Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 18. nóvember 1995 Effekt-málning: Möguleikar á fjöl- breyttri áferö Fyrir þá sem vilja mikla fjöl- breytni í málningu er tilvaiib ab nota abferb sem gefur möguleika á ab fá ýmsa skuggaeffekta og ýmsar óhefb- bundnar áferbir, en þessi ab- ferb stundum köllub effekt- málning. Þegar þetta er gert eru gjarnan notabir ýmsir hlut- ir sem öllu jöfnu eru ekki not- abir til ab mála meb, s.s. bursta, pappír, plast, klútar og fleira. Hér á eftir eru nefndar nokkrar abferbir hvernig hægt er ab ná fram þessum áferbum. Grunnliturinn er málaður á vegginn á hefbbundinn hátt meb rúllu og skorinn með mjóu striki meðfram körmum, lofti o.sv.frv. Ef veggurinn er í mjög sterkum lit eða marglitur fyrir getur veriö nauðsynlegt aö mála tvær um- feröir með grunnlitnum. Eftir að grunnliturinn er þornaður er hægt að byrja að mála með þynntum Effekt-Iit. Þaö er hægt aö gera á tvennan hátt. Annars vegar er hægt ab nota pensil eða rúllu. Þá eru nokkrir fermetrar málaðir í einu. Málað Veittur er 10% afsl. gegn aíhendingu þessarar auglýsingar Uf UfS:£sSS‘ ---------' ,;b,- . '“’^Aíovií1 'i r v'-ci ■* Æ, - | Ulpurí úrvalifrá kr. 4.900 Di n ■in*' flLLT ER AÐ VERÐA VITLAUST er þannig að liturinn þekji vegg- inn nokkurn veginn og síðan er rétt magn málningarinnar skrúbbað eða máð af veggnum þar til grunnliturinn kemur fram í réttu mynstri. Þetta er t.d. hægt að gera meö skrúbbi sem er öðru hvoru bleyttur meö vatni. Óþarfi er að hafa áhyggjur af því að verkið gangi of hægt. Ef Effekt- liturinn er að þorna á veggnum er honum haldið blaut- um með því að úða á hann vatni úr úðakönnu eða með stórum pensli. Haldið áfram með nokkra metra í einu þar til veggurinn er tilbúinn. Hins vegar er hægt að bera Ef- fekt- litinn á með sokk, svampi eba öbru álíka (þá er liturinn mikib þynntur, allt að 100%). Um leið og liturinn er borinn á vegginn er myndað það mynstur sem óskað er eftir. Stórar handa- hreyfingar gefa eölilega grófasta útlitib og um leið verbur grunn- liturinn meira áberandi. Ef fyrri aðferöin er notuð ber meira á Ef- fekt-litnum en ef sú seinni er notuð er grunnliturinn meira áberandi. Meö blautu undirlagi Fyrsta umferð af grunnlitnum er máluð á hefðbundinn hátt meb rúllu. Önnur umferð með grunnlitnum er máluð einum til tveimur klukkustundum síðar eða þegar fyrri umferðin hefur náb aö þorna. í seinni umferð er málningin þynnt með vatni allt að 20%. Einnig er hægt að mála seinni umferðina með óþynntri málningunni en þá er veggurinn úbaöur með vatni strax eftir aö seinni umferðin heföur verið máluð. Málið aöeins nokkra fer- metra í einu. Effekt-litnum er síð- an blandað saman við blautan grunnlitinn. Það er hægt að gera á mismunandi hátt, t.d. með því að doppa honum á með efni, krumpuðu dagblaði eða svampi. Einnig er hægt að fá eins konar skuggaáhrif með því aö strjúka litnum á með pensli eða bursta. Allt er leyfilegt og fjöldi mynstra er óendanlegur. Það getur verið gott að vera tvö þegar unniö er með Effekt-málningu á blautu undirlagi. Annar málar með grunnlitnum og hinn kemur á eftir með Effekt-litnum. Dúkar, parket eða teppi? Á þessum árstima er það al- gengt að húseigendur hugsi sér til hreyfings varbandi lagningu gólfefna til ab heimilið líti vel út yfir jólahátíbina. Ingimund- ur Hákonarson hjá Teppaiand- Parketland segir að sala á gólf- efnum sé mun jafnari yfir árib en áður fyrr, en engu ab síbur er enn mikib um ab fólk vilji klára þennan áfanga fyrir jól. Ingimundur segir almenning vera mun frjálslegri í sambandi við það hvaða gólfefni það notar á heimili sín og einnig hvaða liti það notar. Um sé aö ræða, að notab sé jöfnum höndum gólf- dúkar, teppi og parket. Gólfdúkar hafa á síðari árum verið að ryðja sér til rúms á ný sem gólfefni í heimahúsum. A stofur og önnur samveruherbergi segir Ingimundur að vinsælt hafi verið á síðari árum að nota lin- oleumdúka, en hins vegar á her- bergi, sem minna álag er á, er meira um aö notaðir séu lag- skiptir eða vinylhúðaðir dúkar. Síöarnefndu dúkana er hægt að fá í ýmsum áprentuðum mynstrum, en það er ekki raunin með linoleumdúkana. Linoleum- dúkarnir, sem eru unnir úr nátt- úrulegum efnum, eru hins vegar ekki fáanlegir í mörgum mynst- urgerðum, heldur eru þeir í mis- munandi litatónum sem eru þó nokkuð fjölbreyttir. Kosturinn við linoleumdúkinn er að end- ingin er mjög gób, ef hugsað er vel um hann, allt að 30 ár. Ingimundur segist ekki sjá neitt ferli varöandi þáð til hvaða aldurshópa fyrrnefndar tegundir gólfefna höfði, og í raun segist hann ekki verða var við miklar tískusveiflur. Hins vegar segir hann aö í dag séu notaðir fjöl- breyttari litir á gólfefnum og þá sérstaklega í málningu og þeir séu ekki eins fölir og áður tíðkuð- ust. Yfirleitt sé byrjað á því að mála í þessum nýju litum og þá verða gólfefnin gjarnan að vera í stíl. Varðandi litina, þá segir Ingi- mundur að eldra fólk sé þó mun „íhaldssamara" á daufari liti, liti Ingimundur Hákonarson hjá Teppaland-Parketland. Tímamynd GS eins og tíðkuðust á árum áður, en yngra fólkið er meira tilbúið aö breyta yfir í hina nýrri og skærari liti. Verölag á þeim þremur gólfteg- undum, sem á undan eru nefnd- Fyrir jól er algengt að al- menningur fari út í að leggja gólfefhi á íbúðir sínar til að heimilin líti vel út yfir jólahátíðimar. En hvaða gólfefni er not- að? Er eitthvað öðm fremur í tísku og hvað kosta þau? Ingimundur Hákonarson hjá Teppa- landi-Parketlandi gefur lesendum örlitla innsýn í þessi mál. ar, er nokkuð misjafnt. Venjuleg- ur heimilisgólfdúkur kostar á bil- inu 900-1700 krónur fermetrinn, en linoleumdúkar kosta um 1700-1800 kr. Betri teppi eru á verðbilinu 2.000- 3.500 kr., en hægt er að fá ódýrari teppi, þokkaleg lykkjuteppi, fyrir á bil- inu 1.000-2.000 kr. Parket, lakkað og tilbúiö, kost- ar á bilinu 3.200-5.500 krónur, en það fer eftir því hvaöa viöar- tegund um er að ræða og einnig er hægt að fá gegnheilt parket, sem eftir er að slípa og lakka. Ef tekiö er dæmi um 10 mm gegn- heilt parket — én hægt er að fá það í fleiri þykktum — kostar það á bilinu 2.600-6.000, en rétt er að taka fram að mikil vinna er þá eftir við slípun og lökkun, sem er nokkuð dýr vinna ef það þarf ab kaupa hana. Kosturinn við gegn- heila parketið er að með því er hægt ab raða upp í mynstur, sem ekki er hægt með Iagskipta park- etinu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.