Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 10
 Fimmtudagur 7. desember 1995 Mjög ólíklegt þykir þó aö þar verbi aftur horfiö til kommún- isma, en ýmsir spá „ítölsku ástandi" og hœgriróttœkni Sigur Aleksanders Kwasni- ewskis, fyrrverandi komm- únista, á frægum and- kommúnískum kappa, Lech Walesa, í forsetakosningum í Póllandi nýverib vakti mikla athygli og er ekki laust vih aö sumir þykist sjá þetta sem merki þess, a& austurblokkin fyrrverandi sé komin á Ieib til þess sem var fyrir 1989-91. Ekki er alveg óhugsandi aö þaö eigi við um Rússland, Úkraínu og Hvíta- Rússland. Þar er um aö ræöa meðal almennings víðtæka andstööu viö róttækar breytingar í átt til markaðsbúskapar og fjöl- ræöis. Þetta þýöir líkur nokkrar á að kommúnistaflokkar þar komi aö nýju fram meö fyrrverandi stefnuskrár sínar, e.t.v. ekki með mjög miklum breytingum. Tékkland eitt meö hægristjórn Ööru máli gegnir um fyrrver- andi fylgiríki Sovétríkjanna í austanveröri Mið-Evrópu og á Balkanskaga, sem og Eystrasalt- slönd. Að vísu gætir þar „aftur- hvarfseinkenna" nokkurra og er kosningasigur Kwasniewskis síö; ur en svo fyrsta dæmið um þaö. í Rúmeníu misstu kommúnistar raunar aldrei völdin og flokkur, sem skilgreindur er stundum sem umbótasinnaöur kommúnista- flokkur, hefur veriö þar í stjórnar- forystu síöan kosiö var þar til þings í september 1992. Iliescu Rúmeníuforseti komst til mikilla metoröa í ríkisflokknum þarlend- is þegar á tíö Ceausescus. I Litháen er kommúnistaflokk- urinn fyrrverandi einn í stjórn, og í febrúar 1993 var formaöur hans, Algirdas Brasauskas, kjörinn for- seti með miklum meirihluta at- kvæða. í Póllandi hefur flokkur fyrrverandi kommúnista, undir forystu Kwasniewskis, verið helsti stjórnarflokkurinn síöan kosið var þar á þing í september 1993. Sósíalistaflokkurinn í Ungverja- landi, sem mikið til er skipaöur fyrrverandi kommúnistum, fékk hreinan meirihluta í þingkosn- ingum þar í maí 1994. Kommún- istaflokkurinn í Búlgaríu, sem nú kallar sig sósíalistaflokk, fékk og hreinan meirihluta í þingkosn- ingum í desember 1994. í Slóvak- íu er flokkur fyrrverandi komm- únista, sem jafnframt er lýst sem einskonar „óánægjuflokki", með í samsteypustjórn Meciars. í kosn- ingum í Eistlandi í mars s.l. varö sigursælt kosningabandalag, þar sem er margt manna úr nó- menklatúru sovéska tímans. Þar er einn helsti áhrifamaöurinn Arnold Rúútel, síðasti formaöur forsætisnefndar æöstaráðs Sovét- Eistlands. í fyrrum fylgiríkjum Sovétríkj- anna og Eystrasaltslöndum er rík- isstjórn Tékklands nú sú eina, sem í fjölmiðlum er skilgreind sem hægristjórn. Þar hefur mönnum gamla ríkisflokksins veriö vikiö úr valda- og áhrifa- stööum. Það var og gert í Austur- Þýskalandi, en ekki annars staðar í fyrrverandi austurblokk. í lönd- um þessum er og kommúnista- flokkur Tékklands sá eini af slík- um flokkum, sem ekki hefur skipt um nafn. Kwasniewski: sigur hans er síbur en svo fyrsta dœmib um „afturhvarf' „Afturhvarfseinkenni" í fyrrverandi austurblokk „Raubi Lenín fallinn" (íRiga 1991): ekki bebib um kommúnisma aftur. „Kapítalismi meö mannúölegt andlit" Af ástæöum til þessarar vinstri- sveiflu í fyrrverandi austurblokk eru einna helst til nefndar afleið- ingar þær fyrir afkomu almenn- ings sem fylgt hafa breytingun- um frá gamla kerfinu. Af þeim má nefna versnandi lífskjör margs launafólks, atvinnuleysi, glötuð sérréttindi og hlunnindi, lækk- andi raungildi eftirlauna. Þetta hefur leitt til þess að æ fleiri krefj- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ast þess að ríkið taki til sinna ráða til aö jafna kjörin og bæta hag þeirra sem erfiöast eiga. Flestir fréttaskýrendur eru sammála um að hér sé ekki verið að biðja um alræðiskerfi kommúnismans aft- ur, heldur „kapítalisma með mannúðlegu andliti", eins og einn þeirra orðar það. Einnig er sagt sem svo að þetta muni í raun vera þróun í átt til jafnaðar- mennsku (sósí- aldemókrat- isma) að vest- rænum fyrir- myndum í stjórnmálum. „Það eru þannig ekki öfgamenn, sem sigrað hafa, heldur hefur valdið, sem áð- ur var hægra megin við st jornmala- miöjuna, færst til svo að nú er það vinstra megin við hana," skrifar Ingmar Karls- son í Svenska dagbladet. Ekki er heldur að sjá að um- rædd vinstri- sveifla boði telj- andi breytingar á utanríkis- stefnu hlutað- eigandi ríkja. Fyrrverandi kommúnista- flokkar þeirra vilja eitthvað álíká og aðrir flokkar þar koma löndum sínum í Evrópusambandið og einnig í NATO, þótt áherslan á að komast í síöarnefnda bandalagið sé eitthvað mismunandi mikil hjá þeim. Nómenklatúran í kapítalismanum Áðurnefndur Karlsson enn- fremur: Hættan er ekki sú að ríki þessi snúi aftur til kommúnisma, heldur að þar eigi sér stað þróun til „ítalsks ástands" með spilltum ríkisstjórnum í samböndum við mafíukennd samtök í fjármálum og atvinnulífi. Þetta, skrifar Karls- son, stafar að miklu leyti af því að í kapítalismanum nýja er gamla nómenklatúran mikils eða mestu ráðandi. Menn úr henni hafi náð þeim árangri á grundvelli sam- banda viö erlenda aðila, sem þeir höföu þegar á „gamla" tímanum, og gamalgróinna tengsla innan- lands, ekki síst við liösmenn fyrr- verandi öryggislögreglustofnana. Og menn nómenklatúrunnar fyrrverandi séu margir og áhrifa- miklir í fyrrverandi kommúnista- flokkum, einnig á grundvelli sambanda frá valdatíð kommún- ista. Sambönd stjórnmála- og emb- ættismanna og forstjóra gamla kerfisins hafi sem sé mikið til ver- ið yfirfærð úr kommúnismanum yfir í kapítalismann. Fyrrverandi kommúnískir bankastjórar láni fyrrverandi kommúnískum stjórnendum fyrirtækja fé og við þau viðskipti sé fyrst og fremst haft í huga að báðir græði. Þessi „gúllasnómenklatúra" gæti þess hins vegar síöur að fyrirtækin séu á traustum grundvelli efnahags- og viðskiptalega séð. Karlsson og fléiri segjast sjá horfur á að þjóðernissinnaðir flokkar, og þeir gjarnan allróttæk- ir, muni draga að sér fylgi út á gremju meðal almennings út frá þessum samböndum aðila úr gamla kerfinu og spillingu og ma- fíuskap þeim samböndum sam- fara. Sú staða geti því komið upp að í stjórnmálunum í löndum þessum skiptist menn í tvær fylk- ingar: annars vegar mafíukennda „gúllasnómenklatúru" í tengslum við spilltar ríkisstjórnir og hins vegar róttæka éða öfgasinnaða þjóðernissinna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.