Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 18. nóvember 1995 Óviöunondi ástand í efnistökumálum hér á landi: Slæm umgengni og óskipu- lögb vinnsla úr námum 6 Um 2.300 efnisnámur eru víöa um land og er frágangur þar mjög misjafn. Frágangur og umgengni í námum hér á landi er víöa ábótavant. Mörg dæmi finn- ast um aö rusli sé safnaö í gamlar námur eöa þær séu notaöar sem uröunarstaöur fyrir sorp. Vinnsla í námum er oft óskipulögö, námur eru margar en litlar og ekkert framtíöarskipulag er til um efnistöku úr námum hér á landi. Yfir 2.300 námur Náttúruverndarráö hefur unniö skýrslu um námur á ís- landi og ástand efnistökumála aö beiöni umhverfisráöuneytis- ins. Höfundur skýrslunnar er Ragnar Frank Kristjánsson. Helsta niöurstaöa hans er aö nú- verandi ástand þessa málaflokks sé ekki viöunandi. Yfir 2.300 efnisnámur eru eöa hafa veriö í notkun hér á landi. íslendingar nota meira af malar- efnum en aörar Noröurlanda- þjóöir miöaö viö höföatölu og er áætlaö aö árleg notkun hér- lendis sé 6 milljónir rúmmetra. Flestar námurnar eru malar- námur en nokkuö er um grjót- og sandnámur. Á landinu finn- ast einnig hraunnámur, gjall- og vikurnámur, bólstrabergs- námur og fáeinar leir- og mold- arnámur. Námurnar eru flestar í einka- eign en opinberir aöilar, aöal- lega Vegageröin, nýta um 90% þeirra. Þaö er því fyrst og fremst viö þá aö sakast hvaö varöar ástand þessara mála eins og Guömundur Bjarnason um- hverfisráöherra benti á á frétta- mannafundi í gær. Gamlar námur ruslahaugar í skýrslunni er ástandinu lýst þannig. Efnisnámur á landinu eru margar en alla jafna litlar. Gamlar ófrágengnar námur eru áberandi margar um land allt. Nokkur misbrestur er á því aö námunum sé lokaö og frá þeim gengiö eftir aö vinnslu er hætt. Töluvert er um aö rusli sé safnaö í námur, m.a. brotajárni og gömium bílhræjum. Einnig er nokkuö um aö gamlar námur séu notaöar sem sorpuröunar- staöir. Umgengni í námum sem eru í notkun er einnig víöa ábótavant og vinnsla í þeim óskipulögö. Þarf ekki umhverfismat Ragnar Frank reynir aö gera sér grein fyrir orsökum núver- andi ástands í skýrslunni. Ein megin ástæöan er, aö hans mati, aö íslendingar eru enn aö byggja upp vegakerfiö, sem er stórt miöaö viö íbúafjölda. Hann segir einnig aö algengt sé aö efnistaka sé hafin án skipu- lagningar og aö hagnaöarvon ein ráöi feröinni. Þá séu stund- um opnaöar nýjar námur á svæöum þar sem námur eru fyr- ir. Eignarétturinn er vel varinn í íslenskum lögum. Svo vel var- inn aö erfitt er aö koma í veg fyrir efnistöku þótt af henni hljótist umhverfisspjöll. í þessu sambandi bendir umhverfisráö- herra á aö efnistaka á landi þarf aöeins aö gangast undir um- hverfismat ef fyrirhuguö efnis- taka er 150 þúsund rúmmetrar eöa meira. Flestar námur sem eru opnaöar hér á landi eru undir þeim stæröarmörkum. Ragnar leggur til aö gerö veröi nákvæm úttekt á efnistökustöö- um og aöstæöur metnar meö til- liti til náttúruverndar. í henni yröi könnuö gerö, gæöi, magn og dreifing hagnýtra jaröefna. Eftir slíka könnun yröi unnt aö skipuleggja námuvinnslu og ákveöa hvaöa svæöi beri aö vernda. Hann hvetur til þess aö sett veröi skýrari lög um vinnslu lausra jarðefna. I þeim yröu ströng sektarákvæöi og skilorös- trygging fyrir því aö vinna sé hafin. Ragnar mælir meö því aö sveitarfélög annist eftirlit meö efnistöku í viökomandi sveitar- félagi. Sveitarfélögum veröi jafnframt skylt aö móta stefnu fyrir efnistöku og koma námum inn á aðalskipulag. Þá verði framkvæmdaaöilum gert aö vinna deiliskipulag áöur en vinnsla hefst þar sem m.a. komi fram umfang námunnar, hve mikið eigi að vinna úr henni og hvernig eigi aö ganga frá henni aö vinnu lokinni. -GBK wmmA VJ- Æ 'S , ^/k'k - M Cuörún Pétursdóttir rœöst harkalega aö Hrafni Gunnlaugssyni: Sakaður um ómakleg- ar árásir á eiginkonu Nóbelsskáldsins mynda önnur verk Halldórs en Liíju og Silfurtúngliö og þaö hef ég gert meö góöu leyfi. Hvaö varðar Gerplu sem Guörún nefnir máli sínu til sönnunar þá keypti sænski kvikmyndafram- leiðandinn Bo Jonson „option" af verkinu til hugsanlegrar kvik- myndunar og borgaði fyrir. Hún vildi fá mig til aö leikstýra verkinu ef af yröi en þegar Gerpla var nánar skoöuö reynd- ist kostnaöurinn við að kvik- mynda hana óviðráðanlegur og því óskaöi Bo aldrei eftir kvik- myndaréttinum aö því er ég best veit. í stað þess framleiddi Bo myndina Hrafninn flýgur sem ég skrifaði og leikstýröi. Önnur verk Halldórs hef ég ekki sóst eftir að kvikmynda, enda dóttir skáldsins iðin viö þaö, en hún var aöstoöarleik- stjóri hjá mér við gerð Lilju. Af Halldóri sjálfum hef ég aldrei haft nema gott eitt af segja." -Verður eitthvert framhald á þessu máli afþinni hálfu? „Nei, ég reikna ekki með því. Listamenn eru umtalaöir menn og ég er oft á milli tannanna á fólki. Ég man hins vegar ekki eftir aö þessi Guðrún sem skrif- ar greinina og titlar sig sem skólasystur mína hafi veriö meö mér í skóla. Ég veit ekki einu sinni hverrar ættar hún er þótt hún virðist halda aö aörir viti þaö." -BÞ Guörún Pétursdóttir skrifar grein í Morgunblabiö í gær undir fyrirsögninni „Skáldiö og skræfan" og er smásaga Hrafns Gunnlaugssonar, Hetjusaga, sem Hrafn las upp í útvarpinu sl. miövikudags- kvöld tilefni skrifa hennar. Guörún segir m.a. aö í sög- unni hafi Hrafn notaö Ríkis- útvarpiö til aö „koma frá sér heift sinni og bræöi í garö Auöar Laxness, sem hann set- ur í hlutverk álappalegrar eig- inkonu sem í afbrýöisemi sinni einangrar mann sinn frá samneyti viö aöra snillinga". Jafnframt segir Guörún aö or- sök „heiftarinnar" sé sú aö Hrafni hafi verið neitaö um réttinn að kvikmynda bækur Halldórs Laxness en Halldór hafi ekki mátt heyra nafn Hrafns nefnt eftir aö Hrafn kvikmyndaöi „Silfurtúngliö". Blaðamaður Tímans hafði í gær samband viö Hrafn af þessu tilefni og faxaði til hans grein- ina þar sem Hrafn kaupir ekki Moggann. Hrafn haföi þetta aö Hrafn Gunnlaugsson. segja: „Ég sé aö Guðrún Péturs- dóttir sem titlar sig skólasystur Hrafns Gunnlaugssonar og „heimagang á Gljúfranesi", hef- ur komist í geðshræringu vegna smásögu sem ég las í útvarpinu og nefnist Hetjusaga. Af viö- brögðum hennar aö dæma hef- ur sagan orðið henni hugstæö, Tímamynd: GS því í dag, föstudag, skrifar hún grein af miklum hetjumóö í Moggann og gerir þar söguna aö umfjöllunarefni. Eitt atriöi tel ég rétt aö leiörétta: Guörún segir: „honum var neitaö um réttinn til að kvikmynda bækur Halldórs Laxness". Hiö rétta er: Ég hef ekki sóst eftir að kvik-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.