Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 31. október 1995 PjETUR SIGURÐSSON Frjálsíþróttaleikvöngum á höfuöborgarsvceöinu fjölgar: 25-30 milljóna frjáls- íþróttaa&staða í Kópavogi Framkvæmdir eru nú hafnar viö uppbyggingu frjálsíþróttaab- sfööu í Kópavogi, nánar tiltekib á Kópavogsvelli. Ætlunin er ab þar verbi hlaupabraut meb sex brautum meb gerviefni og er kostnaburinn áætlabur á bilinu 25-30 milljónir króna. Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi í Kópavogi, segir að nú sé verið aö skipta um jarðveg í brautunum og síöan verður malbikað. Hann segir þó ekki ljóst hvort það verbur gert nú eða í vor, en þó er miðað við að það verði gert í haust. í júní er síðan gert ráð fyrir að gerviefni veröi lagt á brautirnar, en ekki hefur verið tekin ákvöröun um frá hvaða framleiðánda þaö verður. Tvær innstu brautirnar verða upp- hitaðar og því verður hægt að not- ast við völlinn nær allan veturinn. Jón segir að vonir séu uppi um að verkið veröi klárað í júlí og að mannvirkið verði tekiö í notkun við hátíölegt tækifæri í byrjun ág- ústmánaöar. Jón segir að til tals hafi komið að leita samstarfs við önnur bæjar- félög við uppbyggingu frjáls- íþróttaaðstöðu, en það hafi þó ávallt strandað. „Við megum ekki gleyma því að þessi aöstaða er ekki einungis fyrir keppnisfólk, heldur ekki síður fyrir almenning og með því að tvær brautir verða upphit- aðar getur fólk skokkað þarna á veturna." Varðandi aöra uppbyggingu íþróttamannvirkja, segir Jón að haldið verði áfram uppbyggingu á félagssvæðum íþróttafélaganna HK og Breiðabliks. í sumar var tek- iö í notkun nýtt grasi lagt æfinga- svæði Breiðabliks við hlið Kópa- vogsvallar, og þá var unnið við gerð æfingasvæðis fyrir HK í Foss- vogsdal. Kópavogsvöllur veröur hins vegar áfram keppnisvöllur fyrir meistaraflokka beggja félaga. Ceorge Craham, fyrrum framkvœmdastjóri Arsenal, játar sig sekan í félagsskiptamálinu: Graham fékk 44 milljónir George Graham, fyrrum fram- kvæmdastjóri Arsenal í ensku úr- valsdeildinni, hefur játab ab hafa fengib ab gjöf sem svarar um 14 milljónum íslenskra króna, sam- fara kaupum á leikmönnum, en greibslum þessum var ætlab ab libka fyrir samningum. Graham játar í viðtali við ensk blöð að hafa fengið upphæðirnar afhentar frá norska umboðsmann- inum Rune Hauge í 50 punda seðl- um, en þá voru þeir staddir á bar á hóteli í London. „Já, ég var heimskur. Já, ég var gráðugur. En ef hann byði mér þetta aftur, myndi ég segja nei." George Gra- ham segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu há upphæb þetta var fyrr en hann talaði við starfsfólk banka síns, sem hafði talið pening- ana. Síbar fékk hann aðra greiðslu, sem nemur um 30 milljónum ís- lenskra króna frá Norðmanninum, og í framhaldi af því komust ensk skattayfirvöld í málib, sem skýrðu Arsenal frá því og í framhaldinu var Graham rekinn. ■ Frá framkvœmdum á Kópavogsvelli. Tlmamynd GS Enska knattspyrnan: Keegan æfur út af sjónvarpsskjá Newcastle situr enn á toppi úrvals- deildarinnar ensku í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Tottenham á sunnudag í einum skemmtilegasta leik leiktíðarinnar. Leiknum lyktaði með jafntefli 1-1, Newcastle hefði hæglega getað tryggt sér sigurinn á lokamínútum leiksins, þegar Les Ferdinand, sem tókst ekki ab skora í leiknum, fékk dauðafæri einn gegn markverði Tottenham, en hrasaöi á örlagastundu. Ruel Fox, sem Tottenham keypti nýlega frá Newcastle, átti stórleik gegn sínum gömlu félögum. Sama má segja um Ginola hjá Newcastle. Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, var ekki ánægður með stóran sjónvarpsskjá, sem komið hefur verið fyrir á White Hart Lane. „Ég hef margt fyrir mér í því og ég mun skrifa knattspyrnusam- bandinu og kvarta. Tökum sem dæmi ef dómari tekur ranga ak- vörðun. Hann þarf ekki aðeins aö taka afleiðingum gerða sinna á vellinum, heldur þarf hann líka að horfa á það í endursýningu á sjón- varpsskjá," sagði Keegan. Manchester United fylgir Newc- astle eins og skugginn með sigri á Juninho-lausu Middlesbro-liði. Roy Keane var rekinn útaf í fyrri hálf- leik, en það kom ekki í veg fyrir 2-0 sigur. Keane á yfir höfði sér harða refsingu vegna málsins. Man. City er í vondum málum, tapaði 6-0 gegn Liverpool og hefur aðeins fengib tvö stig i úrvalsdeildinni. Þetta var líklega einn versti dagur í lífi Alans Ball, framkvæmdastjóri liðsins, en hann bar sig þó vel. „Þó það virðist fáránlegt, þá hafði ég gaman af leiknum. Liverpool lék vel." ■ Veittur er 10% afsl. gegn afhendingu þessarar auglýsingar Erum flutt af Kr. 17.900 Hlawistv/öruiir«ar Istreyma inn 1 fjölbreyttu úrvalifrá Mörktrtmtf '• " liðina ó Teppalandi), sími 588 5518. AiwíiíeOt .. -.409100 / i/erslunarmáti nutimans Molar... ... Sýn hefur fengib sýningarrétt á Mei.staradeildinni’í Evrópu- keppninni í knattspyrnu, en þar er um ab ræba deildarkeppni 16 bestu félagsliba í Evrópu í fjórum riblum, sem lýkur úrslitakeppni meb útsláttarfyrirkomulagi. Heyrst hefur ab Sýn hafi fengib útsendingarréttinn nánast frítt og þurfi abeins ab greiba send- ingarkostnabinn hingab til lands. Ennfremur hefur heyrst ab Ríkissjónvarpinu hafi verib bob- inn þessi samningur, en hafi hafnab honum, þar sem útsend- ingar skarast á vib fréttatíma sjónvarps. Leikib er á mibviku- dögum, ab jafnabi annan hvern. ... Leiftursmenn komu sterkir út úr síbastlibnu sumri í knattspyrn- unni og hyggja þeir nú á enn frekari landvinninga. Þeir hafa fengib Daba Dervic og Aubun Helgason til libsins og sam- kvæmt heimildum Tímans líta þeir hýru auga til Birkis Kristins- sonar markvarbar. Ef svo færi ab þab tækist, myndi Birkir koma í stab síbasta Ólafsfirbingsins í lib- inu, Þorvald jónsson markvörb. ... Þeir Roy Hodgson, þjálfari Inter Milan og Paul Ince, fá mik- ib hrós eftir leik libsins gegn AC Milan, en libin gerbu jafntefli á sunnudagskvöld í ítölsku deild- inni. Ince fékk hæstu einkunn hjá einhverjum ítölsku blabanna eftir leikinn, en yfirleitt hafa þau hundelt hann og gefib honum lægstu einkunn. Hodgson þykir hafa stjórnab libinu vel og náb ab rífa þab upp úr þeirri lægb sem þab var í ábur en hann kom til libsins. ... Juninho hefur unnib hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna í Middlesbro. Vib komuna til fé- lagsins þótti hann meb afbrigb- um hógvær og talabi ekki eins og margir af bestu knattspyrnu- mönnum heims. Hann gerbi fremur lítib úr sér sem einstak- lingi og talabi ávallt um ab þab yrbi ekki Juninho sem ynni leik- ina, heldur væri þab libib. Hann gæti jú hjálpab libinu, en libib gæti hjálpab honum líka. „Þab er ekki abeins Juninho, þetta er heilt lib. Middlesbro er nú þegar meb gott lib og ég vona ab ég geti hjálpab til ab gera þab enn betra," sagbi kappinn hógværi. Sameiginleg uppbygging frjálsípróttaaostöÓu Hafn- arfjarbar og Kópavogs ekki komib til tals: Eitt af næstu verkefnum Ingvar Jónsson, íþróttafull- trúi Hafnarfjarbarbæjar, segir gerb frjálsíþróttaab- stöbu í bænum hafa komib til tals, en þab mál sé ekk- ert komib lengra. Hann segir óskir um gerb slíkrar abstöbu hafa komib frá frjálsíþróttadeild FH, en þetta mál sé þó í raun enn á borbi þeirra, þar sem ekki hafi enn nábst full sam- staba í félaginu um málib. „Þetta er náttúrlega eitt af næstu verkefnum varð- andi uppbyggingu íþrótta- aðstöðu í Hafnarfirði, ásamt byggingu íþróttahúss á Ásvöllum og endurbótum á aðstöðu fyrir Siglinga- klúbbinn," segir Ingvar. Hann segir það ekki hafa komiö til tals að Hafnar- fjörður og Kópavogur byggi upp sameiginlega frjáls- íþróttaaðstöðu. Þeir eigi þann leikvang sem þeir séu að byggja upp nú, en Hafn- arfjörður eigi engan sam- bærilegan Ieikvang. Forráðamenn knatt- spyrnudeildar FH hafa bent á þann möguleika að byggja hús, sem gæti hýst bæði knattspyrnuvöll og frjálsíþróttaaðstöðu, sem reyndar Tíminn sagði frá fyrir nokkrum árum. Ingvar segir þetta hafa dottið upp- fyrir, þar sem kostnaður sé of mikill og ekki hafi reynst grundvöllur fyrir fyrirhug- uðu samstarfi með Garðbæ- ingum. ■ Haustmót Fimleikasam- bands Islands: Ruslan vann allar greinar Ruslan Ovtsinnikov, Gerplu, vann allar sex greinarnar í piltaflokki á Haustmóti Fim- leikasambandsins, sem fram fór í Laugardalshöll um helg- ina. Alls tóku 60 keppendur þátt í mótinu, 10 piltar og 60 stúlkur. í kvennaflokki sigraði Nína B. Magnúsdóttir, Björk, bæði í gólfæfingum og í stökki, en á tvíslá sigraði Jóhanna Sig- mundsdóttir og Elva Rut Jóns- dóttir, Björk, sigrabi á slá. ■ VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 7.702.015 2. ílús’Q 152.110 3. 4 af 5 129 8.130 4. 3af 5 4.162 580 Heildarvinningsupphæð: 11.773.185 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.