Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. desember 1995 WiflTTWw 5 Þorsteinn Guöjónsson: Sönnun framlífsins Hundraö sannanir fyrir framhaldslífi" hét bók, sem kunnur þjóbkirkju- prestur og spíritisti gaf út fyrir nokkuð mörgum árum. Las ég hana og ætla, að sú bók hafi gert mörgum gott á sínum tíma. En þó hygg ég, ab engin hinna 100 sannana, sem allar voru teknar eftir erlendum heimildum, taki fram því máli, sem nú skal á minnst og vel liggur fyrir til rannsóknar fyrir hvern sem er, enn þann dag í dag. Málið er merkilegast fyrir þá sök, að það er aðeins í sögulegu sambandi sem sést, hvert gildi þab hefur eða getur haft. Saga þeirra Agnesar og Frib- riks er samtengd „Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu", sem Brynjólfur heimspekingur á Minna-Núpi skráði á fyrsta ára- tug þessarar aldar (útg. 1912) og mun hafa átt einna mestan þátt í að gera þá sögu landskunna á fyrri hluta þessarar aldar, þó ab fjöimargt annað kæmi til. Gísli Konrábsson sagnfræðingur mun hafa skrifað Natans-sögu, en ekki veit ég til að sú bók hafi prentuð verið. Guðlaugur Guð- mundsson setti söguna í skáld- söguform — en með mikilli virbingu fyrir stabreyndum — um 1970, og ýmis leikrit hafa veriö skrifuð og leikin um þetta mál. Staðreyndir um glæp hinna á- kærbu og refsingu þeirra eru ó- vefengdar, og lýsingar á aðdrag- anda og ýmsum atvikum eru taldar öruggar. Agnes, sem varð ástfangin af Natani, réð sig til hans í þeirri trú, að hann mundi taka hana sér til eiginkonu, en hann hafbi þá ráöið til sín korn- unga og saklausa stúlku, Sigríði Guðmundsdóttur, og lék sér að því að æsa upp afbrýöi Agnesar. En Friðrik Sigurðsson frá Kata- dal varð ástfanginn af Sigríði, og stóöu þessi þrjú saman yfir höfuðsvörðum Natans. Þau Agnes og Fribrik voru dæmd til dauða fyrir að myrða Natan á Illugastöðum og háls- höggvin á Þrístöpum í Sveins- staðalandi þann 12. janúar 1830 að viðstöddum mörgum bændum, sem sýslumaöur hafði í embættisnafni skyldaö til að koma. Höfuð hinna líflátnu voru fest á stengur, öllum til viðvörunar, enda var mikil fá- tækt og óöld í landi þá. Líkin áttu ekki kirkjugræft eftir þeirra tínra guðfræði og lögfræöi. Voru þau sett í kassa og grafin á VETTVANGUR staðnum. Sigriður var send til Kaupmannahafnar, þar sem beiö hennar verra en dauðinn. Líflát Agnesar og Friðriks ér síð- asta aftaka á íslandi. Lengi voru þessir atburðir mönnum minnisstæðir, og dómar misjafnir, en þó segja bækurnar, að fólk hafi leitað skýringa og afsakana. Guð- mundur Ketilsson, bróbir Natans, hafði fyrir þrábeiðni sýslumanns (sem af mannúöar- ástæðum vildi fyrir hvern mun komast hjá mistökum) tekið ab sér böðulshlutverkið, en lá þó lengi undir ámæli; og bað hann síðar steinana á Illugastöðum aö segja einhverri framtíð frá sann- leikanum í málinu: Þegar nafn mitt eftir á allra þögn er falið, Illugastaða steinar þá standið þið upp og talið. Guðrún Runólfsdóttir, hús- freyja á Þingeyrum — en hjá henni hafbi Friðrik dvalist með- an hann beið dóms — mun hafa sent vinnumann sinn á nætur- þeli á aftökustabinn til þess aö taka ofan höfuðin, grafa þau í Þingeyrakirkjugarði og forba þeim frá smán; að yfirvaldið gerði ekkert í því að rannsaka hib ólöglega og ókirkjulega at- hæfi kann ab hafa stafað af því, að Guðrúnu treysti allt fólk, og mabur hennar, Björn Ólsen um- boðsmaöur, mátti sín mikils. Svo líba hundrað ár og allir sem mundu þessa atburði voru löngu látnir, en frásagnir, skráð- ar og sagðar, stóðu eftir. En þá geröust aðrir atburðir, um og upp úr 1930, sem vörpuðu alveg nýju ljósi á þetta mál, og það eru þeir, sem öðru fremur gera sögu þeirra Agnesar, Friðriks og Natans þýðingarmikla í mínum augum, og svo mundi líklega fleirum fara, ef þeir færu að hugsa málið. Málavextir eru þeir ab um 1932 fór kona í Reykjavík, gædd miðilshæfileikum, að skrifa ó- sjálfrátt („automatismi"), og sagðist sá, sem fyrir hreyfingun- um réði, oftast vera Agnes sú, sem líflátin hafði verib. Það kom fram aö þau Friðrik bæðust þess, að bein sín yrðu tekin upp á aftökustað, og endurgrafin í vígðri mold. Var legu beinanna miðað við höggpallinn vand- lega lýst, svo og jarðvegi þar sem grafa þyrfti og bent á að- stoðarmann, sem síðar kom í ljós að var bóndi á bæ þeim, sem Þrístapar heyra til. Einn af kunningjum þeirra hjóna, Sesselju og Guömundur Hofdal, tók bobskap hinna framliðnu svo alvarlega, að hann undirbjó leiðangur norö- ur til að gera það sem beðið hafði verið um. Þetta var mikið í ráðist á þeim tíma, með þeim samgöngum sem þá voru. Páll Einarsson hæstaréttardómari var stuðningsmaöur þessa máls og leitað var til biskups, Jóns Helgasonar, um leyfi til að grafa beinin í vígöri mold, og veitti hann það fúslega, en séra Sig- urður Norland á Tjörn tjáði sig fúsan til prestþjónustunnar. Þetta var í miðjum júní 1934. Þess ber að gæta að Guðmundur Hofdal þekkti ekki til á þessum slóðum, vissi ekkert um bónd- ann á bænum, og haföi enga á- stæðu til þess að gera þetta, aðra en boðskap gegnum miðil. En kvöldið áður en Gub- mundur lagði af stað norður, höfðu komið þau viðbótarskila- boð gegnum miöilinn sem und- arleg voru og nærri því urðu til þess ab Guðmundur hætti við ferðina. í gegnum miðilinn sagbi Agnes nú, ab höfuðin væru ekki á Þingeyrum, eins og allir höfðu haldib, heldur niður- grafin við höggstaðinn, nærri líkunum og pallinum, og af- stöðu alls þessa í moldinni ná- kvæmlega lýst. Það var því bæbi Magnús Scheving: Áfram Latibær. Halldór Baldursson teiknabi myndir. Æskan 1995. Þetta er dálítið sérstök sögu- bók. Hún gerist í ævintýraland- inu Latabæ þar sem sjónvarpsgl- áp og fleira hefur vanib fólk af ab hreyfa sig. En bæjarstjórinn nær sambandi við íþróttaálf, sem býr í hóli sem er rétt utan við bæinn, og með hans fulltingi verður annar bæjarbragur. Upp eru teknar hollari lífsvenjur. Þegar þessi söguþráður er met- inn er gott ab hafa í huga að kunnáttumenn telja að á síðustu árum alist upp hér á landi fjöldi barna, sem reyni svo lítið á krafta sína að þau ná ekki eðlilegum með kvíða og eftirvæntingu sem Guðmundur hóf gröftinn ásamt heimamönnum, þeim Magnúsi Jónssyni og Ólafi syni hans, þann 15. júní 1934, ab Þrístöpum í Sveinsstaðalandi. En nú kom allt heim við það, sem miðillinn hafði skrifað rétt áöur. Höfuðin reyndust vera grafin í Þrístöpum en ekki á Þingeyrum, brot úr stönginni hjá öðru þeirra, og ýmis önnur atriði stóðu nákvæmlega heima. Lýsing á þessu var þegar í stað skráð af Guðmundi Hofdal og vottub af þeim feögum, en þeir voru greindir heiðursmenn, eins og allir vita sem til hafa þekkt. Beinin voru þegar tekin til flutnings út á Vatnsnes og graf- in í kirkjugarðinum aö Tjörn 17. júní 1934. Þau Friðrik og Agnes höfbu í sambandinu, eft- BÆKUR HALLDÓR KRISTjÁNSSON þroska og hreysti. Það eru fleiri en börnin í Latabæ sem fara á mis við hlaup og útileiki. Ævin- týrið er kannske ekki svo fjarlægt sem í fyrstu kynni ab sýnast. Höfundur sögunnar, þolfimi- meistarinn, er að boða hollari hætti meö ævintýri sínu. Það gera menn með ýmsu móti. Hér má svo nefna að teiknarinn kem- ur til liðs vib hann með myndum sínum. Sjón er sögu ríkari. Eins og gengur meb ævintýri má ekki um of krefjast strangrar nákvæmni. Einkunnagjöfin, sem ir að áætlunin um uppgröft komst á rekspöl, ekki þó talið þessa beinafærslu neitt aðalat- riði, heldur aðferð til að vekja athygli á mikilsveröu máli. Vinnumaður Guðrúnar Run- ólfsdóttur á Þingeyrum hefur af einhverjum ástæðum tekið það ráð að grafa höfuðin á staðnum heldur en flytja þau að Þingeyr- um. Þessu hefur hann leynt húsmóður sína, og þó svo hefði ekki verið, hefur það ekki farið lengra, því að í sveitinni þóttust allir vita ab höfuðin væru í kirkjugarðinum. Þegar þau eru bæbi látin, veit enginn maður hér á jörð að höfuðin voru kyrr á staðnum, grafin nærri líkun- um, en sér, og bútur af stöng- inni hjá öðru þeirra. Hvaðan kom miðlinum sú vitneskja, að höfuðin væru þarna — og annað því viðvíkj- andi? Nokkur dæmi eru kunn um þetta sama, að það sem enginn lifandi maður hér á jörð vissi, kom fram hjá miðli. Eitt af hin- um þekktari er það, þegar Swedenborg lýsti leynihólfi í baki skrifborðs, sem hann hafði aldrei séð, og áríðandi upplýs- ingum sem þar voru geymdar, fyrir ekkju mannsins sem átt hafði skrifborðið. Kemur þetta í sama stað niður og ofanritað dæmi, nefnilega þann, ab með- vitund látins manns lifir þótt hann deyi. Nú getur meðvitund ekki • starfaö án líffæra, og gefur þetta i því tilefni til ályktana. Höfundur er kennari. íþróttaálfurinn gefur fiskréttun- um, er sjálfsagt ekki nákvæm án þess að því sé mótmælt að fæðan sé yfirleitt því notabetri sem hún er nær uppruna sínum. Inn í þessa frásögn em felldar teikningar af nokkmm líkamsæf- ingum, svo lesandinn fær hér handbók sem hann getur notað sér, enda fylgir tilsögn myndun- um. Bæjarstjórar þessarar aldar standa í ströngu og mæðast í mörgu til að móta bæjarbrag í umdæmi sínu. Magnús Scheving kemur til libs við þá með bók. sinni, svo að bæjarfélag þeirra verbi fremur kennt við sólskin en leti. Latibær verbur Sólskinsbær Framtíbaráform eða „happa og glappa" Mörgum þjóbum er tamara en Islendingum ab skipuleggja framtíð sína. Kunnar eru til dæmis sögur af Japönum sem tala um að þetta eða hitt geti orðið í fyrirsjáan- legri framtíð, og eiga þá viö allt aö 100 ár á meðan við íslend- ingar teljum fyrirsjáanlega framtíð enda eftir nokkra mán- uöi. Þessi mismunandi viöhorf endurspeglast í ýmsu því sem fyrir augu ber í þjóðlífinu, en flestir eru þó um það sammála að einn helsti löstur íslensks þjóbfélags sé hvaö margt er látið reka á reiðanum og hvað þeir fáu sem þó vilja sýna fyrir- hyggju eiga erfitt með ab skipu- leggja líf sitt, einkum þó með tilliti til athafna hins opinbera, sem virðist beita valdi sínu af geðþótta og án mikillar skyn- semi. Það er löngu vitað, að í skatta- málum geta menn ekki gert neinar áætlanir. í árslok getur framteljandi allt eins átt von á að þab sem hann taldi veröa gildandi skattalög heyri sögunni til við framtals- gerð í janúar vegna lagabreyt- inga á síöustu dögum ársins. Hringlandaháttur eins og hér er lýst er engum til góðs og stjórnvöldum til skammar, enda hafa erlendir sérfræðingar oft bent á og gagnrýnt þessa lensku í greinargerðum sínum um þjóðfélagsástandiö hér á landi. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Nýlega hafa tvö svona dæmi veriö í fréttum. Annað dæmib varðar fyrir- hugaða breytingu á innheimtu þungaskatts af dísilbílum. Um áramótin átti að breyta þeirri skattlagningu og fella gjaldið inn í eldsneytisveröið. Menn treystu því að viö ákvarbanir stjórnvalda yrði staðiö og sumir keyptu sér því dísilbíla í góbri trú. Þeir vissu sem var aö slíkir bílar eyddu minna á hvern ek- inn kílómetra og menguðu auk þess mun minna en bensínbílar en hefðu líka aðra kosti. Þaö var sjálft fjármálaráðu- neytið sem þessar reglur boðaði og skyldi maður ætla að mark væri á því takandi. En því var ekki að heilsa. Abeins fáum mánuðum fyrir gildistöku hinna nýju reglna var tilkynnt ab breytingunni yrði frestað. Hitt dæmið varðar frelsi til lyfsölu. Þar var komiö í lög ab menn mættu setja upp lyfjabúðir án þess að fá til þess hið hefð- bundna og eftirsótta lyfsöluleyfi sem hingað til hefur verið talið ávísun á auölegö og er að flestra dómi skýrt dæmi um fornan — jafnvel spilltan — hugsunar- hátt. Þessu skrefi til nútímans er líka frestað! Þegar svona dæmi liggja fyrir, er ekki skrýtið þótt spurt sé: Hvað er að íslenskum ráða- mönnum? Rjúka þeir af stað meb reglur að óathugubu máli með þeim afleiðingum ab eng- inn veit sitt rjúkandi ráb og eng- inn þorir að treysta neinu eða gera áætlanir sem ná lengra fram í tímann en nokkra mán- uði? Eða erum viö bara með ranga menn í vinnu hjá okkur? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.