Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 18. nóvember 1995 Htwf&m STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Dagar íslenskrar tungu Átak til stuðnings íslenskri tungu er farið í gang að tilhlutan menntamálaráðherra og ríkisstjórnar, og ekki í fyrsta sinn. Ráðherrar hafa áður efnt til svip- aðra átaka og móðurmálið yfirleitt staðið þau af sér. Að þessu sinni er gert ráö fyrir að átakið verði varanlegt, því það er kennt við listaskáldið góða og verður fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar eft- irleiöis talinn Dagur íslenskrar tungu og minnst með sérstökum hætti 16. nóvember ár hvert. Það er vel til fallið að kenna dag tungunnar við Jónas, þótt vissulega komi vel til álita að halda merki Fjöinismanna allra á lofti til að minna á þann helgidóm sem tungan er og þjóðinni er skylt að varðveita. Og seint mun Rasmusi Kristjáni Rask fullþakkaður sá þáttur sem hann átti í að endur- vekja virðingu fyrir íslensku máli og endurreisn þess og íslenskrar menningar yfirleitt. Gerðu stjórnvöld vel í því að reisa þeim ágæta Dana þann minnisvarða sem hann á skilið, og er hér ekki átt við hégómlega styttu eða neitt því um líkt. Hvað sem því líður, þá eru Jónas og hljómfögur tungan svo samtvinnuð í huga þjóðarinnar að dag- ur Jónasar og dagur íslenskrar tungu fer vel saman og ætti að glæða áhuga á málfari og viðhaldi móð- urmálsins um ókomna tíð. En hvað sem átökum líður, þá eru allir dagar árs- ' ins dagar íslensks máls. Öllum ætti að vera skylt að kappkosta að fara vel með tungumálið, ekki síst kennurum og fjölmiðlafólki og öllum þeim sem hafa einhvern boðskap að færa. Hér vill oft verða misbrestur á aö tungan sé not- uð af þeirri kunnáttu og virðingu sem henni ber. Menntamálaráðherra má benda á margs konar málfarsklúður, sem daglega er dælt út úr þeim fjöl- miðlum sem undir hann heyra. Óþarft er að tína til dæmi, svo mjög sem málfarið sker oft í eyru, „áheyrendalega séð". Málfar stjórnmálamanna og embættismanna, sem senda frá sér skýrslur og greinargerðir, er oft á tíðum ekki aðeins klúðurslegt, heldur með öllu óskiljanlegt flestum þeim, sem ekki hafa lært svona mállýskur sérstaklega. Mikið gæti allt það fólk, sem hér um ræðir, lært af Jónasi, sem kunni að orða hugsun sína á einföldu og tæru máli sem allir skilja. Vel má tileinka starfsfólki stjórnardeilda og höf- undum frumvarpa og búvörusamninga og öðru skýrslugerðarfólki fyrsta Dag íslenskrar tungu. En ef hugur fylgir máli og að vernda og styrkja beri tunguna af heilum hug, þá er mikilsverðast að foreldrar og þeir, sem hafa áhrif á málfar barna fyrstu æviárin þegar málkennd þeirra er að byrja að þroskast, kunni íslensku og tali hana svo til eftir- breytnisé. Pempíulegt barnamál og ýmis fíflskapur, sem hafður er fyrir ungum börnum í alltumlykjandi fjölmiðlum, er síst til þess fallinn að stuðla að vandaðri málnotkun síðar á ævinni. Ef vel á að vera, á að gera alla daga að degi ís- lenskrar tungu. Birgir Guömundsson: Sjónvarpsballið komið á fullt Þá er enn einn kaflinn hafinn í hinni íslensku fjölmiðlabyltingu, en sjónvarpstööin Sýn hóf útsend- ingar í vikunni. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri hefur lofaö karl- mannlegri dagskrá meö hörku og hetjum af gamla skólanum. Engir linir karlar með félagsleg vanda- mál. Víst er að byrjunin er í þessum anda, morömyndir og þáttur meb Inspector Morse frá því aö hann var ungur og töff, en ekki gamall og geövondur eins og hann er hjá Rík- issjónvarpinu. Og þetta er dagskrárefnið, segir Páll sjónvarpsstjóri, sem þjóöina vantaöi og á þessu sviöi liggja því sóknarfærin fyrir nýja stöö. Eflaust er þetta rétt hjá sjónvarpsstjóran- um og ekki ab marka þó fávísir menn, eins og sá sem þetta ritar, sjái ekki eðlismuninn á þessu efni og því sem þegar er í boði á stööv- unum sem fyrir eru. Og þeir, sem eru aö undirbúa opnunina á Stöö 3, ætla aö bjóöa mönnum upp á enn meira af sjónvarpsefni á mörgum rásum og eiga eflaust eftir aö út- skýra fyrir okkur að þeirra efni hafi einmitt veriö þaö sem þjóbina vantaði. Vídeó-stöðvar Nýju sjónvarpsstöbvarnar munu ekki hafa í hyggju ab ástunda inn- lenda dagskrárgerö af neinu tagi. Allur kraftur þeirra mun því fara í aö kaupa inn efni erlendis frá og þaö mikiö af efni. Þetta veröa því eins konar vídeó-stöðvar, sem keppa sín í milli um að kaupa rétt- inn aö besta efninu, og hinn menn- ingarlegi metnaöur verður (von- andi) sá aö ráða til sín góða þýð- endur. Samkeppni þeirra verður því ekki ósvipuð samkeppni einstak- linganna, sem slást um að ná al- mennilegum myndum á vídeóleig- unni á næsta horni. Flestir þekkja hvernig þaö er aö vera búinn ab ákveða aö leigja spólu og vera kom- inn út á leigu, þegar í ljós kemur að ekkert bitastætt er í boði. Þá taka menn yfirleitt bara eitthvað sem. er inni. Þeir eru jú búnir að ákveða aö horfa á vídeó. Oftast endar þetta síðan með því að menn verða pir- raðir á að hafa eytt tímanum í að horfa á einhverja bölvaða vitleysu. Yfirgnæfandi líkur eru á ab þetta verði eins með vídeóstöbvarnar. Innan um verður ein og ein ágætis- mynd eða -þáttur, en að stofni til verður efnið hefbbundið, heldur ómerkilegt og ódýrt annars flokks afþreyingarefni, svipað og verið er að sýna víða um heim á miðlungs kapalstöðvum. Sumir segja raunar aö erlenda efnið á þessum nýju stöðvum geti ekki orðið lélegra en erlenda efnið, sem gömlu stöðvárn- ar eru ab bjóða upp á, og er sjálfsagt nokkuð til í því. Sú viðbót sjón- varpsefnis sem þjóbin, einkum höf- ubborgarbúar, stendur frammi fyr- ir, er því fyrst og fremst aukning á magni svipaðs afþreyingarefnis og menn hafa haft aðgang aö. Það munu ekki bætast við neinar nýjar víddir, tegundir eða gæðaflokkar sjónvarpsefnis, heldur verða marg- ir, en ekki bara tveir, bismarkmolar í brjóstsykursskálinni, sem rétt er að áhorfendum. Hvað lætur undan? Þó margir muni fylgjast spenntir með þessari þróun til að byrja með, er óvíst að áhorfendamarkaðurinn muni til lengdar stækka aö neinu ráði meb tilkomu nýrra stöðva. Bar- áttan um áhorf verður því hörö. Vídeóleigurnar hljóta ab hafa áhyggjur þessa dagana, því þar munu áhrif nýju stöðvanna koma fyrst í ljós. Að sjálfsögðu hljóta menn aö fagna þeim skrefum, sem stigin eru í því að auka á valfrelsi fólks varð- andi sjónvarpsáhorf, jafnvel þó val- ið sé á stundum ekkert sérstaklega merkilegt. Þess vegna er full ástæða til ab fagna tiikomu nýrra stöðva og aúkinni samkeppni á ljósvakanum. En sem menn fagna, er eðlilegt að þeir séu meðvitabir um að ákveðnar hættur, jafnvel mjög alvarlegar hættur, eru fólgnar í harðnandi samkeppni. Hugsanlega og von- andi verður til lengdar pláss fyrir allar þessar sjónvarpsstöðvar. Hitt er þó líklegra að samkeppnin muni hafa talsverö áhrif á rekstur þeirra stöðva, sem eru ab slást. Erfiðust hlýtur staða Stöbvar 2 að vera, því hún heldur úti talsverðri innlendri dagskrárgerb, er með stóra frétta- stofu, auk þess að keppa við nýju stöðvarnar um afþreyinguna. Stöð 2 á í rauninni miklu fleira sameig- inlegt með Ríkissjónvarpinu en nýju stöðvunum, án þess að njóta þeirrar fjárhagslegu forgjafar sem RÚV fær í gegnum skattfé. Rekstrar- forsendur Stöðvar 2 eru því miklu líkari því sem er hjá nýju stöbvun- um. Takist vídeóstöðvunum ab herja eitthvað að ráði á áskriftarhóp Stöðvar 2, kemur óhjákvæmilega upp sú spurning hvernig Stöð 2 bregst við. Hefur hún fréttirnar í læstri útsendingu? Hættir hún með fréttir eða dregur úr þeim, til aö geta keppt við vídeóstöðvarnar? Breytt rekstrar- umhverfi Ekkert af þessu væru í raun ásætt- anlegir kostir fyrir almenna sjón- varpsáhorfendur, enda fela þeir all- ir í sér að landsmenn væru að skipta út unnu innlendu efni fyrir erlent afþreyingarefni og mjög óvíst hlýtur að teljast að menn sætti sig vib þab. Áhrif nýju stöbv- anna gætu orðið mikil, ekki vegna þeirra eigin verðleika fyrst og fremst, heldur vegna þeirra áhrifa sem þær kunna að hafa á stöðu Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins. Til- koma þeirra hefur í för meb sér verulega breytingu á rekstrarum- hverfi í sjónvarpsgeiranum, og sú breyting mun næstum því örugg- lega kalla á endurskoðun á hlut- verki Ríkisútvarpsins, endurskoðun sem miðar að því að aubvelda öðr- um Ijósvakastöðvum en RÚV að framleiða og halda úti metnaðar- fullri innlendri dagskrá. Mennta- málaráðherra hefur þegar gefið til kynna að hann sé hlynntur því að ræða breytingar á rekstrarforsend- um Ríkisútvarpsins, en sérstaklega hefur hann þó undirstrikað að stofnunin sjálf verði að endurskoða stöðu sína. Nýlega skýrslu Ríkisend- urskoöunar má líka túlka sem vís- bendingu um að víbar telji menn ástæðu til að huga ab rekstri RÚV, vegna Ríkisútvarpsins sjálfs. Nú bætist við úr annarri átt eðliieg krafa um breytingar af einhverju tagi, þegar samkeppnin harðnar enn og helsti keppinautur RÚV, Stöb 2, þarf að berjast á tveimur vígstöðvum, annars vegar við fréttastofu RÚV og innlenda dag- skrá og hins vegar við vídeóstöbv- arnar. Hvab meb frétta- stofurnar? Það, sem hlýtur ab vekja mestan ugg í þessari þróun, er ef Stöð 2 tel- ur sig tilneydda að þrengja ab fréttastofunni. Og ef svo færi, hefði verið stigið stórt skref aftur á bak. Ein íslensk sjónvarpsfréttastofa er einfaldlega of Iítið. Ef nýju stööv- arnar grafa undan fréttastofu Stöbvar 2 og Bylgjunnar, yrði slíkt vissulega kaldhæðni örlaganna gagnvart Morgunblaðinu. Mogginn lagðist fyrir örfáum dögum gegn til- lögum Ríkisendurskobunar í leiðara um ab sameina fréttastofur útvarps og sjónvarps, vegna þess að brýn þörf væri á öllum núverandi ljós- vakafréttastofum. En Mogginn, sem eins og kunnugt er er einn að- alþátttakandinn í Stöð 3, gæti hugs- anlega lent í því að vinna óbeint gegn sannfæringu sinni um frétta- stofur. En það er auðvitað hreint ekki víst að Stöð 2 lendi í neinum vand- ræöum í þessari samkeppni, og því kannski engin ástæða til að hafa áhyggjur af fréttastofunni. Þeir á Stöð 2 gætu meira að segja brugðist við meb því ab efla fréttastofuna, hver veit? Hitt er ljóst, ab það verb- ur ekki miklu lengur undan því vik- ist aö endurskoða frá grunni al- mennt umhverfi sjónvarpsrekstrar- ins og þá einkum hvaöa hlutverk menn vilja að Ríkisútvarpið gegni. Til þessa hefur umræban um RÚV haft tilhneigingu til að verða til- finningasöm og menn hafa skipt sér niður í skotgrafir meb eða á móti Ríkisútvarpinu. Slík umræða skabar Ríkisútvarpið mest til iengd- ar og þessu þarf að breyta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.