: Ekki síst mór- alskur stubn- ingur „Peningarnir fara allir beint til fólksins sem lenti í snjóflóbinu og á um sárt ab binda. Þab fer ekkert í framkvæmdir eba slíkt heldur skilar þetta sér beint til fólksins. Þab var eins meb Súba- víkursöfnunina, þab er mesti misskilningur ef fólk heldur eitthvab annab," sagbi Rúnar Siguhjartarson í söfnunarstjórn í samtali vib Tímann í gær. Rúnar sagði að eftir að fólk lenti í svona áföllum kæmi ýmislegt upp. Sumir ættu ekki neitt, og yrðu raunverulega að byrja lífið upp á nýtt. Því væri mjög mikil- vægt fyrir þetta fólk að fá stuðn- ing og sá móralski stuðningur sem fylgdi söfnun af þessu tagi væri fólkinu mjög þýðingarmik- ill. „Þetta er meira hugsuð sem fé- lagsleg fyrirgreiðsla." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.