Tíminn - 31.10.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 31.10.1995, Qupperneq 11
Þri&judagur 31. október 1995 or 11 80 ára: Helgi Þorláksson frá Múlakoti á Síöu Vítt er land og sól í heiði hátt, um hugann flœðir trú á lífsins mátt, því jörðin flúrast, allt er perlum prýtt og pelli, sem er alltafhreint og nýtt. En Síða heitir þetta Ijósa land með lceki, ár og mosklœtt hraun í bland og bae í varpa, sóley sveipta grund og söng í lofti, ferska morgunstund. Það haustar að, en lífið fœrir feng og flytur inn í bæinn lítinn dreng með vor í hjarta, hörpu sér við hlið, sú harpa geymirþúsund vatna klið. í leik og starfi líkt og önnur böm hann lœrir, þroskast bceði í sókn og vöm og stefnir jafnan hátt — á brekkubrún, vill betri sýn um engi, vötn og tún. Og sveinninn vex, hver dagur eflir dáð, með dugnaði og kjarki finnast ráð. Efmenntabrautin reynist grýtt oggrá, hann gnístir tönnum — ýtir björgum frá. ÁRNAÐ HEILLA Þetta er reyndar löngu liðin stund, en litli snáðinn rcektaði sitt pund og hefir síðan frjálsum huga frœtt og fjölgað auk þess merkri prestacett. Ég tel þó best að segja eins og er: Hann úrvals konu fékk í lið með sér. Þau mcettust ung á morgni lífsins þar, sem mildast brosa himinstjömumar. Og ennþá varir aeskudraumurinn og ennþá raektar Helgi garðinn sinn. Hann miðlar auðlegð anda sínum frá, svo allt er stcerra og fjöllin himinblá. Nú hamingjunni, Helgi, þig ég fel og hefþá trú hún muni reynast vel. En forsjóninni flytti’ eg þakkargjörð, effleiri Helgar byggðu þessa jörð. Lóa Þorkelsdóttir Gunnar Helgi Sigurðsson Fæddur 19. desember 1933 Dáinn 19. október 1995 Gunnar Helgi, sem lést þ. 19. okt. s.l., var þriöji elstur tíu barna foreldra minna. Það gefur því augaleið aö hann þurfti snemma að taka til hendi á heimilinu, bæði við almenn bú- störf og gæslu yngri systkina. Gunnar var rólyndur maöur og stilltur vel, og var gæddur einkenni ættar sinnar að vera ákveðnari í skoðunum og fylgn- ari sér en ætla mætti við fyrstu kynni. Strax í frumbernsku var mér sagt frá því aö Gunnar bróðir minn væri eiginlega ljósan mín. Það þótti mér auðvitaö afar merkilegt og gerði það að verk- um að hann var í mínum aug- um allsérstakur. Þegar ég fædd- ist, var Gunnar kominn nokkuö á áttunda ár. Ég var sjöunda barn foreldra minna og höfðu allar fæðingar móður minnar verið erfiðar og tekið langan tíma. En nú bar öðruvísi við. Stelpuanginn vildi fljótt í heim- inn. Faöir minn hafði farið til að ná í ljósmóðurina, eins og vera bar. En fljótlega varð móð- ur minni ljóst að þau yrðu ekki komin áður en barnið fæddist. Voru nú góð ráð dýr, því ekki hafði nú beinlínis verið reiknað með þessum aðstæöum. Þetta var að morgni dags og Gunnar litli sofandi í næsta herbergi. Móöir mín kallaði nú á hann og baö hann að hjálpa sér. Sam- kvæmt fyrirmælum mömmu sinnar sótti Gunnar skæri og tvinna og annað er til þurfti, og mátti ekki seinna vera. Þegar faðir minn og ljósmóðirin riðu í hlað, kom Gunnar út á tröpp- urnar og sagði þeim fréttirnar með þeim hætti að hann mældi ákvebna stærð með handleggj- unum og sagði glaður í bragði: „Það er komið svona lítið barn." Frásögn af þessum atburði er að finna í bókinni Ljósmæður á ís- landi, ritub af Gubbjörgu Hann- esdóttur ljósmóður. Margar á ég minningarnar ljúfar um bróbur minn frá barn- æsku minni. Ég er eitthvað um fjögurra eða fimm ára og það er snemma hausts. Pabbi og stóru t MINNING strákarnir hafa verið að stinga út úr fjárhúsunum allan dag- inn. Við litlu krakkarnir höfum verið þarna líka og borib út hnaus og hnaus, en að mestu hefur dagurinn farið í leik. Allt í einu er dagurinn horfinn og dimmblátt rökkur íslenskra hausta hefur læðst í hvern krók og kima. Þreyttur stelpuangi þorir ekki heim, því bæjarlæk- urinn er oröinn að stóru fljóti og Fagraskógarfjall sýnist ætla að detta á bæinn í dimmunni. Þá kemur Gunnar bróbir minn og ber mig á bakinu heim. Hann breiðir úlpuna sína yfir höfuð mitt, svo rökkurskugg- arnir nái ekki til mín. Gott var þá að eiga stóran bróbur. Önnur minning kemur upp í hugann. Pabbi og mamma eru ekki heima, sennilega hafa þau farið í kaupstað. Það er hávetur og dagurinn birtulaus. Eldri systkinin eru úti við að sinna skepnum, en við þau yngri reynum að stytta daginn með einhverju amstri. En þessi dagur líður óskaplega hægt. Kolaelda- vélin er köld og það vantar ein- hvernveginn gangverkið í til- veruna. En svo kemur Gunnar bróðir inn úr kuldanum og fer að sýsla við eldinn. Brátt er kominn ylur í húsib og brauö í ofninn. Gunnar bróöir minn bakar stórt og ilmandi brauð. Þetta var eins og kraftaverk, því að á þessum árum vissi maöur ekki betur en bakstur hvers kon- ar væri eingöngu á færi kvenna. Eftir þennan atburð var ég sannfærb um það, öll mín æskuár, að Gunnar gæti allt. Og enn man ég. Ég er orðin unglingur og er í heimavist í héraðsskólanum í Reykholti. Þetta er árið 1959, í febrúar. Mér er borin sú frétt að faðir minn sé dáinn og ég eigi að koma heim til að vera vib útför hans. Föður- missirinn var unglingnum sár, eins og nærri má geta. Við sorg- ina bættust svo áhyggjur af framtíðinni. Hvað verður nú? Leysist heimilið upp og hvað verður um mömmu og litlu strákana? Eldri bræður mínir fullvissuöu okkur um að allt yrði óbreytt. Þeir tækju að sér búskapinn og vib ættum áfram okkar heimili. Nú, við lát Gunn- ars, vil ég minnast þess og þakka. Þegar Gunnar gifti sig, flutti hann til Reykjavíkur og vann hjá Eimskip sem verkstjóri. Gunnar og Soffía kona hans keyptu lítið, einlyft hús í Smá- íbúðahverfinu og bjuggu þar ásamt börnum sínum og móður Soffíu. Litla húsið er nú orbiö stórt og glæsilegt og vann Gunnar nánast einn að allri endurgerð hússins, enda með afbrigöum laghentur mabur. Nú í haust var Gunnar enn að vinna við lagfæringar í húsinu, þá orðinn mjög sjúkur. Síbasti mánuðurinn, sem Gunnar lifði, var honum mjög erfiður. Sjúkdómur lagöist á hann af miklum þunga og þessi áður kraftmikli og hrausti mað- ur varð algerlega hjálparvana. Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! || UMFERÐAR | Gunnar hélt þó ró sinni eins og fyrrum, er hann ungur sveinn hjálpaði systur sinni í heiminn. En vissulega var hann dapur, því honum var vel ljóst ab hverju drægi. Gjarnan hefði hann viljað vera lengur hjá sinni góðu fjölskyldu, sem hann unni mjög. Að leiðarlokum vil ég þakka Gunnari góbu æskuárin og fjöl- skyldu hans bið ég blessunar. Sigurveig Framsóknarflokkurínn Hjálmar Opinn fundur ver&ur mi&vikudaginn 1. nóvember kl. 20.30 í félagsheimili framsóknarmanna a& Hafnargötu 62 í Keflavík. Cestir f undariris: Páll Pétursson félagsmálará&herra. Hjálmar Árnason alþingisma&ur. Siv Fri&leifsdóttir alþingisma&ur. Fundarefni: Sta&a heimilanna. Atvinnuleysi&. Húsnæ&ismálin og fleira. Stjóm Fulltrúarábs framsóknarfélaganna í Reykjanesbce mmm Tl \Ð óskar eftir aö ráða umboðsmann í Keflavík-Njarðvík. Upplýsingar gefa Katrín í síma 421-2169 og afgreiðslan í Reykjavík í síma 550-5749.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.