Tíminn - 28.12.1995, Side 6

Tíminn - 28.12.1995, Side 6
6 Fimmtudagur 28. desember 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM M Ú L I OLAFSFIRÐI Glit hf. fyrstu 10 mánuhi ársins: 10 milljóna tap Tíu milljóna króna tap varö á rekstri Glits hf. fyrstu tíu mánuöi ársins, aö því er kem- ur fram í bráöabirgöauppgjöri sem fyrir liggur. Starfsemi fyrirtækisins hefur veriö brösótt, en sölumál er- lendis hafa ekki gengiö eins vel fyrir sig og menn geröu sér vonir um í upphafi. Guöbjartur E. Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, sagöi upp störfum fyrir mánuöi og er fluttur úr bæn- um. Ekki hefur veriö ráöinn nýr framkvæmdastjóri, en taka átti ákvaröanir um fram- tíö fyrirtækisins á fundinum. Siguröur Björnsson tók að sér sérverkefni fyrir fyrirtækið, en hans störfum er nú lokið. KEFLAVIK Sjúkrahús — Heilsugæsla: Uppsafnabur hallarekstur ríf- lega áttatíu millj- ónir — Viö blasa uppságnir á starfsfólki og lokanir á deildum, ef ekki fæst aukiö fjármagn Tilsjónarmaöur Sjúkrahúss og Heilsugæslu Suöurnesja hefur sent frá sér skýrslu um fjárhag stofnananna. Þar kem- ur fram að uppsafnaður fjár- hagsvandi heilsugæslustööv- arinnar er áætlaöur nk. ára- mót um þrjátíu og fimm milljónir króna og sjúkrahúss- ins um fimmtíu milljónir. Til aö leysa þetta verði að koma til meiri hagræöing eöa meira fjármagn. Stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar og sjúkrahússins hafbi þegar gert tillögur í þá átt, en tilsjónarmaðurinn tók m.a. viö því verki þegar hann hóf störf þar. í tillögum aö lausn fjárhagsvandans er áætl- aö aö hægt sé aö greiða niður hallann, en til þess þurfi aö skeröa þjónustuna með því aö segja upp starfsfólki, hagræða ýmsu og loka sjúkraseljunum í Sandgerði, Garöi og Vogum meö lagabreytingu. Taliö er aö ef fengist átta til þrettán millj- óna viðbótarfjárveiting árlega, væri hægt aö ná saman end- um án þess aö skeröa þjónust- una aö verulegu marki, og standa vonir til þess að svo verði. Uppsafnaöur fjárhagsvandi Sjúkrahúss Suðurnesja er tal- inn nema um fimmtíu og einni milljón kr. um nk. ára- mót. í tillögum aö lausn vandans eru hugmyndir um aö ríkisvaldið útvegi tuttugu og fimm milljónir og Sjúkra- húsinu verði gert aö greiöa tuttugu og sex milljónir á tveimur árum. Gripið veröi til ýmissa hagræðinga, eins og aö bakvakt á skurðstofu veröi lögö niöur, símavakt og næt- urvarsla færö undir sjúkra- deild, verktakasamningar end- urskoöaöir o.fl. En ef Sjúkra- húsið á aö halda uppi óbreytt- um rekstri, þarf aö koma til fimmtán til tuttugu milljóna króna aukið fjármagn árlega. Sértekjur Sjúkrahúss Suður- nesja eru meöal þeirra hæstu af sjúkrahúsum utan Reykja- víkursvæöisins, eða um fimmtungur af fjárlögum til sjúkrahússins. Telja má ab erf- itt veröi aö auka þær aö ein- hverju marki. Koma verði til aukiö fjármagn af fjárlögum til sjúkrahússins. Sem dæmi má nefna að Sjúkrahús Akra- ness hefur ekki nema um tíu prósent í sértekjur, en fær á fjárlögum ríflega sjötíu og sex prósent hærri framlög, þó íbú- arnir séu ekki nema þriðjung- ur miðað viö það svæði sem Sjúkrahús Suðurnesja starfar á. Hvort ráðamönnum á Suö- urnesjum takist aö fá aukafjár- magn til aö leysa þennan rekstrarhalla, meðal annars með því aö fresta núverandi samkomulegai um D-álmu, eöa fá heilbrigðisyfirvöld til aö skipta fjármagni á sann- gjarnari hátt en nú er gert til sjúkrahúsa og heilsugæslna, á eftir aö koma i ljós. Félagsmálastofnun Selfoss: Á sjöundu milljón í fjárhagslega aö- stoö Félagsmálastofnun Selfoss hefur veitt rúmlega sex millj- ónir í félagslega aðstoö til ein- staklinga og fjölskyldna á Sel- fossi þaö sem af er árinu. Þetta er mun minna fjármagn en veitt var í fyrra, þegar þaö var um átta milljónir, en ástæðan fyrir þessari lækkun á milli ára er aö Selfossbær greiddi húsa- leigubætur á árinu. „Það eru um 65 einstakling- ar á Selfossi sem hafa fengiö þessa peninga á árinu. Upp- hæðirnar sem þetta fólk fær eru mjög mismunandi, en það fer m.a. eftir framfærsluþörf, hvort viðkomandi hefur ein- hverjar tekjur og þess háttar," sagði Ólöf Thorarensen félags- málastjóri aðspurö um félags- lega aðstoð á árinu 1995 á Sel- fossi. HAFNARFIRÐI Samkomulag í augsýn um framtíö St. Jósefsspítala: Bærinn yfirtaki rekstur leikskóla spítalans Samkomulag er nú í augsýn um framtíö St. Jósefsspítalans, en á aukabæjarráðsfundi fyrir skömmu var samþykkt aö ganga til viöræöna viö heil- brigðisráðuneytið um að bær- inn yfirtaki rekstur leikskóla spítalans og kaupi hlut ríkis- ins í húsnæði hans. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri segir aö framtíö spítalans hafi hangið á þessu atriði, eftir samtal sem hann átti viö stjórn spítalans. Að sögn Ingvars mun heil- brigðisráöherra hafa gefiö grænt ljós á stööuna hjá St. Jósefsspítala, ef bæjaryfirvöld tækju aö sér rekstur leikskól- ans og aö handlækningadeild yrði fimm daga deild, eins og rætt hefur verið um. Hins veg- ar yrði ekki dregiö úr bráöa- þjónustu spítalans. „Þaö eru viðræður áfram í gangi, en ég tel aö læknar og stjórn spítal- ans sætti sig við þessa niður- stööu," segir Ingvar. Stjórn St. Jósefsspítala átti fund með heilbrigöisráðherra á föstudag, og á þeim fundi haföi stjórnin samband viö Ingvar og baö um fund með honum seinna um daginn. Þar var farið yfir stööuna og fyrrgreindar aögeröir ræddar. „Með þessu móti er komið í veg fyrir aö spítalanum verði Iokað eöa stórlega dregiö úr þjónustu hans," segir Ingvar. „Ég tel aö bæjarstjórn muni taka jákvætt í þessa niður- stööu málsins." Að sögn Ingvars Iiggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikiö þetta muni kosta bæjarsjóð, en að ýmsu þurfi aö hyggja. Meðal annars þarf ríkið að segja upp öllu starfsfólki leik- skólans, svo og þeim sérkjör- um sem starfsfólk spítalans hefur notiö á leikskólunum, þar sem rekstur hans færist nú yfir á bæjarsjób. Sjúkrahús Suburnesja er mikib í umrœbunni bœbi hvab varbar vœntanlega D-álmu og eins skýrslu tilsjónar- manns. Baldur Gublaugsson stjórnarformabur Hlutabréfasjóbsins og Sigurbur B. Stefánsson framkvœmdastjóri VÍB, ánœgbir meb árangurinn. Sjóbur þeirra er fjölmennastur hlutabréfasjóba landsins og meb sameiningu Hlutabréfasjóbsins og VÍB lcekkar kostnabur og hœrri ávöxtun noest. Siguröur B. Stefánsson, VÍB: Ávöxtun hlutabréfa meö eindæmum góð Hjá Hlutabréfasjóbnum hjá Verbbréfamarkabi íslands- banka hafa um 800 manns keypt hlutabréf ab undan- förnu fyrir alls 185 milljónir króna. Framundan eru tveir söludagar sem munu enn hækka töluna. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri sagöi aö greini- legt væri aö fólk liti mjög til skattahagræðisins. Ef keypt eru hlutabréf fyrir 135 þúsund krónur næst hámarks skattafrá- dráttur. Frádráttur frá tekjy- skattsstofni vegna kaupanna nemur 80% af fjárfestingunni, sem gefur 45 þúsund króna skattafrádrátt á einstakling. Kaupi hjón hlutabréf fyrir 270 þúsund krónur nemur skatta- frádráttur fjölskyldunnar 90 þúsund krónum. Og hjón sem hafa fjárfest á undanförnum árum hafa hagn- ast um meira en þetta. „Á síðustu tveim árum hefur verið slík ávöxtun af hlutabréf- um aö það hefur ekki verið völ á ööru betra. Horfurnar fyrir ár- iö 1996 eru ágætar og alveg eins líklegt aö ávöxtun á hluta- bréfum verði betri en á skulda- bréfum, en auðvitað er alltaf erfitt að fullyrða neitt," sagði Sigurður B. Stefánsson. Sigurbur segir að hlutabréf í mörgum fyrirtækjum hafi hækkaö svo um munar á þessu ári. Sem dæmi nefnir hann Eimskip meö 57,1, Flugleiðir meö 67,3%, íslandsbanki meö 15,6, Grandi 21,6, Hampiöjan 54,5 og Haraldur Böðvarsson 54,5% og þannig mætti lengi telja. I skiptingu hlutabréfaeignar Hlutabréfasjóösins eru Eimskip, Flugleiðir og Grandi stærst. Eimskip meö fjóröung eignar- innar, Flugleiðir 16% og Grandi 11%. Raunávöxtun Hlutabréfa- sjóösins hefur verið góö aö undanförnu, eða um 51,9% síð- ustu tólf mánuðina. „Það er ekki spurning aö þaö veitir mikiö aöhald fyrir fyrir- tækin aö svo margir litlir aöilar kaupa hlutabréf. Fyrirtæki eru farin aö geta aflað sér eiginfjár á innlendum markaði núna, sem ekki var hægt fyrir átta til tíu árum," sagöi Sigurður. VÍB selur hlutabréf Hluta- bréfasjóösins í höfuöstöðvun- um á Kirkjusandi, hjá Hluta- bréfasjóönum aö Skólavörðu- stíg 12 og í öllum útibúum ís- landsbanka. Jón Hallur Pétursson í Kaupþingi Noröurlands hf.: Góð raunávöxtun í ár og á síðasta ári Kaupþing Norburlands hf. sel- ur abild ab Hlutabréfasjóbi Norburlands. Jón Hallur Péturs- son sagbi í samtali vib Tímann ab hlutabréfasjóbir væru keim- líkir yfirhöfub ab samsetningu. Þó er svo ab sjá ab fleiri norb- lensk fyrirtæki séu í sjóbnum en hjá öbrum verbbréfafyrir- tækjum. „Raunávöxtun hjá okkur síð- ustu 12 mánuöi er 24,3% og síð- ustu fjögur ár 10,8%. Áriö í ár og í fyrra hafa gefið mjög góöa raunávöxtum. Það er mikil aukn- ing á sölu hlutabréfa núna, giska á aö það veröi 20-30‘Eo aukning á hlutabréfakaupum hjá einstak- lingum miöaö við sama tíma í fyrra," sagöi Jón Hallur Pétursson í Kaupþingi Noröurlands hf. sem hefur meö rekstur Hlutabréfa- sjóðs Norðurlands hf. að gera. Jón Hallur sagði aö hlutabréfa- sjóðurinn hefði staðiö í 200 milljónum króna í byrjun desem- ber. Úr honum er veriö aö selja þessa dagana. Hlutabréfasjóöur Noröurlands er 4 ára gamall og tilgangur hans að skapa farveg fyrir samvinnu einstaklinga og lögaðila um fjár- festingar í hlutabréfum og skuldabréfum. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.