Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 31. október 1995 Ólafur Skúlason: Flateyri — Avarp vegna landssöfnunar Málvenja býöur okkur ekki að fagna vetri meö sama ávarpi og sumar er boðið velkomið. Við segjum gleðilegt sumar í von um betri tíma, ekki aðeins við litabreytingu með grænu grasi og gróðri öllum, heldur einnig þægilegri tíma, þar sem minna reynir á manninn sjálfan heldur en í hörkuveðrum þess árstíma, sem nú í dag hefst samkvæmt almanakinu. Og þó finnst okkur veturinn löngu kominn. Ekki aðeins fyrir þær sakir, að víða var sumarið í styttra lagi, heldur vegna þeirra hörmunga, sem annálar fyrri alda töldu yfirleitt að fylgdu vetri, en haust væri laust við og aðrir árstímar. En slys geta dunið yfir hvenær sem er og ekki er spurt að heiti tíma eða mánaðar. Og það hafa þau líka gert víöa um land á veg- um úti og fylgja myndir, sem vekja óhug. Og þó ávarpa ég þjóð í dag af sérstöku tilefni, þar sem eru ótrúlegar hörmungar á Flateyri. Við byrjun árs vorum við hrist svo harkalega, að værð vanans vék fyrir ógnþrunginni vá, þegar snjóskriða eyddi byggð í Súða- vík og hreif með sér íbúa, svo helkuldinn svipti lífi. Og enn hefur snjórinn eytt byggð og hrifsað fleiri úr faðmi ástvina en jafnvel gerðist í janúar. Tuttugu vom snögglega boö- aðir til þeirrar farar, sem allra bíður vissulega. Flateyri, vina- legur bær við fagran fjörð um- luktan fjallahring, sem við venjulegar kringumstæður eyk- ur yndi, varð að hluta til að rúst á andartaki. Lagðist snjóskriðan yfir af slíkum krafti, að vart munu aðrir skilja en þeir, sem líta og leitast við að losa um heljartökin. Sár liðins tíma vom langt frá því gróin. Ýfðust þau upp við þessi tíðindi, og munu þeir, sem sárast eiga um að binda frá slys- inu í ársbyrjun, hafa fengið mar- tröð lífs magnaða enn. Og hve við finnum reyndar öll til, hvert barn og hver einasti unglingur, að ógleymdum þeim, sem fleiri ár hafa lifað og því meira séð. Öll eigum við aðeins eina ósk, að mega með einhverj- um hætti veröa þeim að líði, sem svo mikið hafa misst. Við heyrðum fregnir — síðan voru lesin nöfn — og loks birt- ust myndir. Við hvert skref auk- innar upplýsingar jókst hryggð- in og þar með samstaðan. Þjóð- in tjáði tilfinningar svo sem ein Biskup íslands Hr. Ólafur Skúlason. sál væri og fundu allir til. Ég ávarpa landsmenn af því tilefni, að enn veita fjölmiðlar, Póstur og sími og hjálparstofn- anir kirkju og Rauða krossins okkur tækifæri til þess að láta at- höfn túlka tilfinningu og gjafir samstöðu. Við getum rétt fram hjálparhönd með því að láta fé af hendi rakna í söfnunarsjób, sem kemur þeim aö notum, sem andartak rændi fyrri von og gerði áætlanir að engu. En ég kem líka til þess að hvetja til samstöbu með öðrum hætti en fjárgjöfum einum. Ég hvet alla til þess að biðja, til þess að ákalla Guð og fela látna að fordæmi þeirra, sem fyrr misstu svo mikið, barnavininum mesta. Við biðjum þeim blessunar aukins styrks, sem mest hafa misst. Við biðjum þeim blessunar, sem hafa séð líf sitt tætt í sur^d- ur og áform eydd. Við biðjum þeim blessunar, sem án hiks héldu til starfa á Flateyri og lögbu nótt við dag í björgunarstarfi sínu. Við felum þá Guði, sem sjá á eftir ástvini kærum og biðjum um það, að fyrir mátt trúarinnar á hinn eilífa Guð rofi til í svart- nætti sorgarmyrkursins. Og við biðjum fyrir þeim, sem telja sig búa þar, sem hættur leynast, þótt enginn geti skýrt og allar áætlanir mannanna reynist fallvaltar. Gef þeim hug- arró, Drottinn. Og við biðjum fyrir öllum mönnum, hvort heldur þeir ótt- ast hættu af einhverri nálægð við hlíð, fjall eða fjörð eöa eru aðeins að búast til farar. Gef öll- um aðgæslu með æðruleysi, að við gemm okkur grein fyrir því, að við getum sjálf verið hættu- valdar og bakað öðrum tjón og valdið lífslokum. Við biðjum góðan Guð um ab blessa alla menn hverrar þjóðar sem er eins og gert er nú í kirkj- um landsins, af því tilefni, að Sameinuðu þjóðirnar hafa starf- að í hálfa öld. Og við biðjum þeim öllum blessunar, sem nýta sér hjálp kirkjunnar og mildandi aðstoð hennar og aö fleiri fylgi þeirra fordæmi. Og við biðjum góðan Guð, að sameina okkur í áframhaldandi skilningi á annarra þarfir, svo að þjóðin öll megi finna til þess skyldleika, sem eyðir tortryggni, víkur hatri langt í burt og öfund til þeirra afkima, að engan saki. Lát okkur, fátæk og smá, finna nærveru þína á þungum stund- um, svo af sé létt byrðum, og á bjartari tímum sé unnt að láta himinsýn móta hvert eitt spor. Veit syrgjendum á Flateyri og ástvinum vítt um land huggun vegna fyrirheits um eilíft líf í skjóli hins upprisna Drottins og frelsara Jesú Krists. Hann blessi okkur öll. í Jesú nafni er beðið og honum falin framtíö þjóðar sem einstaklings sérhvers. ■ Trjategundir á Hallormsstab Út er komið á vegum Skóg- ræktar ríkisins fræbsluritið Innfluttar trjátegundir í Hall- ormsstaðarskógi eftir Sigurð Blöndal, fyrrverandi skógrækt- arstjóra. í ritinu er fjallað um Hallormsstaðarskóg; birki- skóginn þar og sögu skógrækt- arframkvæmda, sem hófst 1903. Síðan er fjallab um reynslu af ræktun 59 inn- fluttra trjátegunda auk 19 víðitegunda, en þetta eru um Ieið allar helstu trjátegundir sem reyndar hafa verið í skóg- rækt á landinu. Sagt er frá því á hvaða tíma- bili hver- tegund var gróður- sett, svörun vib veðráttu og jarðvegsabstæðum, kvæmum sem reynd hafa verið, vexti, grisjun, skaðvöldum, blómg- un, fræmyndun og landnámi, misítarlega eftir tegundum. Dæmi um umfjöllun um sjald- gæfa tegund: „Chamecyparis nootkatensis (D.Don) Sudw. — Alaskasýprus. Fréttir af bókum Hákon Bjarnason reyndi mikið ab fá fræ af þessari teg- und frá Alaska, en gekk erfið- lega. Hún vex þar meðfram ströndinni vestur fyrir Prins Vilhjálmsflóa alla leið á Kenai- skagann nyrst. Tegundin er kólfágæt á íslandi. Tvö falleg, nærri þriggja m há tré standa í trjásafninu og eru fullkomlega hraust. 50 plöntur voru gróð- ursettar í lerkiskóg 1991. Mikil vanhöld urðu á þeim, hver sem orsökin er, en vissulega eru fá barrtré meira spennandi til að hafa í trjágörðum og úti- vistarskógi." Ritið er 56 síður og prýtt 60 myndum. Einnig eru súlurit og töflur, sem sýna gróður- setningu og vöxt einstakra tegunda. Að lokum gefur höf- undur, sem er einn reyndasti skógræktarmaöur landsins, hverri tegund einkunn. Ritið er hið eigulegasta og gagnast áhugamönnum um skóg- og garbrækt, kennurum og öllum þeim sem vilja fræð- ast um reynslu af helstu trjá- tegundum, sem reyndar hafa veriö á íslandi. Hægt er að panta ritið hjá Skógrækt ríkis- ins, Egilsstöðum, í síma 471- 2100. Einnig fæst það í Bóka- búð Máls og Menningar og bókabúðum á Egilsstöðum og í Fellabæ. ■ Skordýraþjón- usta Málfríbar Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér barnabókina Skordýra- þjónusta Málfrídar eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um gamal- kunnugar persónur úr fyrri bókum Sigrúnar, Kugg og hina skrítnu vinkonu hans Málfríði. Segir af því hvað geröist þegar Málfríði datt í hug að stofna eigið fyrirtæki, Skor- dýraþjónustuna. Sigrún Eldjárn er einn ástsælasti barnabókahöfundur okkar. Hún hefur samið á annan tug barna- bóka og myndskreytt enn fleiri, og hlotið ótal viöurkenningar fyrir. I sögum hennar og teikningum býr mikil frásagnargleöi, sem börnin kunna vel aö meta. Skordýraþjónusta Málftíðar er 36 bls. að stærð og skreytt fallegum, litsterkum teikningum. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 1.290 kr. ■ Sigrún Eldjárn. Oskubuskan meðal gullaldarmálaranna Christian Skredsvig, eftir Ingrid Reed Thomsen. Otgefandi Cröndahl og Drey- ers Forlag, Ósló 1995. Gefin út meö styrk frá Norsk Kulturrád. Grafík Björn Roggenbihl. Prentun: Joh. Nordahls Trykkeri, Ósló. Bókin er 186 blabsibur meb fjölda litmynda af listaverkum Skredsvigs. Þarna hefir verið gefin út fyrsta verulega vandaða lista- verkabókin um málarann, sem nefndur hefir veriö „askelad- den" meðal gullaldarmálar- anna. Skredsvig er uppi 1854- 1925, á þeim tíma sem Norð- menn nefna gjarna gullöldina í norskri málaralist. Nú orðið verður ekki hjá því komist að taka Skredsvig með sem einn af þeim allra stærstu í þessari gull- öld. Það átti ef til vill sinn þátt í aö hann fékk ekki strax viður- kenningu, „sem einn af þeim", að hann var af fátæku fólki kominn og átti oft erfitt upp- dráttar. Það voru þeir stóru, eins og Werenskjold, Kittelsen og Peterssen, sem bárust mest á og hlutu aðdáunina. Þegar svo Skredsvig vann gullmedalíuna í París 1881 fyrir mynd sína „Bóndabær í Venoix", var hann í raun endanlega settur við hlið hinna, hvað svo sem almanna- rómur sagði. Þessi mynd og síð- ari myndir frá hans hendi skip- uðu honum ótvírætt við hlið hinna bestu í hópi norskra mál- ara á þessum tíma. Skredsvig tókst aldrei ab telja sig beinlínis að hinni hörðu veruleikalýsingu, en hann var mjög tilfinningaríkur og lét þær oft leika stórt hlutverk í mynd- um sínum. { raun jvar hann rómantískur og ber til dæmis BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON mynd hans, sem nefnist „Selj- flöiten" og hefir meðal annars birst á norskum frímerkjum, glögg merki rómantíska ívafs- ins. Mynd þessi er frá Fleskum í Bærum frá árinu 1889 og er hún á forsíðu bókarinnar, auk þess að hafa skreytt frímerkin. Magistersritgerð Ingrid Reed Thomsen frá árinu 1986 fjallaði einmitt um þennan málara og var henni til mikils sóma. Hún hafði unnið með list hans allt frá því að hún sá um fyrstu stóru sýninguna á verkum hans við Bláfarveværket á Modum árið 1978. Sjálf er hún fædd ár- ib 1923. Hún hefir verið starf- andi við Nasjonalgalleriet og Vigeland-safnið, en fyrir tveim árum sá hún um hina listrænu hlið þess að endurgera safnið um Skredsvig í Eggedal. Þykir henni hafa tekist einstaklega vel í því verki. Síðustu þrjátíu ár ævi sinnar bjó Skredsvig einmitt í Eggedal með fjölskyldu sinni. Hagan eða Haginn var heimili hans og hefir því verið haldið við í sömu mynd og þegar hann bjó þar. Er staöurinn því einstakt safn um ævi og starf þessa mikla listamanns. Hann var nefnilega ekki aðeins myndlist- armaður, því að hér fór hann sí- fellt að helga ritmáli meira af tíma sínum. Merkust bóka hans er ef til vill „Dagar og nætur meðal listamanna" (1908). Þessi bók fjallar um líf og starf listamanna í Múnchen og Vín í lok síðustu aldar. Telst hún eitt með verkari verkum um þetta efni og mjög áreiðanleg í allri frásögn. í bókinni sem hér um ræðir er ritstörfum hans einnig gefinn gaumur. Ekki aðeins bókum hans og ljóöum, eins og „Ljóð um dauðann", heldur eru þarna einnig myndir af teikningum hans og „karíkatúrum", sem og myndmótun hans í leir og fleiri efni. Bókin er í sérstaklega vand- aðri útgáfu, bæði að því er varð- ar prentun, pappír og band. Út- gáfa er forlaginu til sóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.