Tíminn - 09.12.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 09.12.1995, Qupperneq 4
4 WÍWÚWQL Laugardagur 9. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Tilfærslur á sparnabi Falliö hefur verið frá áformum um aö taka upp innrit- unargjöld á sjúkrahúsum eins og ráögert haföi verið, en þess í stað ákveðið að leita þeirra 80 milljóna sem þetta gjald átti að skila annars staðar. Innritunargjaldið vakti gífurleg mótmæli og vitað var að innan stjórnarflokk- anna var mikill ágreiningur um að taka það upp. Sjálfur heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir hafði ekki einu sinni sannfæringu fyrir því að innleiða þetta gjald og kvaðst tilbúin í þann millileik að innleiða frekar nef- skatt til að ná inn þessum tekjum, ef það mætti verða til þess að forða mönnum frá innritunargjaldinu. Nú er ljóst að ráðherrann og fjölmennt stuðningslið hennar í Framsóknarflokknum hafa haft sigur í þessu máli. Kraf- an á heilbrigðisráðherra um 80 milljón kr. sparnað fell- ur þó ekki niður, þótt hætt sé við innritunargjöldin á spítalana, og verður ráðherrann því að finna aðrar leið- ir í þeim efnum. Dæmið af innritunargjöldum sýnir betur en margt annað þá kröppu stjórnmálastööu sem menn standa frammi fyrir núna. Það er ekki lengur verjandi fyrir stjórnmálamenn að setja sig upp á móti aðhaldi og sparnaði og engin trúveröug rök hafa verið sett fram um óbreytt eða aukin ríkisútgjöld. Hin trúverðugu stjórn- mál dagsins snúast ekki um hvort eigi að spara, þau snú- ast um það hvert og með hvaða hætti samdrættinum í ríkisútgjöldum er stýrt. Slíkt eru e.t.v. ekki þau stjórn- mál sem stjórnmálamenn hefðu helst kosið að stunda, en engu að síður veruleiki sem þeir verða að horfast í augu við. I andstöðunni við innritunargjöld á sjúkrahús og ákvörðuninni um að grípa ekki til þeirrar ráðstöfunar felst því ekki uppgjöf gagnvart því verki að spara. Þaö er tilfærsla á sparnaði. í bandorminum svokallaða og fjárlagavinnunni eru fjölmörg atriði sem munu kalla á gagnrýni. Sé sú gagn- rýni málefnaleg og markviss, er viðbúið að hún muni hafa áhrif, rétt eins og gagnrýnin á innritunargjaldiö hafði, en að þeirri gagnrýni stóðu jafnt stjórnarliðar sem stjórnarandstæðingar og síðast en ekki síst BSRB, sem hélt uppi margfalt öflugri stjórnarandstöðu í því máli en hin eiginlega stjórnarandstaða. I umræðum um bandorminn í gær mátti heyra dæmi um málatilbúnað frá stjórnarandstæðingum sem er hvorki markviss né málefnaleg. Þannig gagnrýndi t.d. Steingrímur J. Sigfússon að sjálfvirkar tengingar lífeyris og launaþróunar væru ekki til staðar og að hugmyndin væri að Alþingi tæki sérstaklega ákvörðun um þessar hækkanir í fjárlögum ársins. Vel er hugsanlegt að þessi ráðstöfun orki tvímælis. Hins vegar er sá málflutningur Steingríms að hættan liggi í „geðþóttaákvörðunum Al- þingis" á hverjum tíma afar sérkennilegur og búast hefði mátt við meiri virðingu fyrir þinginu úr þessari átt. Sannleikurinn er auðvitað sá — hvað svo sem mönnum finnst um yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafanum — að nær útilokað er að taka geö- þóttaákvarðanir á Alþingi. Þetta veit auðvitað Stein- grímur og þjóðin veit að hann veit það. Stjórnarliðar í fjárlaganefnd hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að um erfitt verk sé að halda fjárlögunum innan marka og að enn sjáist ekki til lands. Ástæðulaust er að gera lítið úr þessu verki, en snautlegt væri það ef þeir menn, sem lögðu upp í metnaðarfulla ferð í haust, koma svo með vængstýft frumvarpið úr nefnd núna. Þær breytingar, sem gerðar eru á fjárlagafrumvarpinu, hljóta því að verða tilfærslubreytingar innan þess heild- arramma sem lagt var upp með. Oddur Ólafsson: Dýrkeypt herfang í Frakklandi er þjóbfélagsgerbin ab ganga úr skorbum vegna verkfalla og mótmæíaabgerða fjölda fólks úr ýmsum starfsgreinum, einkum op- inberra starfsmanna í lægri launaflokkum. Átökin magnast dag frá degi og er farið að líkja ástandinu við borgarastríðiö 1968. Ástæban er að ríkisstjórnin er ““—— tilneydd að draga úr ríkisssjóðs- halla til að foröa efnahagshruni. Það er gert með þeirri venjulegu ■ hagræðingu að segja upp fjölda ■ láglauna- og meðaltekjufólks. Og svo að draga úr velferb, einkum ••■■■■■•■■^ með skeröingu lífeyrisréttinda. YSiS Skuldbindingar vegna velferðar þeirra sem hið opinbera hefur tekib að sér eru ab verða skattborgurum ofviða. En hvergi er dregið úr velferð hátekjufólks og fyrirtækja. Skömmu áður en allt fór í bál og brand var upplýst að Juppe forsætisráðherra hefði hygl- ab sér og sínum með því ab njóta mikillar niður- greiðslu á íbúð í París. Hið opinbera borgaði. I Frakklandi er tekið eftir svona háttarlagi og það er kallað spilling. í Danmörku er þetta líka köllub spilling. í Svíþjóð jafngildir það pólitísku sjálfsmorði verðandi forsætisráðherra að nota op- inbert fé til einkanota og ferbapeninga fyrir sína nánustu. ✓ I uppreisnarhug Á íslandi eru verkalýðs- og launþegamál í upp- námi. Óþarft er að rekja hvernig þau mál standa en jafnt opinberir starfsmenn sem aörir launþegar eru í uppreisnarhug 0£ hótað er samningsrofum og málaferlum á víxl. A þessari stundu veit enginn hvað úr þessari ólgu verbur. Verið er aö þvarga um hvort þab sé löglegt eba ekki að segja upp samningum nú, eins og að það skipti einhverju máli í stöðunni. Verkfallsaldan sem er aö lama Frakkland er ekki til komin vegna þess að eitthvert samningstímabil sé útrunnið. Þar er ekki deilt um lög og rétt og síst af öllu einhverjar prósentuhækkanir. Málið stendur um pólitískt sibferði, um misnotkun Juppes forsætisráö- herra, og hans líkra á aðstöðu sinni. Og um að það séu ekki aðeins þeir sem hafa að- stöðu og tekjur sem njóta eiga velferðar. Sagt er að þeir sem nú hóta verkföllum og heimta skárri lífskjör séu að ógna jafnvægi og stöðugleika, sem í framtíbinni á að tryggja hag- vöxt og velmegun. Þá orðaleppa þekkja allir. Ástæðu þeirrar ókyrrbar sem nú ríkir og nýrrar kröfugerðar um hærri laun má rekja beint til Al- þingis og Kjaradóms. Dómgreindarskortur Á tímum niðurskurðar vegna óhóflegs fjárlaga- halla er það furðulegt dómgreindarleysi af þing- mönnum að samþykkja nokkrum dögum eftir kosningar skattfrjáls framlög til sjálfra sín. Þeir gátu ekki einu sinni bebib haustþings til að út- deila sjálfum sér herfanginu, sem þeir álíta aö þingsætin séu. Ofan í þetta kaup þótti Kjaradómi tímabært að hækka laun allra kjörinna fulltrúa og tekjuhæstu embættismanna landsins. Kauphækkunin var margfalt meiri en búið var ab semja um við þenn- an venjulega launalýð nokkrum mánuðum áður. Viðmiðanir Kjaradóms eru nokkrir hálaunafor- stjórar vel rekinna fyrirtækja, háembættismenn með margfaldar uppbótasporslur, læknar í fleiri stöbum samtímis. Ekki má gleyma bankastjóra- skaranum í ríkisbönkunum, sem auk þeirra starfa sem þeir fá greitt fyrir að sinna, sitja í stjórnum sjóða og alls kyns fyrirbæra sem gefa góðar auka- tekjur. Áfram má telja og Iíklegast ekki síst ab í Kjaradómi sitja menn sem ekki húka að neinum meðaltekjum. ‘pusÁ-t it Stöðugleikinn hruninn Fjárlagahalli og hagræðingar- og sparnaðar- áform margs konar hljóma ekki trúverðuglega hjá fólki sem gengur í opinbera sjóði og sækir sér í hnefa að vild þegar svo ber við að ———— horfa. Mikilvægi stöbugleikans verður ekki merkilegur í munni manna sem hækka eigið kaup verulega á sama tíma sem þeir halda því fram að þjóðarskútan muni sökkva ef bæta á tekjur al- þýöu manna. Nú er í sjálfu ekkert eðlilegra en að kjör þingmanna og embættis- manna séu hækkuð til jafns við “““þaö sem gerist í nágrannalöndun- um, eins og gert var með úrskurði Kjaradóms. Landsframleiðsla og þjóðarauður íslendinga er með því mesta í heimi hér. Þess vegna er ekkert eðlilegra en ab lífskjörin sú góð og að stjórnendur lands og þjóðar hafi það gott efnahagslega. En þeir eiga enga heimtingu á að sitja einir að hit- unni. Sjálftöku- liöiö Ef fjármálastjórn væri í sæmilegu lagi væru það ekki aðeins þingmenn, ráðherrar og emb- ættismenn sem hefðu sambærileg- ar tekjur og gerirst meðal gann- þjóbanna. Þá ætti allt vinnandi fólk að búa við svipuð lífskjör og betri. Það er alveg sama hve oft for- sætisráðherra tygg- ur það upp ab úr- skuröur Kjaradóms sé lög og að hann og hans líkar hafi dregist aftur úr í kaupi og því sé launahækkunin réttmæt. Almenningi er freklega misboðið og skaðinn er skebur. Allt hálaunalið ríkis og sveitarfélaga með Kjara- dóm í broddi fylkingar ásamt sjálftökuliði löggjaf- arasamkundunnar rauf þjóðarsátt og ógnar öllum efnahagslegum stöðugleika, hvort sem hann.er einhvers virði eða ekki. Verkalýðshreyfingin er orðin snarrugluð og er á góðri leið með ab leysast upp. Hver höndin er uppi á móti annarri og fæstir vita hvert stefna skal. Opinberir starfsmenn eru ráðvilltir og hafa engar stefnur tekið, eru aðeins reiðir og sárir. Alþýðusambandib er ab verða eins og rekald og forystuliðib skiptist á svíviröingum og atvinnu- rekendur vita ekki sitt rjúkandi ráð og rausa um samningsrof og málaferli og svo þennan venju- lega stööugleika, sem á ab koma armingjunum svo vel. Innan launþegahreyfinganna er ab skapast stjórnleysi. Ef það á eftir að magnast mun vandi atvinnurekenda aukast að mun. Við hverja á þá að semja? í þingi er veriö að afgreiöa fjárlagahallann og forsætisráðherra rabbar við verkalýösleiðtoga yfir kaffibolla og enginn skilur hvers vegna allt er að fara úr böndunum. Ráð væri kannski að einhver reyndi að segja stjórnmálamönnum og embættismönnum aö ab- ferðin til að vera ríkur sé aö snúa sér að viðskipt- um og áhættusömum framkvæmdum eða að spila í lottói. Auðsöfnum gegnum opinber störf er ekki viður- kennd aðferb af almenningi. En ef sá sami almenningur hefbi það á tilfinn- ingunni að vel og viturlega væri haldið um stjórn- artauma og að hagsmuna allra væri gætt, en ekki einstakra hópa eða atvinnugreina, væri margt fyr- irgefið, eins og til að mynda ríflegir tekjuaukar fyrir ráðamenn. Frakkar fara út á göturnar og lama þjóblífið þeg- ar þeim er misboðið. Islendingar rústa launþega- hreyfingamar fyrir að líða kjaraaðlinum að kom- ast upp með hvað sem er. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.