Tíminn - 09.12.1995, Síða 14

Tíminn - 09.12.1995, Síða 14
14 Laugardagur 9. desember 1995 -|- A N D L Á T Abalheibur Jónsdóttir frá Kirkjubæ lést í Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 4. desember. Anna Gubjónsdóttir, Hverahlíð 12, Hveragerði, síðast til heimilis á dvalar- heimilinu Ási, Hveragerði, lést í Sjúkrahúsi Suður- lands mánudaginn 4. des- ember. Gestur H. Fanndal, Suðurgötu 6, Siglufirði, andaðist 2. desember. Út- förin fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju laugardaginn 9. desember kl. 11.00. Guðlaug Björnsdóttir frá Fögrugrund, Akranesi, lést 4. desember. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 8. desember kl. 14.00. Gubmunda Þóra Stefánsdóttir, Geirakoti, Sandvíkur- hreppi, lést á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum, Selfossi, 5. desember. Gubmundur Örn Ágústsson lést á heimili sínu í Ósló að morgni 5. desember. Gubríbur Þorgilsdóttir lést þann 28. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Jónsson í Nesi, Rangárvöllum, andaðist miðvikudaginn 6. desember. Hilmar Björgvin Ingvarsson, Flétturima 13, lést í Land- spítalanum sunnudaginn 3. desember. Jakob Jóhann Sigurðsson, Stóragerði 21, lést í Land- spítalanum 6. desember. Kristín Gubjónsdóttir, Búrfelli 1, Grímsnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 2. desember. Marta Elínborg Gubbrandsdóttir frá Loftsölum, Mýrdal, Skeggjagötu 10, Reykjavík, andaðist á Droplaugar- stöðum þriðjudaginn 5. desember. Ólafía Ágústa Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Bólstaðarhlíð 41, andaðist að morgni 30. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar F. Gubmundsson, Sogavegi 86, Reykjavík, er látinn. Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen lést á Droplaugarstöðum .6. desember. Sigríbur Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur frá Héðinshöfða, síðast til heimilis ab Brekku- hvammi, Húsavík, lést mánudaginn 20. nóvem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurjóna (Jóna) Guðmundsdóttir, Vesturgötu 44, Keflavík, lést í Borgarspítalanum 6. desember. Stefanía Stefánsdóttir, Digranesheiði 11, Kópa- vogi, andaðist í Landspít- alanum að morgni 6. des- ember. Svala Bech, Furugerbi 1, andabist í Landspítalanum 6. desem- ber. Vigfús Þráinn Bjarnason, Hlíðarholti, Staðarsveit, er látinn. Walter Gillies Bremner lést í Norwich, Englandi, fimmtudaginn 30. nóv- ember. Framsóknarflokkurínn Kópavogur Bæjarmálafundur verbur haldinn a& Digranesvegi 12 mánudaginn 11. desember kl. 20.30. Á dagskrá verða byggingar- og skipulagsmál. Stjórn bœjarmálarábs Framsóknarvist Framsóknarvist ver&ur haldin sunnudaginn 10. desember kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt ver&a þrenn ver&laun karla og kvenna. Ólafur Örn Haraldsson, alþingismabur, flytur stutt ávarp í kaffihléi. A&gangseyrir er kr. S00 (kaffiveit- ingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur Ólafur Örn ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óska& eftir tilbo&um í gatnagerb og lagnir í nýtt íbúbarhverfi. Verkib nefnist: Borgahverfi 4. áfangi, Móavegur — Vættaborgir. Helstu magntölur eru: Götur, breidd 7 m 720 m Götur, breidd 6 m 600 m Holræsi 2.900 m Púkk 6.400 m2 Mulin grús 5.700 m2 Lokaskiladagur verksins er 1. ágúst 1996. Utbo&sgögn ver&a afhent á skrifstofu vorri, a& Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og me& þribjudeginum 12. desember 1995, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilbo&in ver&a opnub á sama sta& fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 5525800 Vigfús Þráinn Bjamason Fæddur 21. febrúar 1921 Dáinn 4. desember 1995 Vigfus Þráinn Bjamason, Hlíðar- holti, var fœddur að Böðvarsholti í Staðarsveit. Foreldrar: Bjamveig Vigfúsdóttir og Bjami Nikulásson, hjón í Böðvarsholti. Systkini Þráins vom: Karl, fœddur 1908, látinn; Böðvar, fœddur 1911, látinn; Sólveig, fœdd 1913, látin; Ólöf, fœdd 1915, húsfreyja á Selalœk á Rang- árvöllum; Guðjón, fæddur 1917, bifvélavirki í Ólafsvík, og Gunnar, fœddur 1922, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Böðvarsholti. Eiginkona Vigfiisar Þráins er Kristjana Elísabet Sigurðardóttir, fœdd 27. mars 1924. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1946. Böm þeirra em: 1. Bjami, fœdd- ur 9. júmí 1947. Kvœntur Signinu Guðmundsdóttur. Þau eiga fjögur böm og búa á Kálfárvöllum. 2. Margrét, fœdd 4. apríl 1949, maki ]ón Eggertsson. Þau eiga þtjú böm og eitt bamabam. Búa í Ólafsvík. 3. Sigurður, fœddur 28. jamiar 1953, kvœntur Sigríði Gísladóttur. Þau eiga þrjú böm og búa í Bjam- arfosskoti. 4. Vigfús, fœddur 12. febrúar 1959, kvœntur Lovísu Bjömsdóttur og eiga þau tvö böm. Búa á Sauðárkróki. Þráinn lést á heimili sínu að- faranótt 4. desember sl. eftir stranga sjúkdómsþraut, en sjúk- dómsins hafði hann kennt í nokkur ár. Sjúkdómurinn hafði rénað á tímabili og jiokkur von um bata, en tók sig upp aftur fyrir nokkru og varð ekki vib ráðib og leiddi til dauða. Útför hans verður gerð frá Búðakirkju í dag, laugardaginn 9. desember. Þráinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Böðvarsholti og vann við bú þeirra þar til hann hóf búskap sjálfur og bjó í Böðvars- holti á móti foreldrum sínum fyrst um sinn og í íbúðarhúsi þeirra þar til þau ungu hjónin fengu land úr jörðinni Böðvars- holti og reistu nýbýli og byggðu íbúðarhús í túnjaðrinum og kölluðu Hlíöarholt. Fram- kvæmd við nýbýlið hófst 1950 og var flutt í nýja húsið 1952. Seinna var þab stækkað mikiö og er mjög rúmgott og vandað hús. Brátt reisti Þráinn öll nauð- synleg útihús á nýbýlinu. Fjós, fjárhús og heygeymslur, allt úr steinsteypu og vandaðar bygg- ingar, enda þurfa hús að vera traust í Hlíðarholti, því ab oft hvessir á norðan í Staðarsveit. Þá hófst hann handa um rækt- unarframkvæmdir og kom upp stóru túni, sem lengst af nægbi til fóðuröflunar fyrir allstórt bú. Svo segir í „Byggðir Snæfells- ness" 1977 um Hlíðarholt: tún 31,48 ha og áhöfn 11 nautgripir, 298 sauðfjár, 3 hross. Hefur bæði ræktun og bústofn aukist nokkuö eftir það. Þráinn var mjög áhugasamur um alla bú- sýslu og ræktun jarðar og bú- stofns, og hafði snyrtimennsku í öndvegi varðandi alla um- gengni og bújörð sína. í æsku naut Þráinn aðeins náms í farskóla Staðarsveitar, sem var að jafnabi tveir mánub- ir á vetri, fyrir börn á aldrinum 7-14 ára, en Þráinn mun ekki hafa byrjað í skóla fyrr en 10 ára. Ég undirritabur var farkennari í Stabarsveit þegar Þráinn var á barnaskólaaldri og fylgdist vel meb námi hans. Hafði hann mjög góða námshæfileika og naut sín vel í náminu, enda heimili foreldra hans áhuga- samt um að börnin nytu þess náms sem völ var á. Þegar Þráinn var 19 ára, fór hann til náms í Bændaskólan- um á Hvanneyri og lauk bú- fræðiprófi eftir tveggja vetra námsdvöl vorið 1942. Eftir námsdvölina á Hvanneyri hélt hann áfram ab vinna á búi for- eldra sinna þar til hann hóf sjálfstæðan búskap, þá er hann kvæntist. Snemma á ævi sinni tók Þrá- inn þátt í félagsstörfum í sveit sinni, fyrst í Ungmennafélagi Staðarsveitar, sem var með tals- verbar framkvæmdir á þessum árum, var m.a. að byggja sam- komuhús í Hofgörðum og unnu félagsmenn mikið í sjálfboba- vinnu. Um 1960 var farið að ræða um það í sveitinni ab ráð- ast í að byggja félagsheimili og skóla við jarðhita á Lýsuhóli, en þar hafði veriö útisundlaug all- lengi, sem ungmennafélagið hafði byggt, fyrst úr torfi. Eftir langvarandi athuganir og margvíslegan undirbúning tókst samvinna með félögum í sveit- inni að hrinda verkinu í fram- kvæmd. Þessi félög voru aðilar ab framkvæmdinni: Sveitarsjóð- ur Staðarsveitar, Ungmennafé- lag Staðarsveitar og Kvenfélagið Sigurvon. Verkið hófst 1965, en t MINNING framkvæmdir stóbu yfir í nokk- ur ár. Fyrsta samkoman í félags- heimilinu var haldin 29. desem- ber 1968, meb helgistund sem sóknarpresturinn séra Þorgrím- ur Sigurbsson flutti, og svo var hin árlega barnaskemmtun sem kvenfélagið sá um. Ungur var Þráinn kosinn í hreppsnefnd Staðarsveitar, tók við oddvitastarfi 1957 og var oddviti sveitarinnar samfellt til 1978. Það kom að sjálfsögðu í hlut oddvita sveitarinnar að hafa forgöngu um framkvæmd verksins vib byggingu félags- heimilisins. Þab fullyrði ég, sem náinn samstarfsmaður Þráins, að hann lagði sig mjög fram um að verkið gengi vel. Mikið var unnið í sjálfboðavinnu, bæði af körlum og konum, en til þess að sú vinna nýttist sem best þurfti góða stjórn á vinnunni og ab skipuleggja starfið fyrir hvern vinnudag. Þetta var mjög krefj- andi og fyrirhafnarsamt starf og vissi ég að Þráinn fórnaði mörgu dagsverki til þessara fram- kvæmda á kostnaö eigin bú- sýslu, án nokkurrar greibslu annarrar en þeirrar ánægju að geta orðið góðum málstaö að liði. Enn vil ég geta um starf sem Þráinn lagði fram vilja sinn og atorku, en það var við endur- reisn Búðakirkju. Foreldrar hans og ættingjar höfðu löngum sótt Búðakirkju, þar sem Böðvars- holt var á sóknarenda Staðar- staðarsóknar, en Búðir svo að segja næsti bær. Mörg börn Bjarnveigar og Bjarna voru fermd í Búðakirkju og þau hjón- in hvíla þar í grafreitnum. Búðakirkja var orðin mjög hrörleg og ekki útlit fyrir ab hún yrði endurreist, enda söfnuður- inn fámennur og fjárvana. Þá hófst Þráinn handa með aðstoö ýmissa áhugamanna og einkum sóknarprestsins, séra Rögnvald- ar Finnbogasonar, um að endur- byggja kirkjuna og færa hana í upprunalegt form. Með aöstoð húsfribunarnefndar var Hörður Ágústsson fenginn með fullu samþykki þjóðminjavarðar til þess að taka að sér hönnun verksins, og við athugun á gögn- um í Þjóðminjasafni fundust svo fyrstu skoðunargerðir kirkj- unnar, sem lýstu svo nákvæm- lega gerð hennar að ekki var áhorfsmál að koma henni í upp- runalegt horf. Um þetta má lesa í „Yrkju", afmælisriti Vigdísar Finnbogadóttur 1990, þar sem Hörður Ágústsson skrifar um Búðakirkju. Kirkjan var færö nokkuð til og byggb á nýjum grunni. Aðalum- sjón með verkinu hafði Hörbur Ágústsson, en smíðar allar vann Haukur Þórðarson húsasmiður frá Ölkeldu. Mjög mikla aðstoð veitti Þráinn af sínum brenn- andi áhuga við að koma bygg- ingunni upp. I sambandi við færslu kirkjunnar var grafreitur- inn stækkaður, en kirkjan er innan grafreitsins. Var hann girtur með hlöðnum garði úr hraungrjóti. Er það mikið mannvirki. Þráinn sá um það verk og stjórnaði því og vann sjálfur að hleðslunni að stærst- um hluta og var þaö mjög krefj- andi og erfitt verk. Þá vann Þráinn að því ab fá Búöasóknina stækkaða meb því að færa nokkur heimili vestast í Stabarstabarsókn til Búðasókn- ar. Var þab samþykkt af viðkom- andi aðilum og komið til fram- kvæmda að færa sóknarmörkin austur að Bláfeldará. Við þab færðust sex heimili úr Staðar- staðarsókn í Búðasókn. Þráinn var formaður Búbasóknar frá því að hún var endurreist og til dauðadags og sýndi henni sem öbrum störfum sínum mikla vandvirkni. Þegar ég lít til baka yfir dvöl mína í Staðarsveit í 53 ár, þá átti ég óvenjulega langt samstarf vib Þráin, fyrst sem nemanda minn í barnaskóla og síðan við fjöl- mörg félagsmál, en lengst og mest í samstarfi í hreppsnefnd. Alltaf tókst okkur að hafa góða samvinnu um hin mörgu úr- lausnarefni, sem vib þurftum að fást við fyrir sveit okkar og sam- félagið. Þá minnist ég með hlýhug hans ágæta heimilis, þar sem ríkti mikill rausnarbragur hinn- ar myndarlegu húsmóður, Kristjönu konu hans. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, m.a. hélt Þráinn oddviti alla fundi hreppsnefndarinnar á heimili sínu, auk fjölmargra annarra sem þurftu á þjónustu oddvitans að halda. Var mjög mikil risna af hendi leyst í sam- bandi við allt þetta, sem hvíldi mest á herðum húsmóðurinnar. Að lokum vil ég færa eigin- konu, börnum, barnabörnum og barnabarnabarni, systkinum og öðrum ættingjum og vinum innilega samúð mína og bib guð að blessa þeim minninguna um góðan og traustan vin. Kristján Guðbjartsson Aösendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa að vera tölvusettar og vistaðar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eða Macintosh umhverfi. Vélrit- aðar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíða birtingar vegna anna viö innslátt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.