Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. nóvember 1995 Hvernig er hœgt ab lœkka hitunarkostnaö heimila og fyrirtœkja? Kristján Ottósson, framkvœmdastjóri Lagnafélags Islands: Hægt ab spara stórar fjárhæb- ir meb stillingu hitakerfa Hitakostnabur heimila er æöi misjafn og háan hitakostnab má í flestum tilfellum rekja til þess aö hitakerfib í íbúbar- húsum er vanstillt. Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri Lagnafélags íslands, segir aö meö því aö fá fagmenn til aö stilla kerfi og fræöast af þeim um meöferö þess í framhald- inu megi spara háar fjárhæö- ir. Þaö sé gert meö því aö nýta allan varma úr vatninu áöur en þaö rennur út úr hús- inu á ný, en dæmi séu um aö allt aö 60 gráöu heitt vatn renni á ný til hitaveitunnar. Kristján segir sem dæmi aö á Rannsóknarstofnun byggingar- iönaðarins var hitakerfiö stillt og lækkaði hitakostnaðurinn um 376 þúsund krónur á ári. Fyrir nokkrum árum voru tekn- ar prufur af handahófi í nokkur hundruö heimahúsum og niö- urstaöan úr þeirri könnun var, aö þar var ekkert kerfi stillt. Mörg þeirra kerfa eyddu tvöfalt meira vatni en þörfin var, suro allt aö þrefalt og nokkur hita- kerfi eyddu allt aö fjórfalt. „Viö megum ekki gleyma þeim mikilvæga þætti að fólki líði vel í húsakynnum sínum. Hitinn getur unnið í gegnum einn ofn, en svo eru önnur her- bergi ísköld. Þegar búiö er aö stilla kerfiö eru öll herbergi jafnheit, hitinn úr vatninu er nýttur til hins ýtrasta og fólki líöur mun betur. Það ei mikiö um aö fólki líöur ekki vel í hús- um sínum, vegna mishitans í íbúðum, og það er hægt aö laga," segir Kristján. Þegar talaö er um aö hitakerfi er stillt, er um að ræöa aö nýta allan þann hita úr vatninu sem mögulegt er, áöur en þaö renn- ur til baka til hitaveitunnar, sem á ekki aö gerast ef kerfið er stillt, fyrr en vatnið er komið niður í stofuhita. Fyrir vikiö minnkar heitavatnsþörfin og miklir fjármunir sparast. „Ég hef komið í hús þar sem vatn- iö, sem rennur út úr húsinu, er allt aö 60 gráöu heitt. Það er al- veg hryllingur aö sjá hvernig fólk fer með þéningana sína, en Hreinsun gluggatjalda hjá Fönn: 187 kr. fer- metrinn Fönn hefur um árabil boöiö þá þjónustu aö koma og taka niö- ur gluggatjöldin og hreinsa þau. Sj.álf hreinsunin kostar 187 kr. fermetrinn, en aö auki þarf aö greiða gjald fyrir mann sem kemur og tekur glugga- tjöldin niöur og setur þau upp aftur. Þaö gjald er 1.577 kr. á tímann. ■ það er í sjálfu sér ekki skrýtiö, því almenningur veit ekki bet- ur," segir Kristján. Grundvallaratriðið í þessu er aö ef kerfið er ekki stillt, fer vatnið þá leiö sem því er létt- ust. Ofnarnir sem eru þyngstir, fá því ekki hitann af því að þaö vantar að hemla þá leið sem Iéttust. Ef það er ekki gert, þá myndast köld svæöi í húsinu. „En reikningurinn er ekkert lægri fyrir því. Menn halda kannski að þeir séu aö spara fé, en þaö er ekki raunin." Kristján segir stillingu hita- kerfa hlut sem alltof lítiö er framkvæmdur og til skamms tíma var ekki kenndur pípu- lagningamönnum. Hann segir þaö ekki mikla framkvæmd að stilla kerfiö, fyrir þá sem kunna þaö og því ekki dýrt fyrir hús- eiganda, enda muni hann fá þann kostnað margfalt til baka. Kristján leggur áherslu á aö það sé alveg sama meö hvaöa kerfi fólk sé, hvort sem um er aö ræöa ofna með gamaldags lokum eða nýtísku Danfosslok- um, svo dæmi sé nefnt. Nýj- ustu og fullkomnustu lokar séu í raun gagnslausir, nema kerfið í heild sinni sé jafnvægisstillt. Talsvert er um aö vitlausir kranar séu notaöir á ofna, aö mati Kristjáns, aö notaðir séu Retur- kranar (útstreymislokar, sem staösettir eru neðan á ofn- inum) í staö Tur-krana (inn- streymislokar, sem staösettir eru ofariega á ofninum) og öf- ugt. Tur-kraninn mælir hita- stigið í herberginu og stjórnar hitastiginu inn á ofninn eftir því, á meðan Retur-kraninn mælir hitastig vatnsins í rörinu. T.d. ef sól skín inn í herbergið og hækkar hitastigið í því í 30 gráöur, breytir þaö engu um hitastig vatnsins, sem rennur í gegnum kranann á meðan Tur- kraninn lokar strax á. Best er aö hafa báöar tegundir loka á kerf- inu, en hvar best er aö nota hvora tegund fer eftir aðstæð- um í hverju herbergi fyrir sig. Kristján segir hins vegar best aö hafa bábar geröir á ofnum, en það er auðvitað dýrara. Hann segir það mikilvægt, þegar fólk leitar sér aöstoðar fagmanna, aö fá jafnframt leiö- beiningar um stillingu ofnanna og fá aö vita hvaö hver stilling þýöi varðandi hitagráöur. Þá er einnig gott ab fá upplýsingar um hvað ber að varast. Þaö er ekki nóg aö fá gert viö tækin og fá þau stillt, heldur þarf fólk aö fá fræðslu um meöhöndlun. „Aö koma í hús og gera viö kerfið og stilla án þess aö tala viö húseigendur, það er lítiö gagn í því." Varbandi ofnlokana, segir Kristján aö finna skuli rétta hitastigið í hverju herbergi fyrir sig, bæöi meö innstreymis- og útstreymisloka, þar sem þeir eiga við, þegar kerfiö hefur ver- iö stillt. Það, sem ber aö varast eftir það, er að hreyfa viö lok- unum. „Þaö er alltof mikiö um aö fólk sé fyrst aö loka fyrir ofnana og síðan fullopna fyrir þá. Þetta á alls ekki ab gerast, sérstaklega ekki með inn- streymislokana, sem stjórna hitastiginu sjálfir í herberginu." Kristján segir aö ef almenn- ingur þarf á upplýsingum aö halda, geta menn leitaö til skrifstofu Lagnafélags íslands. ■ ÞJÓFAVARNARKERFI fýrir heimili, fýrirtæki og stofnanir Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, símhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRAÐLAUS og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf. SSSS! Einar \MSi | Farestveit & Co.hf. Borganúni 2K 'CT 562 2901 oe 562 2900 □ □ Nttoominm Malslw ---------- skiða- og vetrarfatnaður Valby sófasettið fæst bæðí í 3-1-1 eða sem 3-2-1 eða þá hornsófi 5 eða 6 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Verðdæmi: 3-1-1 kr. 158.640,- 3-2-1 kr. 168.640,- 5 sæta horn kr. 152.320,- 6 sæta horn kr. 158.640,- Staðgreiðsluafsláttur eða góð grelðslukjör tll margra mánaða. V/SA HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.