Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 7. desember 1995 llllMIII STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vinnufribur í sauðfjárræktinni Búvörusamningurinn er kominn í gegnum þingið og hef- ur samningurinn í sinni endanlegu mynd mikinn meiri- hlutastuöning þingmanna. Einn stjórnarliði greiddi at- kvæði gegn samningnum ásamt Þjóðvakamönnum, Kvennalista og Alþýðuflokki, en alþýðubandalagsmenn sátu hjá. Breytingar landbúnaðarnefndar viö búvörufrum- varpið voru í raun ekki breytingar á aðalatriðum heldur útfærslu, og þær eru þess eðlis að bændasamtökin geta vel við unað. Búvörusamningurinn er að sjálfsögðu ekki endanleg úr- lausn á vanda sauðfjárræktarinnar á íslandi, en hann er mikilvæg tilraun til að skipuleggja undanhald framleiðsl- unnar þannig að sem minnst þjóðfélagsleg röskun stafi af og sauöfjárbændur geti tekist á við vaxandi vanda sem uppréttastir. í þeim efnum er mikið verk framundan og því er það mikið fagnaöarefni að búið er að skilgreina um- hverfið og möguleikana til nokkurra ára, en slíkt er algjör forsenda fyrir því að sauðfjárbændur geti tekið skynsam- legar ákvarðanir um framtíðina. Þessi festa er sýnu mikil- vægari vegna þess að landbúnaður víða um heim, þar á meöal á Islandi, stendur frammi fyrir miklum breytingum vegna alþjóölegra viðskiptasamninga. Tími óvissu á nú að vera að baki og menn vita hvað er framundan. í Tímanum í gær kom fram að búvörusamningurinn er í raun þegar farinn að rótvirka — þveröfugt við það sem ýmsir höfðu spáð — því ljóst er að yfir eitt hundrað bændur eru þegar búnir að gera samninga um uppkaup. Framundan er því tími aðgerða í landbúnaði, einkum sauðfjárrækt, þar sem friður ríkir um aö aðlaga þessa fornu búgrein síbreytilegum aðstæðum. R-listinn Reykjavíkurlistinn virðist nú í talsverðum mótbyr hvað vinsældir varðar, samkvæmt skoðanakönnunum. í DV mælist listinn aðeins með tæp 40% fylgi, en Sjálfstæðis- flokkurinn mælist með rúm 60%. Höfuðskýringin á þessu andstreymi liggur í fjárhagsstöðu borgarinnar, sem er nán- ast ein brunarúst. Sannast þar að fæstir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Skuldasöfnun borgarinnar fór fyrst og fremst fram á valdatíma sjálfstæðismanna, sem slógu um sig með miklum og dýrum framkvæmdum og kæruleysis- legri fjármálastjórn. Greiðslubyrðin af þeirri veislu er nú að segja til sín. Holræsagjald og aðhald á hinum ýmsu sviðum hafa mælst illa fyrir hjá borgarbúum með léttar buddur, og í slíkri stöðu er það að æra óstöðugan að láta kjaradóms- hækkanir alþingismanna og ráðherra ganga yfir borgar- fulltrúa og embættismenn, eins og gert var í Reykjavík. Slíkt eru þó auövitað smámunir í heildardæminu og brýnt að borgarstjórnarmeirihlutinn láti ekki undan freisting- unni að slaka á aðhalds- og sparnaðarklónni til þess að gera pólitíska tilveru sína bærilegri. Slíkur léttleiki í fjár- málum getur orðið og verður nánast örugglega að óbæri- legum léttleika þegar til lengdar lætur. Kjörtímabil R-list- ans er ekki enn hálfnaö og ef menn treysta sér ekki í slag- inn núna, munu þeir enn síður hella sér í hann þegar kosningar fara að nálgast. Aðhald og ábyrgð í fjármálum þýöir þó ekki að ekkert megi gera, síður en svo. R-listinn verður hins vegar að skera niður óþarfa og forgangsraða verkefnum af skynsemi. Sé það gert, saka tímabundnar óvinsældir í skoðanakönnunum ekkert. Blaðib sem sundraði Garri hitti þann 1. desember sl. á förnum vegi aldr- aöa konu, sem um árabil hefur starfað í Alþýðu- bandalaginu og þar áður í Sósíalistaflokknum. Hún fór að fyrra bragði að tala um eitthvert blað, sem henni hafi verið sent í staðinn fyrir sín hefðbundnu flokkstíöindi, Vikublaðið. „Saman eitthvað ... alveg skelfilega leiðinlegt að sjá," kallaði hún þab. Blaöið, sem gamla konan var ab vísa til, er að sjálfsögðu „Eitt sinn saman", sem var sameiginleg útgáfa fjög- urra vinstriblaba á fullveldisdaginn, og átti að verða hvati til frekari umræöu og aðgerða í sameiningar- málum jafnaðarmanna í Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki, Þjóðvaka og Kvennalistanum. Eitthvað virð- ist þó útkoman hafa haft önnur áhrif en ætlast var til, því svo virðist sem útkoma blaösins hafi markað ákveðinn vendipunkt þar sem sameiningarumræö- an endaöi, en sundrungarumræðan byrjaði af krafti. Sameinuö leiöindi Alþýðubandalagsmenn hafa gjarnan kallað Viku- blabib sitt uppsöfnuð leiðindi vikunnar, aballega vegna þess ab þar eru menn svo yfirgengilega pólit- ískt meðvitaðir. Það kom því ekki á óvart að gamla konan skuli hafa kall- aö nýja blaðið sameinuð leiðindi vinstrimanna, því langlokur um pól- itíska meðvitund, sameiningu vinstrimanna, úrelt flokkakerfi og rétttrúnað í kvenfrelsi og mannrétt- indum, geta, ef skammtarnir eru bara nógu stórir, gengið af velviljuðustu mönnum dauðum. Og það er eins og við manninn mælt að gagnrýn- israddir á sameiningu vinstrimanna hafa aldrei ver- ið eins háværar og nú í desember eftir aö þetta blað kom út. Garri telur einsýnt að það stafi af náttúrlegri tilhneigingu mannsins, líka vinstri manna, til að leiðast leiðindi. í þætti um helgina mátti skilja hinn óhába al- þýðubandalagsmann Ögmund Jónasson þannig að hann væri ekki mjög hrifinn af þessu sameiningar- tali öllu. Þó gerðist Ögmundur óháður frambjóðandi til að víkka út þann vettvang sem vinstrimenn hefðu. Ögmundur lætur sér nú nægja að tala um samstarf og er jafnvel tilbúinn að hafa einn eða tvo framsóknarmenn með sér í lausbeisluðu sambandi félagshyggjufólks. í Tímanum í gær kannast Guðný Guðbjörnsdóttir, kvennalistaþingmaður og uppeld- issérfræðingur, ekkert við að búið sé að sameina þingflokka stjórnarandstöbunnar, þó stjórnarand- staöan hafl hist vegna fjárlagagerbarinnar. Hún talar nú afar varlega um eitt skref í einu og að óvíst sé hvort Kvennalistinn sé með í sameiningarferlum. Hjörleifur sagði: Ekki ég ... Hjörleifur Guttormsson kveður sér síðan hljóðs í gær í nýju málgagni sínu, Morgunblaðinu, og er ekki mikið hrifnari af sameiginlegu blaði vinstrimanna en gamla konan sem Garri hitti. Hjörleifur talar um „alvöruleysi" í þessu sambandi og „sameiningarum- ræöu án innihalds". Ekki þarf að fjölyrða um aö Hjörleifur, eins og margir raunhyggnir stjórnmála- menn, sér á því fjölmarga annmarka ab vinstrimenn geti sameinast si svona. En það eru fleiri sem kvatt hafa sér hljóðs í þessari sameiningarumræðu nú í jólamánuðinum. Kratar virðast ekki mjög hrifnir og í Alþýðublaðinu í gær er mikið talað um Ráðstjórnarríkin, Stalín og Alþýðubandalagið — og allt er þetta haft meira og minna undir einum og sama hattinum. Bæði leiðar- inn og álitsgreinar stórkrata fjalla um þetta málefni, þannig að sameiningartónninn er eitthvað gruggug- ur á þeim bæ. í Tímanum í dag er líka viðtal við Gísla Einarsson, eðalkrata af Vesturlandi og þingmann, sem tekur einmitt í þennan sama sundrungarstreng. Gísli bendir á, eins og Hjörleifur, að menn séu ósammála um þungavigtarmálin og greinilegt er að óttinn við leiðindin eru ekki fjarri, því hann tekur einmitt fram að það þurfi ab koma meira til en að gefa út sameig- inlegt blað til þess að vinstri menn sameinist. Garri GARRI Verndum túrista og ærum þingmenn Þegar fámennt liö úr Natóherjum hélt smáæfingar hérlendis s.l. sumar ruku feröamálafrömuðir upp með harmkvælum og sýndu og sönnuðu að veriö væri að eyðileggja köldu og blautu eyðimörkina sem feröa- mannaparadís. Erlendir feröamenn væru truflaðir af flugvélagný uppi á hálendinu og hætta væri á að feröamennska á íslandi legðist af. Hestamenn tóku í sama streng og sögðu ab hestum á langferðaleiöum væri illa viö flugvélar og því bæri að friða allt hálendið, svosem 90 þúsund ferkílómetra eða svo fyrir flug- umferð. Gerður var góöur rómur að réttmæt- um aðfinnslum um friðhelgi óbyggð- ana og sannir þjóð- ernissinnar telja sjálfsagt að alfriöa eyðimörkina fyrir allri ókyrrð af völd- um lágflugs há- værra flugvéla. En aldrei hefur nokkrum manni dottið í hug aö friða Alþingi fyrir ær- andi flugvélagný. Enda hafast hvorki hestar né erlendir túristar þar við. Bara réttir og sléttir alþingismenn, forseti þeirra og ráðherrar. Það er víst engin hætta á að þeir verði fældir burt þótt þeir séu ærðir af hávaða- mengun. Vel í sveit sett Oftlega verða ræðumenn á Alþingi ab gera hlé á máli sínum þegar flugvélaferlíkin skríöa rétt yfir þök- in, og í Dómkirkjunni er hvorki friður til að fara með gott eða jarðsyngja af sömu ástæöu. Aöalflugbraut Reykjavíkurflugvallar er svo hagan- lega fyrir komib aö við enda hennar er miöbær höf- ubborgarinnar og allar helstu stjórnsýslu- og pen- ingastofnanir landsins og í beinni fluglínu. Og ekki má gleyma Rábhúsinu og Listasafninu. Rétt skáhallt við alla traffíkina eru allir þrír stórspítalarnir. Skítt verið með íbúbahverfin og fjölmenn athafnasvæði, menntastofnanir, bókasöfn og hótel af stóru sortinni. En yfir öllu því eru aðalskemmtisvæði amatörana og nemana sem eru að byrja að læra ab fljúga. Og svo náttúrlega aðalathafnasvæði farþegaflugs og ómfagr- ar þoturnar þeytast um flugbrautir og himinhvolf. Ef ymprað er á að friöa miðborg Reykjavíkur fyrir lágflugi er sýnt og sannað aö samgöngur í landinu muni leggjast niöur og landsbyggðin rofna úr öllum tengslum við stjórnsýsluna og einangrun byggðar- laga blasa viö með tilheyrandi eymdarástandi í at- vinnumálum og almennri uppdráttarsýki. Skipt um flugvöll Nú er komið í ljós að Reykjavíkurflugvöllur er orö- inn ónýtur. Breski herinn kastaði illa til höndnum þegar hann lagbi brautirnar í mýrarflákana í fljótræði í stríðsbyrjun. Allt er þetta að molna og sökkva og hefur ábúðarmik- ib fólk stórar áhyggjur af. Sú hætta vofir yfir aö eini flug- völlurinn í ver- öldinni sem er í mibri höfuðborg molni niður og grói upp. Þab má aldrei veröa, en góö ráð eru dýr. Engir peningar eru til að endur- bæta þetta ver- aldarundur, sem ærir jafnt þingheim sem dómkirkjusöfnub, borgarstjórn og peningafursta og sjúklinga og pró- fessora. Ráð er samt til sem stjórnendur lands og lýös beita einstaka sinnum þegar í naubir rekur. Það er ab slá lán. Þá veröur hægt að moka flugvellinum burtu af mýrinni og púkka undir nýjar brautir og leggja aö nýju. Um þetta tala menn í fúlustu alvöru, enda kem- ur ekki til mála ab leggja miðbæjarflugvöllinn niður. Þaö mun lengja feröir sveitarstjóranna á minibari hótelanna í Reykjavík auk margs konar annars óhag- ræðis sem brotthvarf miðborgarflugbrautanna hefur í för með sér. Skammsýnir menn eru að stinga upp á nýjum flug- völlum hér og hvar í námunda Hringbrautar en það er auðvitað út í hött, því þá er borin von að flugbraut- arendi nái inn í stjórnsýsluna. Ekki kemur til mála aö flytja Reykjavíkurflugiö til Keflavíkur eins og margslungin rök eru færð fyrir. En völlurinn sá er mjög vannýttur og þar er flott flugstöð sem er nær ónotuö. Því væri ráö ab flytja Keflavíkur- flugvöll til Reykjavíkur en ekki öfugt og ætti það að geta leyst flest vandamál varöandi ónýtan miðbæjar- flugvöll. Þessi hugmynd hefur þann kost að vera álíka fárán- leg og flestar aðrar lausnir á samgönguvanda dreifbýl- isins. Á víbavangi oó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.