Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. nóvember 1995 19 Viöurkenning veitt fyrir lofsvert framtak á matvœlasviöi: Dr. Laufey Steingrímsdóttir hjá Manneldisráöi tekur viö verölaunagripnum úr hendi Sveins Hannessonar. Fjöregg MNI er verölaunagripur, sem veittur er á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðingafé- lags íslands (MNÍ). I dómnefnd sátu Sveinn Hannes- son, Samtökum iðnaðarins, Alda Möller, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, og Einar Matthíasson, Mjólk- ursamsölunni. Á Matvæladegi 1995 voru verð- launin veitt Manneldisráði íslands fyrir útgáfu tengda neyslukönnun- um, útgáfu manneldismarkmiða og annars fræðsluefnis. Manneldisráð hefur starfað í núverandi mynd frá 1978, þegar Iög um manneldisráð voru sett. Aukinn kraftur komst í starfsemi ráðsins árið 1989 eftir að manneldis- og neyslustefna var samþykkt á Alþingi. Manneldisráð hefur gengist fyrir viðamiklum könnunum á mataræði íslendinga. Niöurstöður hafa verið gefnar út í aðgengilegu skýrsluformi. Þá hefur ráðib gefið út margvíslegt efni fyrir iðnaðinn, stóreldhús og almenn- ing, sem byggir á manneldismark- miðum. Að mati dómnefndar er fræðsluefni, sem Manneldisráð hef- ur gefib út, vandaö, öfgalaust og til þess gert að nýta það. Forstöbumað- ur Manneldisráðs íslands er dr. Laufey Steingrímsdóttir næringar- fræðingur. Samtök iðnaðarins gáfu verð- launagripinn, sem er handunnin ís- lensk framleiðsla frá Gleri í Bergvík. DAGBÓK IWiViViViVi Lauqardaqui’ 18 nóvember X 322. dagur ársins - 43 dagar eftir. 46. vika Sólris kl. 10.04 sólarlag kl. 16.21 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridge í Risinu kl. 13 á morg- un, 2. dagur í 5 sunnudaga keppni. Félagsvist kl. 14 á morgun í Risinu, 3. dagur í 4 daga keppni. Dansað í Goðheimum, Sól- túni 3, sunnudagskvöld kl. 20. Lögfræðingurinn er til viðtals á þriðjudagsmorgnum. Panta þarf viötal. Gjábakki, Fannborg 8 Á mánudaginn hefst nám- skeið í keramik kl. 09.30. Ensku- námskeiö hefst kl. 13.30 og námskeið í tréskurði kl. 15.30. Handavinnustofan er opin ail- an daginn. Brei&firbingafélagib Félagsvist verður spiluð sunnudaginn 19. nóv.'kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Kvennakirkjan messar í Hafnarfirbi Kvennakirkjan heldur messu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 19. nóvember klukkan 20.30. Yfirskrift guðsþjónustunnar er: Sársaukinn og gleðin. Margr- ét Hákonardóttir hjúkrunar- fræðingur talar um ábyrgð okk- ar á heiibrigði okkar og lífsgleði og Vilborg Guðnadóttir, hjúkr- unarfræbingur Kvennaathvarfs- ins, talar um að konur sái ekki eins og þær uppskera. Séra Auö- ur Eir Viihjálmsdóttir flytur prédikun. Sönghópur Kvennakirkjunn- ar syngur undir stjórn Bjarneyj- ar I. Gunnlaugsdóttur við und- irleik Aðalheiðar Þorsteinsdótt- ur. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir Tónleikar í Kristskirkju Caritas á íslandi efnir til tón- leika til styrktar misþroska og ofvirkum börnum í Kristskirkju, Landakoti, sunnudaginn 19. nóvember kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir J.Chr. Bach, J.S. Bach, Mozart, Rossini og Palestrina. Tólf tónlistarmenn koma fram. Sala aðgöngumiba er hjá Ca- ritas á íslandi, sími 551 2348, Foreldrasamtökunum í Bolholti 6, sími 568 0790, eba við inn- ganginn. Miðaverð er kr. 1.000. Helga Egilsdóttir sýnir í Listasafnl ASÍ Helga Egilsdóttir listmálari opnar málverkasýningu í Lista- safni ASÍ í dag, laúgardag, kl. 16. Helga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga bæði heima og erlendis. Undan- farin ár hefur hún búib og starf- að í Kaupmannahöfn. Á þessari sýningu sýnir Helga olíumál- verk, sem öll eru unnin á sl. ári. Sýningin stendur til 3. desem- ber og er opin frá kl. 14-17 alla daga nema 27. og 28. nóvem- ber. Leiösögn á Kjarvals- stöbum Sunnudaginn 19. nóv. kl. 16 verður leiðsögn á Kjarvalsstöb- um. Pétur H. Ármannsson arki- tekt, safnvörður byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykjavík- ur, leiðbeinir safngestum um yf- irlitssýningu á verkum Einars Sveinssonar arkitekts. Sambandsþing UMFÍ 39. sambandsþing Ung- mennafélags íslands verður haldiö á Laugum í S.- Þingeyjar- sýslu dagana 18. og 19. nóvem- ber. Þingið verbur sett kl. 09 ár- degis í dag, laugardag. A þinginu verður m.a. kjörin ný stjórn fyrir samtökin. Almanakshappdrætti Þroskahjálpar 1995 Janúar 17796 2044 12460 Febrúar 2663 1719 10499 1933 Mars 494 13958 11345 9972 7296 Apríl 13599 11441 3069 1447 9350 Maí 9701 6805 9468 6481 16584 Júní 8961 7983 4007 12942 Júlí 15020 11564 6766 Ágúst 2036 7247 7798 17255 Sept. 2170 5184 7590 15211 Okt. 11905 10722 5131 5524 2707 Opinn fundur um álmálib Opinn fundur um álmálið verður haldinn mánudaginn 20. nóvember kl. 20 í íþrótta- húsinu Strandgötu, Hafnarfirði. Á fundinn koma Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra, Tryggvi Harðarson formaður álviðræðu- nefndar Hafnarfjarðarbæjar, og Rannveig Rist steypuskálastjóri ÍSAL. Fyrirlestur í Norræna húsinu Sólstööuhópurinn gengst fyr- ir fyrirlestri í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 16.15. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Að- gangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber heitið „Upplifanir karla á stöðu sinni". Fyrirlesari verður Jóhann Lofts- son sálfræðingur. Eftir fyrirlest- urinn verða umræður og einnig verður flutt tónlist. Kvikmyndasýning í MÍR Síðari hluti kvikmyndarinnar „Hin unga sveit" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, sunnudag, kl. 16. Tón- listin í myndinni er eftir D. Sjo- stakóvitsj. Myndin er með skýr- ingatali á ensku. Aðgangur er ókeypisog öllum heimill. Elly Vilhjálms. Elly Vllhjálms er látln Elly Vilhjálms, dægurlaga- söngkonan landsþekkta, er lát- in, 59 ára að aldri. Elly ávann sér miklar vinsældir þegar hún kom fyrst fram meö KK-sextett- inum ung að árum. Síðar söng hún með Orion og hljómsveit- um Kristjáns Magnússonar, Jóns Páls og Svavars Gests. Elly söng inn á mikinn fjölda hljóm- platna, meöal annars með bróð- ur sínum, Vilhjálmi Vilhjálms- syni, en hann lést árib 1978, ab- eins 33 ára gamall. Eftirlifandi eiginmaður Ellyar er Svavar Gests. -JBP messu. Fréttir í vikulok Rábherrar hverfi af Alþingi Siv Friðleifsdóttir alþingismaður vill að ráðherra hverfi frá störfum á þingi. Hún hefur flutt frumvarp til stjórnskipunar- laga þar sem lögö er til breyting á 51. grein stjómarskrárinnar. Breytingar á áfengismálum Fulltrúar fjögurra flokka hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að áfengiskaupaaldur verði lækkaður í 18 ár. Tillagan hef- ur mætt harðri andstöðu hjá Stórstúkunni og skyldum aðilum. Þá verba nokkrar vínbúðir opnar á laugardögum frá og með deginum í dag. Kvennalistinn á krossgötum Landsfundur Kvennalistans fór fram um síðustu helgi og var hann fámennur og róstusamur. Ljóst er að uppstokkun verður í starfi samtakanna. Kristín Ástgeirsdóttir segir þrjár leiðir koma til greina: (1) að hleypa karlmönnum inn í flokkinn, (2) fara út í samvinnu við önnur stjórnmálaöfl, eða (3) hætta ein- faldlega afskiptum af stjórnmálum. Fylgi Kvennalistans hefur farib mjög dvínandi í skoðanakönnunum. Skipulögb fíkniefnadreifing um allt land Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir aö skólar, sveitarfélög, foreldrasamtök og dómsmálaráðuneytið veröi að opna augun fyrir þeim veruleika aö skipulögð fíkniefnastarf- semi sé um allt land. Efla þurfi fræbslu og forvarnir, vandinn sé ekki bundinn við Reykjavík. Guöjón Petersen hættir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna, mun hætta störfum á næstunni og taka að sér bæjarstjórn í Snæfells- bæ. Lækkun kjötverbs Nokkur kjötverðlækkun hefur orðiö í nánast öllum flokkum. Verð á nautakjöti hefur lækkað um 15%. Átaki um sölu lamba- kjöts er lokið og seldust upp 600 tonn af lambakjöti á aðeins hálfum mánuöi. Þá hafa vonir manna um útflutning kviknað á ný, eftir ab lambakjöt í Bandaríkjunum hefur fengið góða dóma nýverið. Minkabændur illa settir Framkvæmdastjóri Sambands loðdýrabænda segir framtíð minkabænda mjög slæma. Refabændur munu betur settir. 6% launahækkun tryggi frib Formaður Alþýbusambands Austurlands segir 6% launa- hækkun til láglaunahópa viðmiöunarstærð í viðræðum við at- vinnurekendur. Verið er aö kanna hvort forsendur kjarasamn- inga séu brostnar. Niðurstöðu er að vænta í síðasta lagi í lok mánaöarins. Vilja 20 þúsund tonna kvóta í Smuguna Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins segir raun- hæft að semja viö Norðmenn um 15-20 þús. tonna kvóta í Bar- entshafi. Nýjar sjónvarpsstöbvar Sýn hóf útsendingar á fimmtudag og Stöð 3 er að fara af stað með sína dagskrá. Fjórar íslenskar stöðvar verba því starfandi í stað þeirra tveggja sem fyrir voru. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.