Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1995, Blaðsíða 1
79. árgangur Fimmtudagur 7. desember 1995 231. tölublað 1995 Bókabirgöir koma í veg fyrir afgreiöslubann: Biðstaða í bókastríði Ekki var ljóst þegar Tíminn fór í prentun í gær hvaóa ákvöröun Félag íslenskra bóka- og ritfanga- verslana myndi taka á fundi sín- um í gærkvöldi. Taka átti fyrir hvort og hvaöa aögeröir yrbu samþykktar gegn seljendum bóka sem hafa boðið bækur með meiri afslætti en 15%, eins og sam- komulag frá því í nóvember kveður á um. Talað hefur verið um að svipta Jóhannes í Bónus og KÁ, Selfossi, bóksöluleyfi vegna málsins. í svarbréfi frá formanni Félags ís- lenskra bókaútgefenda, Ólafi Ragn- arssyni, til Teits Gústafssonar, for- manns Félags bóka- og ritfanga- verslana, segir að ekki hafi náðst samstaða um nýjar aðgeröir af hálfu útgefenda og þau sjónarmið hafi komið fram að afgreiðslubann yrði aldrei annað en „táknræn aögerð sem ekki gæti stöðvaö þá óheilla- vænlegu þróun sem órðiö hefði í bóksölumálum. Málin væru í raun ekki lengur í höndum bókaútgef- enda, meöal annars vegna þess að miklum bókabirgðum hefði verið safnað í verslunum og stórmörkuð- um og myndu þeir aðiiar fara sínu fram hvort sem sett yrði á það af- greiðslubann af hálfu útgefenda eða ekki." -BÞ Ekki nóg aö gefa út blaö til aö ná málefnalegri samstööu á milli stjórnarandstööuflokkanna, segir Císli S. Einarsson þingmaöur: Mikill ágreiningur um þungavigtarmálin „Ég held að þetta mál sé komið mun skemmra á veg en sumir menn hafa gefið í skyn. Samráð innan stjórnarandstööu er eðli- legt en sameiginlegir þing- flokksfundir hafa ekki verib kynntir formlega fyrir mér," sagbi Gísli S. Einarsson, þing- mabur Alþýbuflokksins í sam- tali vib Tímann í gær. Svo virðist sem hugmyndir Svavars Gestssonar um sameigin- Iega þingflokksfundi stjórnarand- stöðunnar séu ótímabærar ef miö- aö er við viðbrögð Kvennalista- kvenna og alþýðuflokksmanna. Tíminn spuröi Gísla S. Einarsson hvort markmið sameiginlegra funda yrði að mynda svokölluð „skuggaráöuneyti" ef hugmynd Svavars yrði að veruleika. „Ef menn geta myndað skuggaráðu- neyti í skjóli samstöðunnar þá er ekki mjög langt í aö þessi öfl geti sameinast. Ég tel hins vegar ab það sé það mikill skoðanaágrein- Císli 5. Einarsson. ingur um ýmis mál — þungavigt- armál — að það gangi ekki upp að svo komnu máli. Þó aö einhverj- um aðilum hafi tekist að gefa út blað held ég að ýmsir þingmenn hafi ekki vitað um að slíkt væri í farveginum." -BÞ VMSI stendur frammi fyrir þremur kostum. Cera ekki neitt, reyna oð yfirtaka ASÍ á nœsta þingi eba segja skiliö viö Grensásveginn: Hriktir í stoöum ASÍ „Verkamannasambandib á þrjá kosti í stöðunni. í fyrsta lagi ab gera ekki neitt og láta þetta yfir sig ganga sem er frekar ólíklegt vegna upp- safnabrar gremju. í öbru lagi ab reyna ab yfirtaka ASÍ á þingi þess í Kópavogi á næsta ári, eba ab segja skilib vib þab," segir áhrifamabur innan verkalýbshreyfingar- innar. Svo virbist sem verulegur klofningur sé kominn upp meb- al verkalýðshreyfingarinnar vegna afstöbu meirihluta full- trúa þeirra í launanefnd til upp- sagnar á kjarasamningum og til- lögu um desemberuppbót. Þá virbist sem töluverbur áherslu- munur sé mebal aðildarfélaga VMSÍ til tillagna launanefndar sem félögin hafa verið aö greiða atkvaeði um. Eining í Eyjafirði hefur þegar hafnab tillögu launanefndar og heldur fast vib sína uppsögn eins og Baldur á ísafirði og viðbúið ab hið sama gerist hjá öbrum stórum abild- arfélögum VMSÍ eins og t.d. Dagsbrún. En allsherjarat- kvæbagreiðsla verður hjá félag- inu í lok vikunnar. Hinsvegar reynir fyrst á þrek þessara félaga þegar niðurstaba fæst í Félags- dómi í máli VSÍ á hendur Baldri. Aftur á móti virðist sem þanþol- ið sé minna hjá smærri abildar- félögum VMSÍ eins og t.d. í Grindavík, Grundarfiröi og Stykkishólmi, en félagsfundir í þessum félögum hafa samþykkt tillögu launanefndar og dregið tilkynntar uppsagnir á samn- ingum til baka. Þab virðist því fátt benda til annars en ab uppgjör sé fram- undan á þingi ASI sem haldiö veröur í Kópavogi á næsta ári. Þá verður væntanlega kosinn nýr forseti þar sem ekki er talið líklegt að Benedikt Davíðsson gefi kost á sér til endurkjörs. Innan hreyfingarinnar er tölu- vert rætt um að Grétar Þor- steinsson formaður Samiðnar muni gefa kost á sér, en núver- andi forseti ASÍ var fulltrúi þeirra í launanefndinni. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar og m.a. Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ og Kári A. Kára- son framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóbs Norðurlands og fyrrver- andi formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Hingað til hafa fulltrúar VMSÍ á ASÍ-þingum ekki beitt sam- takamætti sínum að ráði heldur fyrst og síðast litið á sig sem full- trúa eigin félaga. Ef þeir snúa bökum saman með stubningi t.d. iðnverkafólks ætti VMSÍ aö reynast auðvelt að bera sigurorð af fulltrúum iðnaðarmanna og verslunarmanna, auk þess sem félagsmenn aðildarfélaga VMSÍ eru um helmingur allra félags- manna innan ASÍ. -grh Sjá einnig á bls. 3 Margrét Císiadóttir textílforvörbur viö gamait jólatré frá 1927 úr búi Björns Bjarnasonar, sem lengi var formabur Ibju, og konu hans, Brynhildar Magnúsdóttur. Tímamynd: BG Jólaljós Rafljósaseríur frá kreppuárun- um, lýsiskolur, olíulampar, gas- luktir og týrur eru mebal þess sem er ab sjá á jólasýningu Þjób- minjasafnsins sem nú stendur yf- ir. Þar má sjá ýmislegt tengt jól- um á íslandi um langan aldur, en einkanlega jólaljósin, enda er þab abalatribi sýningarinnar. Sjá má inn í vel búna jólastofu frá því um 1930. Innan um eru ljósmyndir sýna ýmsar jólaskreyt- ingar, jafnt inni í húsum sem á göt- um úti, frá árabilinu 1915 til 1963. í gær kveikti Björn Bjarnason, menntamálarábherra, á jólatré Þjóðminjasafnsins sem er í anddyri á annarri hæð. Á þriðjudaginn mun fyrsti þjób- legi jólasveinninn mæta á staðinn og skemmta börnunum. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.