Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 18. nóvember 1995 Fyrir fáum árum var stóra spurningin hvenœr Crœnlendingar cetlubu oð sparka Dönum: Vaxandi áhugi á Grænlandi Benedikte Thorsteinsson. Benedikte Thorsteinsson er félags- og atvinnumálaráb- herra Grænlands. Hún hefur setib á rábherrastóli síban í vor fyrir Siumut, sem er jafn- abarmannaflokkur Græn- lands. Hún hóf afskipti sín af stjórnmálum þegar hún var komin yfir mibjan fer- tugsaldur en þar ábur bjó hún lengi á íslandi og er hún gift íslenskum manni. Á Grænlandi búa um 55.000 manns og ab sögn Benedikte gerir strjálbýlib þab ab verk- um ab rekstur ríkisins verbur mjög dýr. Benedikte hélt fyrirlestur á fimmtudagskvöldib í Norræna húsinu um fólkib í landinu, stjórnmál og framtíbarhorfur. Tíminn greip hana glóbvolga í gærdag yfir hádegisverbi á kaffihúsi hér í bæ og lét hún þá vel af fundinum og sagbi mætingu hafa verib góba og greinilega mikill og vaxandi áhugi hér á Grænlandi. Hún sagbi fyrirspurnir fundargesta einkum hafa snúist um sam- vinnu íslands og Grænlands. Síbast þegar Benedikte hélt hér fyrirlestur, árib 1992, var stóra spurning fundargesta um þab hvenær Grænlending- ar ætlubu ab sparka Dönum en nú hefbi samvinnan mest brunnib á fólki. Meiri samvinnu Samvinna milli íslands og Grænlands er enn sem komib er einkum í ferbamálum. Benedikte telur þab ekki nóg heldur þyrfti ab auka sam- vinnu í vöruflutningum og flugsamgöngum, þab væri ódýrara fyrir bába abila. Flug- samgöngur hafa lagst nibur milli Subur- Grænlands og ís- lands en ab sögn Benedikte er þó meiri hefb fyrir samvinnu milli Subur-Grænlendinga og Islendinga vegna saubfjár- Mikill áhugi á Krossanes- verksmiöjunni — gengiö til samninga viö Gúmmí- vinnsluna: Hagstætt tilbob barst of seint Mikill áhugi er fyrir hlut Ak- ureyrarbæjar í Krossanesi hf. og hafa fjögur tilbob borist í verksmibjuna. Á fundi bæjar- rábs Akureyrar á fimmtudag var samþykkt ab ganga til samninga vib Þórarin Krist- jánsson, framkvæmdastjóra Gúmmívinnslunnar hf. og fleiri abila um kaup á hluta- bréfunum. Á sama tíma og bæjarráb sat á fundi barst tilbob í hlutabréfin frá Sverri Leóssyni, útgerbar- manni lobnuskipsins Súlunnar. Var það fjórba tilbobib sem barst, fyrir lágu tilbob frá Laxá hf., Oddi H. Halldórssyni auk tilboðs Þórarins Kristjánssonar í Gúmmívinnslunni. Tilbob Sverris hljóbar upp á 160 milljónir króna, en eignar- hlutur bæjarsjóbs er metinn á 110 milljónir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjárhæb tilboðs Þórarins og félaga, en innan þess hóps er ab finna bæbi stofnfjárfesta og útvegsabila. -ÞI ræktar sem stundub er á Sub- ur-Grænlandi. T.d. fari allir grænlenskir nemendur í land- búnaði til íslands í eins árs starfsþjálfun. Einnig hafi Sub- ur- Grænlendingar farið mikib í frí til íslands meban beinar flugsamgöngur voru á milli en þab hafi nú breyst. Benedikte fjallabi einnig um efnahags- og atvinnumál á Grænlandi og bar saman vib þessa málaflokka á íslandi. Hún sagbi grænlenska ríkib rábstafa hlutfallslega meira til flestra málaflokka heldur en íslendingar nema til heilbrigb- ismála. Hún sagbi skýringuna á því þó geta verib ab ákvebnir málaflokkar innan heilbrigðis- kerfisins féllu undir önnur ráðuneyti á Grænlandi en hér. Þótt grænlenska samfélagib sé mjög dýrt í rekstri vegna dreif- býlis íbúa eru ráðstöfunartekj- ur ríkisins á hvern íbúa 31% hærri en hér á landi. Þar vegur framlag Dana þyngst en þeir leggja fram helming af út- gjöldum hins opinbera. Fjár- framlagið er í raun bundib í stjórnarskrá Danaveldis þar sem segir ab þeir sem geti ekki bjargab sér sjálfir verði ab fá abstob frá hinu opinbera. Benedikte segir umræbu um ab segja sig úr sambandinu vib Dani vera tímaskekkju því eft- ir ab heimastjórnin komst á árib 1979 hafi þeir eigib þing og löggjafarvald yfir flestum málum. Það hafi því ekki sömu þýðingu nú og ef sam- bandib hefbi verib rofib upp úr 1970 þegar andstaban var mjög mikil. Hún segir að eina uppreisnin gagnvart sam- bandinu vib Dani, ef uppreisn mætti kalla, hefði verib þegar Grænland sagbi sig úr Efna- hagsbandalaginu. En Græn- lendingar fóru sjálfkrafa inn meb Dönum þegar þeir gengu í bandalagið. Vantar menntað vinnuafl Atvinnuleysi er talsvert á Grænlandi. „Það er svo skrýtið hjá okkur ab þab er bæði at- vinnuleysi og okkur vantar fólk í vinnu. Atvinnuleysib er hjá því fólki sem hefur enga menntun en okkur vantar fullt af menntubu fólki. Þann- ig ab vib gerum mikib í menntamálum." Háskóli er í Nuuk en meirihluti Græn- lendinga sækir sér framhalds- menntun til Danmerkur enda ekki boðib upp á margar grein- ar í Háskóla Grænlands. Benedikte hefur verib ab kynna sér ýmsa þætti félags- lega kerfisins á íslandi undan- farna daga og abspurb segist hún einkum hafa litist vel á barnaverndarmál og abstöbu öryrkja og fatlaðra hér á landi. Meiri festa og markvissara starf sé unnib hér í barna- verndarmálum, vel sé búib ab öryrkjum og fötluðum og sér- staklega þykir henni viðhorf til þessa fólks virbingarvert. Á Grænlandi sé viðhorfib „eitt sinn öryrki ávallt öryrki" og á þeim séu hálfgerður aum- ingjastimpill en hér séu þeir jafngildir öbrum samfélags- þegnum. í því sambandi benti hún t.d. á starfsþjálfunina sem hér er í gangi en á Grænlandi fái öryrkjar og fatlaðir enga þjálfun í þá veru, einungis umönnun. Félags- og atvinnumálaráð- herra Grænlands taldi skyn- samlegt ab ríkisstjórnir íslands og Grænlands hefbu meira samráð sín í milli svo ekki þyrfti alltaf ab finna allt upp á nýtt heldur gætu þær miblab hvor annarri af reynslu sinni. Benedikte hefur nú stigib skref í þá átt meb því ab kynna sér reynslu íslendinga í ýmsum velferbarmálum og vonast hún til ab framhald verbi þar á. -LÓA Sagt var... Bandaríkin „talent-tankur" „Bandaríkin eru auöugasta og sniö- ugasta þjóö heims. Einn risastór tal- ent-tankur. En þaö er bara kerfiö. Kerfiö er bara svona. Þetta er vannýtt auölind. Þaö hendir jafnvel bestu menn aö semja sitt efni aö „lögmál- um markaöarins" og troöa „love-int- erest" inn í söguþráöinn." Hallgrímur Helgason í Alþýbublabinu í gær. Lambib gráa „Þetta sýnir nú hvaö hægt er aö gera í aö markaössetja íslenska lambiö, þegar rétt er aö staöiö." Pétur í Kjötbúrinu í Tímanum, en mjög lofsamlegir dómar hafa birst í Banda- ríkjunum um íslenskt lambakjöt ab und- anförnu. Abeins 50 frambærilegir rithöf- undar I landinu „Dæmi þessa marsípanfígúrubakst- urs eru mýmörg. T.d. telur Rithöf- undasamband Islands u.þ.b. 400 meölimi á sama tíma og mjög góöan vilja þarf til aö grafa upp fimmtíu frambærilega rithöfunda. Og Guö má vita hvaö margir kalla sig listmál- ara, tónlistarmenn eöa kvikmynda- leikstjóra." Pjetur Hafstein Lárusson í Tímanum. Hlegib ab Hrafni „Ef Hrafn velkist í vafa um hug Hall- dórs til sín, get ég sparaö honum frekari vangaveltur. Á Gljúfrasteini var hlegiö aö Hrafni Gunnlaugssyni. Reyndar lagöi Halldór aldrei nafn Hrafns á minniö, heldur vísaöi til hans sem talentlausa dugnaöarforks- ins." Gubrún Pétursdóttir vandar Hrafni Gunnlaugssyni ekki kvebjurnar í Mogg- anum í gær. Manndómsgleyping Divine „Hollywoodhóran Divine Brown, þessi sem gleypti manndóminn á leikaranum Hugh Grant í sumar, er aftur komin í klandur út af kjaftinum á sér." Svibsljós DV var meb sérkennilegra móti í gær. Fyrirsögn greinarinnar, sem vitnab er í ab ofan, var: „Kjafturinn á Divine aftur til vandræba". í pottinum voru menn aö velta vöng- um yfir hvers vegna landsliöiö í hand- bolta ætlar aö leika landsleikinn um helgina í Hafnarfiröi en ekki laugar- dalshöllinni. Sitt sýnist hverjum um þaö eftir aö ráöist var í kostnaöarsamar breytingar á Höllinni fyrir HM í ár. Ól- afur Schram sér ekkert athugavert viö máliö en hann mun hafa öörum hnöppum aö hneppa um þessar mundir. Sögur herma aö hann sé á leiö í hótelbransann og vinni nú dag og nótt viö aö innrétta húsnæöi í Hvera- geröi sem hann hyggst reka undir nafninu Hótel Hveragerbi. Spurningin er hvort Óli ætli alfarib ab snúa sér ab bissness en láta handboltann lönd og leiö. • En þab er ekki nóg meb aö Ólafur Schram sé aö halsa sér völl í Hvera- gerbi. Sem kunnugt er stendur til ab markabssetja jólasveina í hveragerbi og er þab gert í samvinnu vib Samvinnu- ferbir/Landsýn. Hugmyndin mun vera ab efla ferbamannastraum austur fyrir fjall og skapa tekjur fyrir bæinn. í Reykjavík hafa menn nokkub skiptar skobanir á því aö Helgi Pétursson, Rí- ómaöur og markabsstjóri hjá Sam- vinnuferöum, sé aö vinna ab þessu máli því Helgi er formabur ferbamála- nefndar Reykjavíkur og ætti því ef vel væri ab markabssetja jólasveina í Reykjavík og skapa tekjur fyrir höfub- borgina. Þeir sem harbastir eru kalla þetta hagsmunaárekstra hjá Helga og minna á ab hann hafi sungiö aö „Verst af öllu er í heimi einn aö búa í Reykja- vík" ... • Og úr heimi stéttafélagastjórnmálanna heyrist aö mótframboð sé í uppsiglingu gegn Gvendi jaka í Dagsbrún. Þegar menn í pottinum fóru aö spá í málib kom í Ijós aö trúlega eru þetta frekar tvö mótframboð en eitt. Uppreisnar- menn hafa fariö hljótt meö sín mál, en svona nokkub er fljótt ab spyrjst í Dags- brún þar sem svo marga þarf á lista í mótframboði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.