Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 12
12 WtMtmU Laugardagur 9. desember 1995 Haavrðingaþáttur Fyrir nokkru kom frásögn af aðalfundi LÍÚ í Tírnanum og var fyrirsögnin: Sægreifar, grát- konur, braskarar og villimenn. Orðin voru tek- in úr ræðu sjávarútvegsráðherra á fundinum, en að sjálfsögðu slitin úr samhengi, þó ráðherra væri ekki myrkur í máli. Með frásögninni fylgdi mynd af Kristjáni Ragnarssyni og benti texti með henni til að hann væri talinn vera grát- kona. Er í sjóðasukkinu sœgreifi margur frekur, og Stjáni í gervi grátkonu gremju Þorsteins vekur. Aðalsteinn Sigurðsson Syndlausir eru fáir og ekkert fremur þeir sem hampa yfirsjónum annarra og telja til tíðinda ef fréttist af einhverjum með happ í hendi. Unum við flest í ástarbríma, allskyns leikjum, varla tregir. Og allir hafa einhvemtíma eflaust verið heiðarlegir. Pétur Stefánsson Búi er jafnan eldfljótur að grípa fréttir dagsins og túlka þær að sínum hætti og eru fréttaskýr- ingar hans í vönduðu bundnu máli: Ekki fréttir Gremju hnekkja gamanmál, grín og hrekkjasprettir. Okkar þekkir þjóðarsál þesslags ekkifréttir. Hæfileikavirkjun Loks er kviknað Ijós á pem, landsmenn prófa nýjar greinar. í Hveragerði allir em orðnir miklir jólasveinar. Farsímavæðing Við nýjungar nútímamaður er námfus og athafnaglaður. Sá kjamorkukroppur nú kemur í sjoppur til innkaupa allsberrassaður. Afsökun Þegar nótt að norðan fer nauðastundir skána, geti búar bmgðið sér í búning trúðs og kjána. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA í gjafavali Þótt Heiöar kunni aö sjálfsögöu engin algild svör viö spurning- um um val á jólagjöfum, er gott aö þiggja ráð hans varðandi þær vörutegundir, sem hann hefur sérþekkingu á, og hvernig er best aö velja þær og handa hverjum. í tveim síðustu þátt- um hefur Heiðar leiöbeint um val á jólagjöfum og er nú spurö- ur í þriðja sinn um slíkar leið- beiningar. Ilmvötn eru vinsælar jólagjaf- ir og konum þykir vænt um aö fá slíkar gjafir. En valið er ekki auðvelt, síst fyrir karlmenn sem kaupa og gefa ilmvötn, en vita annars harla lítið um þau eða smekk kvenna á þeim. Heiðar: Áður fyrr var það dá- lítill ábyrgðarhluti að kaupa ilmvötn til gjafa, því ef konunni sem þau fékk líkaði þau ekki, var lítið annað að gera en að setja þau niður í skúffu og geyma þar í áraraðir. Þetta er varla vandamál leng- ur. Ilmvötn eru pökkuð í sellóf- an og ef maður eða kona fær ilmgjöf, er mjög æskilegt að umbúðirnar séu ekki teknar ut- an af. Búðirnar merkja yfirleitt sína vöru og ef þiggjandinn fell- ir sig ekki við ilminn, sem í pakkanum er, á að vera auðvelt aö skila honum aftur og skipta. Ilmur frá öllum Við íslendingar eru nýjunga- gjarnir í ilmum, sem þýðir að fyrir jólin koma margir nýir ilmir á markaðinn. Við erum ekki mikið í klassíkinni, sem mér finnst nú reyndar síður. En það virðist vera að allir séu til- búnir að prófa nýjan ilm, þann- ig að það virðist ganga mjög vel í ilmvötnum bæði fyrir menn og dömur að fara inn í snyrti- vörubúð og spyrja hvað sé nýj- ast og heitast. Heiöar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvemig áégab vera? En peningaráðin verða að ráða þegar ilmur er keyptur. En sami ilmurinn er til í mörgum myndum og verðflokkum. Ef til dæmis kona lýsir því yfir í sinni fjölskyldu að hún haldi upp á einhvern sérstakan ilm, þá get- ur 10 ára sonurinn gefib henni sápuna, 14 ára dóttirin gefið henni bodylotioninn, stúlkan sem flutt er að heiman með sín- um kærasta getur gefib henni stóra glasið af eau de toilettinu og bóndinn gefið henni parfu- mið. Þá er þetta komið og það er voða spennandi fyrir konu, sem er búin að segja hvaða ilm hana langar í, að fá svona seríu. Manngeröir mis- munandi Hugsunin á bak við jólagjafa- kaupin þarf ab vera ab það sé verið að kaupa handa þeim sem á að fá gjöfina, en ekki fyrir aðra. Að gefa tískufatnað eða ann- að sem er háð tísku fer aðeins eftir því hverjum veriö er ab gefa. Ef verið er að velja gjöf handa manneskju sem fylgist mjög vel með tísku, þarf að taka tillit til þess. En manngeröin er svo mis- munandi. Það eru til klassískir menn og konur og það eru til tískumenn og tískukonur. Það er til eldra fólk sem vill aðeins gæði. Það eru til þeir sem gera litlar kröfur aörar en að hylja nekt sína. Að gefa manneskju, sem hef- ur engan áhuga á tísku, tískuflík er bara óþarfaeyðsla. Síðan ab gefa manneskju, sem er í tísk- unni, flík sem ekki er í tísku er líka tóm vitleysa. Gefandinn verbur að reyna að gera sér grein fyrir þörfum og óskum þess sem gjöfina á að fá. Og síb- an, eins og ég hef bent á áður, er mjög gott og jafnvel nauðsyn- legt að ráðfæra sig vel við af- greiðslufólk í sérverslunum um valið. Ekki um efni fram En hvort sem um er að ræða ilm, fatnað eða aðrar gjafir, á fólk að gera sér góba grein fyrir hvaö það hefur ráð á að gefa. Þab er engum til ánægju að fá dýra gjöf, sem gefandinn hefur ekkj efni á ab kaupa þótt hann geri það. Flottræfilsháttur í gjöfum er ekki í anda trúarinnar. Ég trúi því ekki að Jesús Kristur, sem gaf okkur jólin, líti á þaö með velþóknun að fólk sé að sökkva sér í áhyggjur og skuldir til þess að gefa gjafir í hans nafni. Það er hægt að kaupa margt smekklegt þótt það kosti ekki mikla peninga. ■ 4’ ' Eltist ekki vib tísku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.