Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 12
12 WBmámM. Fimmtudagur 7. desember 1995 NÝJAR BÆKUR Vilhjálmur Hjálmársson. Tólfta bók Vilhjálms á Brekku Komin er út bókin, Þeir breyttu íslandssögunni — Tveir þættir af landi og sjó, eftir Vil- hjálm Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Vilhjálmur hefur tekiö saman tvo fróðlega þætti um efni sem of lengi hafa legið í þagnargildi. Annar þeirra fjallar um örlaga- atburði um miðja öldina. Þegar bjargarleysi vofði yfir og botn- laus ófærð og illviöri lokuðu leiöum, gripu vaskir menn til nýrra ráða og beittu skriðbelta- tækjum sem höfðu verið gjör- samlega óþekkt á íslandi. Guð- mundur Jónasson fór til hjálpar á fyrsta snjóbíl sínum og þús- undþjalasmiðir eystra smíöuöu geysistóra sleða sem jarðýtur cfrógu. í hinum þættinum segir frá árabátaútgerð Færeyinga héð- an, allgildum þætti í atvinnu- sögu okkar. Að róa til fiskjar frá íslandi á eigin vegum, á sínum eigin bátum, það hét að fara til lands. Sjómennirnir tóku sér far meö færeysku skútunum, elleg- ar með póstskipunum dönsku og norsku. Þeir komu til íslands sunnan yfir sæinn — eins og vorið — og höfðu sumardvöl viö einhvern fjörðinn eða vík- ina. Þetta er tólfta bók Vilhjálms Hjálmarssonar. Flestar bækur hans hafa komist á metsölu- lista, enda er honum einkar vel lagið aö segja frá eins og al- kunna er. Þeir breyttu íslandssögunni er 235 blaðsíður. Mikill fjöldi mynda er í bókinni. Bókarauki er eftir Aðalbjörn Úlfarsson. Guðjón Ingi Hauksson sá um útlit kápu; Offsetþjónustan hf. um setningu, umbrot og filmu- vinnu; Prentsmiðjan Oddi hf. prentun og bókband. Útgefandi er Æskan. Undir fjala- ketti í litlu leikhúsi Undir fjalaketti heitir ný skáldsaga eftir Gunnar Gunn- arsson, sem kom í bókaverslanir fyrir síðustu helgi. Víst er að þeir, sem hafa unun af spenn- andi lesningu og vangaveltum um hlutskipti sögupersóna sem Cunnar Cunnarsson. dregnar eru skýrum dráttum, munu njóta þessa verks sem er í senn frábrugðiö því, sem áður hefur veriö skrifað hér á landi, en um leið farnar hefðbundnar slóðir í frásögn. Þannig minnir margt í Undir fjalaketti á sakamálasögur, enda voru stílbrögð þeirrar bók- menntagreinar höfundi hug- Ieikin. Stíllinn á þessari nýju skáldsögu er iðulega hraður og atburðarásin spennandi. En hér er persónusköpunin dýpri og lesandinn kynnist leikaranum og hlutskipti hans í eftirminni- legri sögu þar sem hugleiðingar söguhetjunnar skiptast á við lif- andi og gamansama frásögn af leikhúslífinu. Þegar til tíðinda dregur, koma þau lesandanum á óvart. Um- gjörð sögunnar er litla leikhúsið við Tjörnina þar sem menn eru jafnan á tímamótum, en leikar- inn Guðlaugur Bergmann Lár- usson — þjóðkunnur fyrir sinn smitandi hlátur — á sér trúlega þjáningabræðúr og -systur á flestum sviðum þjóðfélagsins. Undir fjalaketti er 246 blað- síður. Kápu- og útlitshönnun annaðist Soffía Arnadóttir. Um- brot og filmugerð var í höndum Prenthönnunar hf. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Útgefandi er Ormstunga. Kvæöaflokk- ur um árstíö- irnar Kvæbaflokkurinn um „Árstíb- irnar" eftir Bjarna Th. Rögn- valdsson er sá fyrsti er birtist eft- ir viökomandi höfund. Þar er kveðið um margt er tengist líf- inu, lífsbaráttunni og þakkar- gjörð til gjafara allra góðra hluta. Einnig um þann tilfinn- ingahita sem mætir lands- mönnum í framrás daganna á hverri árstíð á okkar kæra fóst- urlandi. Samkvæmt ósk höfundar er tileinkunarljóðið tengiljóð meb kvæðaflokknum sem hefst með „Lofgjörð" til lífsins. Næst er kveðiö um „Vorið" sem kemur til okkar með björt- um og hlýnandi dögum. Á árs- tíð gróðursprotanna þarf að fara að öllu með gát, því slóðin getur veriö varasöm. En þrátt fyrir umhleypinga fagna menn vor- blíðunni. Þriöji kafli bókarinnar fjallar um hinn fyrsta sumardag sem er fagnaöardagur hins komandi sumars. Sumarkveðjunni fylgja vonir um góða og hlýja sumardaga í bæ og sveit. Friðsælar stundir á gróðursælum stöðum, kvöld- kyrrðina og bjartar nætur. í fimmta kaflanum er kveðið um „Haustið". Gjafir lífsins kalla eftir hinum góbu andsvör- um. Þegar dagarnir styttast skarta laufin og grösin hinum fjölbreytilegustu litum og heiðarætur fella vöxt í dróma. Lokakaflinn fjallar um „Vet- urinn". Hann kemur með frost- kaldar nætur og snjó. Þá fara menn að nýta góða daga eftir föngum, svo að þeir verði til- búnir til ab takast á við ókomna daga. Vetrareldur Vaka-Helgafell hefur gefið út skáldsöguna Vetrareldur eftir Friðrik Erlingsson. Þetta er fyrsta skáldsaga Friðriks ætluð fullorðnum, en kunnastur er hann fyrir söguna um Benjam- ín dúfu. Hann hefur á liðnum árum hlotiö verðlaun og viður- kenningar fyrir ritstörf sín heima og erlendis. í kynningu frá útgefanda seg- ir: „í skáldsögu sinni, Vetrareld- ur, skrifar Fribrik Erlingsson um mannlega reynslu af miklu list- fengi og er langt síðan íslenskur skáldsagnahöfundur hefur fjall- ab um tilfinningar fólks af slíku innsæi. Persónur bókarinnar, ekki síst aðalpersónurnar tvær, Lilja og Hákon, standa ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum les- andans. Við kynnumst vonum þeirra og vonbrigðum, ham- ingju og nístandi sársauka. Höf- undur fléttar örlög þeirra saman af einstöku næmi í marg- slungna sögu. Hér er á ferð áhrifamikil skáldsaga sem lætur engan ósnortinn, eftir höfund sem fylgst verður með í framtíð- inni." Vetrareldur er 327 blaðsíður að lengd. Bókin var brotin um hjá Vöku-Helgafelli, en filmu- vinnsla fór fram hjá Prent- myndastofunni. Kápa bókar- innar var hönnub hjá Vöku- Helgafelli af Valgerði G. Hall- dórsdóttur. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Vetrareldur kostar 3.290 krónur. Sigurbjörn Einarsson. Valin ljób Bókaútgáfan Setberg hefur gefib út bókina Ljóð dagsins — Sigurbjörn Einarsson valdi efn- ib. í þessari veglegu bók eru mörg hundruö ljóð eftir 93 ís- lensk skáld — eitt ljóð fyrir hvern dag ársins — og auk þess á hverri síbu „Orö til íhugunar". í formála skrifar Sigurbjörn biskup m.a. á þessa leiö: „Þessi bók er saman tekin með það í huga, aö þeir sem staldra viö hjá henni stundarkorn á degi hverj- um, hafi af því ofurlitla upplyft- ingu, sem geri þeim léttara ab semja þann part af ljóði lífs síns, sem hver dagur krefst skila á. Allir, sem unna ljóðum, eiga þaö víst að hitta marga vildar- vini sína á þessum blöbum, en enginn finnur þá alla hér. Tala daganna í árinu takmarkar rým- ið. Þab hefði verið sýnu minni vandi ab gera þessa bók úr garöi ef dagar ársins væru helmingi fleiri. En hér var ekki tilgangur- inn sá að skammta neinum nægju sína. Þeir, sem neyta þess sem hér er í boði, munu von- andi finna það flestir, að þeir þurfa meiri skerf af svo góbu." Hugljúf lesning árið um kring — ljóð fyrir hvern dag ársins — og orð til íhugunar. Bók sem gripið er til aftur og aftur. Sannarlega eiguleg bók — og vegleg tækifærisgjöf. Bókin er 397 bls. og kostar 3.420 krónur. Glæpasaga, iroskasaga, ijóðlífslysing Bókaútgáfan Ibunn hefur gef- ið út nýja skáldsögu eftir Egil Egilsson rithöfund og nefnist hún Sendiboð úr djúpunum. Þetta er fimmta skáldsaga höf- undar. Síðasta bók hans var Spillvirkjar, sem út kom 1991, hlaut góba dóma og var m.a. til- nefnd til menningarverðlauna DV. Egill er eðlisfræöingur að mennt og nýtir hér þekkingu sína á því sviði í óvenjulegri spennusögu, sem á sér djúpar rætur í þjóðlífi undanfarinna áratuga. Úm leið er bókin mergjuð og spennandi glæpa- saga þar sem ógnir nútímans vofa yfir og óhugnanlegir at- burðir steöja að. Rithöfundi er gert ab skrifa viötalsbók, þvert gegn vilja sín- um. Viðmælandinn er athafna- maður austan af fjörbum með litríkan feril að baki. Hann læt- ur þó fátt uppi um fortíö sína og leitin ab sannleikanum ber skrá- setjarann allt suður til Spánar. Þar henda hann atburöir sem engan hefði órað fyrir og hann flækist í net óþekktra risa, sem víla ekkert fyrir sér ef hagsmun- ir eru í hættu. Þetta er í senn glæpasaga, þroskasaga og þjóð- lífslýsing, mögnuð saga um vá og grandaleysi, forherta menn og bernska þjóð. Sendiboð úr djúpunum er 200 blaðsíður, prentuð í Prentbæ hf. Kápumynd gerbi Brian Pilking- ton. Verö bókarinnar er kr. 3.480. Milli vonar og ótta Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Milli vonar og ótta eftir Þór Whitehead. Þar greinir Þór frá aðdragandanum ab því ab Bretar hernámu ísland í maí 1940. í bók sinni upplýsir höf- undurinn fjölmargt sem ekki hefur verib vikib aö áður í sagn- fræðiritum. Milli vonar og ótta er þriðja bók Þórs um ísland í síðari heimsstyrjöld, en fyrri bækur hans um þetta efni nefn- ast Ófriður í aösigi og Stríö fyrir ströndum. í kynningu frá útgef- anda á bókarkápu segir: „Aðdragandinn að hernámi íslands í maí 1940 hefur þótt liggja nokkuð ljós fyrir, en Þór Whitehead, prófessor í sagn- fræði, varpar hér nýju ljósi á þab hvernig þessi örlagaríka at- burðarás var í raun og veru. Þór byggir á margra ára rann- sóknum sínum í skjalasöfnum í Þýskalandi og Englandi. Þá hef- ur hann kannað rækilega ís- lenskar heimildir, sem sumar hverjar hafa aldrei verið rann- sakaðar áður. Auk þess hefur hann rætt við fjölmarga íslend- inga, Þjóðverja og Breta, sem veittu mikilvægar upplýsingar um það sem gerðist bak við tjöldin er stórveldin seildust til yfirráða yfir eyjunni í norbri. í bókinni er fjöldi ljósmynda og hafa margar þeirra aldrei komið fyrir almenningssjónir. Óhætt er ab segja að Þór dragi upp algjörlega nýja mynd af þessum óvissutímum Islands- sögunnar þegar þjóðin beið milli vonar og ótta. Bækur Þórs um ísland í síðari heimsstyrjöld, Ófriður í aðsigi og Stríð fyrir ströndum, hafa vakið mikla athygli, fengið ein- róma lof fræðimanna og al- mennings og verið meðal sölu- hæstu bóka. Milli vonar og ótta sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Frásögnin er afar lifandi og á köflum mjög spennandi, án þess þó ab slegið sé af sagn- fræðilegum kröfum." Milli vonar og ótta er 440 blaðsíður að lengd, þar af 16 myndasíður. Umbrot og filmu- vinnsla fór fram hjá Prenthönn- un hf., en kápa bókarinnar var hönnuð hjá Vöku-Helgafelli af Valgerði G. Halldórsdóttur. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun og bókband. Milli von- ar og ótta kostar 3.890 krónur. Pétur Sigurbsson. Á sjó og þingi Bókaútgáfan Setberg hefur gef- ið út bókina „Pétur sjómaður" eftir Ásgeir Jakobsson. Þessi bók er ævisaga Péturs Sig- urðssonar alþingismanns, sem um þriggja áratuga skeið setti mikinn svip á stjórnmála- og verkalýðssögu landsins og var al- þjób kunnur sem „Pétur sjómað- ur". Bókin segir frá uppvexti Péturs í kreppunni miklu, nær tuttugu ára sjómannsferli hans á bátum, tog- urum og farskipum, afskiptum hans af verkalýðsmálum innan Sjómannafélags Reykjavíkur og á ASÍ-þingum, þegar pólitíkin var hvað hörðust, langri stjórnmála- baráttu, en Pétur sat 28 ár á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var m.a. formaður bankaráðs Lands- banka íslands, og hinu mikla uppbyggingarstarfi Péturs í öldr- unarþjónustu, en hann var í 30 ár formaður Sjómannadagsrábs í Reykjavík og Hafnarfirði og vann þar ab stækkun Hrafnistu í Reykjavík, hafbi forystu um bygg- ingu Hrafnistu í Hafnarfirbi, sem köllub hefur verið „kraftaverkið hans Péturs", og stjórnaði upp- byggingu sumardvalarabstöðu sjómanna að Hraunborgum í Grímsnesi. Saga Péturs Sigurðssonar er þannig sjómannasaga, fram- kvæmdasaga og verkalýðs- og stjórnmálasaga — og þá er eftir maðurinn skrautlegur, en Pétur háði um tíma harða baráttu við Bakkus. „Pétur sjómaöur" er 21. bók Ás- geirs Jakobssonar, en meðal ævi- sagna hans má nefna metsölubók síðasta árs, „Óskars sögu Hall- dórssonar". í bókinni eru 120 myndir. Bókin er 304 blaðsíður og kost- ar 3.420 krónur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.