Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 6
6 UR HERAPSFRETTABLÖÐUM Nýr vegur á Fjöllum: Grímsstabir úr alfaraleib Skipulagsstjóri ríkisins hefur lagt blessum sína yfir nýjan vegspotta um þrettán kílómetra að lengd sem lagður verður á milli Biskupsháls og Jökulsár á Fjöllum. Við tilkomu vegarins sem liggur frá brúnni á Jökulsá að Biskupshálsi styttist leiðin um 4 kílómetra, en sá böggull fylgir skammrifi að Grímsstaðir á Fjöllum verða ekki lengur í al- faraleiö. Nýi vegurinn mun liggja fjóra kílómetra frá Gríms- stöðum. Um aldir hefur þjóð- leiðin austur og norður í land legið þar við túngarð og hafa margir hraktir ferðalangar þegið þar beina. Á Grímsstöðum hef- ur verið rekin ferðaþjónusta um árabil sem illa má við því að lenda utan alfaraleiðar. Þar er tjaldstæði, bensín- og olíusala og bændagisting sem Kristín Axelsdóttir hefur rekið um 5 ára skeið. Kristín hefur opib fjóra mánuði yfir sumartímann, en dvelur á Egilsstöðum á vetrum. Hún segist vera ákvebin í að halda áfram rekstrinum og reynslan verði að skera úr um framhaldiö. Kristín vildi koma á framfæri ab það væri ekki rétt sem komið hefði fram í fjöl- miðlum að hjá bændagisting- unni væri mikið bókaö fyrir- fram, þannig að breyting á vegastæði skipti hana litlu máli og sagði að minni hluti gesta pantaði meb löngum fyrirvara. Kristín hefur búið á Grímsstöb- um síban árið 1948. Hún segir að aðstoð við ferðafólk hafi allt- af verið hluti af daglega lífinu og- telur það draga úr öryggi vegfarenda að vegurinn veröi færbur svo langt frá bænum. Samkvæmt tillögum að skipu- lagi mun Möðrudalur einnig lenda úr alfaraleið viö áfram- haldandi uppbyggingu vegarins og verður bærinn um átta kíló- metra frá þjóövegi. í Möðrudal hafa þau Ásta Sigurðardóttir og Vilhjálmur Snædal rekið veit- ingasölu í nokkur sumur og sagði Ásta ab hún sæi ekki grundvöll fyrir þeim rekstri eftir að nýr vegur verður tekinn í notkun. I VESTMANNAEYJUM Athyglisverður fyrirlestur um náttúruvá í Háskólanum: Sveitarfélög veröa aö ætla fjármuni til rann- sókna Fyrir skömmu var haldið opib erindi í Rannsóknasetri Háskóla íslands- og Vestmannaeyjabæjar undir yfirskriftinni Náttúruvá á íslandi. Erindið vakti mikla at- hygli og voru fjörugar umræður ab því loknu þar sem ýmislegt bar á góma, bæöi varaðandi náttúruvá almennt og eins varðandi náttúruvá í Vest- mannaeyjum sérstaklega. Páll Imsland frá Raunvísindastofn- un Háskólans var fyrirlesari. Vibleitni jarðvísindamanna til þess að sjá þá þróun í náttúr- unni fyrir sem leiðir til tjóns og slysa og hindrar æskileg land- Fjallakaffi í Möörudal á flestir sem um Fjöllin fara. not. Nokkur atriði varðandi náttúruvá, rannsóknir á váleg- um ferlum náttúrunnar og af- stöðu þjóðfélagsins til þessara váa. í erindi Páls var fjallað um náttúruvá í almennu samhengi, helstu flokka váa með hliðsjón af þeim ferlum í þróun náttúr- unnar sem valda hættunni og mismunandi hraða og skyndi- leika válegra atburða. Greint var frá sambandi menntunarstigs samfélaga og áhrifanna af náttúruhamförum í formi eigna- og manntjóna. Varpað var fram spurningunni um það, hvort eðlilegra sé að líta fremur á einstök stórslys sem náttúruleg slys en eðlilega náttúrfarslega atburöi sem valda tjóni vegna vanmats mannsins á aðstæðum. Lýst var markmiðum og aðferðum for- sagna um náttúruviöburöi af válegum toga og þeim hug- myndum sem slíkar forsagnir grundvallast á, dreginn fram munurinn á hættu og áhættu í þessu sambandi og gerð grein fyrir gagnsemi mats á báðum þessum þáttum. Einnig var vik- ib að afstöðu ríkisvaldsins til náttúruváa, rannsókna á þeim og viðbrögðum gegn þeim, sem einkennist .ööru fremur af tregðu og seinlæti. Vegna tregðu ríkisins til þess að láta fé í almennar náttúrufarsrann- sóknir er ljóst að sveitarfélög verba að fara ao taka á svona málum heima fyrir upp á sitt einsdæmi og ætla til þess ein- hverja fjármuni. Eystra-í hornl Fíkniefni á Horna- firbi — bláköld stabreynd Samráðsfundur um áfengis- varnarmál og fíkniefnavarnir var haldinn á Hótel Höfn fyrir skemmstu. Framsögumenn voru Hallur Magnússon, félags- málastjóri, og Jón Garðar Bjarnason, aðstoðarvarðstjóri. Ýmis sjónarmið komu fram á fundinum varðandi stöbu þess- ara mála. Töldu sumir að drykkja unglinga væri að aukast en aðrir töldu ástandið hafa verið verra fyrir 15-20 árum síð- an, bæði hvað varðar áfengis- neyslu og neyslu annarra vímu- efna. Skoðanakönnun sem gerð var á vegum félagsmálráðs á drykkju nemenda í skólum í Hornafirði bendir þó til að drykkja yngri nemenda sé al- mennari nú en áður. í máli Halls Magnússonar kom fram að hann telur sig hafa fyrir því óyggjandi heim- ildir að neysla svokallaðra „harðra" vímuefna sé stu'nduö í þröngum hópi fólks hér í Hornafirbi. Hjá fundarmönnum kom fram skýr vilji fyrir því að sporna þurfi hraustlega við þessari óheillaþróun, mebal annars með því að efla eftirlit með hugsanlegri sölu og dreif- ingu þessara efna hér á staðn- um. Töldu menn nauðsynlegt að lögreglan á Höfn kæmi sér upp góðum hasshundi. Tvær ályktanir voru sam- þykktar á fundinum. í þeirri fyrri er því beint til foreldraráða grunnskólanna á svæðinu að þau gangist fyrir því að koma á fót svokölluðu foreldrarölti um helgar en það hefur gefið góða raun annars staðar á landinu. í þeirri síðari lýsir fundurinn áhyggjum sínum með þróun fíkniefnamála á íslandi og skor- ar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja aukna löggæslu og að samhliða verði lögð áhersla á forvarnarstarf. Einnig skorar fundurinn á sýslumann Austur- Skaftafellssýslu og lögregluna á Höfn að leggja sérstaka áherslu á baráttuna gegn fíkniefnum svo koma megi í veg fyrir að þau skjóti rótum á Hornafirði. Á fundinum óskaði Heimir Gíslason formaður áfengisvarn- arnefndar eftir sjálfboðaliðum í starfshóp til að fylgja eftir mörgu því sem fram kom á fundinum og fékk hann þegar til liðs við sig nokkra einstak- linga sem lýstu sig tilbúna til ab vinna þessum málum lið. Framsögumenn fundarins, Hqllur Magnússon og jón Caröar Bjarnason. Heimir Þór Císlason ípontu. Fimmtudagur 7. desember 1995 Framsóknarflokkurinn Jólafundur Félags framsókn- arkvenna í Reykjavík ver&ur haldinn a& Hallveigarstö&um fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá: jól í Kína: Hjörleifur Sveinbjörnsson. Einleikur á píanó: Ólafur Elfasson. Upplestur. Söngur. Hátí&akaffi. Allt framsóknarfólk og þeirra gestir velkomnir. Muniö litlu jólapakkana. Stjórn ffK jólaalmanak SUF Eftirtalin númer hafa hlotiö vinning í jólaalmanaki SUF: 1. desember 4541 3602 2. desember 881 1950 3. desember 7326 3844 4. desember 4989 6408 5. desember 3105 6455 Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562 4480. Somband ungro framsóknarmanna Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi haldiö á ísafir&i dagana 9. og 10. desember. Dagskrá: Laugardagurinn 9. desember Kl. 14.00 Þingsetning. Skipan starfsmanna þingsins. Kl. 14.05 Skipan þingnefnda. Kl. 14.15 Skýrsla stjórnar,- Kl. 14.45 Ávarp þingmanns. Kl. 15.15 Ávarp formanns flokksins. Kl. 15.45 Kaffi. Kl. 16.00 Málefni þingsins: „Vestfir&ir — okkar framtí&?" Framsaga. Almennar umræ&ur. Kl. 18.30 Ávörpgesta. Kl. 19.00 Þingmál kynnt og vísa& til nefnda. Kl. 20.00 Kvöldver&ur. Sunnudagurinn 10. desember Kl. 09.00 Nefndarstörf. Kl. 12.00 Hádegisver&ur. Kl. 13.15 Afgrei&sla mála og umræöur. Kl. 15.00 Kosningar. Kl. 16.00 Önnur mál. Kl. 17.00 Þingslit. Kópavogur Bæjarmálafundur ver&ur haldinn a& Digranesvegi 12 mánudaginn 11. desember kl. 20.30. Á dagskrá verba byggingar- og skipulagsmál. Stjórn bœjarmálaróbs Framsóknarvist Framsóknarvist verbur haldin sunnudaginn 10. desember kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt verba þrenn verblaun karla og kvenna. Ólafur Örn Haraldsson, alþingis- ma&ur, flytur stutt ávarp í kaffihléi. A&gangseyrir er kr. 500 (kaffiveitingar inni- faldar). framsóknarfélog Reykjavíkur DAGSBRUNJ Verkamannafélagið Dagsbrún Dagsbrúnarmenn! Félagsfundur verbur haldinn fimmtudaginn 7. desem- ber kl. 13 í Bíóborginni vib Snorrabraut. Fundarefni: Kjaramál, kynnt verbur samkomulag VSÍ og launanefndar ASÍ. Félagar, fjölmennib og sýnib skírteini vib innganginn. Stjórn Dagsbrúnar Bændur! Veibifélag óskar eftir veibiá til leigu. Lax, silungur, sjóbirtingur. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Þórarin í síma 554-5896 eba Elías í síma 565-6884 eða 893-3959. Fax: 565-7477. Allt kemur til greina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.