Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. desember 1995 wmm* 9 Krossanesverksmib j an seld á 150 milljónir Þessa dagana er verib aö ganga endanlega frá samningi Akureyr- arbæjar vib Fimmuna hf. og Lán hf. um sölu á hlut bæjarins í Krossanesverksmibjunni. Samn- ingurinn var endanlega af- greiddur á fundi bæjarstjórnar nú í vikunni og hljóbar upp á greibslu á 150 milljónum króna fyrir bréfin, en nafnverb þeirra er 110 milljónir. í samkomulaginu kemur fram ab greiöslur vegna bréfanna veröa inntar af hendi á næstu sex mán- uöum, auk þess sem ábyrgöum Ak- ureyrarbæjar aö upphæö 280 millj- ónum króna veröur aflétt. Fyrsta greiösla aö upphæö 10 milljónir veröur innt af hendi við undirritun samningsins, 20 milljónir verða greiddar þann 20. desember næst- komandi, 45 milljónir 15. febrúar, 35 milljónir 31. mars og 40 millj- ónir 31. maí. Fjögur tilboð bámst í Krossanes- verksmiöjuna: frá Þórarni Krist- jánssyni og fleirum er standa aö baki Fimmunni og Láni, frá Laxá hf., frá Oddi H. Halldórssyni og fleirum, og frá Sverri Leóssyni. Sverrir Leósson er afar ósáttur viö afgreibslu bæjarstjórnar, þar sem hann telur tilboö sitt hafa veriö hagstæðara en það tilboö sem tek- iö var, eöa 160 milljónir króna á móti 150 milljónum. Tilboð Sverr- is barst á hinn bóginn mjög seint eöa eftir að bæjarráösfundur, er fjallaði um tilboöin, var hafinn og aö sögnjakobs Björnssonar bæjar- stjóra því ekki unnt aö taka þaö á dagskrá á fundinum þar sem lagt var til aö ganga til samninga viö Fimmuna og Lán. M. Úr myndinni. Kvikmyndin Agnes frumsýnd fyrir jól: Svik og blóðug hefnd Sumartími ræddur á Alþingi Fjórir þingmenn hafa flutt frumvarp á Alþingi þess efnis að tekinn veröi upp sumar- tími hér á landi, er hefjist síö- asta sunnudag í mars og ljúki síðasta sunnudag í október. Fyrsti flutningsmabur frum- varpsins er Vilhjálmur Egils- son, Sjálfstæbisflokki. Flutningsmenn segja þetta gert vegna samræmds sumar- tíma í aöildarríkjum Evrópu- sambandsins, en algengt sé ab forráðamenn fyrirtækja og aörir hér á landi, sem þurfi aö hafa mikil samskipti við Evrópu, kvarti undan því aö sá tími, sem unnt sé aö hafa samskipti, stytt- ist verulega þegar tímamismun- ur lengist úr einni klukkustund í tvær yfir sumartímann. Þá benda flutn- i n g s m e n n einnig á að mikilvægt sé fyrir flugsam- göngur til og frá landinu aö sami tími gildi hér á landi og í Evrópu, þar sem breyta þurfi öllum flugáætlunum haust og vor þegar breytingar veröa á tímamun. Tilkoma sumartíma þýöir aö dagurinn er tekinn klukkustund fyrr aö sumrinu miöaö viö vet- urinn. Vinnutími hefst fyrr og á fólk því meiri möguleika til þess aö njóta sumarveöráttu og úti- veru eftir aö vinnutíma lýkur, þar sem samkvæmt sumartíma yröi sól hæst á lofti um vestan- vert ísland kl. 2.30 aö deginum. Flutningsmenn telja aö meö til- komu sumartíma gæti skapast sérstök sumarstemmning hér á landi eins og gerist í nágranna- löndunum, en segja jafnframt aö flutningur frumvarpsins sé fyrst og fremst tilkominn vegna þarfa atvinnulífsins, sem sé aö miklu leyti samtengt. Sumartími tíökast í öllum helstu viöskiptalöndum íslend- inga og segja flutningsmenn frumvarpsins aö spurningar hljóti aö vakna um hvers vegna þeir vilji skera sig úr aö þessu leyti. -ÞI „Ástríbur, svik og blóbug hefnd eru vibfangsefni Agnes- ar, nýrrar íslenskrar stór- myndar, sem stybst viö at- buröi frá fyrri hluta 19. aldar og veröur mebal jólamynd- anna í ár. Frumsýning Agnes- ar veröur föstudaginn 22. des- ember í Laugarásbíói og verba almennar sýningar þar og í Stjörnubíói. Agnes fjallar um þá dramat- ísku atburöarás sem leiddi til síöustu aftökunnar á íslandi áriö 1830, þegar Agnes Magnúsdótt- ir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir morð á Natani Ketilssyni. Þessir atburðir eru kveikjan aö handriti myndar- innar, sem Jón Ásgeir Hreinsson og Snorri Þórisson skrifa. Agnes er ung og ablaðandi einstæö móðir, sem starfar sem vinnu- kona hjá sýslumanni í Húna- vatnssýslu og eiginkonu hans. Hún fellur fyrir Natani Ketils- syni, dularfullum og djarftæk- um kvennamanni og sjálf- menntuöum lyflækni, sem dæmdur hefur veriö fyrir ólög- lega lækningastarfsemi. Spinnst af örlagarík atburðarás, þar sem ástarsamband breytist í martröö ofbeldis og tortímingar. María Ellingsen og Baltasar Kormákur fara með aöalhlut- verkin, en helstu leikarar aðrir eru Egill Ólafsson, Hilmir Snær Guönason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Guö- ný Guðlaugsdóttir, Gottskálk Dagur Siguröarson og Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Egill Eðvarösson, Snorri Þórisson sá um kvik- myndatöku, Þorbjörn Erlings- son um hljóö, Þór Vigfússon um leikmynd, Helga Stefánsdóttir um búninga, Ragna Fossberg um förðun, Steingrímur Karls- son sá um klippingu og Gunnar Þóröarson samdi tónlist. -BÞ FRÖDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA HÉÐINSHÚSIÐ SELJAVEGUR 2 SÍMI: 515 5500 FAX: 515 5599 MIÐFJARÐARÁ er litauðug og glœsileg bók! MIÐFJARÐARÁ er óskabók allra stangaveiðimanna! LITRÍK SAGA NÁ TTÚR UPERLU Miðfjarðaró er ein af perlum íslenskra laxveiðióa og oftast í flokki þeirra sem gefa mesta veiði. Miðfjarðará er fjölbreytt og býður upp á flest það sem stangaveiðimenn sœkjast eftir. Bókin er leiðsögn til veiðimanna. Hún kynnir þeim sögu héraðsins, segir frá jörðum sem eiga land að ánni og ábúendum þeirra, rekur sögu veiða fyrir daga stangaveiðinnar og sögu Veiðifélags Miðfirðinga. Veigamesti þáttur bókarinnar er nákvœm lýsing á öllum veiðistöðum í ánni. Þá eru viðtöl við veiði- menn og veiðisögur frá ánni. Fjölmargar Ijósmyndir eru í bókinni, flestar teknar af Rafni Hafnfjörð sem kunnur er fyrir veiðimyndir sínar sem þykjd'einstakar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.