Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. nóvember 1995 7 - Hver er afstaða þjóðkirkjurm- ar til samkynhneigðra? „Mér finnst kirkjan reyndar ekki hafa unnið nógu vel í þessum málum. Hún þarf virkilega að gera það, hún þarf að taka við öllum mönnum sem vilja koma í kirkjuna á sínum forsendum. En vera ekki að dæma menn eftir ein- hverri hegðan sem þeir hafa kannski ekkert yfirlit yfir. Kirkjan á að taka við fólki án fordóma. Við þurfum að yfir- stíga óttann sem margir bera t.d. til samkynhneigðra, sem tengist ósjálfrátt óttanum við eyðni." Bókstafstrú falsar ritninguna - Er litið svo á innan þjóðkirkj- unnar að snúa þurfi samkyn- hneigðum? „Það hef ég ekki oröiö var við nema í viðhorfi einstakra manna. Ég hef litið þannig á að við þurfum að skoða þetta út frá því trausti sem menn bera hver til annars í t.d. sam- búð samkynhneigðra, að við skoðum hana ekki út frá því atferli sem þeir stunda í einka- lífinu heldur fyrst og fremst út frá þeirri ást sem þeir bera hver til annars og því trausti og ábyrgð sem þeir sýna í einkalíf- inu. Það er eitt sem pirrar mig alveg rosalega og þaö er hvern- ig menn eru að flagga Biblí- unni í þessu máli. Bókstafstrú- in hefur mjög oft farið inn á þá braut að falsa ritninguna. Við eigum óheiðarlega bók- stafstrúarmenn sem eru að standa upp og predika. Þeir taka það úr Biblíunni sem hentar og fellur að þeirra lífs- skoðun en þeir fara ekkert ofan í það. Það er t.d. fjöldi manns sem er að tala um Sódómu og hvernig fór fyrir samkyn- hneigðum þar. En þessi texti fjallar ekkert um atferli sam- kynhneigðra. Hann fjallar um aílt annað. Það er ekki fyrr en mörgum öldum seinna sem kristnir menn komu þeim skilningi inn að þetta varði samkynhneigða. Biblían for- dæmir hvergi sambúö eða samskipti samkynhneigðra. Hins vegar er fordæmt einstakt atferli eins og t.d. nauðgun, hvort sem það er milli sam- kynhneigðra eða annarra vegna þess að það er vanvirða gagnvart líkama mannsins og lífi. Menn líta t.d. framhjá því að í samfélagi Hebrea var það sjónarmið ríkt að hver maður yrði að nýtast til að geta af sér börn til aö stækka ættflokkinn. Þess vegna þótti það synd ef menn sóuðu þessu með lífi manns sem getur ekki af sér börn vegna þess að hann lað- ast ekki að konum. Það er fyrst og fremst út frá þessum frjó- semistilgangi mannsins en varðar ekkert þessa hneigð sem slíka." - Þér finnst þá að leiðtogar sér- trúarsafnaða, eins og Snorri í Betel, brúki svona hentistefnu gagnvart Biblíunni (sem hann fordcemdi sjálfur á hádegisfund- inum)? „Þeir eru mjög einlægir í sinni trú og framsetningu en hún er bara í eðli sínu for- dæmandi. Barátta góðs og ills í lífi hvers manns er ekki lokiö með því að frelsast. Þeir reyna að stilla því þannig upp að frelsunin gerist á ákveðnum tímapunkti í einhverju atviki sem menn muna ævilangt en ég hallast frekar að því að fólk sé meira og minna aö glíma við trúna við guö og hið illa í heiminum alla sína ævi." -LÓA Stofa 101 í Odda troðfylltist um leið og fundurinn átti að hefjast. Stúdentar stóðu í dyragœttum og á gangi til að grípa orð postulanna. Sértrúarsöfnuöir— böl eba blessun? Frelsaðir helsarar Hvort sértrúarsöfnuðir væru landsmönnum til bölvunar eöa blessunar var eblilega ekki svarað játandi eða neit- andi á fundi sem haldinn var um málið í Odda í vikunni. En Davíð Þór Jónsson, guð- fræbinemi og górilla, og Snorri Óskarsson í hvíta- sunnusöfnuöinum Betel í Vestmannaeyjum höfbu sitt- hvað um málib að segja. Há- skólastúdentar höfbu greini- lega rífandi áhuga á málefn- inu því salurinn var sneisa- fullur og stóbu menn í dyra- gættum og á gangi til ab grípa orð Davíbs og Snorra. Þeir brugöust ekki áheyrend- um eins og heyra mátti á reglulegum hlátrasköllum og stób Snorri sig í stykkinu, reif blöb úr Biblíunni til ab leggja áherslu á orb sín og amenaði og hallelújabi á vibeigandi stöðum. Bóka- og geisladiskabrennur meölima í Betel hafa verið í fréttum undanfarið og Snorri sagði, áöur en hann hóf upp sína miklu raust, aö fjölmiðlar heföu dregið upp þá mynd ab hann væri æsingamaöur en hann telur sig sjálfur einfald- fega boðbera guðsorðs. I framhaldi af því boöaði Snorri stúdentum fagnaöarer- indið af mikilli sannfæringu. Hann sagði meölimi safnaðar- ins í Eyjum einfaldlega hafa tekið frelsun sína föstum tök- um með því að hreinsa út það efni sem þeir teldu óæskilegt og brenna það. Hann nefndi að rekja mætti sjálfsmorö drengs í Eyjum til þeirra áhrifa sem hann hefði orðib af slíku efni. Davíð Þór tók undir og sagöi yfirfullt af óæskilegu efni allt í kringum okkur en treysta þyrfti fólki til aö fara vel með þau áhrif og taldi ekki árangursríka aðferð að brenna það á báli sem kveikti spurningar. Því var skot- ið að úr sal hvort ekki væri rétt- ara aö banna Biblíuna sem segði áreiðanlega frá fleiri morðum heldur en nokkur tím- ann þeir geisladiskar sem brenndir hafa verib í Eyjum. Því var ekki svarað. morð og af oröum hans dró Davíð þá ályktun að þeir sem „frelsaðir" kallast, sem komið hafi í stað hins brothætta orðs „syndlausir" í nútímasamfélagi, væru alls ekki frelsabir til um- buröarlyndis og mannkærleika, eins og boðað er í Biblíunni: Dæmið ekki og þér munuð ekki dæmdir veröa, heldur frelsaðir. Punktur. Með frelsun væri í raun búið aö hneppa fólk í ánauö heilaþvottar og vísaði hann í því sambandi til þess að frést hefbi að einn meðlima Betels heföi brennt þróunar- kenningu Darwins sem ekki benti til trúar á vísindalega framþróun heldur til fáfræbi og þröngsýni. Davíð sagöi Biblíuna fulla af mótsögnum og því yrbi að lesa hana sem vísindarit og menn mættu ekki gleyma því úr hvaba samfélagi ritningin væri sprottin. Einmitt þá greip Snorri tækifærið og sýndi slíka hentistefnu í verki með því að rífa blöð úr ritningunni. Hinni heilögu ritningu. Sem ekki má hreyfa við né andmæla. Sem á að taka bókstaflega en umfram allt ekki alveg bókstaflega — nema þegar mönnum hentar — eins og fram kom þegar Davíð Þór vitnaði í Mattheusarguð- spjall. „Ef hægra auga þitt hneykslar þig þá ríf þab út og kasta því frá þér, því að betra er að einn lima þinna tortímist en að öllum líkama þínum veröi kastað í helvíti." Samkvæmt þessum orðum taldi Davíö að Betelingar ættu fremur að stunda augna- og eyrnabrennur í stað bóka- eða geisladiska- brenna. Enda er vandséð hvernig hægt væri að útrýma öllu því er hneykslað gæti við- kvæmar hólpnar sálir. Snorri virtist þá ekki kunna viö til- hugsunina um tómar tóttir og slitin eyru safnaðarmeblima. „Ég verð aö segja mér það til stuönings að fleiri háskóla- menn hafa reynt að gagnrýna þessa bók en eru samankomnir hér inni og þeir hafa allir tap- að. Svo mér finnst ég hafa ákaf- lega góðan hjarl að baki." -LÓA „Hommar þurfa líka að frelsast. Allir þeir sem eru undir synd þurfa að frelsast." „Ertu að segja mér að þeir hafi fundið jesúm og afhommast?" Davíð átaldi sértrúarsöfnuði harkalega fyrir að reka áróður mannfyrirlitningar í Jesúnafni og vísaði m.a. í skoðanir Gunn- ars Þorsteinssonar í Krossinum um samkynhneigð. En hann á m.a. ab hafa sagt ab hommar verbi á efsta degi hengdir upp á punghárunum. Ljóst var að Snorri er skoöanabróðir Gunn- ars um samkynhneigð og sagði hann homma þurfa að frelsast líkt og aðrir sem væru undir synd. Hann sagbi dæmi þess er- lendis frá að menn haldnir kynvillu hafi orðið „réttir og hreinir" við aö frelsast. Davíð gat þarna ekki á sér setið og þótti grunsamlegt að hommar afhommuðust viö aö finna Jesú. Einnig kom Snorri því á framfæri að fóstureyðing væri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.