Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. desember 1995 7 Tekjur Reykjavíkurborgar orönar lœgri en meöaltekjur sveitarfélaganna í landinu. Sigrún Magnúsdóttir, oddviti R-listans: Veltum vib öllum steinum og endurskoðum allt Hefbu margir trúaö því, meö- an Reykjavík var var ennþá „rík", ab árib 1994 yrbi svo komib ab rekstrartekjur höf- ubborgarinnar væru töluvert lægri en mebaltekjur annarra sveitarfélaga og nægbu ekki einu sinni orbib fyrir rekstrar- gjöldum? Svo hratt hefur sigib á ógæfuhlibina ab Reykjavík- urborg, sem árib 1990 hafbi hátt á 4. milljarb í rekstrar- tekjur umfram rekstrargjöld, var á síbasta ári komin 150 milljónum kr. nibur fyrir núl- lib. Samkvæmt samantekt Sambands sveitarfélaga á fjár- hagsstöbu þeirra, felst skýring í því ab allt frá 1990 hafa fariö saman og minnkandi skatt- tekjur (úr u.þ.b. 118 þús.kr. á hvern borgarbúa nibur í tæp 97 þús.kr. á síbasta ári) og aukin útgjöld. Sigrún Magnúsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks R-listans, var spurb hvort hann stefndi ekki að því að snúa þessari þró- un við. „Jú, heldur betur. Það er setið við alla daga í leit að sparnaðar- og hagræðingarleiðum. Við veltum við öllum steinum, er- um í raun að endurskoða allt frá grunni. Enda algjör nauðsyn, því svona verður ekki lengra haldið. Þá yrði heldur ekkert framkvæmt í næstu framtíð, en við viljum framkvæma. Við vilj- um geta byggt hér upp skóla og leikskóla m.a.," sagði Sigrún. „Þessi niðurstaða staðfestir raunar það, sem ég var alltaf að tala um og vara við: í hvað borg- in stefndi, en enginn virtist þá vilja sjá. Þótt reksturinn færi ekki niður fyrir strikið fyrr en 1994, þá átti það sér langan að- draganda. Alvarlegasti hluturinn var kannski einmitt sá, að menn vissu það löngu fyrirfram að tekjurnar mundu lækka umtals- vert með afnámi aðstöðugjalds- ins, en brugöust á engan hátt við því. Fjármálastjórn íhalds- ins einkenndist af því að gera ekki neitt. Borgin var bara stjórnlaust á yfirdrætti og stöð- ugt stefndi niður á við. Við byrjuðum auðvitað á því að skoða þetta dæmi. Og breyt- ingin til batnaðar er raunar þeg- ar það mikil, að líklega erum við búin að ná 3,2 milljarða halla í fyrra niður undir 800 milljónir á þessu ári, sem að flestra mati þykir prýðilegur árangur," segir Sigrún. I þeirri fjárhagsáætlunar- vinnu, sem nú stendur yfir í borgarráði, segir hún ýmsar rót- tækar breytingar í rekstri og margar hugmyndir um aukna samvinnu milli aðila teknar til umræðu. „Við höfum líka feng- ið utanaðkomandi aðstoð til liðs við okkar fólk. Meiningin er að gera áætlanir þrjú ár fram í tímann, eins og sveitarfélögum ber raunar skylda til, og reyna þannig að bæta stööuna í áföng- um. Okkur sýnist að við eigum að geta lagt fram fjárhagsáætlun þar sem hlutfall rekstrargjalda fari allt niður í 75-80% af tekj- um," sagði Sigrún. Eitt af ótalmörgu, sem hún segir að borgaryfirvöld hafi við að glíma, sé það hvernig bregð- ast skuli við því að fjárhagsleg sérstaða Reykjavíkur hafi horfið með aðstöðugjöldunum. „Áður Heildarskatttekjur sveitarfélsganna érin 1989-1994 (Kr. ð Ibúa) á ver&lagi Arsins 1994 & •a i Rekstrartekjur umfram rekstrargjöld árin 1989-1994 (Kr. i ibúa) á ver&lagi ársins 1994 Meö auknum rekstrargjöldum samfara lcekkandi tekjum getur ekki ööruvísi fariö: Tekjur umfram gjöld hríölœkka og hjá Reykjavík dugöu þœr ekki einu sinni oröiö fyrir gjöldunum á síöasta ári. fyrr var Reykjavík jafnan lang- tekjuhæsta sveitarfélagið — núna eru tekjur Reykjavíkur- borgar orðnar undir meðaltali sveitarfélaga í landinu. Sérstaða borgarinnar er þannig svo gjör- samlega horfin." Núverandi staða skýrist ekki hvað síst af því að ekki var brugðist við þessari miklu breytingu í tíma, heldur haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Sigrún bendir á að hvorki ríki né almenningur virðist heldur hafa breytt hugmyndum sínum um sérstöbu Reykjavíkur — og vilji það sjálfsagt ekki. Reykjavík sé höfuðborgin okkar og hún hafi þarafleiðandi allt aðrar og meiri -skyldur en önnur sveitar- Sigrún Magnúsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks R-listans. Myndin sýnir glöggt hvernig tekju- legir yfirburöir, sem Reykjavíkur- borg ennþá haföi 1989, hafa síÖ- an gufaö upp. Tekjur Reykjavíkur á hvern íbúa hafa minnkaö miklu hraöar en annarra sveitarfélaga og eru nú orönar lœgri en meöal- tekjur annarra þéttbýlissveitarfé- laga af öllum stœröum. félög. Þær felist m.a. í því, svo dæmi sé tekið, að hingað til lands komi engir þjóðhöfðingj- ar né aðrir opinberir gestir og jafnvel ekki ráðstefnuhópar ööruvísi en ab mönnum þyki bæði sjálfsagt og eðlilegt að borgin taki á móti þeim. Enginn ætlist yfirleitt til þessa af ná- grannasveitarfélögunum. í Danmörku segir Sigrún t.d. brugðist þannig við í þessu efni, að „svefnbæirnir" hringinn í kringum Kaupmannahöfn borgi ákvebinn skatt til Kaupmanna- hafnar vegna sérstöðu hennar. „Kannski kemur líka að því að við verðum að fara ab velta fyrir okkur spurningunni: viljum við halda áfram þessari sérstöðu höfuðborgarinnar? Og ef við viljum það, hvernig á hún þá að sinna þeirri sérstöðu sinni þegar tekjur hennar eru orðnar undir meðallagi?" Sigrún tekur fram að í þessu sambandi sé langt í frá ein- göngu um höfðingjaheimsóknir og risnu að ræða. Þar mætti einnig benda á þá aðstöðu, sem ætlast er til að Reykjavíkurborg láti í té til alþjóðlegra kapp- leikja. Sömuleiðis á samvinnu vib ríkið um skólarekstur á framhaldsskólastigi, m.a. um rekstur nokkurra listaskóla, og svo mætti raunar lengi telja. Úthafsveiöisamningur SÞ undirritaöur meö fyrirvara um fullgildingu: Hvetur til lausnar hinna ýmsu deilumála Fulltrúar 25 ríkja undirrituðu úthafsveibisamning Samein- ubu þjóbanna meb fyrirvara um fullgildingu í höfubstöbv- um SÞ í vikunni. Samningur- inn tekur gildi þegar 30 ríki hafa fullgilt hann. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsrábherra undirritabi samninginn fyrir íslands hönd. Þótt samningurinn hafi mikla þýbingu til ab tryggja langtíma- verndun og sjálfbæra nýtingu deilistofna og víbförulla fiski- stofna, mun hann ekki leysa sjálfkrafa hinar ýmsu deilur um veiðar á úthafinu. Þar reynir fyrst og síðast á pólitískan vilja þeirra ríkja sem í hlut eiga hverju sinni. Samningurinn mun hinsvegar mynda ramma og þrýsta á um samstarf ríkja á vettvangi svæðisbundinna veiðistjórnarstofna og hvetja þannig til lausnar á ýmsum deilumálum. Með úthafsveiðisamningnum eru almennir hagsmunir strand- ríkja vel tryggðir eftir atvikum, auk þess sem sérstaða ríkja, sem í mjög miklum mæli eru háð fiskveiðum, er viðurkennd. Meðal annars er ijóst að taka verður tillit til sérstöbu íslands þegar ákvarðanir verða teknar um verndun og stjórnun veiða á deilistofnum, sem halda sig bæði innan og utan íslensku efnahagslögsögunnar. Þar má m.a. nefna norsk-íslenska síld- arstofninn og úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Ennfremur eru réttindi íslands tryggð á fjarlæg- um miðum í þeim tilvikum þeg- ar veiðireynsla er fyrir hendi, t.d. hvað varðar rækjustofninn á Flæmingjagrunni og þorsk- stofninn í Barentshafi. Auk sjávarútvegsráðherra undirrituðu samninginn í New York fulltrúar Argentínu, Ástral- íu, Bandaríkjanna, Bangladesh, Brasilíu, Bretlands fyrir hönd landsvæba utan Evrópu, Fí- djíeyja, Gínea-Bissá, Indónesíu, Israel, Jamaíka, Kanada, Mar- okkó, Marshalleyja, Míkrónes- íu, Niue, Noregs, Nýja-Sjálands, Paúa, Rússlands, Samóaeyja, Senegal, Tonga og Úkraínu. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.