Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. nóvember 1995 ---x,--- AKlralBTrMIM. WVtWfTWfV 9 Arinbjörn Kolbeinsson, fyrrverandi yfirlœknir: Þar sem sóöalega hefur veriö fariö meö mat, er hoetta á sýkingum. Tímamynd CS Salmonella þekkt á íslandi í oð minnsta kosti hálfa öld, segir Arinbjörn Kolbeinsson lœknir: Mannskæö grein salmonellu hefur sjaldan borist hingað Salmonella skiptist í tugi greina. Ein þeirra er mann- skæb, ab sögn Arinbjörns Kol- beinssonar læknis, sérfræb- ings í sýkla- og ónæmisfræbi, en hann stjórnabi um árabil rannsóknastofu Landspítal- ans. Arinbjörn segir ab sem betur fer hafi salmonella tyfi ekki sést hér á landi sér vitan- lega um langan tíma. Hún hafi komib til landsins ein- hverntíma meb útlendingum. Arinbjörn segir ab dæmi munu til ab íslendingar hafi dáib af völdum salmonella tyfi. „Salmonellan var þekkt hér á landi ábur en ég varb yfirlæknir á rannsóknastofu Landspítalans og raunar meban ég var ungur læknir og var að fara í sérnám. Þá var þab Níels Dungal sem hafði með rannsóknirnar ab gera. Þetta mun hafa verib 1947 og þá hafbi það skeð að salmon- ella fannst, meðal annars hjá veiku fólki. En þetta getur farið í skepnurnar og matinn okkar og valdið talsverbum veikindum. Þetta er því ekkert nýtt fyrir- bæri, en því hefur mörgum sinnum verið útrýmt. Það tókst að stöbva alla faraldra sem upp komu meðal fólks," sagbi Arin- björn. Hann sagði aö tíöni salm- onellu heföi án efa aukist til muna þegar íslendingar hófu aö ferbast meira til annarra landa. „Þetta er ískyggilegt að salm- onella komist í sviðin. Ég held þó aö þetta hafi komið fyrir áö- ur. Grasbítarnir geta fengið salmonellu, ef einhverjum úr- gangi hefur verið hent þar sem þeir eru á beit. Síðan berst þetta í sláturhúsin og þaðan til mann- fólksins. Þar sem sóöalega hefur verið farið með mat er ævinlega hætta á sýkingum. En sé matur- inn vel soðinn, er hættan engin. Hættan stafar af því þegar þetta kemst í matvæli, sem búiö eru að sjóba, eba þau séu ekki nægj- anlega vel soðin," sagði Arin- björn Kolbeinsson læknir í sam- tali við Tímann. -JBP Fimm viðartegundir kirsuber ramm mahogní J> J> J> hlynur 'kLfunþA "V Stuttur afgreiðslutími Betra verð Framleiðum eirmig: \ Álrimlagluggatjöld \ Pílum/rkvatjöld \ Rúllugluggatjöld \ Strimlagluggatjöld Framleift eftir þínu máli pílu Pílugluggatjöld hf Suðurlandbraut 16, sími 568 3633, fax 568 3630 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóö Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð bjóba fram eftirtalda styrki handa íslendingum til háskóla- náms í þessum löndum námsárið 1996-97. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskófanámi og eru, mibaðir við 8-9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Til náms í Danmörku eru boðnir fram fjórir styrkir. Styrk- fjárhæbin er 4.260,- d.kr. á mánuöi. Til náms í Finnlandi er bobinn fram einn styrkur til há- skólanáms eba rannsóknarstarfa. Styrkfjárhæb 4.000,- finnsk mörk á mánuði. Til náms í Noregi er einnig bobinn fram einn styrkur. Styrkfjárhæð er 5.700,- n.kr. á mánuði og skulu umsækj- endur ab öbru jöfnu vera yngri en 35 ára. Til náms í Svíþjóð er boðinn fram einn styrkur til há- skólanáms og tveir til vísindalegs sérnáms. Styrkfjár- hæðin er 7.000,- s.kr. á mánuöi. Umsóknum um styrkina, ásamt stabfestum afritum prófskírteina og mebmælum, skulu sendar til mennta- málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 29. desember nk. Sérstök eybublöð og nánari upplýsingar fást í afgreiðslu rábuneytisins á 1. hæb að Sölvhólsgötu 4. Menntamálaráðuneytiö, 16. nóvember 1995. LANDBUNAÐARRAÐUNEYTIÐ Tollkvótar vegna innflutnings á smjöri og ostum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu meb lögum nr. 87/1995 og meb vísan til rg. nr. 571 /1995 er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri og ostum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00-16:00. Auglýsing um inn- flutningskvóta verbur birt í Lögbirtingablabinu, föstu- daginn 24. nóvember n.k. Skriflegar umsóknir skulu sendar meb bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 12:00 á há- degi fimmtudaginn 30. nóvember 1995. Landbúnaðarráðuneytið, 17. nóvember 1995. s IAMHUGUR ÍVERKI AUir ijölmiðlar landsins, Póstur og sími, lijálparstofmm kirkjunnar «}■ Kauöi krttss islands. LANDSSOFNUN VEGNA NATTÚRUHAMFARA Á FLATEYRI Leggðu jtitt al' inörkuni inn á bankareikning nr. 1183-26-800 í Sparisjóði (intindarljarðar á Flateyri. Ilænt er aó lct^ja inn á reikninginn í ölliini bönkiim, sparisjóAnm «j» póstluisnm á kuidinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.