Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 1
Verið tímanlega með jólapóstinn PÓSTUR OG SÍMI 79. árgangur Laugardagur 9. desember 1995 233. tölublaö 1995 Haukur Jacobsen er elsti kaupmabur mibborgarinnar. Hann segir jólainnkaupin meb allra minnsta móti vegna inn- kaupaferbanna: Sumir koma meö tíu koffort „Þab segir sig sjálft a& þegar 30 þúsund manns fara til út- landa fyrir hver jól, þá bitnar þetta á okkur. Ég hef heyrt a& sumir komi meö allt ab tíu koffort me& sér. Og þeir borga engan viröisaukaskatt, sem allir a&rir þurfa a& borga. Þa& er nú svo núna aö þa& er sam- dráttur í jólasölunni yfir alla línuna og hún er me& minnsta móti, vi& vonum a& þab sé ve&rinu a& kenna og úr ræt- ist," sag&i Haukur Jacobsen, sem veriö hefur kaupma&ur hjá Agli Jacobsen undanfarin 50 ár. Hann mun vera elsti kaupma&ur mi&borgarinnar. Haukur sagbi að hann hefði heyrt að sumir gerðu út á inn- kaupaferðir, og seldu síöan í Kolaportinu. „Það sagði mér vinur minn sem var í Edinborg að þegar fólkið var að fara heim, þá hafi farangurinn verið svo mikill að dótið komst ekki í rútuna. Það þurfti að panta vörubíl, og hann stóran, og hann fylltist líka," sagði Haukur Jacobsen. Verslunin Egill Jacobsen er til húsa í Austurstræti 9. Fyrirtækib er 89 ára, en húsib frá 1921, eft- ir Miðbæjarbrunann mikla. „Maður hafði gert sér vonir um að geta haldið upp á 90 ára afmæli búðarinnar. En maður veit svosem ekki hvort það verð- ur, ástandið er slíkt," sagði Haukur. í blaðinu í dag er fjallab um innkaupaferðir íslendinga til annarra landa og áhrif þeirra á kaupmennsku á íslandi og fjár- hag ríkissjóðs. -JBP Sjá bla& 2. Hrútspungar verða tóbaks- pungar Unnib var vi& sútun íslenskra hrútspunga hjá íslenskum Skinnai&na&i á Akureyri í gær. Dæmi munu um aö pungarnir séu nota&ir undir neftóbak eftir a& verkun er lokiö. Ab sögn Haraldar Sigurjóns- sonar, efnafræðings hjá fyrir- tækinu, er um lítið magn að ræða, og sagði hann verkið seinlegt og fremur ógeðfellt. Frétt Tímans frá í vor vakti nokkra athygli varðandi sútun búrhvalstittlings en úrvalsleður má vinna úr slíku skinni. Har- aldur sagði tilviljun ráða að þessi sérstæðu verkefni bæri upp á svipuðum tíma, þar á bæ væru menn almennt ekki hel- teknir af æxlunarfærum spen- dýra. -BÞ Ceymib kassakvittunina! bobum kaupmanna sem hafa bobib bcekur meb meiri afslætti en 15°A BÞ/Tímamynd: BC Bóksalar hófu í gœr stórafslátt á tilteknum bókatitlum og er þab svar þeirra vib til- kaupmanna sem hata bobib bœkur meb meiri atslætti en 15%, eins og samkomulag hafbi verib um. Mjög er mismunandi á hvaba verbi bækur eru seldar til neytenda og spurbi Tíminn Teit Gústafsson, formann bóka- og ritfangaverslana, hvaba verb fengist greitt fyrir bækur sem skilab er ab loknu jólagjafaflóbinu. „ Þetta er ákvebib vandamál en sennilega fá kaupendur fullt verb fyrir bókina, eba þab tilbobsverb sem gildir. Þab er samt örygg- isatribi ab halda upp á kassakvittunina til ab forbast- erfibleika. Þetta er svolítib erfitt mál þegar menn eru ab selja meb 20—30% afslætti." Þessar stúlk- ur voru ab kynna sér bókaflóbib í Reykjavík ígær. Sjá einnig Bitastœb bókajól, bls. 6-7 VSÍ óttast ekki „franskt" ástand á vinnumarkaöi. Launafólk meb háa des- emberuppbót greibir atkvœbi gegn því ab abrir fái sína hœkkun: Klofningur í ASÍ engin óskastaða Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ segir að at- vinnurekendur hafi or&i& varir vi& og haft af því spurnir að í at- kvæðagrei&slum verkalýösfélaga sem fellt hafa samkomulag launanefndar ASÍ og VSÍ um hækkun desemberuppbótar, hefðu teki& þátt félagsmenn sem starfa samkvæmt samningum sveitarfélaga og fyrirtækja sem greiða mun hærri desemberupp- bót en kve&i& er á um í samþykkt launanefndar. Þetta hafa þeir gert vegna þess aö þeir telja sig illa svikna yfir því a& fá ekki líka hækkun á sinni uppbót. Hann segir að þetta sé enn ein sta&festingin á því hversu erfitt er að jafna kjörin, því með mótat- kvæðum sínum, á Akureyri, Kefla- vík og Hafnarfirði, hafa þessir fé- lagsmenn lagt sitt af mörkum til þess að félagar þeirra fái ekki sína hækkun á desemberuppbótinni. En eins og kunnugt er þá miðaði sam- þykkt launanefndar, um hækkun desemberuppbótar á almenna Þórarinn. markaönum úr 13 þúsund krón- um í 20 þúsund kr. í ár og úr 15 þús. í 24 þúsund í desember á næsta ári, að því að hækka lág- marksuppbótina til samræmis við það sem aðrir fá. Hann segir að það sé nánast óskiljanlegt að þessari leið til kjarajöfnunar skuli hafa verið hafnað og þá einkum vegna þess að samningamir eru bundnir til árs- loka á næsta ári. Hann telur einsýnt að VSÍ muni stefna félögum fyrir Félagsdóm sem standa fast á upp- sögn samninga. Hann segir að meintur klofningur innan verka- lýðshreyfingar sé „síður en svo ós- kastaöa" atvinnurekenda vegna þess að getur leitt til þess að sam- skipti aðila vinnumarkaðarins fari úr böndum. Framkvæmdastjóri VSÍ segir að niðurstaöan í atkvæöa- greiðslum þeirra félaga sem fellt hafa samþykkt launanefndar séu mikil vonbrigði og sömuleiðis hversu lítil þátttaka hefur verið í þeim, eöa innan við 4% félags- manna í Hafnarfirði og Keflavík. Hann segir að það sé til marks um það að „hinn stóri og breiði fjöldi sé ekki í uppreisnarhug." Hann segir samtök atvinnurek- enda ekki óttast að „franskt" ástand skapist á vinnumarkaði öðru hvoru megin við áramótin í ljósi ummæla einstakra verkalýðsforingja að „nauðsyn brjóti lög" í baráttunni fyrir betri kjörum. Þá hvarfli það ekki að sér aö almenningur á íslandi vilji kasta lögum og rétti fyrir róða og þá einkum vegna þess að engir eiga meira undir virku réttarríki en þeir sem minnstar hafa tekjurnar. Hann segir einnig dapurlegt til þess ab vita að þeir hinir sömu sem stóðu aö kjarasamningi sem hefur skilað þeim tekjulægstu meiri kaup- mætti en búist var við í upphafi, skuli vilja samninginn burt og reyni auk þess aö þrýsta félagsmönnum sínum út í ólöglegar aðgerðir. -grh Bryndís Kristinsdóttir tannsmiöur: „Dauða- dómur" „Þetta er rei&arslag og ég er eigin- lega ekki búin a& átta mig á þessu ennþá. Þetta er dau&adómur. Eina vonin sem ég hef núna er a& berj- ast fyrir lagabreytingu," sagði Bryndís Kristinsdóttir tannsmið- ur í samtali vi& Tímann í gær eft- ir a& Hæstiréttur felldi þann úr- skurö í fyrradag a& henni og ö&r- um tannsmi&um væri óheimilt a& setja gervitennur e&a tann- gar&a í fólk. Deilur hafa staðib á milli Bryndís- ar og Tannlæknafélags íslands allt frá árinu 1973 vegna vinnu hennar. Sjálf segist hún hafa starfaö á 35% lægri taxta en tannlæknar og marg- ir hafi verið þakklátir að geta nýtt sér þjónustu hennar. „Ég veit að tannlæknar hafa orðið að lækka sig heilmikið vegna þessara láta þannig að ég hef ekki bara sparað mínum vibskiptavinum fé heldur þjóðinni allri." Bryndís er eini tannsmiöurinn ásamt systur sinni sem sett hefur gervitennur og tanngarða í fólk síð- ari árin. „Ég er eina manneskjan sem hef þorað aö standa uppi í hár- inu á tannlæknum. Tannsmiðir hafa flúið af landi brott vegna að- gerða tannlækna. Nú eru tannlækn- ar hins vegar búnir að koma sér upp fullkominni einokunarstöðu án nokkurrar samkeppni." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.