Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. nóvember 1995 n Þaö er ýmislegt sem ber aö hafa í huga þegar málaö er. Litaafbrigöum fjölgar stööugt og möguleikarnir veröa sífellt meiri. Tíminn heimsótti Cuöjón Oddsson, kaupmann í Litnum: 13,1 milljón litamöguleikar Flestir einstaklingar mála íbúöir sínar sjálfir og þaö fær- ist í vöxt, sérstaklega á meöal yngra fólks. Þaö aö mála íbúö er ekki ýkja vandasamt, en þaö eru samt nokkur atriöi sem hafa ber í huga, þegar valdir eru litir og einnig þegar málaö er. Tíminn ræddi viö Guöjón Oddsson í málningar- vöruversluninni Liturinn í Síöumúla. Hann segir litaúrval nú meira en nokkrum sinnum áöur og þaö sé þannig komið að erfitt sé að velja, nema viökomandi hafi einhverja hugmynd um hvaö hann langi í. „Hérna hjá okkur eru 13,1 milljón litamöguleikar og úrvalið er nánast orðið enda- laust," segir Guöjón. Þaö er ekki nóg meö aö litaúr- valiö sé orðið meira, heldur eru orðnir miklu meiri möguleikar í gljástigi, en hér á árum áður var málning aöeins framleidd í einu gljástigi og síöan var settur út í hana heröir. Nú er hægt aö fá málninguna í mörgum gljástig- um, eftir því hvort verið er aö mála baö eöa stofu. Þaö er mikilvægt aö fólk geri sér grein fyrir því aö yfirleitt eru litir dálítið dekkri eöa skærari, þegar þeir eru komnir á heilan vegg eöa loft, en þeir voru á litlu litaprufunni sem viðkomandi sá í málningarvöruversluninni. Viö kaup á málningu skal sú þumalputtaregla höfö í huga, þegar verið er aö mála fleti sem búiö er aö mála áður, að einn lítri dugar á 10 fermetra flöt, þegar miðað er viö eina umferö. Þaö eru flestir sem virðast geta málaö þokkalega, en þaö eru nokkur atriði sem vert er aö hafa í huga. Mikilvægt er að svelta ekki málningarrúlluna og einnig að hafa ekki of mikið í henni. Ef menn ætla aö spara viö sig málninguna, þá einfald- lega grisjar í gegn og þarf aö fara fleiri umferöir og sparnaðurinn snýst upp í andhverfu sína. í flestum tilfellum dugar að fara tvær umferöir, en ef rúllan er svelt gæti þriöja umferð þurft aö koma til. Þegar loft er málað, er mikil- vægt að ekki sé notað of hátt gljástig í málninguna, því þá er nánast öruggt aö rendur sjáist á yfirborðinu. Þaö er því rétt aö leggja áherslu á að nota alveg Gubjón Oddsson, kaupmabur í Litnum, hefur rað undir rifi hverju, þegar kemur ab því ab velja liti, blanda þá og abstoba vibskiptavini hans varbandi málun íbúba. matta málningu í loftin. Þaö er einnig góð regla, þegar loft eru máluö, að mála alltaf undan birtunni, en ekki þvert á hana. Ef viökomandi málar undan birtunni og er með matta máln- ingu, er tryggt að útkoman veröur fyrsta flokks. Þaö hefur oröiö mikil bylting í litanotkun hér á landi á allra síöustu árum og litadýrð á heimilum landsins er mikil. Guöjón segir aö almenningur vilji sífellt sterkari liti og þaö sjái ekki fyrir endann á því. Hann segir það vanda að velja sterka liti, en ef vel tekst til geti það verið mjög smekklegt. Guöjón hefur komiö sér upp fullkomnum búnaði, sem blandar þau 13,1 milljón litaaf- brigöi sem hægt er að velja um. Þegar vélin er búin að blanda málninguna, prentar hún út miöa sem límdur er á málning- ardósina meö litanúmeri. Þá er einnig sett inn nafn viðkom- andi og ef slys hendir og fá þarf nákvæmlega sama lit eftir t.d. einhver ár, hjálpar þessi búnaö- ur viðskiptavininum aö fá ná- kvæmlega sama litinn aftur. Þá er einnig í versluninni búnaöur, sem ljósmyndar og litgreinir litaprufur og segir til um hvaöa litum skuli blandaö til aö fá rétta litinn. Viöskiptavinurinn getur því komið með t.d. hand- klæöi, sem hann vill fá máln- ingu á baðherbergiö í stíl viö o.s.frv. Möguleikarnir eru því endalausir. Einnig er í versluninni tölvu- búnaður þar sem viöskiptavin- urinn getur fengiö upp á skjá- inn eldhús, stofu, boröstofu og fleira þar sem hann getur prófaö hvernig litir fara saman og Tímamynd GS fleira. Guöjón segir þessa þjón- ustu verslunarinnar njóta vin- sælda og mikið um aö viöskipta- vinurinn noti þennan búnaö sér til aðstoðar. Listbólstrun tekur aö sér aö gera upp og bólstra húsgögn og gera þau eins og ný. Árni L. jónsson húsgagnabólstrari: Það borgar sig ab gera upp vöndub húsgögn Arni L. Jónsson húsgagna- bólstrari hefur nýlega sett á stofn fyrirtækib Listbólstrun aö Síöumúla 34, en hann tek- ur aö sér aö gera upp og bólstra húsgögn. Hann segir aö hann sé nú aö byggja upp þetta fyrirtæki og því erfitt aö segja til um hvort mikib sé um aö fólk láti gera upp fyrir sig húsgögn. Hann dvaldi áður erlendis og þar segir Árni að þaö hafi hins vegar veriö mjög algengt. Þaö eru ekki ýkja margir sem taka aö sér aö gera upp húsgögn, en Árni segir að þeir, sem fyrir eru, segi að þeir séu of margir. Þaö sé þaö lítiö aö gera. Árni segir ýmsar ástæöur fyrir því aö fólk láti gera upp fyrir sig húsgögn, en oft eru þaö tilfinn- ingalegar ástæöur sem liggja aö baki, svo sem hlutir frá foreldr- um og fleira. Hann segir það ekki dýrt miðað viö margt ann- að að láta gera upp húsgögn. Hvort það borgi sig, segir Árni aö þaö fari eftir því hvernig hús- gögn það séu. Ef um gömul og vönduö húsgögn sé aö ræöa, þá borgi þaö sig tvímælalaust, en sé um aö ræöa þessi ódýru hús- gögn, s.s. IKEA, Idé og fleira, þá borgi það sig engan veginn. Árni gerir ekki aðeins við hús- gögn og bólstrar, heldur fram- leiöir hann einnig ýmsar vörur fyrir hestamenn, s.s. beisli, taum, múl og jafnvel hnakka. Hann segir þetta fara ágætlega saman, því vinnan er aö mörgu leyti tengd og í gamla daga hafi þetta verið unnið af bólstrurum. FRYSTIKISTUTILBOÐ G 150,105 Itr. br.......... 28.647 stgr. Stærð ca. h 85, b 55, d 59,5 cm. G 20, 180 Itr. br.......... 36.857 stgr. Stærð ca. h 90, b 73, d 69 cm. G 30, 269 Itr. br.......... 41.941 stgr. Stærð ca. h 90, b 98, d 69 cm. G 40, 376 Itr. br.......... 47.037 stgr. Stærð ca. h 90, b 128, d 69 cm. G 50, 454 Itr. br.......... 52.673 stgr. Stærð ca. h 90, b 150, d 69 cm. ^^^White-Westinghouse HITAKÚTAR ZEROWATT þvottavélar, þurrkarar, uppþvottavélar GÓÐ TÆKI - GOTT VERÐ RAFVÖRUR HF, 'J| ÁRMÚLA 5 REYKJAVIK • SIMI 568 6411

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.