Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. desember 1995 15 Lögreglan afhendir sektarmiba. Blátt-áfram bók kemur út um að hann ætli að gefa út opin- skáa bók um hana. Jodie og ónefndur maður röltu í makind- um sínum um Southampton- þorpið á Long Island og sýndi hún engin merki þess að yfirlýsingar Buddys kæmu á nokkurn hátt illa við hana. Óskarsverölaunahafinn hefur ver- ið lítið fyrir að hlaða kringum sig glitiandi lúxusvarningi, þótt hún hefði sjálfsagt efni á því. Hún og dularfulli gæinn rúntuöu um á Ve- spu, keyptu fisk og franskar, skoð- uðu í búðarglugga og fóru í kynn- isferðir um nágrennið. Að vísu féll einn léttur blettur á ferðalagið, þegar lögreglan stoppaði þau vegna þess að hjálmarnir sátu ekki rétt á höfði þeirra. Jodie tók mál- inu með stillingu, eins og hennar er von og vísa, tók við sektarmiö- anum, stakk honum í vasann og hjúin brunuðu af stað með hjálm- ana í réttum stellingum. ■ Hjáimarnir á höfubiö. í SPEGLI TÍMANS Elizabeth Taylor. Jodie Foster er þekkt fyrir að halda þéttan vörð um einkalíf sitt. Hún sýndist samt sem áður skemmta sér hið besta í fríi sem hún tók sér fyrir skömmu, þó að Buddy bróðir hennar hafi verið með yfirlýsingar Elizabeth Taylor: Lætur Fort- ensky fjúka Veslings Elizabeth Taylor stend- ur í stórræðum einu sinni enn. Nú er hún nefnilega að skilja við 8. eiginmann sinn, hinn unga Larry Fortensky, verkamanninn sem hún kynntist á Betty Ford- drykkjumannahælinu fræga. Ja, ljótt er frá aö segja. Larry getur bara ekki þolaö hroturnar í Liz síðan hún kom heim af sjúkrahúsinu eftir vel- heppnaða mjaðmakúluaðgerð. Þá lét Elizabeth hann líka vita, að keðjureykingar hans væru al- veg óþolándi. Punktur! Nú er illt í efni og búist er viö lögskilnaði þá og þegar. ■ Dularfulli maburinn og jodie fyllilega afslöppub á röltinu um Long Is- land meb nokkrar tegundir af hreingerningarlegi í poka. Fréttir I vikulok Samtök norrænna kennarafélaga: Styrkja skólastarf á Flateyri og Súbavík Féiag íslenskra leikskólakenara, Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag vinna að því að mynda stuðnings- hóp kennara er geti farið vestur og stutt skólastarf í Súðavík og á Flateyri eftir snjóflóðin í ár. Til stuðnings þessa átaks hefur kennarafélögunum verið veittur styrkur að upphæö 1,7 millj- ónir króna af hálfu Samtaka norrænna kennara. Sameining sex sveitarfélaga á Vestfjörðum samþykkt: Kosib í vor um nafn og stjórn íbúar í sex sveitarfélögum á norðanverðum vestfjörðum sam- þykktu sameiningu sveitarfélaganna með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða í kosningum sem fram fóru um sl. helgi. Form- leg sameining þessara sveitarfélaga kemur til framkvæmda um mitt næsta ár, en þau eru ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri við Súgandafjörð, Mýrarhreppur í Dýrafirði og Mos- vallahreppur í Önundarfirði. Stefnt er að því að kjósa í nýja sameinaða sveitarstjórn 11. maí í vor á næsta ári og er fastlega búist við að þá verði einnig kosið um nafn á sveitarfélaginu. 25 tonn af kalkúni í ár Kalkúnn verður sívinsælli sem jóla- eða áramótamatur hjá ís- lendingum. Á Reykjum í Mosfellsbæ fer nánast öll Iandsfram- leiðslan fram en þar er gert ráð fyrir að setja um 25 tonn á markað í ár. Tillaga um mótun fjölskyldustefnu lögð fram í ríkisstjórn: Fjölskyldu- og jafnréttisráb stofnab Félagsmálaráöherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær til- lögu til þingsályktunar urn mótun fjölskyldustefnu. Þetta er afrakstur vinnu sem starfshópur til að yfirfara og endurskoða tillögur sem geröar höfðu verið ítíö fyrri ráðherra. Nái þetta mál fram að ganga er þetta í fyrsta sinn sem hér á landi er mótuð opinber fjölskyldustefna. Ekki markmib ab fjölga námsmönnum sem taka lán Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sagði á Alþingi á mið- vikudag að ekki væri markmið að fjölga námsmönnum sem tækju lán. Námsmönnum hafi fjölgað í heild frá því ný lög um LÍN tóku gildi á árinu 1992 og það hljóti að vera markmiö í menntamálum. Þessi orð menntamalaráðherra féllu í um- ræðum utan dagskrár á Alþingi, en málshefjandi var Mörður Árnason, þingmaður Reykvíkinga. Lagafrumvarp um réttarstöbu samkyn- hneigbra Vinna við lagafrumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra í sambúð er á lokastigi í dómsmálaráðuneytinu og kveöst dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt það fyrir Alþingi innan tíðar. Ábúbarfullir Dagsbrúnarmenn á félagsfundi í Bíóborginni á fimmtudag. Upphlaup á Dagsbrúnarfundi Upphlaup varð á fundi Dagsrúnar í Bíóborginni á fimmtudag þegar félagsmenn gengu út í hópum til að sýna andúð sína á ræðu Hjálmfríðar Þórðardóttur, starfsmanns á skrifstofu Dags- brúnar. Hluti fundarmanna gerði hróp að henni þegar hún í ræðu sinni veittist að málflutningi og persónu Siguðar Rúnars Magnússonar, en hann hafði fyrr á fundinum gagnrýnt stjórn Dagsbrúnar harðlega. Leystist fundurinn síðan upp í fram- haldi af því. Frumvarp félagsmálarábherra um Hús- næbisstofnun lagt fram Lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins verða framvegis til 15, 25 og 40 ára samkvæmt frumvarpi sem Páll Pétursson, fé- lagsmálaráðherra, hefur lagt fram um Húsnæðisstofnun. Þá verður Húsnæðisstofnun ríkisins heimilt að veita skuldurum fasteignaverðbréfa húsnæðisdeildar og lánþegum Byggingar- sjóðs ríkisins skuldbreytingu með því að skipta á fasteigna- verðbréfum fyrir húsbréf til 15 ára. Skilyrði þess sé að fólk eigi í greiðsluvanda er stafi af óvæntum atburðum, veikindum, missi atvinnu eöa öðru sem rekja má til óviðráðanlegra or- saka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.