Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. desember 1995 Hntten 7 Kolbrún Bergþórsdóttir, Alþýbublabinu. Egill Helgason, Helgarpóstinum. anda um hvaða bók bæri helst að veita íslensku bókmenntaverð- launin á næsta ári, en þau voru nokkuð samhljóma í spádómum um hver myndi hreppa hnossið. „Mér finnst afar sárt að ekki skuli vera hægt að verðlauna merkilegasta verkið sem kemur út núna fyrir þessi jól, sem er þýðing Péturs Gunnarssonar á Madame Bovary. Það eru stórtíðindi á þessu misseri, finnst mér," sagði Egill þegar honum vom fengnar frjálsar hendur við val á bestu bók ársins. Þegar hendur hans voru bundnar við frumsamin íslensk skáldverk, sagðist hann ekki hafa rekist á neitt sem hefði hrifið hann. Kolbrún sagði að miðað við reynslu fyrri ára teldi hún líklegast að Steinunn fengi verðlaunin. „Það hefur alltaf verið dálítið fyrir- sjáanlegt hverjir hafa fengið verð- launin. En hins vegar vildi ég sjá að annað hvort Sigurður Pálsson eða Ingibjörg Haraldsdóttir fengi þau. Mér finnst þau vera með bestu bækurnar. Þorsteinn frá Hamri á náttúrlega ekki séns, því hann er búinn að fá verðlaunin. Ég held að það verði þó nokkur ár í að sami höfundur fái verðlaunin tvisvar. Ég held að það eigi eftir að gerast, en ekki nærri strax. Þetta eru það ung verðlaun. Þannig að ég veðja á Steinunni, en samt sem áður yrði ég ekkert hissa ef Sigurð- ur eða Ingibjörg fengju verðlaun- in." Sjálf hefði Kolbrún viljað veita Gyrði Elíassyni íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir smásagna- ur Helgason (Þetta er allt að koma, 1994); ég held að hans bók hafi skipt töluvert miklu máli, vakið mikla athygli og boriö með sér ferska strauma. Dómnefndin sá það ekki, af því að hún var svo upptekin af miðaldra skáldum. Ég held að dómnefndin verði að passa sig á þessu." —... að þetta verði ekki svona riddarakross? „Já, einmitt aö þetta veröi ekki svona stórriddarakross. Það eru nokkur skáld sem em komin meö svona kross um hálsinn. Ég held að þetta sé eitt af því sem gerir það aö verkum að það er ólíklegt að sami höfundurinn fái verð- launin tvisvar, jafnvel þó hann geti veriö með bestu bókina. Það er verið að skapa einhverja hirð höfúnda. Að sumu leyti er þetta skiljanlegt, en ég er mótfallin þessu. Það á bara að líta á besta verkið." ✓ Ihaldssömustu kostina Egill Helgason, gagnrýnandi á Helgarpóstinum, segir að þar sem Þorsteinn frá Hamri er búinn að fá verölaunin, þá hljóti þau að renna til Sigurðar Pálssonar eða Stein- unnar. „Mér hefur alltaf sýnst þessar nefndir taka íhaldssömustu kostina hverju sinni." Þröstur Helgason, bókmennta- gagnrýnandi á Morgunblaðinu, segist nokkuð sáttur við tilnefn- ingarnar miðað við það sem hann hefur lesið af jólabókunum og tel- ur ekki að ofangreind gagnrýni á íslensku bókmenntaverðlaunin eigi rétt á sér miðað við tilnefn- ingarnar nú. „Ég sakna hins vegar í þessum hópi bókarinnar Hraun- fólkið eftir Björn Tþ. Björnsson." Sátt um tilnefningar? Það er fremur vonlítið aö þriggja manna dómnefnd hafi yfir aö ráða svo næmri mælistiku á bókmenntir að hún geti tilnefnt bækur svo öllum líki. Því hvað sem mikilvægi krítíkur líður, hvort sem litið er á hana sem þjónustu við tilvonandi lesendur eða krufningu á bókarefni, þá er hún huglægt mat, sem lagt er á áþreifanlega texta út frá forsend- um sem gagnrýnendur gefa sér. Þröstur Helgason, Morgunblabinu. Forsendurnar geta hins vegar skipt um lit eftir því hver heldur á penna, og því geta slátranir og húrrahróp birst í dómum um sömu bók. Kolbrún Bergþórsdóttir segist í rauninni ekki ætlast til þess að hugmyndir dómnefndar séu í samræmi við hennar eigin. „Þann- ig að ég er í rauninni mjög sátt viö þetta val. Það er kannski ein bók sem mér finnst ofaukið þarna, sem er bók Kristínar Ómarsdóttur. Mér finnst ekki hafa verið neinir stórskandalar núna eins og stund- um hafa veriö síðustu ár, þar sem gengiö hefur verið framhjá þó nokkrum góðum verkum. Mér finnst ekki vera neitt alvarlega at- hugavert við þetta. Ég er mjög sátt við þessa dómnefnd, mér finnst hún hafa starfað vel, þó að ég hefði kannski viljað sjá einhver önnur verk inni. En það er bara eins og við er að búast." Egill er heldur ekki ósáttur við tilnefningarnar. „Mér sýnast þetta allt vera höfundar sem eru alls góðs maklegir og ég svo sem þekki bara að því að vera ágætis skáld, nema kannski einn sem ég hirði ekki um að nefna og ég skil ekki hvað er að gera þarna, og annar sem mér kemur þægilega á óvart að skuli loks hafa skrifað góða bók." Steinunn og Madame Bovary Sitt sýndist hverjum gagnrýn- safn sitt Kvöld í ljósturninum. „Hann hefur snilligáfu og því hefði ég viljað sjá hann fá verð- launin." Þröstur telur athyglisverðustu bækurnar vera ljóðabók Þorsteins frá Hamri og Hraunfólk Björns Th. Björnssonar. Einnig finnst honum Steinunn koma á óvart með sinni bók og spáir því aö Steinunn fái verðlaunin. Flatt flóö „Fljótt á litið þá finnst mér jóla- bókaflóðið vera heldur í daufara lagi. Það eru hins vegar góð verk inni á milli," sagði Þröstur þegar honum var bobið að líta yfir heildarsviðiö. „Nei, mér finnst þetta frekar flatt," sagði Egill aðspuröur um hvort jólabókaflóðið væri bita- stætt að þessu sinni. „Mér sýnist vera að koma út mikiö af ágætum og vönduðum þýðingum, en þetta frumsamda íslenska finnst mér vera frekar dauflegt. Ég hef svo sem ekkert verið að hrópa hátt yfir því hvað mér finnst íslenskar nú- tímabókmenntir frábærar. Mér finnst lítib hafa komið út af bók- um núna í a.m.k. áratug, sem eitt- hvað kveður að og eiga eftir aö standast tímans tönn." — Þannig að það eni engir ferskir straumar núna? „Það finnst mér ekki." Lóa Aldísardóttir HVAÐA BÓK VILTU HELST FA I JOLAGJÖF? Daníel Ágúst poppari: Hringa- dróttinssögu „Hringadróttinssögu (eftir J.R.R. Tolkien), sem Þorsteinn Thorarensen þýddi. Þetta er merk og skemmtileg ævintýra- saga, sem er örugglega mjög heillandi og skemmtileg lesn- ing." Þorbjörn Jensson: Ljósmyndir Franks Ponzi „Þab voru nú nokkrar bækur. T.d. ljósmyndabókina meb myndum eftir Englendinga, sem komu hingað á 19. öld, en það er Frank Ponzi sem skrifar bókina. Mér leist vel á hana, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á landinu og kaupi stundum ein- mitt bækur í þá veru. T.d. Ströndina eftir Gubmund P. Ól- afsson, ég hefði hiklaust viljað fá hana í jólagjöf ef ég ætti hana ekki." Katrín Fjeldsted lœknir: Hraunfólkiö „Þær eru svo margar. Ætli það sé ekki helst Björn Th. Björnsson, Hraunfólkið. Ég hef góba reynslu af því sem hann hefur áður skrifað og það er gaman að lesa bækur eftir greinda menn." Snorri Óskarsson, safn- aöarhiröir hjá Betel í Vestmannaeyjum: Vídalíns- postillu „Nú, Vídalínspostillu. Já, ég myndi nota hana, lesa hana mér til gagns og ánægju, því að ég er viss um að ef nútíminn fengi fleiri svona Jón Vídalína, þá væri nú öðruvísi trúarlíf á ís- landi." Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB: Hraunfólkiö „Bókin, sem ég vildi gjarnan sjá í jólapakkanum mínum, er Hraunfólkib eftir Björn Th. Björnsson. Mér finnst Björn af- ar vandaður og áhugaverður rithöfundur sem gaman er að lesa. Ég vona að þessi skilaboö verbi til að ósk mín rætist."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.